Þjóðviljinn - 11.04.1976, Blaðsíða 7
Sunnudagur 11. apríl 1976. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
HJALTI
KRISTGEIRSSON
SKRIFAR
Stakir
steinar af
götu minni
A að ryðja göngumönnum
leið á miðri götu?
Fyrsti staksteinninn sem ég vil
taka upp i dag er þessi: Hversu
miklu auðveldara á ekki bill með
að komast um dálitið klökuga ak-
braut en fótgangandi maður yfir
isi þakta gangbraut? Svo augljóst
sem þetta er, þá var hitt lika deg-
inum ljósara á vegferð okkar
reykvikinga i vetur að við þurft-
um að fóta okkur á hálum stéttum
á meðan bílarnir runnu eftir
auðum brautum. Fleiri daga höf-
um við mátt þola þetta misrétti
heldur en þeir dagar voru margir
að báðar leiðir væru jafn ógreið-
færar: fyrir bilinn sem fyrir skó ,-
inn. -
Væri úrbótin sú að láta bil
ana aka hálfa uppá gangstéttum
sitt hvoru megin götunnar, en
hafa auða gönguleið i miðjunni?
Kostur við þessa lausn er sá hve
auðvelt væri að halda slikri göngu
geil hreinni með vélknúnum sóp,
sem ekki ku nýtast venjulegum
gangstéttum.
Þetta var nú kannske sagt i
mátulegri alvöru en þó ekki alveg
úti loftið þvi forgangur hins bilak-
andi manns á kostnað hins fót-
gangandi er satt að segja orðinn
óhugnanlegur. Og mætti þá raun-
ar meta það að nokkru að
bileigandinn þarf auðvitað að
bregða sér i bæði gervin, annað
veifið er hann fótgangandi með
öllum þeim ókostum sem þvi
fylgir i okkar nútimalegu borg.
Ekki er nú almennt farið að
hanna hús þannig að maður kom-
ist inn i þau akandi.
Kosta núverandi bíl-
númer yfir 100 miljónir
króna á ári?
Ekki alls fyrir löngu þurfti ég
að hlýða á umræður á alþingi um
bilaskráningarmál. Málið
stendur um það hvort billinn eigi
að lúta sömu nafngiftarlögmálum
og maður eða hestur: hafa sama
auðkennisheitið alla sina hundstið,
heiti sem greinir hann frá öllum
öörum einstaklingum. Eða hvort
skipareglan á að breyttu
breytanda að gilda um bilinn: nýr
eigandi þarf að geta skirt bátinn
eftir föður sinum heitnum eða i
höfuðið á konu sinni, slikt horfir
til heilla. Gifta fylgir nafni á sjó,
það er gömul trú, en hefur nokkur
heyrt um númeragæfu i bilaum-
ferðinni?
A ári hverju er skipt um skrán-
ingarnúmer á 20—25 þúsund bil-
um i landinu, og þetta vesen
kostar bileigandann að jafnaði
heilan vinnudag i hvert skipti.
Ætli megi ekki meta hvern vinnu-
dag á 4 þúsund krónur að jafnaði,
svo að auðséð er að þarna fara
miklir fjármunir i súginn hjá
bileigendum, þeas. hjá öllum al-
menningi þessarar bilelsku
þjóðar. Og ósennilegt annað en
almenningur yrði dauðfeginn að
losna við þetta leiða umstang.
Auk þess fylgir þessum sifelldu
umskráningum geipilegur kostn-
aður hjá opinberum aðilum og
þær koma i vegfyrir vitrænvinnu-
brögð i virku eltirlíti með þessum
morðingjum hversdagsins, bilum
og ökumönnum þeirra.
Vitað er um fámennan hóp
efnamanna sem hafa stutt og
eftirsótt bilnúmer, þau eru orðin
þeim verðmæt ,,eign” sem hægt
væri að láta forrenta sig.
Fáfengileg auðgunarárátta? Eru
þingmenn ekki hafnir yfir slik
sjónarmið?
Hvers eiga 30 þúsund reyk-
víkingar að gjalda, allir
með sama stafinn?
Einn þingmaðurinn sagði:
,,Mér er sama um þessi bilnúmer
að öðru leyti en þvi.að ég vil fá að
halda sýslustafnum minum!”
Um 1.400 bilar bera þennan stolta
staf þingmannsins, en þarámóti
eru 30 þúsund bilar R-merktir. Af
hverju höfum við reykvikingar
ekki 20 mismunandi stafi til að
skipta bilum okkar niður á? Þetta
er óréttlæti! A ég, sem hef búið i
Mið- og Vesturbæ i 15 ár, að hafa
sama skráningarstaf og Klepps-
holtsbúrinn eða Breiðholtssauð-
urinn? Ég mótmæli!
Annar snjall þingmaður fann
það út að núverandi bókstafir á
skráningarplötum bila kæmu oft
að góðu haldi við umferðaróhöpp
þegar vegfarendur þurfa að
leggja á minnið auðkenni
framhjáþjótandi bila. „Sumir
hafa R, aðrir A og E”,‘ og það
væru haldgóðar upplýsingar fyrir
lögregluna. Menn tækju nefnilega
miklu fremur eftir bókstaf en
runu tölustafa. Sem er alveg rétt.
Þarna sleppti rökleiðslunni, en
það hefði verið hægt að feta sig
lengra og komast að þvi aö
samkvæmt nýja skráningarkerf-
inu yrði hver bill með tvo bók-
stafi. Aðeins um 100 bilar væru þá
með sömu samstöfunina. Þá væri
tiltölulega auðvelt að finna FÞ-
bil, meira en 10 sinnum auðveld-
ara en það er nú að hafa uppá
ákveðnum P-bil.
Þriöji þingmaðurinn óttaðist
hækkun tryggingaiðgjalda hjá
þeim heppnu bileigendum sem
aka i slysalitilli umferð utan höf-
uðstaðarsvæðisins. Nú yrðu bil-
arnir nefnilega ekki lengur
svæðismerktir og þá dytti grund-
völlurinn undan skiptingu i
áhættusvæði. Allir yrðu að greiða
sambærileg iðgjöld að þessu leyti.
Gleymdist ekki sú staðreynd að
tryggingarfélögin senda reikn-
inga sina til bileigenda, ekki bil-
anna sjálfra? Skyldi nú komast
ruglingur á heimilisföng
bileigenda um leið og umdæmis-
skráningin hyrfi á bilum þeirra?.
Svona tala engir nema ruglu-
kollar. Eða kusu þingmenn að
láta ruglið skyggja á fáfengileik-
ann?
Óbrigðul aðferð til að láta
auð ráða númeri
Séu menn haldnir númerahé-
gómagirnd, þá hef ég glögga hug-
mynd um það hvernig henni skal
svalað á praktiskan og ódýran
hátt. Rikisstjórnin skal
hefja útgáfu númera frá
1 upp i 218.682, hverju nú.
meri skal fylgja laus bókstafur
frá A til O. Númer þessi, ásamt
bókstaf eftir frjálsu vali, skulu
seld hæstbjóðendum, skal númer-
ið skráð á kaupanda og vera hans
eiginlega eign sem hann má ráð-
stafa að vild. Hver sá er kaupir
númer á frjálsum markaði skal
láta skrá það hjá næsta lögreglu-
stjóra og greiða skrásetningar-
gjald, kr. 10.000. Númer þetta má
bera i vinstra jakkahorni (ekki er
gertráðfyrirslikum hégómaskap
hjá konum) og einnig má lima
það innaná bilrúðu. Hver sá er
notar hégómanúmer i heimildar-
leysi skal sæta opinberri ákæru
samkvæmt hegningarlögum.
Setan er fundið fé fyrir þá
sem vilja hreykja sér yfir
aðra.
Nú skal horfið frá bilum innan
þings og utan og vikið að öðru
númeramáli sem misvitrir þing-
menn hafa viljað gera að þing-
máli, nefnilega stafsetningu
islenskrar tungu. Eitt mesta hita-
mál i þingsölum er nefnilega það
hvort skrifa skal z eða s i orðinu
bestur/beztur, en það lýsingarorð
vildi auðvitað hver þingmaður
heyra um sjálfan sig. Og þó mun-
urinn heyrist að visu ekki, má þó
alltaf sjá hann á prenti. Þeir sem
sýsla við prentverk, setjarar og
prófarkalesarar, eiga endilega að
beita stafnum z þó að þekkingar
á honum hafi ekki verið krafist i
skyldunámi allt til þessa. Fötin
eru fin af þvi að almenningur
klæðist þeim ekki var hugsunin
hjá Finni fina og öðrum lordum
liðinnar tiðar. Sú tið er ekki
liðin hjá á alþingi islendinga.
Mig langar til að rifja upp
nokkrar umsagnir um z úr svör-
um sem birt voru á þjóðhátiðar-
degi i fyrra við spurningum Þjóð-
viljans um islenskt mál.
Fulltrúar elstu islensku starfs-
stéttanna. bænda og sjómanna,
höfðu þetta að segja: ,,Zeta? Ég
viðurkenni ekki þann staf, mér
var ekki kennd nein z i skólan-
um... á árunum 1935—42”. ,,Burt
með setuna! Við eigum að hafa
ritmálið eins auðvelt i notkun og
hægt er, til að mynda ekki
stéttaskiptingu að þessu leyti”.
Maður sem hefur langa reynslu
i kennslu og i sjómennsku segir:
,,Ég er ekkert hissa á þvi að all-
stór hópur borgaralegra mennta-
manna og embættismanna hefur
snúist hart gegn niðurfellingu z...
Með þeirri aðstöðu gera þeir
hvorttveggja i senn, stuðla að
menntunarlegu misrétti... og
bregða fæti fyrir kennslu lifandi
móðurmáls, sem börn alþýðu-
heimila þurfa öðrum frem'ur á að
halda”.
Svipað viðhorf kemur fram hjá
húsmóöur og fóstru sem hefur
fundist z-kennslan ótrúlega tima-
frek: „Fyndist mér þeim tima
betur varið við kennslu annarra
þátta i islensku, svosem bók
mennta. kynna skáld og verk
þeirra, og ekki sist að læra að
koma fyrir sig orði á óbjöguðu
máli”.
Setureglurnar frá 1929
voru ekki rökréttar né
byggðu þær á hefð
Formaður Félags islenskra
fræða gripur einmitt i þennan
jafnréttisstreng: ..Bókmál og tal-
mál eru tjáningartæki i mannleg-
um samskiptum. Þessvegna ber
að gæta þess að allir geti notið
þeirra. öllum hindrunum i þá
veru að þessi tæki séu ekki allra
ber að ryðja úr vegi”.
Einn af orðabókarmönnum
háskólans telur þá röksemd etv.
veigamesta i z-málinu ,,að það er
löngu búið að fella z niður úr rit-
hætti alls almennings með þvi að
kenna hana ekki i barnaskólum”.
Samanburðarmálfræðingur
háskólans afsannar það að 1929-
reglurnar um z séu rökréttar og
byggðar á uppruna orða, eða af
hverju stafsetja z-postularnir
ekki viz (vit), sezz (setja), hvazz
(hvatur), beizkur -(beittur)?
„Setuleysi i islenskri stafsetningu
á sér að minnsta kosti 600 ára
hefð, svo ekki þarf að amast við
afnámi setu þessvegna”.
Sami maður talar um þá fúl-
mennsku að fella nemendur á
prófi og skerða þannig möguleika
þeirra til meiri menntunar vegna
prjáls við setu og þesskonar.
,,Kynni að glæða áhuga nemanda
sem fallið hefur i stafsetningu að
vita að með honum hefðu einnig
fallið þeir Snorri, Jónas og Kiljan
og margir aðrir sem ekki eru
beinlinir taldir hættulegir
islenskri menningu. Og hræddur
er ég um að stafsetningin á hand
ritunum okkar ætti þá heldur ekki
uppá pallborðið”.
Starfsmaður orðabókarinnar
segir: Ég hef jafnan verið frem-
ur andvigur z og raunar ymsum
fleiri atriðum sem tekin voru upp
með stafsetningarbreytingunni
1929. Ég sakna þvi ekki z-unnar”.
Ritstjóri orðabókarinnar hnvkkir
á: ,,Z er óþurftarstafur og ég er
ákaflega feginn að vera laus við
hana. Ritun z var merki um mis-
skilin upprunasjónarmið. og hún
gerði málið ekki skiljanlegra. Z
hefur stutta hefð i málinu”.
Alþingi setti einu
sinni stafsetningarlög...
Enn skal minnt á stafsetningu
Halldórs Laxness, — i svari sinu
til Þjóðviljans 17. júni sl. komst
dr. Jakob Benediktsson ma. svo
að orði: ,,Ég held þó að ofstopinn i
garð Laxness á sinum tima hafi
verið mest útaf réttritun. það er
undarlegt hvað stafsetning
verður mönnum mikið tilfinn-
ingamál... Alþingi hefur einu
sinni sett stafsetningarlög sem
fjölluðu um rithátt á útgáfu forn-
rita og var stefnt gegn Halldóri
Laxness en með hæstaréttardómi
var Halldór sýknaður og alþingi
gert ómerkt orða sinna og gerða.
Þetta ætti að vera viti til varn-
aðar”.
Marx Morgunblaðsins
er stalinískur Marx
Siðasti steinninn á götu minni i
dag er reyndar mikið bjarg sem
vesalingur minn fær hvergi bifað
þótt gaman sé að leiða hann aug-
um: Karl gamli Marx. Morgun-
blaðið er nýbúið að uppgötva
karlinn og birtir i lesbók sinni frá-
sögn skandinavisks blaðamanns
af ævi hans og starfi. Ekki ólipur
blaðamennska, en dálitið
glamraraleg og litt traustvekj-
andi hvað áherslupunkta snertir.
Eftir lesturþessaragreina er það
jafn dularfullt og áður, hvernig á
þvi stendur að Marx skuli vera
stórveldi i samtiðinni, af hverju
hann er ungu fólki i dag svo heill-
andi viðfangsefni. I fvrsta lagi er
aldrei hægt að gera ferli andans
manna nein veruleg skil með ævi-
sagnaaðferðinni. 1 öðru lagi er
það rangt að Marx hafi verið eða
viljað vera frækinn stjórnmála-
maður. Margir sósialistar eru að
visu haldnir þessari blekkingu
(sem stalinistum/maóistum
kemur vel) og i samræmi við
þetta eru stjórnmálagreinar yfir-
gnæfandi i ymsum úrvalsútgáf-
um verka hans. Marx-rannóknir
siðari ára syna hvað þetta er mik-
ið vanmat á Marxi. Hann var
hugsuður.ekki flokksforingi. Va>r-
ingar hans við lelaga sina eru
einskis virði á móti fræðilegri
gagnryni hans á rikjandi kénn-
ingum aldarinnar i þjóðfélags-
málum Kenningasmiði þessarar
horfnu aldar hafa ihaldsmenn enn
i dag að leiðarljósi. en einmitt þá
sömu menn krufði Marx með sin-
um hárbeitta hnifi og syndi fram
á falsrök þeirra og hlutdrægni.
Með þvi að rifa sundur hug-
myndafræði kúgunar setti Marx
fram rök mannlegrar lrelsunar.
Þessvegna er Marx lifandi enn i
dag, en þetta skilur ekki Morgun-
blaðið sem ekki er von.
11 jaIti Kristgeirsson.