Þjóðviljinn - 11.04.1976, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 11.04.1976, Blaðsíða 24
DJÚÐVIIJINN ! Sunnudagur 11. apríl 1976. A Þingeyri við Dýraf jörð á Vestfjörðum er gamal- gróðið sjávarþorp. Þar áttu búfestu 443 menn 1. desember sl. Blaðamaður Þjóðviljans náði í skottið á Guðmundi Friðgeir i Magnússyni formanni Verkalýðsfélagsins Brynju á Þingeyri, þar sem hann var að spóka sig í Reykja- vík um daginn, og innti hann eftir mannlíf i vestra. Hvernig hefur atvinna verið á Þingeyri i vetur? Það hefur verið dágóð atvinna. Það var þó heldur minna i janúar vegna bilunar á skuttogaranum Framnesi I. Alla virka daga vik- unnar hefur verið unnið og stund- um um helgar. Ég veit ekki hvort ég er svona illa innrættur. en ég held að það megi ekki vera meiri en lOtima vinna á dag. Þó að ekki sé unnið meira. þá er fjöldinn með bónus, svo að það ætti að vera lifvænlegra heldur en sem svarar timakaupinu. Ég hef nú að visu alltaf verið á móti bónus en fólkið hefur ekki getað fengið tekjur á annan hátt. Mér finnst alls ekki koma til greina að vinna meira en 10 tima á dag. og fólki veitir ekki af þvi að hafa fri um helgar. Fólki veitir ekki af þvi. „Ég veitekkihvortégersvonaillainnrættur”. Guðmundur Friðgeir um borð i trillunni sinni. Spjall um verkamenn 7 Eru bæði verkamenn og sjómenn í Verkalýðsfélag- inu Brynju? Já, bæði sjómenn og verka- menn og konur og karlar. Það væri vitleysa að skipta þessu i fleiri félög. Þau yrðu algerlega óstarfhæf. Um siðustu áramót voru um 140 manns i félaginu en i janúar og febrúar varð talsverð fjölgun svo að nú eru i þvi um 155. Þar af er að sjálfsögðu talsvert af eldri félögum yfir sjötugt. Yfirleitt er fólk áhugasamt i verkalýðsfélag- inu en þó gengur það dálitiö i bylgjum. Það geta komið timabil sém litill áhugi er. Það er ekki bara hinum almenna félaga að kenna heldur lika okkur i forust- unni. Við héldum fund i febrúar og svo aðalfund i mars og mættu um og yfir 40 manns á hvorn fund. Ég hugsa að félög á svipuðum stöðum og Þingeyri mættu vel við una. fisk og bækur tonnatölunni af þvi að hún segir svo litið. viö Guömund Friðgeir Magnússon á Þingeyri Eftir 1950 hefur enginn stóráfangi verið gerður i byggingamálum á Þingeyri, nema það yrði með byggingu leigU' ibúða núna. Búið var að fá samþykki fyrir 13 ibúðum og byrjað á grunnum á þremur með vilyrði fyrir láni frá húsnæðis- málastjórn, en hún og rikið á að fjármagna 80% kostnaðar. Fjár- magnið er ekki komið enn, og ef það kemur ekki séég ekki að hægt verði að halda áfram. Þá má nefna að úthlutað var lóðum fyrir 5 einbýlishús i vetur. var til hafnarframkvæmda 1965—1966 hafa farið verst með Þingéyri. Þrátt fyrir stöðugar af- borganir hækka skuldirnar i krónutölu Hvað starfar þú sjálfur? Hvað er helst á döfinni í verkalýðsmálum vestra? Orlofsheimilamálin hafa mikið verið til umræðu.Alþýðusamband Vestfjarða ákvað á sinum tima að byggja orlofsheimili i Mórudal á Barðaströnd, en svo hafa menn komist á þá skoðun að þessi stað- ur sé ekki heppilegur vegna stutts sólargangs. Þetta er það vestar- lega i dalnum. Nú eru að komast á lokastig umræður um að Alþýðusambandið gerist meðeigandi i Flókalundi og byggi upp orlofsheimili i samvinnu vif hótelið eða taki þátt i uppbygg- ingu með þvi. Ég held að það sé heldur vel ráðið. Það er nauðsyn- legt að halda uppi greiðasöiu og starfsemi i Flókalundi en það hef- ur verið þungt undir fæti. Þarna gætu tveir aðilar stutt hvorn ann- an. Og einnig mætti hafa þarna einhverja starfsemi að vetrarlagi t.d. fræðslustarfsemi á vegum verkalýðsfélaganna. Það sem mest háir okkur er hvað orlofs- sjóðirnir eru veikir t.d. aðeins um hálf miljón hjá okkur. Það er nauðsynlegt að gera eitthvað við þessa peninga en láta þá ekki rýrna i verðgildi. m ■f ■..-■<-*■ -■ æ> - Frá Þingeyri. hausti fyrir verkalýðsfélögin á Vestfj. meðan- allir vegir eru færir. Hins vegar höfum við ekkí haft tök á að senda fólk á félags málaskóla alþýðu enn. Meir fræösla mætti vera i sambandi við bréfaskólann, að hann kæm: með einhverja nýja málaflokka Hvað um aðrar framkvæmdir? Hvernig standa fræðslu málin i þínu félagi? Við höfum rætt um það aö koma á stuttum námskeiðum seint að Er húsnæðisekla á Þingeyri? Það hefur vantað húsnæði á undanförnum árum og fólk hefði frekar sest að ef um nóg hefði verið að ræöa. A siöustu 10—15 ár- um hafa þó nýbyggingar aldrei lagst niður, alltaf verið byrjað á 2—3 ibúðum á ári. Þingeyri er með einna hæstan staðal á Vest- fjörðum hvað snertir aldur ibúða. Það stafar af þvi að á árunum milli striða var talsvert byggt sem var siður i öðrum þorpum. Það er talsverður áhugi að fá meiri hafnargerð. Veitt hefur veriö fé á f járlögum en dregist að framkvæmdir hefjist. Nauðsyn- lega vantar viðiegupláss fyrir skuttogarann. Hann hefur skemmst þar sem hann liggur og það er ekki hægt að reka hann ef hann liggur undir skemmdum. Ég stunda handfæraveiðar 4—5 mánuði á sumrin.en á veturna er ég við beitingar. Ég vil ekki vinna i frystihúsi. Það er ekki nokkur leið að vinna innan um allt þetta vélaskrölt. Það var sæmilegur afli i fyrra- sumar á handfærabátunum. Það voru gerðir út 6—7 bátar, þar af 5 þilfarsbátar 4—10 tonn að stærð. Það verður að sækja langt og liggja 2—3 sólarhringa. Þeir fóru mikið út af Kóp og út af Patreks- fjarðarflóa. Ég er einn að skrölta á opnum bát og keyrslan er 3-4 timar frá Þingeyri. Yfirleitt hefur verið góður fiskur en hann er smærri eftir þvi sem dregur norðar. Fiskurinn vestar gengur seinni part sumars og heldur sig dýpra. Það er jafnstór fiskur á djúpslóð. Aður fyrr gekk fiskur árvisst inn á firði. Nú er hann alveg hættur að ganga á grunnslóð. Við höfum sloppið við breta i vetur en maður hugsar með kviða til vorsins. Linubátar þakka haf- isnum og fjarveru breta góðan afla á vetrarvertið. Hafisinn virðist vera ein besta fisk- verndunin. Svo er gerður út einn línubátur frá Þingeyri Það er einn bátur, 165 tonn eftir gamla málinu, sem hefur róið með linu i vetur og fram i miðjan mars, og fékkst góður afli. Þá skipti hann yfir á net af þvi að steinbiturinn þykir ekki góður til vinnslu. Frystihúseigendum likar hann ekki. Það spilar lika inn i, það hefur verið beitt smokk og hann var að verða búinn. Er gott menningarlíf á Þingeyri? Mig langar til að gera að um- talsefni ástandið i bókasafnsmál- um úti á landi. Ég er i bókasafns- nefnd á Þingeyri og það er alveg fjárvana félag og ekki hægt að kaupa neitt sem heitið getur. Við höfðum' til umráða 60—70 þús á siðasta ári og það segir ekki mikið i dýrtiðinni og samt reyn- um við að skipta við fornbóka- sala. Við erum þrir i nefndinni og allt byggist á sjálfboðavinnu. Starfsemi safnsins hefur dregist saman siðan sjónvarp hófst og at- vinna jókst og þegar litið bætist við af bókum og aldrei eru til þær bækur sem fólk er að sækjast eftir þá trénast fólk upp á að koma. Allar tillögur, sem fram hafa komið til úrbóta á Alþingi hafa dagað uppi. Ég sé ekki fram á annað en að þessi starfsemi legg- ist niður i smærri sveitarfélögum að mestu. Hvaö eru mörg bindi í bókasafninu? A stöðum eins og Þingeyri hafa hafnirnar dregið allt fjármagn til sin og eru sums staðar að sliga sveitarfélögin. Þau sveitarfélög sem reynt hafa að standa i skilum i þessum efnum hafa farið verst út úr þessu. Þau sem hafa látið skuidasúpu safnast saman hafa hlotið sérstaka fyrirgreiðslu hins opinbera. Gengistryggðu lánin sem veitt Er mikið um smáfiska- dráp fyrir vestan? Það hafa ekki verið mikil brögð af þvi á Þingeyri Það hefur-komið fyrir, en þó má þakka skipstj,- mönnum að þeir hafa ekki sótt i smáfisk og þvi e.t.v. verið með lægri aflatöiu en aðrir. Sem dæmi um það má nefna að siðast i febrúar landaði Framnes I frá Þingeyri og annar skuttogari af Vestfjörðum á Þingeyri. Fram- nes I var með 13 tonnum minni afla.en aflaverðmæti var 1,4 mil- jónum meira. Það ætti alltaf að birta aflaverðmætið samhliða Þetta er alisæmilegt bókasafn með um 5000 bindi og i rúmgóðu húsnæði. Þarna er lika geymt safn prentaðra bóka Sighvats borgfirðings.nær 2500 titlar,og má ekki lána úr þvi. 1 þvi er gott safn gamalla timarita og bóka varð- andi islensk fræði. Þarna ert.d. mikið af sérprentuðum rit- smiðum Finns Jónssonar og yfir- leitt allar áletraðar til „vinar mins Sighvats borgfirðings”. Sýslan á þetta safn og fylgir þvi sú kvöð að það verðit* geymt innan Dýrafjarðar. Það vantar lestrar- Framhald á bls. 22

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.