Þjóðviljinn - 11.04.1976, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 11.04.1976, Blaðsíða 20
20 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. apríl 1976. Barnaleikföng Hernaöar- tæknin selst best í ár Leikfangaframleiðendur hafa fundið fyrir kreppunni einsog svo margir aðrir sem eru háðir fjár- ráðum almennings á timum versnandi afkomu, en þeir eiga ráö við þvi: Bjóða fram meira af hermennskutóium, æ nákvæmari eftirlikingar af vélbyssum, skrið- drekum og sprengivörpum. Þetta er þróunin bæði í Bandarikjunum og Þýskalandi. „Bragðer að, þá barnið finnur” geta þjóðverjar sagt þegar jafn- vel hægri sinnuð blöð eru farin að býsnast yfir öllum þeim morðtól- um og vigvélum sem börnum er boðið uppá i leikfangabúðum. Þetta gerðist einmitt i Niirnberg snemma i febrúar i vetur þegar efnt var þar til alþjóðlegrar vöru- sýningar á leikföngum. Leikfangasýningin i Núrnberg liktist engu fremur en hergagna- sýningu i Putalandi. Mikið bar á tækjum frá heimsstyrjöldinni sið- ari. Fyrirtækið „Revell Plastics” bauð ekki upp á neitt annað en hergögn frá timum Hitlers. 1 128 siðna vöruskrá þess var hægt að íilli „Fúh' ’ ” Frá leikfangamarkaðinum i Niirnberg. Hægt er að sctja heilar orustur á svið mcð hinum margvislegustu hergögnum og fjölda hermanna. velja á mi llabrynvagnsins” (mælikvarði 1:35) og „Fótgöngu- liða úr herfylkinu Stórþýskaland” (mælikvarði 1:9), svo að dæmi séu tekin af gripum sem kostuðu i kringum 1.200 krónur. Fyrirtæk ið seldi i fyrra íyrir um 2 miljarða króna og býst við stóraukningu i ár. Heinz Rehringer er nefndur einn sérdeilis frómur Niirn- berg—búi, sem á striðsárunum þjónaði undir Hitler i vélaher- deild nokkurri. Hann hefur nú snúið sér að eftirlikingum á þeim ágætu vélum sem hann umgekkst i striðinu og gerir gifurlega lukku. Veltahans jókstum 25% á siðasta ári, en á markaðinum i Niirnberg varð hann var við helmingi meiri áhuga á vigvélalikönum sinum nú i ár heldur en i fyrra. Þessi mikla aukning á sölu þeirra leikfanga sem endurvekja hinar sælu striðshugyndir meðal þjóðverja geristá sama tima sem samdráttar gætir á leikfanga- markaðinum i heild. Á árinu 1975 var verðmæti leikfanga fram- leiddra i Vestur—Þýskalandi 12% minna en verið hafði árið áður. Particular Pleasures. Being a personal record of some varied arts and many different artists by J. B. Priestley. Heinemann 1975. Höfundurinn hefur gert úttekt á eigin smekk að þvi er tekur til málaralistar, hljómlistar, leik- húss, kvikmynda, leikara og listamanna. Hann fjallar bæði um verkin og listamennina. Mörgum hefur hann kynnst um aðra hefur hann gert sér vissar hugmyndir. Hann lýsir á hvern hátt hin ýmsu verk urðu og verða honum nautn, stundum segjr hann frá fyrstu kynnum sinum af hinum ýmsu verkum og lýsir þvi hvernig mat hans breyttist að öðru breyttu. Ritið er fyrst og fremst lýsing höfundar sjálfs, saga smekks hans og þarmeð sannasta lýsing mannsins. Höfundurinn skrifar um þessi efni og einstaklinga i þægilegum rabbstil. Avec Leon Tolstoí. Souvcnirs. Tatiana TolstoV. Prcfacc de naniel Gillés. Albin Michel, Paris 1975. Tatiana Tolstjoi', dóttir Leon Tolstoi' tók að skrifa minningar um föður sinn og uppeldi sitt heima i Jasnaja Poljana, 1913. Siðan urðu það örlög hennar að flytja frá Rússlandi 1925, settist fyrst að i Paris og siðar i Róm, Í---- Ég hefi borðað hjá Lenu, en ' vinnum við ekki leng Nú er búið að reka Jón og Gunnar.J Hvenær skvldi rnðin knma að mér?Og ef þetta væri alminnileg Það eru minnst fimm verksmiðjur sem búa til fimm tegundir hver af tannkermi og allar eru eins nema umbúðirnar. Ein ætti að vera nóg, og þá gætum við hinir byggt ibúðir i staðinn. En það gerist vist ekki fyrr en við tökum þessar verksmiðjur i eigin hendur. Tols toi þar sem hún lést 1950. Dóttir hennar Tatiana Albertini varð- veitti handrit móður sinnar og nú er það gefið út i fyrsta sinn; þó hefur kaflinn um dauða skáldsins birst áður og nokkrar siður úr Ec- lairs de mémoire hafa birst á rússnesku. Allt annað efni bókar- innar hefur legið óbirt allan þenn- an tima, þar til nú. Tatiana lýsir barnæsku sinni, afskiptum föður sins af krökkunum dagfari hans og vinnuháttum, allt snérist um hann heima fyrir og hann virðist hafa verið nokkurskonar sól húss- ins i augum barnanna. Hún segir frá æsku sinni og sambúðinni við föður sinn, og i þriðja kafla eru raktar margar anektdótur og koma þar margir við sögu. I siðustu anektdótunni segir frá orðaskiptum Tolstois og Solo- goubs. S: Þér hafið hér allt sem yður þykir vænt um. T: Nei, þvi er ekki þannig farið að ég hafi hér allt sem mér þykir vænt um, en mér þykir vænt um allt sem ég hef hér. 1 siðasta kaflanum segir dóttirin frá þeim ástæðum sem urðu til þess að koma upp mis- ræmi bæði milli lærisveina skáldsins og nánustu vanda- manna hans. í bókarlok skrifar Tatiana Albertini um móöur sina. Það hefur mikið verið skrifað um Tolstoj' og börn hans hafa nokkur skrifað um föður sinn, en þetta er siðasta minningabókin frá þeirra hendi, sem út kemur. Minningar Tatiönu sýna enn eina mynd skáldsins, smáatburöir og setningar falla inn i fyrri myndir. Bókin er skemmtileg og liðlega skrifuð. Margar myndir úr eigu Tatiönu fylgja. Beschreibung des Christ- entums. Eine historische Ph'ánomeno- logie. Ernst Benz. Deutscher Taschenbuch Verlag 1975. Kristindómurinn hefur i ald- anna rás verið voldugasta aflið i heiminum allt fram á siðari hluta 18. aldar. Engin stefna hefur mótað mikinn hluta mannkynsins sem hún og jafnframt hafa þessi trúarbrögð kallað fram andstæðu sina i mynd andkirkjulegrar starfsemi. Kristnin er samofin menningu evrópskra þjóða i öllum greinum jafnvel i and- stæðunni. I þessu riti leitast höf- undur við að rekja sögu kristin- dómsins frá upphafi og fram á okkar tima, þátt hans i framvind- unni og menningu þjóðanna og stöðu hans á vorum dögum. Þetta er fræðirit um viðfangsefnið og laust við þá klerklegu mærð, sem stundum vill spilla góðum ritum um þessi efni Höfundurinn er fræðimaður i trúarbragðasögu og kirkjusögu og hefur sett saman mörg rit um slik efni. Áskriftasíminn er17505 ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.