Þjóðviljinn - 11.04.1976, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 11.04.1976, Blaðsíða 16
KiSÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 11. april 1976. Umsjón: Magnús Rafnsson og Þröstur Haraldsson Jón Aagot Jóhanna Páll Torfi Jóna Oóra Guðmundur Þaö er ekki ýkja langt siðan nafninu Diabolus in Musica fór að bregða fyrir i sambandi við tón- listaruppákomur í höfuð- staðnum. Það kom að þvi að Klásúlur kynntust fyr- irbærinu af eigin raun, og þótti forvitnilegt mjög. Var viðtal pantað á staðn- um og fylgir það hér á eftir. Meðlimir Diabolus in Musica eru sex. Jón Sigurpálsson leikur á bassafiðlu, en ekki kontra- bassa að eigin sögn. Jóhanna Þórhallsdóttir spilar fyrst og fremst á flautu, syngur, spilar á vatnskönnu, þrihorn i einu lagi og kinaté. Guðmundur Thor- oddsen er aðalpianóleikari sveitarinnar, „dútlar” auk þess við klarinett og sér um heila slagverksdeild með öllu tilheyr- andi. Jóna Dóra óskarsdóttir spilar aðallega á lágfiðlu, bregður fyrir sig altflautu, syngur og smellir fingrum. Aagot óskarsdóttir syngur, spilar á pianó, saltbauk, fugla- blistru, blokkflautu og tréspil. Páll Torfi önundarson leikur á klassiskan gitar, terpentinu og syngur, þótt ekki sé hann hrif inn af. Þeir Páll og Jón eru i minni- hluta hvað hljóðfærafjölda áhrærir, en taka hinsvegar gjarnan að sér að humma, rymja og syngja úúúú úúú. Grasrex og Gabrídur Sagan af tilurð hljómsveitar- innar er bæði löng og flókin. Ef byrjað er á kvennadeildinni þá fóru Jóhanna, Jóna Dóra og Aagot að syngja að gamni sinu þegar enginn heyrði til. Það gerðu þær þangað til að ein- hvern tima sungu þær fyrir Pál Torfa sem ma. kom til af þvi að hann var með þeim i kór Hamrahliðarskólans. Nema hvaö, þetta endaði með þvi að stúlkurnar tróðu einhvern tima upp á tónlistarkvöldi i skólanum og fengu Pál og nokkra aðra menn úr kóráum heimsfræga til liðs við sig. Undirleikararnir tóku sér nafnið Grasrex en stúlkurnar kölluðu sig Utan- skólasystur. Eitt lagið sem þær sungu hét Gabriela og voru þær siðan kenndar við það. Þetta var reyndar stutt tilvera og ævintýrið nú að mestu gleymt og grafið. En Utanskólasystur komu einu sinni fram og Gabrielusystur einnig, en urðu þá spældar úti hljómsveitina Grasrex og sögðu henni upp. Vikjum nú sögunni að jólun- um 1974. Þá byrja tveir piltar að syngja og spila saman danskar drykkjuvisur á gitar og pianó. Svona bara fyrir sjálfa sig og kunnu akkúrat ekki neitt. Siðan skeður það um svipað leyti að annar drengurinn kaupir sér segulbandstæki og hinn fer að vinna á auglýsingastofu. Þetta voru þeir Guðmundur og Jón. Fyrstu fundir Nú. Þarna situr Jón á auglýs- ingastofunni og vinnur sina rú> tinuvinnu. Þá fór það að koma fyrir að inn þustu þrjár stúlkur og sungu hástöfum: „Gabriela, ég elska hana voða hei— ei— ei— eitt”.Þetta trufl- aði vinnuna og raslcaði gæði auglýsinganna. Loks stóð Jón upp og slæddist fram til að at- huga söngkonurnar nánar. Ekki vill hann meina að hann hafi á þessum tima verið heillaður af söngnum, en honum þótti að þetta væri eitthvað sjarmer- andi. Uppúr þessu varð til hljómsveit. Það var ákveðið að hittast sisvona án þess að úr ætti að verða eitthvað sérstakt. Þetta var fyrir um það bil ári og fyrsta mottóið i samstarfinu var: Ekkert stress. I upphafi voru æfingar heldur lausar i reipunum, sennilega vegna hljóðfæralegra kom- plexa. Menn treystu sér ekki al- mennilega til að spila, slógu öllu uppi kæruleysi og gripu i rauð- vin til að styrkja andann. Um sumarið var litið starfað þvi all- ir voru útum allt. En þá bar svo við að einhvern tima sem oftar sat Jón á auglýsingastofunni og var að lesa. Hann hrökk við, hljóp út á flugvöll, pantaði flug- vél og flaug til Akraness. Þaðan i bæinn aftur og hafði þá með sér bassafiðlu. Þar með var hljómsveitin gitarleikaralaus, en um haustið þegar æfingar hófust að nýju var Páll Torfi kominn i hópinn. Sorgarsaga — Hvenær byrjiði svo að koma fram? — Við æfðum mjög óreglulega og óstressað fram eftir hausti, og til að byrja með áttum við i erfiðri baráttu við að losa okkur við rauðvinið. En einhvern veg- inn tókst vinnuhóp um Kvenna- fri að snuðra okkur uppi og vildi fá okkur til að koma fram. Þá hófust æfingar með það mark- mið að hafa eitthvaö á hreinu fyrir 24. október. Þessu fylgdi smástress i nokkra daga, en fjögur lög urðu tilbúin sem við spiluðum á jafnmörgum kaffi- húsum þennan pierka dag til að fullnægja kröfum húsmæðra i bænum. — Hvernig voru undir- tektirnar? — Mjög góðar. — „Þið eruð aðrir Stuðmenn”. Við spilum enn þessi sömu lög, en i dáldið öðrum útsetningum. Þegar þetta var hétum við Hljómsveit- in hlær. Annars á hljómsveitin sér Iika langa sögu i nafngiftum. Þar á meðal eru nöfn einsog Sex á sviði. Sviðsex, Luracombó, Stud. mus., Gerðarbók efri deildar Alþingis, Stormsveit efri deildar, sómi hennar sverð og skjöldur, til sjávar og sveita, hnifs og skeiðar. — Hvert var svo næsta skrefið á framabrautinni? — Eftir kvennafrisdaginn ætl- uðum við að koma fram á tón- listarkvöldi i M.H. Þetta var mánuði fyrir jól og við hétum Stormsveit efri deildar. Þetta átti að gerast á mánudaags- kvöldi en á laugardeginum æfð- um við nokkuð vel og þá voru tilbúin sjö lög sem átti að skella á liðið. Einn meðlimurinn fór þá um kvöldið i læknanemaparti og siðan á eitt öldurhús borgarinn- ar. Þar varð hann vitni að þvi að einn stór réðist á einn litinn og hann gekk i milli og réðist á þann stóra. Maður á náttúr- lega að vera skynsamur og hjálpa þeim stóra þegar svona stendur á. Endalokin urðu sem sagt þau að hljómsveitarmeð- limurinn fór úr axlarliðnum og ekkert varð úr fyrirhuguðum hljómleikum i það skiptið. Helvítis sjónvarpið — Var Klúbbur 32 önnur upp- troðsla? — Já, en i millitiðinni höfðum við gert sjónvarpsþátt fyrir skitnar 10.000 krónur. Það er eiginlega alveg sjálfsagt að nota tækifærið og segja eitthvað verulegaógeðslegt um sjónvarp- ið, einsog til dæmis, — helvitis sjónvarpið. En uppúr þvi að við komum fram hjá Klúbb 32 fóru dagblöðin að taka við sér og þá byrjaði stressið. Bannað að taka með sér rauövin og hætt að segja: Ekkert stress. — Og um sama leyti farið það að taka upp plötu? — Okkur var boðið að gera þrjú lög á svokallaða kreppu- plötu sem við og gerðum og erum búin að. Þetta kom þannig til að Steinar Berg og ólafur Þórðarson hlustuðu á okkur æfa fyrir konsertinn i Hamrahlið sem aldrei varð úr. Þeir spurðu okkur svo hvort við vildum vera með á kreppuplötu. Svo einfalt var það nú. I heiia viku æfðum við lika á morgnana. Hræðileg upplifun. Þurfa alltíeinu að d i(rr---------p nrz kammcr&vtít éi poppvetmngi Li_iu_______i_i—I_ Diabolus in IVIusica (á islensku Tónskratti eöa Óvinur sönglistarinnar). Páll Torfi var ekki mættur þegar myndin var tekii^svo Haukur ljósmyndari skellti honum bara í rammann á veggnum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.