Þjóðviljinn - 14.04.1976, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Miftvikudagur 14. april l!»7fi.
Ferðafélag íslands:
210 ferðir á árinu
í ferðaskrá Ferðafélags íslands
fvrir árið eru sanitals áætlaðar
210 ferðir, sem skiptast þannig að
sumarleyfisferðir eru 24, 2ja og
2ja daga ferðir 79 (af þcim 3fi i
Þórsmörk, 17 i Landmannalaug-
ar og 9 á Kjöl). Styttri ferðir eru
alls 107. Einnig auglýsa dcildir
Ferðafélagsins fcrðir sinar i
áætluninni, en þær eru Ferða-
félag Akureyrar Ct2 ferðir),
Ferðafélag Húsavikur (fi ferðir)
Fcrðafélag Skagfirðinga (7
ferðir), Ferðafélag F'ljótsdals-
héraðs (4 ferðir), og Ferðafélag
Vopnafjarðar (2 ferðir).
I ferðum félagsins er gist i
sæluhúsum þess þegar kostur er
en annars á öðrum gististöðum
eða i tjöldum. Farþegar þurfa að
leggja til fæði allt og ferðabúnað,
sem og tjöld þegar þeirra þarf
við. Undantekning frá þessu er þó
Ferðafélag Akureyrar.
Verð það sem gefið er upp i
eftirtöldum ferðum er miðað við
áætlaðan kostnað um siðustu ára-
mót og gerður er fyrirvari um
verðlagsbreytingar.
Sumarleyfisferðir
Ferðafélagsins eru eftirtaldar:
Vcstmannaeyjar
16-.-20. júni. 5 dagar Ekið til Þor -
lákshafnarog siglt þaðan til Eyja.
Heimaey skoðuð bæði af landi og
af sjó, ef aðstæður leyfa. (Þar
sem áætlun um ferðir að og frá
Vestmannaeyjum liggur ekki fyr-
ir, þegar þessi áætlun er samin,
verður nánar tilkynnt siðar um
brottför og heimkomu). Gist i
húsi. — Verð kr. 9.800,00
Sólstöðuferð til Grimseyjar.
18.-20. júni, 3 dagar. Flogið til
Akureyrar á föstudagskvöld.
Ferðafélag Akureyrar ráðgerir
ferð til Grimseyjar um þessa
helgi og verður slegist i för með
þeim. Flugleiðis heim á sunnu-
dagskvöld eða á mánudagsmorg-
un. Þátttaka tilkynnist i siðasta
lagi miðvikudag. Gist i tjöldum.
Verð: 9.700 krónur.
Látrabjarg — Breiðafjörður —
Snæfellsnes
23.-28. júni. 6 dagar. Ekið frá
Reykjavik til Stykkishólms á
tveimur dögum, með viðkomu á
mörgum þekktustu og fegurstu
stöðum á Snæfellsnesi s.s. Búð-
um, Arnarstapa, Hellnum,
Lóndröngum og viðar. Farið
norður yfir Breiðafjörð til
Brjánslækjar á föstudagsmorgni
með flóabátnum. Komið við i
Flatey. Siðan haldið á Látrabjarg
og eytt þar heilum degi. Ekið til
Reykjavikur á tveimur dögum
um Barðastrandarsýslu og Dali.
Verð: 11.500 krónur.
Sólstöðuferð i Skagafjörð og
til Drangaeyjar.
25.-28. júni. 4 dagar. Brottför kl.
8.00 á föstudagsmorgun. Þann
dag ekið til Skagafjarðar. Á laug-
ardag eða sunnudag verður þess
freistað að fara út i Drangey i
félagi við Ferðafélag Skaga-
firðinga. Heimleiðis á mánudag.
Gist i tjöldum. Verð: 8.500 krón-
ur.
Ilvannalindir — Kverkfjöll.
3.-11. júli.9 dagar. Ekið norður um
byggðir og komið til Kverkfjalla
að kvöldi annars dags. Dvalið
næstu fjórar nætur i sæluhúsinu
við Kverkfjöll. Timanum varið til
gönguferða um nágrennið. M.a.
skoðaðir hinir rómuðu ishellar,
gengið i Hveradal ög viðar.
Heimleiðis um Kjöl eða Sprengi-
sand og fer það eftir ástandi vega
og færð. Gist i húsum. Verð:
17.800 krónur.
Ferð i Fjörðu , Vikur og til Flat-
eyjar.
5.-10. júli. 6 dagar. Þessi ferð
verður farin i samráði við Ferða-
félag Húsavikur. Flogið með
morgunvél til Húsavikur og
Þorgeirsfjarðar. Dvalið þar i
tjöldum næstu 3 nætur. Gengið
um nágrennið og á nærliggjandi
fjöll. A leiðinni verður komið við i
Flatey og i Náttfaravikum. Verð:
13.800.
Hringferð um Vestfirði
9. -18. júli 10 dagar. Ekið verður
eftir hringveginum nýja sem var
opnaður a sl. sumri um vestan
verða Vestfirði. Flestir fegurstu
staðir á þessu svæði verða
skoðaðir, m.a. Vatnsfjörður
Látrabjarg, Fjallfoss i Arnarfirði
og fleira. Gist i tjöldum. Verð:
19.500 krónur.
Hornstrandaferð I.
10. -17. júli.8 dagar. Flogið til fsa-
fjarðar að morgni. Þaðan með bil
til Bolungarvikur og samdægurs
með bát til Aðalvikur. Gist þar i
tjöldum og timanum varið til
gönguferða um nágrennið. Farið
verður heimleiðis sömu leið.
Gönguferð um Kjalarsvæðið
16. -25. júli. 10 dagar. Ekið á föstu-
dagskvöldi til Hvitárness. Þaðan
gengið til Hveravalla um
Þjófadali og siðan i
Kerlingarfjöll.
Heimleiðis á sunnudag. Farið
verður á markverðustu staðina á
þessu svæði m.a. i Karlsdrátt, á
Hrútafell. á Strýtur. að Beinhól
og um Kerlingarfjollin. Gist
verður i húsum. Nesti og annar
farangur verður fluttur á Hvera-
velli eða i Kerlingarfjöll i veg
fyrir göngufólkið, ef þess verður
óskað. Verð: 8.800 krónur.
Hornstrandaferð II.
17. -25. júli.9 dagar. Sama ferðatil-
högun og i ferð nr. 8 Dvalið i tjöld-
um i Hornvik og gengið þaðan um
nágrennið. Haldið til ísafjarðar
um Bolungarvik á laugardag.
Tjaldað þar og flogið til Reykja-
vikur á sunnudag. Verð: 16.800
krónur.
Lónsöræfi.
17.-25. júli. 9 dagar. Flogið að
morgni til Hornafjarðar og þaðan
ekið með bil að Illakambi. Næstu
dögum verður varið til göngu- og
skoðunarferða um nágrennið,
m.a. i Tröllakróka, i Viðidal og
viðar. Ekiö til Reykjavikur með
áætlunarbii frá Höfn i Hornafirði.
Ef næg þátttaka fæst geta þeir
sem það vilja gengið á tveimur
dögum úr Lónsöræfum til Héraðs
og flugleiðis heim frá Egilsstöð-
Farfuglar:
Langar f erðir
og stuttar um
allt hálendið
Farfuglaheimilin á Akureyri (t.v.) og i Rcykjavik.
Farfuglar hafa gefið út litinn
pésa á ensku um ferðaáætlun
sumarsins. Flestar eru ferðirnar
stuttar helgar- og kvöldferðir, en
einnig eru á skránni þrjár langar
ferðir, 13 daga, um öræfi lands-
ins. i bæklingnum eru verð öll
gefin upp i dollurum og eru þau
sem hér segir:
Eins dags ferðir, 7,50 $, tveggja
daga ferðir 19.00$, þriggja daga
ferðir 26.00 $ og þrettán daga
ferðir 138.00 $. Verðin eru gefin
upp með þeim fyrirvara að þau
geti breyst fyrirvaralaust.
Én svo við snúum okkur að
skemmri ferðunum, þá er iistinn
yfir þær svoálitandi:
16. mai._,
Gönguferð á Esju.
23. mai
Skoðunarferð um Hvalfjörð.
30. mai
Fuglaskoðunarferð i Krisuvikur-
berg
5—7. júni.
Ferö i Þórsmörk.
13. júni
Ferð i Raufarhölshellir.
20. júni
Gönguferð á Hengil
23. júni
Miðsumarferð. (Kvöldferð.)
25—27 júni
Ferö i Þórsmörk.
2—4. júli
I. Ferð á Heklu.
II. Ferð i Þórsmörk.
9,—11 júli
I. Gönguferð yfir
Fimmvörðuháls.
II. Ferð i Þórsmörk.
16—18. júli
I. Ferð á Tindafjallajökul.
II. Ferð i Þórsmörk.
23.-25 júli.
Ferð i Þórsmörk.
30—2 ág.
I. Ferð i Þórsmörk.
II. Ferð i Lakagýga.
6—7. ágúst.
I. Ferð i Þórsmörk.
II. Ferð i Surtshellir og Stefáns-
hellir.
13—15. ágúst
Ferð i Þórsmörk.
20—22. ágúst.
Ferð á Hrafntinnusker.
20- ágúst
Ferð á Þórisjökul.
Lengri ferðirnar þrjár, sem að
framan er getið verða farnar i júli
— og ágústmánuði. Rétt er að
rekja þær hér i stórum dráttum,
svo menn megi sjá hverskonar
ferðalög þetta eru:
FYRSTA FERD (11,—23. júli)
1. dagur: Reykjavik —
Hveragerði — Gullfoss — Geysir
— Þingvellir — Húsafell.
2. dagur: Húsafell — Skagafjörð-
ur — Akureyri.
3. dagur: Akureyri — Goðafoss —
Mývatn.
4. dagur: Mývatn.
5. dagur: Mývatn — Húsavik —
Tjörnes — Vesturdalur.
6. dagur: Vesturdalur.
7. dagur: Vesturdalur — Asbyrgi
— Dettifoss — Eiðar.
8. dagur: Eiðar — Hallorms-
staðarskógur — Berunes.
9. dagur: Berunes — Höfn —
Hrollaugsstaðir.
10. dagur: Hroliaugsstaðir —
Skaftafell.
11. dagur: Skaftafeil — Vik —
Skógarfoss — Þórsmörk.
12. dagur: Þórsmörk.
13. dagur: Þórsmörk — Reykja-
vik.
ÖNNUR FERD (25. júli — fi.
ágúst)
1. dagur: Reykjavik — Þingvellir
— Geysir — Gullfoss —
Hveravellir.
2. dagur: Hveravellir — Skaga-
fjörður — Akureyri.
3. dagur: Akureyri — Goðafoss —
Mývatn.
4. dagur: Mývatn.
5. dagur: Mývatn — Húsavik —
Tjörnes — Vesturdalur.
fi. dagur: Vesturdalur
7. dagur: Vesturdalur — Ásbyrgi
— Dettifoss — Eiðar.
8. dagur: Eiðar — Haliorms-
staðarskógur — Berunes.
9. dagur: Berunes — Höfn —
Hrollaugsstaðir.
10. dagur: Hrollaugsstaðir —
Skaftafell.
11. dagur: Skaftafell — Eldgjá.
12. dagur Eldgjá —
Landmannalaugar.
13. dagur: Landmannalaugar —
Reykjavik.
ÞRIDJA FERD (8,—20. ágúst)
1. dagur: Reykjavik —
Hveragerði — Þjórsárdalur —
Landmannalaugar
2. dagur: Landmannalaugar —
Sprengisandur — Nýidalur.
3. dagur: Nýidalur — Herðu-
breiðarlindir,
4. dagur: Herðubreiðarlindir —
Askja — Herðubreiðarlindir.
5. dagur: Herðubreiðarlindir —
Dettifoss — Asbyrgi — Vesturdal-
ur.
fi. dagur: Vesturdalur.
7. dagur: Vesturdalur — Tjörnes
— Húsavik — Mývatn.
8. dagur: Mývatn.
9. dagur: Mývatn — Goðafoss —
Akureyri.
10. dagur: Akureyri — Skaga-
fjörður — Kerlingarfjöll.
11. dagur: Kerlingarfjöll.
12. dagur: Kerlingarf jöll —
Gullfoss — Geysir — Laugarvatn.
13. dagur: Laugarvatn — Þing-
vellir — Reykjavik.
1 þessum lengri ferðum mun
yfirleitt sofið i tjöldum og eru þau
innifalin i verðinu, ásamt
morgunverði, snarli, hádegis- og
kvöidverði.
Auk þessarar starfsemi starf-
rækja farfuglar gistiheimili á ein-
um fimm stöðum hér á landi, i
Reykjavik, á Akureyri, i
Berunesi, á Fljótsdal og i
Vestmannaeyjum. Þessi heimili
eru mjög ódýr, enda gera farfugl-
ar yfirleitt ekki miklar kröfur til
þæginda á slikum stöðum.
Bandalag islenskra farfugla er
aðili að alþjóðasamtökum far-
fugla og gilda þvi islensku far-
fuglaskirteinin á öllum farfugla-
heimilum innan vébanda þeirra
samtaka, en þar eru nú 52 þjóða-
sambönd i öllum heimsálfum.
—hm