Þjóðviljinn - 14.04.1976, Síða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 14. april 1976.
Utivistarferðir:
U tiver a
en ekki
akstur
Útivist hefur sent frá sér
bæklinginn Útivistarferðir 1976,
sem er önnur ferðaáætlun félags-
ins, en það var stofnað i fyrra. 1
þessum bæklingi er úrval lengri
og skemmri ferða og eins og segir
ibæklingnum, „höfuðáherslan er
lögð á útiveru fremur en enda-
iausan akstur i bil. Göngufcrðirn-
ar eru við allra hæfi og oftast er
hægt að stytta gönguleiðina sé
þess óskað eða sneiða framhjá
fjalli. „Siðan kemur holl og góð
áminning til þeirra sem ætla i
ferðalag, en eru ragir við rikjandi
veðurfar á hverjum tima: „Látið
ekki veður aftra ykkur frá ferð,
búið ykkur heldur i samræmi við
þaö og komið.”
I bæklingi Útivistar er skráð
verð á ferðum, og gildir það fyrir
utanfélagsmenn, en félagar
greiða nokkru lægra verð. Hálft
gjald er greitt fyrir börn á
skyldunámsaldri til fermingar
nema i einsdagsferðum, en þá er
fritt fyrir börn i fylgd með full-
orðnum. Enginn matur fylgir i
verðinu. Farmiðasala i helgar- og
lengri ferðir félagsins er á skrif-
stofu þess, Lækjargötu 6, en sim-
inn er 14606.
Sumarleyfisferðir
Skrá útivistar yfir Sumarleyfis-
ferðir hljóðar svo:
Ólafsfjörður — Héðinsfjörður —
Siglufjörður,
3.-10. júli 8 dagar. Flogið til Akur-
eyrar kl. 8. Siðan farið með
áætlunarbil til Ólafsfjarðar og
þaðan með báti i Héðinsfjörð þar
sem dvalið verður nokkra daga
og gengið um strendur og fjöll.
Siðan haldið til Siglufjarðar og
litastum i grenndinni. Flogiðsuð-
ur frá Sauðárkróki eða farið suð-
ur með áætlunarbilnum. Auðvelt
er að tengja þessa ferð við Flat-
eyjardalsferð nr. 2. Verð: 13.900
kr.
Flateyjardalur.
9. -19. júli. 10 dagar. Flogið til
Húsavikur kl. 9.30 og farið þaðan
seinnihluta dags með báti i Flat-
eyjardal, þar sem dvalið verður i
tjöldum eða húsi. Gengið i Hval-
vatnsfjörð og Þorgeirsfjörð og
einnig um Hágöng, nyrsta hluta
Kinnarfjalla og viðar. Farið með
báti til Húsavikur með viðkomu i
Flatey og Naustavik. Einnig
dvalið á Húsavik og flogið suður á
mánudegi Verð: 16.700 kr.
öræfajökull — Skaftafell.
10. -18. júli, 9 dagar. Farið með
áætlunarbilnum. kl. 8.30 og
tjaldað i Sandfelli. Gengið þaðan
á Hvannadalshnjúk, hæsta fjall
íslands. Seinni hluta ferðarinnar
dvalið að Skaftafelli og gengið um
þjóðgarðinn eftir þvi sem vilji og
geta leyfa. Heim með áætlunar-
bilnum, en hægt er að tengja
þessa ferð við ferð nr. 5 um
Suðursveit og Hoffellsdal. Verð:
9.900 kr.
Hornstrandir — Hornvik.
12. -21. júli, 10 dagar. Flogið til
Isafjarðar kl. 10.50 og áður en
farið verður með báti i Veiði-
leysufjörð gefst timi til að skoða
Isafjörð og kaupa vistir. Gengið i
Hlöðuvik, Hornvik, Látravik og
viðar. Fuglabjörgin miklu, Hæla-
vikurbjarg og Hornbjarg, skoðuð.
Heim með báti um Æðey til Bæja:
og þaðan með áætlunarbilnum.
Verð: 14.900 kr.
Suðursveit — Hoffellsdalur
13. -22. júli 10 dagar. Farið með
áætlunarbilnum kl. 8.30 og tjaldað
nálægt Kálfafellsstað. Gengið um
Kálfafellsdal og nærliggjandi fjöll
mla. á Birnudalstind. Þá verða
tjöldin flutt til Hoffellsdal og
gengið þarum i nokkra daga m.a.
á Goðaborg. Flogið heim frá
Hornafirði, en einnig hægt að
halda áfram i ferð nr. 9 um
Álftafjarðaröræfi. Verð: 15.100
kr.
Vopnafjörður — Langanes.
14. -28. júli 15 dagar. Farið með
áætlunarbilnum til Akureyrar og
Vopnaf jarðar. Dvalið þar i
nokkra daga og skoðað það mark-
verðasta i héraðinu. Siðan verður
bækistöðin flutt út á Langanes og
gengið þar um, eftir þvi sem timi
vinnst til. Farið heim með
áætlunarbilnum um Raufarhöfn
og Akureyri. Verð: 19.400 kr.
Látrabjarg
15. -21. júli, 7 dagar. Farið til
Patreksfjarðar með áætlunar-
bilnum kl. 8, og þaðan út á Látra-
bjarg, þar sem dvalið verður i
húsi eða tjöldum. Næstu dögum
varið til fuglaskoðunar og göngu-
ferða um Látrabjarg og nágrenni.
Heim með áætlunarbilnum á
miðvikudag. Verð: 11.500 kr.
Hornstrandir — Aðalvík
20.-28. júli 9 dagar. Flogið til Isa-
fjarðar kl. 10.50 og farið sam-
dægurs með báti til Hesteyrar.
Gengið þaðan yfir i Aðalvik og á
Rit, Straumnesfjall, Hvestu og
viðar. Með báti úr Aðalvik til Æð-
eyjar og með áætlunarbilnum frá
Bæjum. Verð: 13.800 kr.
Alftafjarðaröræfi
22 -29. júli, 8 dagar. Flogið til
Egilstaða kl. 10.20 og farið sam-
dægurs með áætlunarbilnum tii
Alftafjarðar, þar sem dvalið
verður i tjöldum næstu daga og
gengið um dali og fjöll vestur af
m.a. á Jökulgilstind. Farið með
áætlunarbilnum til Egilsstaða og
flogið þaðan. Verð: 17.900 kr.
Laki — Eldgjá — Hvannagil.
24.-29. júli, 6 dagar. Brottför kl. 8
að morgni og ekið i Varmárdal.
Gengið umLakasvæðið. Siðan
haldið um Eldgjá og Álftavatns-
krók i Hvanngil á Fjallbaksvegi
syðri. Á þessari leið er mjög
margt að skoða. Gist i tjöldum
Verð: 11.500 kr.
Jeppaferð um ódáðahraun
4. -15. ágús't, 12 dagar. Ekið norður
Sprengisand og Gæsavötn og
siðan um ýmsar fáfarnar slóðir i
Ódáðahrauni. Komið til byggða i
Bárðardal eða við Mývatn.
Kannaðar nýjar og litt reyndar
slóðir. Ævintýraferð i eigin bilum
en með öryggi i samfloti með
öðrum. Tjöld. Þátttökugjald 3000
kr.
Austurland út að sjó og inn til
fjalla.
5. -15. ágúst, 11 dagar. Flogið til
Egilsstaða kl. 10.20og farið þaðan
með áætlunarbilnum til Borgar-
fjarðar, þar sem dvalið verður til
mánudags. Gengið um fjörur og
fjöll. Siðan er bækistöðin flutt á
vegarenda i Fljótsdal. Þar verður
farið i lengri og skemmri göngur,
hugað að hreindýrum, og gengið á
Eyjabakka og Snæfell. Flogið
heim frá Egilsstöðum á sunnu-
dag. Tjöld. Verð: 18.500 kr.
Vestfirsku alparnir
5.-18. ágúst 14 dagar. Farið með
áætlunarbilnum til Þingeyrar og
dvalið i húsi út með Dýrafirði.
Gengið þaðan um strönd, fjöll og
dali skagans hrikalega milli
Dýrafjarðar og Arnarfjarðar.
Hægt verður að velja um léttar
eða strahgar gönguleiðir. Að
ferðinni lokinni er hægt að halda
áfram i ferð nr. 15 á Ingjalds-
sand. Verð: 17.200 kr.
Þeistareykir — Náttfaravikur
11.-20. ágúst 10 dagar. Flogið til
Húsavikur kl. 9.30 og ekið til
Þeistareykja seinnihluta
dagsins. Dvalið þar i góðum skála
og gengið um nágrennið, sem er
stórfenglega fagurt en utan al-
mennra ferðaleiða. Siðan haldið
til Húsavikur og með báti i
Naustavik, þar sem einnig er
svefnpokapláss, og gengið um
fjöll og strönd. Gott aðalbláberja-
land og margbrotnir steinar i
fjörunni. Verð: 19.900 kr.
Ingjaldssandur — Fjallaskagi
19.-25. ágúst 7 dagar. Farið með
áætlunarbil til Dýrafjarðar og
þaðan með bil á Ingjaldssand, þar
sem gist verður inni og gengið um
strönd og fjöll. Gott aðalbláberja-
land. Verð: 11.800 kr.
Þórsmerkurferðir
Þórsmerkurferðir verða á
föstudagskvöldum kl. 20 frá 2. júli
til 13. ágúst og verður dvalið i
tjöldum i Básum eða Stórenda.
Hægt verður að dvelja viku á
milli ferða. Komið heim á sunnu-
dagskvöldum nema um
verslunarmannahelgi.
Vatnajökulsferðir
15. júli, 4 dagar, 21. júli, 5 dagar
5. ágúst 4 dagar, 11. ágúst 5
dagar, 18. ágúst, 5 dagar. Á
framangreindum dögum verður
farið i Gæsavötn, brottf. kl. 8 að
morgni. Einn eða fleiri dagar
verða'Valdir til Vatnajökulsferðar
með Kisa eða Bangsa Jöklaferða.
Hina dagana verður farið i
Vonarskarð og á Trölldyngju með
viðkomu i sundlauginni á Mar-
teinsflæðu. Skálagisting möguleg.
Verð4dagar7600kr.,5dagar 9500
kr., skálagisting og jökulferðin
ekki innifalin.
Útivist er umboðsaðili Jökla-
ferða á Akureyri og veitir nánari
upplýsingar.
Styttri ferðir
I áætlun félagsins eru einar 136
’siðdegis- og helgarferðir á árinu
og auk þess 14 kvöldferðir, en hin
fyrsta þeirra er farin 5. mai. Ef
við birtum listann frá páskum, þá
hljóðar hann svo:
15. april Snæfellsnes 5 dagar (gist
inni)
15. — Húsfell
16. — Ásfjall — Grimsnes
17. — Arnarþúfur- Rjúpnadalir
18. — Hafravatn — Langavatn
19. — Æsustaðafjall
22. — Fjöruganga i Hvalfirði
24. — Alftanesfjörur
25. — Móskarðshnúkar — Trana
1. mai Þráinsskjöldur —
Meradalir
1 — Selatangar
2. — Garðskagi — Básendar
(fuglask.)
2. — Vogastapi
8. — Hólmshraun
9. — Fagradalsfjall
9. — Hafnaberg — Reykjanes
(fuglask.)
15 — Kistufell i Esju
16. — Strönd Flóans
16. — Skálafell á Hellisheiði
22. — Seljadalur
23. — Dyngnahraun
23. — Keilir
27. — Esja
29. —Snókalönd — óbrynnishólar
30. — Hengill
H vitasunnuferðir:
4. júni Húsafell, 4 dagar
5. — Geldinganes
6. — Rauðhólar — Hólmsá
7. — Vifilsfell
11. — Skarðsheiði — Andakill, 3
dagar
12. — Dauðudalahellar
13. — Hvalfell — Glymur
16. — Skagi — Drangey 5 dagar
17. — Þjófakrikahellar
19. — úlfarsfell
20. — Selvogsgata
20. — Krisuvikurberg
(fuglaskoðun)
25. — Tindfjallajökull, 3 dagar
26. — Heiðmerkurganga
27. — Dyravegur
27. — Grafningur
2. júli Eiriksjökull 3 dagar
3. — Kringum Elliðavatn
4. — Helgafell — Valahnúkar
10. — Straumssel
11. —- Akrafjall (með Akraborg)
17. — Geldinganes
18. — Fjöruganga við Hvalfjörð
24. — Húsfellsbruni
25. — Marardalur
Verslunarmannahelgi:
30. — Einhyrningsflatir —
Tindafjöll 4 d.
30. — Hitardalur, 4 dagar
30. — Gæsavötn — Vatnajökull 4
dagar
30. — Þðrsmerkurferð 4 dagar
31. — Reykjaborg — Hafravatn
I. ág. Hvaleyrarvatn — Ástjörn
2. — Smyrlabúð
6. — Laxárgljúfur 3 dagar
7. — Gjásel
8. — Grimmansfell
13. — Hvanngil — Hattfell, 3 dag-
ar
14. — Lyklafell \
15. — Reynivailaháls eða
fjöruganga
20. — Hvitárvatn — Karlsdráttur,
3 dagar
21. — Húsfell
22. — Blákollur 7 Leiti
27. — Dalir- Klofningur, 3 dagar.
28. — Lækjarbotnar — Hólms-
hraun
29. — Brennisteinsfjöll
29 Hliðarendahellar —
Selvogur
3. sept. Hlöðuvellir —
Brúarárskörð 3 d.
4. — Með Þerneyjarsundi
5. — Skálafell — Svinaskarð
10. — Ogmundur — Kerlingar-
gljúfur 3 d.
II. — Bláfjallahellar
12. — Krísuvikurberg
17. — Snæfellsnes, 3 dagar
18. — Dauðudalahellar
19. — Fuglaskoðun á Garðskaga
19. — Hólmsberg
24. — Haustferð i Húsafell 3 dagar
25. — Þjófakrikahellar
26. — Grindaskörð (hellaskoðun)
2. okt. Selatangar
3. — Keilisnes — Staðarborg
9. — Dauðudalahellar.
10. — Þverárdalur — Esja
16. — Vifilsstaðir — Elliðavatn
17. — Vifilsfell — Jósepsdalur
23. — Miðdalsheiði
24. — Fjöruganga á Kjalarnesi
30. — Seljadalsbrúnir — Búrfell
31. — Bláfjöll
6. nóv. Hellaskoðun i Helgadal
7. — Stóri-Meitill
13. — Geldinganesfjörur
14. — Um Álftanes
20. — Norðurströnd Seltjarn-
arness
21. — Kapelluhraun — Hvaleyri
27. — Gufunes — Grafarvogur
28. — Hólmsá — Rauðhólar
5. des Rjúpnahæð og viðar
12. — Lækjarbotnar — Geitháls
19. — Með Viðeyjarsundi
26. —Skammdegisferð til Grinda-
vikur
31. — Áramótaferð 3 dagar
Kvöldferðir
5. mai Esjuhliðar
12. — Bláfjallahellar — Kóngsfell
19. — Með Hólmsá
26. — Úlfarsfell
2. júni Með Elliðaánum
9. — Mosfell
16. — Bláf jallahellar — Þrihnúkar
21. — Sólstöðuferð i Viðey
23. — Jónsmessunæturganga
30. — Hjallar
7. júli Grótta — Seltjarnarnes
14. — Austan Afstapahrauns
21. — Rauðuhnúkar
28. — Búrfellsgjár
—hm
Sovéskar bækur og tímarit (á ensku), hljómplötur og nótur. Opift frá kl. 10—12 og 14—18, föstudaga til kl. 19, laugardaga kl. 10—12. ERLEND TÍMARIT Hverfisgötu 50 v/Vatnsstig 2. hæft