Þjóðviljinn - 14.04.1976, Page 9
lYliðvikudagur 14. april 1976. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
Frá Skaftafelli. Þar er verið aö gera tilraunir til að gróöursetja sérstök tjaidstæði.
Erum að rækta upp
sérstök tjaldsvæði
— Okkar helsti vandi cr að-
ferð islendinga við að ferðast.
Það fer ekki hjá þvi, að gangur
cr miklu skemmtilegri fyrir
þann sem ferðast og léttari fyrir
landiö heldur en sú árátta að
þenjast sifellt á bilum yfir hvað
scm fyrir er. Aukin noktun bila
á ferðalögum gerir það að verk-
um, að átroðningur á landinu
eykst. Menn eru að reyna að
fara á bilum sinum nýjar slóðir
og ef þeir ekki komast þar sem
þeir ætla upphaflega, er bara
reynt annars staðar. Þannig cru
fallegir staðir um allt land, sér-
staklega óbyggðir staðir, alsett-
ir hjólförum og uppróti eftir
slika ferðamenn.
Það er Arni Reynisson
framkvæmdastjóri Náttúru-
verndarráðs, sem hefur orðið.
Við snérum okkur til hans til að
fá upplýsingar um það, hvort
landið þyldi þann siaukha ágang
ferðamanna, sem þyrpist i
rútubilum og einkabilum um
öræfi þess sumar hvert.
— Þaö eru vissir staðir utan
byggða, sem sérstaklega hafa
látið á sjá, aðallega í kringum
skála Ferðafélags Islands. Fólk
sækist eftir að tjalda i nágrenni
við þessa skála, vegna þeirra
þæginda og þess öryggis, sem
þeir bjóða upp á. Það er þægi-
legt, að geta hlaupið inn i skála
ef illa fer að viðra, þar er snyrti-
aðstaða og þannig mætti
telja. Aukin notkun skálanna af
stökum ferðamönnum eykur um
leið orðspor þeirra, og þannig
verður notkun skálanna meiri
ár frá ári. Hins vegar eru skál-
arnir alls ekki gerðir fyrir slik-
an ágang.
Ég get nefnt sem dæmi um
fjöldann, að i Landmannalaug-
ar komu á sl. sumri yfir 20.000
manns, og viða i gróðurreitum
öræfanna fór hann upp i 10.000
manns/sem tjalda þar og dvelja
dagstúnd eða lengri tima.
— Hvað uin umgcngnina?
— Hún er eins misjöfn og
ferðamennirnir. Við islendingar
erum dálitið fyrir að fara með
mikið nesti með okkur i ferðalög
og pakka þvi inn i dýrindis um-
búðir. En það er lika alltof
algengt, að þessar dýrindisum-
búðir liggi eftir á viðavangi
þegar upp af tjaldstað er staðið.
Af þessu er að sjálfsögðu mikill
sóðaskapur og við höfum reynt
að sporna við þessu með rusla-
pokum á fjölsóttustu stöðunum,
svo sem i Landmannalaugum,
Nýjadal, Þórsmörk, Hveravöll-
um , Herðubreiðarlindum .
Hvannalindum og þjóðgörðun-
um i Jökulsárgljúfrum og
Skaftafelli.
Það sem ég vildi benda á sem
úrlausn i þessu ruslvandamáli
ereinfaldlegaað fólkfari með úr-
ganginn til baka aftur. Það hef-
ur að visu oft verið orðað við
fólk að það ætti að grafa niður
úrgang og rusl, en það hefur
ekki reynst einhlýtt ráð, þvi
miður. Bæði er það að fólk
nennir ekki að grafa nægilega
djúpa gröf fyrir draslið og i ann-
an stað róta fuglar og ferfætl-
ingar auðveldlega ofan af slik-
um gröfum og þá taka vindar og
veður við og dreifa þessu um
allar jarðir. Þess vegna ráð-
leggjum við fólki eindregið að
fara með úrganginn með sér til
baka þar til það getur komið
honum i eyðingu.
— Hvað er á döfinni til úrbóta
i öllum þessum vandamálum
ferðamenningarinnar?
— Við erum að reyna að
draga úr notkun náttúru-
legu tjaldstæðanna, þar sem
jarðvegurinn þolir ekki álagið,
með þvi að búa til tjaldstæði þar
sem jarðvegurinn er harðari og
þolir betur átroðninginn. Við
höfum meðal annars hafið sér-
staka ræktun slikra svæða i
Skaftafelli. Þetta vonum við að
verði til þess að draga úr þeim
landskemmdum sem af átroðn-
ingi margra ferðamanna leiðir
á fögrum stöðum utan byggðar.
— Talandi um tjaldstæði. er
Arni Reynisson, framkvæmda-
stjóri Náttúruverndarráðs.
Rœtt við Árna
Reynisson fram-
kvœmdastjóra
Náttúruverndar-
ráðs um
íslenska
ferðamenningu
og úrbœtur í
þeim vanda
sem af henni
leiðir
það rétt að svokallaðar safari-
ferðaskrifstof ur borgi ekki
tjaldstæðaleigu eins og aðrir
ferðamenn, þótt þær komi með
tugi ferðamanna i einu á tjald-
stæði i óbvggðum?
— Það er rétt. það hefur verið
misjafn gangur á þvi hingað til.
en það virðist hilla undir lausn á
þvi máli núna. Við erum að
semja við þessa aðila.
—hm
Blaðað í sumaráœtlun Útsýnar
Sólarferðir í
miklum meiri-
hluta í sumar
Af bökkum hins ítalska Gardavatns.
Ferðaskrifstofn Útsýn liefur nú
sent frá sér sina 22. sumaráætlun.
M est á hersla er eins o g oftast á ðu r
lögð á sólarferðir til suðrænna
stranda, þar sem menn geta valið
milli hótela og ibúða sem svefn-
staða, og þess að liggja með
tærnar upp f loft á baðströndum
eða fara i smáferðir ,,upp i
sveit”.
Spánn er það land sem mest
áhersla er lögð á, og þá sérstak-
lega strendurnar Costa del Sol,
Torrcmolinos, Fuengirola og
Costa Brava.A þessum stöðum er
gist i tveggja.þriggja, fjögurra og
fimm stjörnu hótelum eða ibúð-
um af ýmsum stærðum.
Samkv. sumaráætluninni eru
hótelin á Costa Brava og Torre-
molinos eingöngu fjögurra og
fimm stjörnu og ibúöirnar i
lúxusklassa. 1 fiskiþorpinu fyrr-
verandi, Fuengirola og Costa
Brava eru hótelin hins vegar
tveggja og þriggja stjörnu og
ibúðirnar af ýmsum stærðum, en
öllu hóflegar farið með lýsingar-
orðin þegar gæðum þeirra er lýst.
Semsagt venjulegar Ibúöir, má
gera ráð fyrir.
Verð þessara sólarferða á
spánskar strendur er æðimisjafnt
eftir lengd dvalar ogá hvaða tima
farið er. Lægsta verðið sem við
rákumst á i bæklingnum var
45.800fyrir tveggja vikna ferð, en
92.100 krónur var hæsta verðið.
Slfkt gjald greiðir maður fyrir
þrjár vikur i 2ja manna ibúð á
Torremolinos, ef maður kemur
við i Lundunum á leiðinni heim.
Svo má verða sér úti um auka-
vikur og er verðið á þeim frá
12.400 krónum og allt upp i 24.900
allt eftir þvi við hvaða aðstæður
viðkomandi vill búa. — ÖIl þessi
verð eru eingöngu hæstu og
lægstu verð, en þar á milli eru
ótal verðflokkar sem ekki er pláss
til að þylja upp hér. Eins og
endranær ræöur þar mestu
árstimi og þægindi.
ítalia
„Þú ert kannski lengi búinn að
leita að draumastað á ferðum
þinum, en Útsýn var á undan að
finna hann og undirbúa komu
þina þangaö...” Svo segir i
sumaráætlun Útsýnar. Drauma-
staðurinn sem um er rætt heitir
Lignano Sabbiadoro (Lignano
gullna ströndin) og er á ttaliu-
strönd Adriahafs milli Feneyja og
Trieste. Þarna er okkur tjáð að
riki smekkvisi, hreinlæti og
snyrtimennska — auk góðrar
skípulagningar, enda kvað
staðurinn hafa verið byggður upp
á siðasta áratug sem nokkurs
konar módel að sumarparadís
feröalagsins.
Þarna á strönd Adriahafsins
hafa útsýnarfarþegar aðgang að
nýjum ibúðum af ýmsum
stærðum og góðu hóteli um 5
minútna gangfrá ströndinni. Vilji
menn gera eitthvað annað en
liggja i sól og dveljast á hóteli er
hægt að velja milli kynnis- og
skemmtiferða til hinna ýmsu
staða, svo sem Feneyja, Garda-
vatn, Cortina d’ Ampezzo i
Dolmitunum, Verónasem fræg er
orðin af ástarveiklun Rómeós og
Júliu fara má tilTricste og
Júgóslavfu eða bregða sér i
tveggja daga ferðtil Florenstil að
skoða listaverk itölsku snilling-
anna sem þar eru á söfnum. En sé
þvorki fyrir hendi vilji né nenna i
svona ferðalög er hægt að dunda
sér við einhverja af þeim tólf
næturklúbbum sem sjá um af-
þreyingu gesta gullnu strandar-
innar, auk allra þeirra kvik-
mynda- og danshúsa sem
óhjákvæmilega fylgja túrista-
menningunni.
Verðlag ferða til Gullnu
strandarinnar er eins og aðrar
ferðir mjög misjafnt, fer eftir þvi
hvað menn vilja við hafa. 1 áður-
getinni sumaráætlun er að finna
verð allt frá 47.200 krónum upp i
68.800. Fyrrnefnda verðið er fyrir
sjö manns i ibúð með tveim
svefnherbergjum i tvær vikur en
siðara verðið er fyrir gistingu og
fullt fæði á Hótel Eros i þrjár vik-
ur. Siðan er gefinn kostur á auka-
vikum með margvislegu verð-
lagi.
Gardavatn er stærsta vatn
Norður-ttaliu, rúmir 50 kiló-
metrar að lengd. Þangað fer
Útsýn með farþega 3. júli og 7.
ágúst i 17 daga ferðalag sem
kostar 79.800 krónur. Raunar fer
allur þessi timi ekki eingöngu til
dvalar við Gardavatnið heldur er
ekiðfrá Kaupmannahöfn sem leið
liggur niður til Italiu að vatninu
og siðan til baka aftur.
Aksturs- og kynnisferðir
Auk ökuferðarinnar til Garda-
vatns sem að framan er getið er
um að minnsta kosti þrjár aðrar
slikar rútuferðir að ræða isumar-
áætlun Útsýnar. Þar er um að
raAa „Sex landa sýn”, þar sem
ekiðerum eða séð til Danmerkur,
Þýskalands, Belgiu, Frakklands,
Monaco og ttaliu (17 daga ferð á
88.900 kr.): 13 daga ferð sem
nefnist „Mosel-Rin ”, þar sem
ekiðerumMoseldalinn og siglt um
Rinarfljót. náttúrufegurð skoðuð
og góðvin brögðuð fyrir 74.900
krönur. Þessa ferð er raunar
hægt að fara á 10 dögum fyrir
69.800krónur. Þá er að nefna Ita-
liuferð sem nefnist „List og
saga", 19 daga ferð i samvinnu
við Bókaklúbb Almenna bóka1
félagsins á krónur 125.000. Þessi
ferð er farin til að gefa þátttak-
endum kost á að kynnast „sögu,
fegurð og listfjársjóðum Italiu á
sem ódýrastan hátt. undir leið-
sögn kunnugra og sérfróðra farar
stjóra", einsog segir i áætluninni.
Þessi ferð verður farin 1. mai.
Auk þessa eru svo i sumar-
áætluninni nefndar vikulangar
Kaupmannahafnarferðir frá kr.
50.250 kr. og er i verði innifalin
vikugisting með morgunverði auk
flugferða.
Framhald á bls. 18.