Þjóðviljinn - 14.04.1976, Page 14

Þjóðviljinn - 14.04.1976, Page 14
14 StOA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 14. apríl 1976. Mikið um að vera á Húnavöku Leikfélag Blönduóss sýnir „Þið munið hann Jörund” á Húnavöku á sérstæðan hátt. Hér eru Charlie Brown og Stúdiósus leiknir af Njáli Þórðarsyni og Sturlu Þórðarsyni. Húnavakan hefst á Blönduósi annan dag páska 19. aprfl og stendur i viku. Hefst vakan með guðsþjónustu I Blönduóskirkju, en önnur dagskráratriði Húna- vökunnar fara fram í Félags- heimilinu á Blönduósi. Þar verða leikrit sýnd fimm sinnum, auk þess, sem fjórum sinnum verða fluttar dagskrár með blönduðu efni. Þá verða einnig kvikmynda- sýningar, og sex kvöld dunar dansinn fram eftir nóttu og geta ungir sem aldnir skemmt sér við undirleik hljómsveitarinnar Gauta frá Siglufirði. ,,Þið munið hann Jörund" á Húnavöku Það atriði sem trúlega vekur mesta forvitni á Húnavökunni að þessu sinni er sýning leikfélags Blönduóss á leikriti Jónasar Árnasonar ,,Þið munið hann Jörund”. Sýning þessi er sett upp á nokk- uð sérstæðan hátt, þ.e.a.s. að ekki er notað hið hefðbundna leiksvið, heldur fer leikurinn fram á dans- gólfi Félagsheimilisins á Blöndu- ósi. Áhorfendur sitja allt i kring- um leikendurna og verða þannig i náinni snertingu. Til að auka stemmninguna verður áhorfend- um veitt öl að vild og er þess vænst að þeir taki hraustlega undir viðlögin i hinum bráð- skemmtilegu lögum Jónasar Arnasonar. Jónas Árnason hefur sagt að þessi sýning sé einmitt sett upp á þann hátt, sem hann hugsaði sér þegar hann skrifaði leikritið. Er þetta i fyrsta sinn, sem það er gert. Vonast höfundur til að i Félagsheimilinu á Blönduósi riki likt andrúmsloft og i enskum krám á timum Jörundar. Mjög hefur verið vandað til alls undirbúnings að þessari sýningu, enda er mikið um dýrðir og stór- afmæli framundan. Þar ber hæst 100 ára afmæli Blönduóss, sem haldið verður upp á i byrjun júli i sumar og þar verða fleiri sýn- ingar á Jörundi, meðal annars efnis. Þá er Leikfélag Blönduóss að halda upp á sitt eigið afmæli, þvi i ár eru 50 ár siðan regluleg leik- starfsemi hófst á Blönduósi. Með aðalhlutverk i Jörundi fara þeir Sigmar Jónsson. sem leikur kaptein Jörund, Njáll Þórðarson, sem leikur Charlie Brown og Sturla Þórðarson, sem leikur Stúdiósus. Leikstjóri er Magnús Axelsson, Reykjavik,en leikmynd gerði Jón Þórisson, Reykjavik. Formaður Leikfélags Blönduóss er Skúli Pálsson simaverkstjóri. Leikritið Þið munið hann Jörund verður frumsýnt á Blönduósi laugardaginn 17. april, en á Húnavöku verður leikritið sýnt kl. 16.00 á annan dag páska, kl. 20.00 föstudaginn 23. april og kl. 17.00 bæði á laugardag og sunnudag. Leikklúbbur Skaga- strandar sýnirTobacco Road á Húnavöku Leikklúbbur Skagastrandar sýnir leikritið Tobacco Road á Húnavöku laugardagskvöldið 24. april. Leikritið er eftir Jack Krik- land, en Jökull Jakobsson sneri þvi á islensku. Leikstjórn annað- ist Kristján Jónsson hjá Leik- klúbbnum. Alls eru ellefu hlutverk i leikn- um en með helstu hlutverk fara: Hallbjörn Hjartarson, Guðný Sigurðardóttir, Elin Jónsd., Hjörtur Guðbjartsson og Birna Blöndal. Tobacco Road hefur verið sýnt viða um land og. hvarvetna við mjög góðar undirtektir áhorfenda. Má fullvist telja að sýning Leikklúbbsins á Skaga- strönd svikur engan á laugar- dagskvöld Húnavöku. Kempan úr Selárdal, Hannibal Valdimarsson ávarpar Húnavökugesti. Fastur liður á Húnavöku um margra ára skeið hefur verið svo- nefnd Húsbændavaka. Hefur hún jafnan verið mjög fjölsótt. Meðal efnis sem nú verður á Húsbænda- vöku má nefna að Hannibal Valdimarsson sækir húnvetninga heim og flytur ávarp. Þá kemur þar eftirherman góðkunna Karl Einarsson fram og hefur hann sitthvað i pokahorninu. Lúðrasveit Blönduóss leikur nokkur létt lög á Húsbændavöku en henni stjórnar örn óskarsson. Einnig tekur söngflokkur, sem kallar sig Albræður lagið. Auk þessa verður fluttur á Hús- bændavöku það sem kallað er „Húnavökuhúmor”. Þar munu þekktir og óþekktir listamenn úr Húnaþingi bregða upp svipmynd- um af húnvetnsku mannlifi. Húsbændavakan verður kl. 20.00 á miðvikudag. Söngur,grín og gaman Hjálparsveit skáta á Blönduósi tekur að venju saman reviu- kabarett og flytur á Húnavöku. Þar mun sem fyrr kenna margra grasa og verða þar bæði leikþætt- ir, söngur grin og gaman. Reviukabarettinn verður frum- fluttur á sumardaginn fyrsta kl. 20.00 en endurtekinn á sunnudag kl. 14.00. Barnaskólinn á Blönduósi verður með skemmtun á sumar- daginn fyrsta kl. 15.00.Þar verður fjölbreytt dagskrá og þar munu margir stiga sin fyrstu spor á leiksviði. Auk þess, sem hér hefur verið talið sýnir Blönduósbió kvik- myndir á Húnavöku. M.a. verður þar sýnd kvikmyndin The Sting, sem hlotið hefur sjö Óskarsverð- laun og hvarvetna verið sýnd við metaðsókn á Húnavöku á sunnu- dagskvöld kl. 20.00. Dnasinn dunar fram á nótt A Húnavökunni verður dansað öll kvöld, nema á þriðjudags- kvöld. Það er hljómsveitin Gautar frá Siglufirði, sem leikur fyrir dansi á Húnavöku, en hún hefur oft áður skemmt þar. Dansleikir hefjast öll kvöld kl. 22.00 nema á fimmtudagskvöld Likan af félagsheimilinu og hótelinu á Selfossi, sem nú er hafin bygging á. Arvaka Selfoss með myndabrag Arvaka Selfoss hefst i dag. Þetta er i fjórða sinn frá 1972, sem árvaka er haldin, og skipar hún nú veglegan sess i menningarlifi Selfoss, Árncs - sýslu og jafnvel Suðurlands i heild. Hvatinn að Árvökunni var i upphafi ráðagerðir um bvggingu félagsheimilis á Selfossi, og rennur allur ágóði hennar i bygginguna. Árvakan hefst með kvöldvöku i Selfossbiói i kvöld. Þar leikur Lúðrasveit Selfoss, Óli Þ. Guðbjartsson, oddviti Selfoss, setur Arvökuna. Kirkjúkór Selfoss syngur undir stjórn Glúms Gylfasonar, Stúlknakór Gagnfræðaskóla Selfoss syngur undir stjórn Jóns I Sigurmundssonar, Hallgrimur Helgason stjórnar Samkór Selfoss og Karlakór Selfoss syngur undir stjórn Ásgeirs Sigurðssonar. Þá leikur Dixieland-sextett Lúðrasveitar Selfoss undir stjórn Asgeirs Sigurðssonar. Milli söngatriða veröa stutt dansatriði. Þá leikur Hljómsveit Gissurar Geirssonar fyrir dansi til kl. 2. Barnagæsia verður i Tryggvaskála milli kl. 20 og 23 á vegum Hjónaklúbbs Selfoss. Sjö sýningar opna alla dagana. Á morgun, Skirdag, verða opnaðar kl. 14 fimm sýningar á Selfossi, auk þess sem Byggða- safnið og Listasafn Árnessýslu verða opin alla árvökudagana.. Það eru: sýning á verkum Ásgrims Jónssonar, sýning á verkum Pétur Behrens, Keldna- koti, Stokkseyrarhreppi, i Safn- húsinu. sýning Húsfriðunar- nefndar i máli og myndum um varðveislu gamalla húsa i Gagn- fræðaskólanum, frimerkja- sýning i Gagnfræðaskólanum á vegum Frimerkjaklúbbs Selfoss. Siðar um daginn verður knattsþyrnukeppni og hópreið Hestamannafélagsins Sleipnis um götur Selfoss. Um kvöldið kl. 20.15 sýnir Skagaleik- flokkurinn „Gisl” eftir Brendhan Behan i Selfossbiói. Leikstjóri er Herdis Þorvaldsdóttir. „Elía" i Selfosskirkju. og ,/Listaská Idin vondu." Á föstudaginn langa teflir Björgvin Viglundsson, skák- maður úr Reykjavik, m.a. kiukkufjöltefli við 15 valda skákmenn úr Árnessýslu i Selfossbiói. Um kvöldið flytur Kór Söngskólans i Reykjavik ásamt Sinfóniuhljómsveítinni i Reykjavik óratóriuna ELtA eftir MendelssohnStjórnandi er Garðar Cortes. Þetta er 65 manna kór, 50 manna hljóm- sveit ásamt átta einsöngvurum. Á laugardaginn 17. april verður helst til tiðinda á Arvökunni að leikarar úr Leikfélagi Kópavogs sýna „Rauðhettu” tvisvar. sinnum og um kvöldið verður popphátið i Selfossbiói. Nefnist hún „Tónaregn” og koma þar fram margar hljómsveitir. Kl. 23 hefst Páskavaka i Selfoss- kirkju. Prestur er sr. Sigurður Sigurðarson. Á Páskadag eru fyrir utan messu fjölbreytt iþróttamót, og m.a. Viöavangshlaup Selfoss og Badmintonmeistaramót Sel- foss. Um kvöldið koma „Lista- skáldin vondu” og efna til vöku I Selfossbiói. Annan i páskum eru iþróttamót og unglingadans- leikur i Selfossbiói, og Árvöku verður slitið þar kl. 24 um kvöldið. Framhald á bls. 18. Vorleikur Það er um að gera að belgja sig út, þegar stlga skal I vænginn við veik- ara kynið. EK tók þessa mynd af dúfnapari f góðviðrinu á ' sunnudaginn.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.