Þjóðviljinn - 14.04.1976, Page 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 14. aprí! 1976.
Fyrsti stórleikur ársins í knattspyrnu:
U-landsleikurinn
Ísland-Lúxembúrg
fer fram í kvöld á Melavellinum — íslendingum
dugar jafntefli til aö komast áfram i EB unglinga
i kvöid kl. 20.00 hefst á Melavellinum i Reykjavík ung-
lingalandsleikur í knattspyrnu milli íslendinga og
lúxembúrgara og er þetta síðari leikur þjóðanna i undan-
keppni Evrópukeppni unglinga í knattspyrnu, en úrslita-
keppnin fer fram i Ungverjalandi í vor. Fyrri leikur
þjóðanna fór fram sl. haust í Lúxembúrg og þann leik
unnu íslendingar og dugar þeim því jafntefli í þessum
leik til að komast áfram í lokakeppnina. Liðin eru skipuð
leikmönnum 18 ára og yngri. Ef íslenska liðinu tekst að
komast í lokakeppnina verður það í 3. sinn á 4 árum sem
islenska u-landsliðið kemst í lokakeppni EB unglinga.
Landslið íslands i kvöld verður
þannig skipað:
1. Jón Þorbjörnsson, Þrótti
2 Guðmundur Kjartansson, Val
3 Börkur Ingvarsson KR
4 Agúst Karlsson, Fylki
5 Róbert Agnarsson, Vikingi
6 Haraldur Haraldsson Vík.
7 Albert Guðmundsson, Val
8 Valdemar Valdemarsson UBK
9 Halldór Arason, Þrótti
10 Pétur Ormslev, Fram
11 Þorvaldur Þorvaldss.,
Þrótti
Varamenn:
Halldór Pálsson KR
Sigurður Björgvinsson IBK
Pétur Pétursson ÍA
Þorgils Arason, Vikingi
Stefán Stefánsson Þrótti
Liðið hefur æft reglulega sam-
an siðan um áramót en þess ber
einnig að geta að þetta er svo til
sama lið og sigraði i Lúxembúrg
sl. haust og þá hafði liðið æft sam-
an allt sumarið, þannig að leik-
menn eru orðnir óvenju vel sam-
æfðir.
Þjálfarar og stjórnendur liðsins
eru Lárus Loftsson og Theódór
Guðmundsson, en þeim til að-
stoðar er landsliðsþjálfarinn
Tony Knapp.
Gunnar Guðmundsson júdómaður:
Skilaði íslands-
meistara bikarnum
tel að Halldór eigi að fá bikarinn
fyrst hann er talinn sá besti
-Sá sem verður islands-
meistari i einhverri grein
iþrótta hefur um leið unnið sér
sæmdarheitið besti iþrótta-
maður landsins i viðkomandi
grein, hafi allir sem til greina
koma tekið þátt i keppninni.
Ég vann þennan titil á
isiandsmótinu um daginn,
sigraði þá Halldór
Guðbjömsson, sem varð í 3.
sæti, en svo þegar landslið er
valið telja forráðamenn júdó-
sambandsins að Halldór sé sá
besti og setja hann I 1. sæti i
landsliði. Þess vegna skilaði
ég islandsmeistarabikarnum,
mér finnst rétt að Halldór fái
hann fyrst hann er talinn sá
besti, þann bikar á ekki annar
að hafa en sá besti, sagði
Gunnar Guðmundsson júdó-
maður úr Keflavik, er við
ræddum við hann i gær, en
Gunnar hefur neitað að taka
sæti númer 2 f landsliðinu og
fer þvi ekki á NM f júdó sem
háð verður um páskana.
Okkur Ómari finnst sem
gengið sé á rétt okkar með þvi
að setja okkur f 2. og 3. sæti og
getum þvi alls ekki tekið sæti i
landsliðinu sagði Gunnar. Þeir
hafa að minu viti dæmt mig
frá sem islandsmeistara með
þessuog þvi vil ég hvorki hafa
bikarinn, né taka sæti i lands-
liðinu. S.dór
Gerpla svarar:
Rangtúlkun stjórnar
fimleikasambandsins
Eins og áður hefur komið
fram hætti Fim leikadcild
Gerplu við þátttöku i íslands-
móti Fimleikasambands ís-
lands i kvennaflokki, meðal
annars vegna þess að fyrir-
sjáanlegt var að þátttakendum
yrði mismunað vegna skorts á
dómurum með réttindi til að
dæma efri gráður fimleikastig-
ans og sendi þvi ekki inn skrá
yfir þátttakendur, enda er
hverju félagi frjálst hvort það
tekur þátt I opinberu móti eða
ekki.
Fimleikadeildin taldi ástæðu
til að gera opinberlega grein
fyrir afstöðu sinni eftir að ljóst
var að F.S.I. fór með ósannnindi
innan sinnar stjórnar. Birtist
siðan svar stjórnar F.S.Í. Þar
vill stjórn íimleikasambandsins
draga sérstaklega eina stúlku
inn i málið og sakfella hana um
að með því að vera of áhugasöm
við æfingar og af þeim völdum
komin lengra i fimleikastigan-
um heldur en isl. dómarar hafi
rétt til að dæma. Hafi hún orðið
þess valdandi að stöllur hennar
Róbert Agnarsson, miðvörður u-iandsiiðsins gnæfir þarna uppúr á
miðri mynd en hann var miðvörður Vikings sl. sumar .og er einn af
okkar efnilegustu varnarieikmönnum um þessar mundir.
„Dollara
prinsinn”
mættur
til leiks
Sem kunnugt er réði KSt
Tony Knapp landsiiðsþjálfara
fyrir það keppnistimabil sem
nú fer i hönd og er þetta i
fyrsta sinn sem sérstakur
landsliðsþjálfari er ráðinn i
fullt starf hjá KSt. Að sögn
fróðra manna er þetta
ævintýri KSÍ-stjórnarinnar
mjög dýrt, Knapp mun kosta
KSl hátt á Stu milijón króna
þegar allt kemur til alls og
nefna gárungar hann nú
„dollaraprinsinn” enda hafa
þjálfara aldrei verið greidd
önnur eins laun hér á landi og
Knapp nú.
Fyrir utan að sjá um undir-
búning A-landsliðsins fyrir þá
fjóra leiki sem það leikur i
sumar, sem þegar hafa verið
ákveðnir en unnið er að þvi að
fá fleiri leiki fyrir liðið, mun
Knapp sjá um þjáifun u-lands-
liös 18 ára og yngri ef það
kemst áfram i lokakeppni EB
og liðs 16 ára og yngri en
Norðurlandamót pilta á þeim
aldri fer fram hér i sumar. Þá
mun Knapp verða einskonar
scndikennari á veguns KSÍ og
geta félög fengið hann til að
leiðbeina um þjálfun og til að
koma á rabbfundi i sumar.
hafi neyðst til að hætta við þátt-
töku i tslandsmeistaramótinu
eftir að stjórn fimleikadeildar
Gerplu hafi tekið afstöðu með
henni.
Gerir stjórn F.S.Í. sér ekki
grcin fyrir að þar cr hún að vega
að þeim félagsþroska sem skap-
ast hefur innan félagsins sem
ungmennafélagshreyfingin hef-
ur lagt svo rika áherslu á og ætti
að vera auðskilið hvcrjum
manni?
Form. F.S.Í. Asgeir Guð-
mundsson hringdi og óskaði eft-
ir að stjórn Fimleikadeildar
Gerplu kæmi til fundar við hluta
af stjórn F.S.Í. (hverjir hinir út-
völdu voru úr F.S.l. er ekki
vitað). Reyndist ógerlegt að
halda fund það sama kvöld og
hafði form. ekki samband við
mig eftir það.
Tony Knapp
Ekki er að efa að félög útá
landi geta haft af þessu
nokkuð gagn svo og öll félög i
sambandi við tilsögn þjáifara
þeirra sem sjá um þjáifun
yngri flokka félaganna. Samt
er það svo að mörgum finnst
KSÍ hafa ráðist í full mikið að
ráða þjálfara fyrir þessa háu
upphæð og segja sem svo að
hægt hefði verið að fá innlenda
þjáifara i sendikennarastarfið
fyrir margfalt lægri upphæð,
en samt hefði það komið að
svipuðu gagni. -S.dór
Við viljum benda Ásgeiri
Guðmundssyni á að einn aðal-
maður tækninefndar Margrét
Jónsdóttir og fleiri aðilar töldu
það mjög æskilegt fyrir kepp-
endur dómara og þjálfara að
fenginn yrði erl. dómari til að
vera yfirdómari á þessu móti
eins og málin stóðu, ekki til að
dæma þessa einu stúlku heldur
allar og þá að sjálfsögðu þær
stúlkur sem fimleikasambandið
bendir réttilega á i grein sinni
að hafi unnið sér rétt til að
keppa i efri þrepunum.
Einnig kemur fram i grein
F.S.Í. að þeim hafi verið boðið
að greiddur yrði kostnaður sem
fylgdi þvi að fá erl. dómara og
töldu þeir það einungis hláturs-
efni.
I grein stjórnar F.S.t kemur
Framhald á bls. 18.