Þjóðviljinn - 28.04.1976, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJOUVILJINN Miövikudagur 28. apríl 1976
Skrifið
eða
hringið.
Sími: 17500
Bréf þetta er stilaö til mrn
persónulega en engu að siður
þótti mér rétt að birta það á sib-
unni, og vona að Jónas frændi
minn misvirði það ekki við mig.
Blaðinu er akkur i þvi að
lesendur láti frá sér heyra, ekki
sist um efni blaðsins og æski-
legar nýjungar og breytingar.
Lesendakönnun var sett upp til
að fá nokkra vitneskju um vilja
fólks, en þvi miður voru það of
fáir sem henni sinntu, og þótt
ýmsar góöar ábendingar hafi
með henni fengist hefðu menn
örugglega geta gefið margar
fleiri. Bæjarpósturinn er öllum
opinn og þráir beinlinis skrif
lesenda, ekki sist þeirra sem
hafa eitthvað til málanna að
leggja um efnisval og meðferð
blaðsins.
Þetta er orðinn langur for-
máli, en einu gagnrýnisatriði
Jónasar vil ég svara, þar sem
það snýr beint að mér. Það er
neiti siðunnar — Bæjarpóstur.
Okkur hér á ritstjórninni er það
öllum ljóst að annað heiti þarf
að vera á siðunni, enda er henni
ætlað annað hlutverk en að vera
eingöngu fýrir lesendabréf, og
þá ekki aðeins úr Reykjavlk.
Hins vegar hefur ekkert heiti
enn fundist sem menn hafa
orðið ánægðir með, og þvl
stendur hiö gamla heiti enn. A
þaö er komin hefð, þar sem það
hefur fylgt blaðinu allt frá upp-
hafi með litlum eða engum
hléum.
t vetur var hins vegar ákveðiö
að gera meira úr efni helguðu
lesendum sérstaklega og leggja
eina siðu undir i hverju blaði,
þarsem þeirra álit á málefnum
kæmi fram. Og á þessa siöu
vantar enn heitið. Hugmyndir
ykkar óskast.
önnur atriöi i bréfi Jónasar
ætla ég ekki nð ræða frekar, en
það stendur ykkur lesendum til
boða. Ég get verið honum sam-
mála um ágæti skrifa Gils Guð-
mundssonar og að hann s.é
blaðamönnum verðug fyrir-
mynd. Hins vegar mun ég láta
öðrum eftir hvað þeir vilja segja
um Rauösokka, Kröflu, land-
heigismál, ritskoðun o.fl. Siðan
er öðrum ætluð fremur en
sjálfum mér, og þeir ættu að
láta frá sér heyra, og þvi fleiri
þvi betra . Þó má minna menn á
aö stilla lengd skrifa sinna I hóf
og miða t.d. við eina vélritaða
siðu, og helst ekki lengri en
hálfa aöra.
Það liður sennað þvi að ég láti
af starfi hér, og annar taki viö.
Vil ég að sfðustu þakka þeim
sem ég hef átt samstarf við úr
hópi lesenda fyrir það, en i
flestum tilfellum hefur það
verið mjög ánægjulegt. Vona ég
að þeir og aðrir lesendur láti
ekki sitt eftir liggja að gera veg
Þjóðviljans sem mestan og
stuðli að þvi að efnisfjölbreytni
aukist og bætist og útbreiðslan
aukist að mun. Menn ættu að at-
huga að þrátt fyrir allt tal um
frelsi blaða og óháða stöðu
ræður rikisstjórnin og hainar
vinir nú u.þ.b. tiföldum blaða-
kosti á við Þjóðviljann ef miðaö
er við eintakafjölda. Þjóöviljinn
er eina stjórnarandstöðublaðið.
Þess ættu allir þeir að minnast
sem bæta vilja stjórnarfarið eða
stjórnleysið i landinu. Þvi meiri
•sem efling hans verður, þeim
mun fyrr hrynur rikisóstjórnin
úr sessi. Það ætti að vera sam-
eiginlegt markmið okkar allra.
Að svo búnu þakka ég Jónasi
frænda minum aftur fyrir
bréfið, og öörum þeim sem
skrifað hafa á siðuna fyrir sitt
framlag. Erlingur Siguröarson
UMSJÓN: ERLINGUR SIGURÐARSON
Reykvíkingar
eru ekki einir
í heiminum
Kæri frændi,
Þaö sem rekur mig til þess að
senda þér linu er sá tiltölulega
nýi þáttur i þvi ágæta blaði
Þjóðviljanum sem Bæjarpóstur
nefnist. Fyrst og fremst er það
þó nafn þáttarins sem ég er ó-
ánægður með. Er þessi siða
blaðsins aðeins fyrir reykvik-
inga eða aðra bæjarbúa? Ekki
þora aðrir en Albert Guðmunds-
son að viðurkenna að þeir séu á
móti jafnrétti allra landsins
barna hvar sem þeir eiga
heimili, en þegar til kastanna
kemur fer oft aö slá úti fyrir
mönnum og stór-reykvikingar
gleyma oft að þeir eru ekki einir
i heiminum. Þetta á að visu við
um flesta þéttbýlisstaði á okkar
landi þó i minnu sé.
t hverju sunnudagsblaði er
einni siðu varið fyrir fyrir
Rauðsokkur og er það með ólik-
indum hvað þar er tint til.
Ekkert má segja i fjölmiðlum
svo það sé ekki hártogað á alla
lund i þeim pistlum sem þar
birtast — sumt svo lágkúrulegt
að til skammar er. En margt er
þar ágætt sagt.
Til hvers eru slagorð, eins og
„frjáls og óháð blaða-
mennska”? Er það aðeins til að
menn með vafasama dóm-
greind og uppstoppaðir af
ofstæki, fái að kasta skit i allt og
alla án þess að bera nokkra
ábyrgð? Sá grunur læðist
stundum að mér við lestur Þjóð-
viljans, svo ég tali ekki um
önnur blöð. Ég viidi að blaða-
menn Þjóöviljans tækju þann
mæta mann Gils Guðmundsson
sér tii fyrirmyndar i skrifum
sinum, þar sem sanngirni og
yfirvegun ræður rikjum.en ekki
blint ofstæki eins og oft vill
brenna við. Hvað býr til dæmis
að baki skrifum Þjóðviljans um
Kröflu? Undanskilinn er
Ragnar Arnalds. Eru þar ekki
sjálfskipaðir spekúlantar að
verki með vafasöm markmið i
huga? Og hvaða tilgangi þjóna
slik skrif?
Fyrir fáum árum sagði einn
kunningi minn, góður kommún-
isti á islenska visu, það skoðun
sina að ritskoða bæri Þjóð-
viljann. Ég var á móti þvi, en er
kominn á þá skoðun nú að þess
sé þörf, aður en blaðið vinnur
markmiðum samvinnustefnu og
sósialisma ógagn með ofstækis-
skrifum sem menn forðastog fá
óbeit á.
Landhelgismál eru i brenni-
depli. Eitt ætti okkur is-
lendingum að lærast eftir að
hlusta á fréttir breta af átökum
á miðum okkar. Það er hvers
konar fréttum við höfum verið
mataðir á frá þeim stóru frétta-
stofum úti i heimi jafnt i vestri
semaustrifrá þvi Rikisútvarpið
tók til starfa eða fyrr.
Skrif Gils Guömundssonar eru
blaöamönnum góö fyrirmynd
sem þeir ættu aö taka til greina.
Kær kveðja.
Jónas Siguröarson
Lundarbrekku 2.
Próftlmi I skólum, og um þá kvöl snýst umræöuefni unga fólksins á vorin. Sumir sjá jafnvel ekki til sólar
þótt hún skíni, en sem betur fer eru þeir fleiri sem gefa sér tima til smáupply ftingar I amstri daganna.
Kannski eru þessar stúlkur aö koma úr isienskuprófi, en um meöferð móðurmálsins er m.a. fjallað hér á
siðunni i dag.
Nokkur orð um íslenskt mál
Fjölmiðlar ráði til sín
íslenskufræðinga
Mikið er til þess að vita hvað
tungunni er oftlega nauðgað i
fjölmiðlum. Nokkur atriði ætla
ég að drepa á, flest af þeim sá
ég eða heyrði um helgina sið-
ustu.
Þá var tilkynnt að Húsgagna-
vikan opnaði i Laugardalshöll
og sitthvað fleira var það sem
opna átti sjálft sig. Hvernig
væri að auglýsingadeild út-
varpsins leiðrétti svona dellu?
En heyrt hef ég þuli gera slikt,
t.d. Pétur Pétursson ekki alls
fyrir löngu. Menn ættu að gera
sérgrein fyrir aðhlutir eða hug-
tök opna sig ekki, heldur eru
opnuð. En úr þvi að á þetta
atriðierminnstrámar mig i aö i
einu hámusteri islenskrar
menningar hangi uppi til-
kynning um að miðasalan opni^
kl. eitt. Þetta er i Þjóðleikhús-
inu.
A vinnusiað minum hangir
uppi beiðni á hurð um að loka
dyrunum. Þetta hefur ein-
hverjum ekki þótt nógu gott og
viljað betrumbæta rétt mál með
þvi að biðja menn aö ioka hurð-
inni. Þeim skaust illa, þvi
dyrum er vanalega lokað með
þvi að láta hurðir aftur. Hitt er
orðið allt of algeng villa, eða
hvernig finnst mönnum að opna
rúðuna?
Enn má lengi telja;t.d. fækkar
þeim nú stöðugt sem gera mun á
fornöfnunum eitthvað og eitt-
hvert, nokkuð og nokkurt. Um
þetta gildir þó einföld regla.
Eitthvert og nokkurt skal nota
hliðstæð, þ.e. ásamt nafnorði,
en eitthvað og nokkuð sérstæð.
T.d. þarna er eitthvað, þú segir
nokkuð, en hins vegar; Þarna er
eitthvert barn, þeir fá ekki
nokkurt bein úr sjó.
Umsjónarmaður svarar:
Óskað er hugmynda lesenda um heiti
Þágufallssýki manna i með-
ferð sagna skal ég ekki orð-
lengja. Þar eru stór mállýti á
ferð. Mönnum vantar og langar
og nú siðast er þeim farið að
lengja eftir hlutunum. Hins
vegar er mig farið að lengja
eftir að islenskukennarar snúi
sér að úrbótum i mæltu máli
manna, i stað þess að halda að
þeim utanaðbókarlærdómi
kvæða og stafsetningarreglna.
Það er ekki nema góð mál-
hreinsunarstefna að berjast
gegngömlum dönskum slettum,
en þeir hinir sömu gleyma þvi
oftast að nú steðjar hættan að
annars staðar frá. Engil-
saxneski draugurinn riður hér
húsum og verður ekki burt
rekinn á meðan þjóðin er fóta-
þurrka erlends herveldis. Af-
sprengi nýrrar sjálstæðis-
baráttu verður ný sókn fyrir
varðveislu islensks máls.
Ýmsum erlendum orðum
verður seint útrýmt, en hins
vegar ætti að leggja allt kapp á
að laga þau að islensku mál-
kerfi. Þar fara mörg ágætlega
t.d. bill, bitill, o.s.frv. Ég held
að fjölmiðlum veitti ekki af að
ráða sér islenskufróða menn
til að annast yfirlestur frétta og
annarra skrifa, ekki sist aug-
lýsinga. Heyrt hef éj* að við
erlend stórblöð séu starfandi
sérstakir „sensorar” sem lesa
allt yfir og lagfæra málfar. A.
slikri ritskoðun er islenskum
blöðum nauösyn.
Astkær og ylhýr málari.