Þjóðviljinn - 28.04.1976, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN IVliOvikudagur 28. apríl 1976
DJOÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSlALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Útgefandi: tJtgáfufélag Þjóðviljans
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
Umsjón með sunnudagsblaði:
Arni Bergmann
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur)
Prentun: Blaðaprent h.f.
SÓSÍALÍSKUR SIGUR í PORTÚGAL
A sunnudaginn var fóru fram þingkosn-
ingar i Portúgal, þær fyrstu i 50 ár. I hálfa
öld grúfði svartnætti fasismans yfir þessu
hrjáða landi, sem eitt sinn var i hópi vold-
ugustu heimsvelda.
Fyrir sósialista um allan heim er sér-
stök ástæða til að fagna yfir sigri sósial-
iskra stjórnmálaafla i þessum fyrstu
þingkosningum i Portúgal, en sem
kunnugt er fengu sósialistar og
kommúnistar til samans meirihluta
atkvæða i kosningunum og meirihluta
þingmanna á hinu nýkjörna þingi.
Sósialistaflokkurinn i Portúgal er nú
langstærstur flokka þar i landi með um
35% þjóðarinnar að baki sér. Forystu-
menn þess flokks hafa lagt á það mjög
mikla áherslu, að markmið flokks þeirra
væri að byggja upp sósialiskt Portúgal, að
draga auðinn og völdin úr höndum hinnar
örfámennu yfirstéttar landsins, sem
fasisminn hlóð undir i 50 ár, en i hendur
verkalýðs borgannaog hinnar örsnauðu
sveitaalþýðu landsins.
Forystumenn sósialistaflokksins i
Portúgal hafa ekki farið i neina launkofa
með sin sósialisku markmið, — sist i
kosningabaráttunni undanfarnar vikúr.
Þeir hafa lagt áherslu á, að flokkur þeirra
væri sósialiskur, ekki aðeins i orði, heldur
einnig á borði, að stefna þeirra væri byggð
á grundvallarviðhorfum marxismans.
Það er þessi skeleggi boðskapur, sem nú
hefur gert sósialistaflokkinn i Portúgal að
langstærsta flokki landsins og tryggt
sósialiskum stjórnmálaöflum hreinan
meirihluta i þvi landi.
Það er ekki auðvelt verk að taka við
stjórnartaumum i Portúgal nú, eins og þar
er ástatt. 1 engu landi Evrópu er fátækt
meiri, þannig var viðskilnaður fasismans.
Og margvisleg ringulreið fylgir
óhjákvæmilega þeim miklu umskiptum
sem nú eru að eiga sér stað.
Á næstu mánuðum og árum mun á það
reyna, hvernig þeim sósialisku flokkum,
sem langhrjáð alþýða Portúgals sýndi svo
mikið traust á sunnudaginn var, tekst að
feta leiðina fram til alþýðuvalda og sósial-
iskra búskaparhátta.
Það mun á það reyna, hvort sósialista-
flokkurinn og kommúnistaflokkurinn bera
gæfu til þeirrar samvinnu, sem óhjá-
kvæmileg er, ef vel á að fara.
Það mun á það reyna, hvort forystu-
menn sósialistaflokksins standa við stóru
yfirlýsingarnar frá kosningabaráttunni,
eða hvort þeir láta sér i reynd nægja að
lötra i miðjum hliðum að fordæmi ráða-
manna krataflokkanna i V.-Þýskalandi og
og Bretlandi.
Það mun einnig á það reyna, hvort
kommúnistaflokkurinn i Portúgal nær að
starfa sem raunverulegur hvati sósial-
iskrar þróunar i landi sinu, eða hvort ein-
sýni i þeim herbúðum og tryggð við
erlendar fyrirmyndir kynni að verða
sósialiskri þróun i Portúgal fjötur um fót.
1 þessum efnum öllum á hvorki við óhóf-
leg bjartsýni né svartsýni, en ákaflega
fróðlegt verður að fylgjast með framvindu
mála þar suður frá.
Um hitt þarf ekki að efast, að vónir
portúgalskrar alþýðu nú um varanlega
lausn undan þungu helsi örbirgðar og
margvislegrar niðurlægingar, — þær
vonir eru fyrst og fremst tengdar sigildum
grundvallarhugmyndum um sósialisma
og lýðræði, — það sýndu kosningarnar á
sunnudaginn var.
Alþýðu Portúgal er bæði rétt og skylt að
velja sina eigin sérstöku leið til sósialisma
i landi sinu. Þar sem annars staðar mun
best takast i sósialiskri baráttu sé þess
jafnan gætt að byggja i rikum mæli á arfi
eigin þjóðar og reynslu verkalýðshreyf-
ingarinnar á heimavigstöðvum.
Engu að siður skal hér áhersla á það
lögð, að barátta portúgalskrar alþýðu
fyrir sósialisma og lýðræði i landi sinu er
jafnframt alþjóðleg barátta. Vonir
alþýðunnar i Portúgal, sem kosninga-
úrslitin nú vekja svo sterklega athygli á,
þær eru ekki eingöngu vonir snauðra
verkamanna. sjómanna og bænda þar i
Portúgal, heldur allra þeirra sem berjast
gegn ofurvaldi fjármagnsins, en fyrir
alþýðuvöldum, fyrir sósialisma og
lýðræði, hvar svo sem menn búa á jarðar-
kringlunni.
Þess vegna fagnar Þjóðviljinn sigri
hinna sósialisku flokka i Portúgal. Von
okkar er sú að fáni byltingarinnar blakti
áfram yfir Portúgal, og bráðum einnig á
Spáni. — k.
Ekki lengur
verstir
Eitt sinn greindi mektar-
maður i menningarlifinu undir-
rituðum frá þvi að ritstjóri
Morgunblaðsins hefði sagt við
hann: ,,Ef þú hættir ekki
þessari vinstri villu eyði-
leggjum við þig á hálfu ári.”
Hann hefur staðið i þeirri
meiningu að hans væri
mátturinn og dýrðin. Raunin
varö hinsvegar sú að rógskrif
Morgunblaðsins um þessa per-
sónu upp frá þvi urðu frekar til
þess að auka veg hennar og
virðingu en hitt.
Þannig hefur það löngum þótt
dæmi um það að menn væru á
réttri leið i islenskri vinstri
hreyfingu, ef illa hefur verið
skrifað um þá i Morgunblaðinu.
Þessvegna hlýtur siðari hluti
Reykjavikurbréfs sl. sunnudag
að vera fagnaðarefni og vottur
um það að Morgunblaðsrit-
stjórar hafa áhyggjur af áhrifa-
mætti Þjóðviljans, þótt stærðar-
munur aðalandstöðublaðanna
sé mikill. Auðfundið er aö
höfundur Reykjavíkurbréfs er
sár út i Þjóðviljann og hefur
sviðið undan skeytum hans
oftar en einu sinni.
En hart þykir Þjóövilja-
mönnum aö liggja undir þeirri
einkunn Morgunblaðsrit-
stjóranna i forystugrein i gær
,,að eiginhagsmuna mennirnir
við Dagblaðið séu jafnvel
ómerkilegri i slúðurskrifum
sinum en Þjóöviljamenn”. Ekki
svo að skilja aö það sé harmaö
þótt hér sé um að ræða illa dul-
búna árás á Gunnar Thoroddsen
og hans lið, heldur er hitt sár-
grætilegra að vera ekki lengur
taldir verstir i augum
Morgunblaðsmanna. Það hefur
hingað til verið sérréttindi Þjóð-
viljans að fá ókeypis auglýsingu
i Morgunblaðinu með þessari
einkunn.
Svo er það annað mál, og per-
sónulegur „harmleikur” fyrir
klippara þessa þáttar, að
höfundur Reykjavikurbréfs telji
hann einu vonina til þess að
Þjóðviljinn rati rétta vegu og
Morgunblaðinu þóknanlé'ga 'I
framtlðinni. Það þarf sterk bein
til þess að þola slik ummæli.
En það hlýtur að vera keppi-
kefli fyrir Þjóðviljamenn alla aö
leggjast á eitt um að skáka Dag-
blaðsmönnum og verða aftur
verstir i augum Morgunblaðs-
ins.
Rétt skal vera
rétt
Höfundur Reykjavikurbréfs
sl. sunnudag ræðir mjög um
nauðsyn siðvæðingar, hóf-
semdar, réttsýni, heiðarleika og
annarra góðra kosta i islenskri
blaðamennsku. Sem oddviti
mektugasta blaðsins i landinu
heföi hann örugglega mest áhrif
i þessa átt ef hann gengi á undan
með góðu fordæmi. I niðurlagi
bréfsinsflettir hann sjálfur ofan
af þvi að Morgunblaðið bregst
enn þessari forystuskyldu sem á
þvi ætti að hvila sem út-
.breiddasta blaði, Hann heldur
þvi fram, að Þjóðviljinn hafi i
vetur varið miljónum islenskra
króna I auglýsingaherferð. Þar
sem ritstjórinn er, eins og hvað
eftir annað kemur fram i
skrifum hans, með áköfustu
Þjóðviljalesendum, ætti honum
að vera kunnugt af upplýsingum
i blaðinu, að I þessa auglýsinga-
herferð hefur verið varið rúm-
lega 300 þúsund krónum. Það er
ekki mikil upphæð i fyrirtæki
sem á siðasta ári velti um 100
miljónum króna. Og jafnvel þótt
herferðin verði tekin upp að
nýju á haustmánuðum mun
kostnaðurinn á þessu ári örugg-
lega ekki fara yfir eitt prósent
af heildarveltu, og tæpast ná
miljóninni. Samt kýs höfundur
Reykjavikurbréfs að sniðganga
staðreyndir og ljúga upp á Þjóð-
viljann. Honum til hróss skal þó
sagt að hann er nýhættur i til-
fellum sem þessum að halda þvi
fram að „miljónir” Þjóðviljans
séu andvirði gullrúblna frá
Kremlarbændum.
David Ashkenazy.
David
Askhenazy
t heitfengri forystugrein i
siðustu viku skorar Morgun-
blaðið á Þjóðviljann að taka
undir þá kröfu að faðir
Ashkenazy fá leyfi sovéskra
stjórnvalda til þess að koma til
Islands. Þetta er sjálfsögð
réttlætiskrafa, ef maðurinn á
annað borð vill koma hingað.
Hömlur á ferðafrelsi manna eru
vítaverðar hvaða land eða rikis-
stjórn sem i hlut á. Að þessu
máli hefur talsvert verið unnið
af hálfu utanrikisráðuneytisins
og sendiherrans i Moskvu, og
eftirþvi sem næst verður komist
hafa þessir aðilar og sovéska
sendiráðið i Reykjavik gert þvi
sem næst allt sem hugsanlegt er
til þess að koma málinu i kring.
Málið strandar í Moskvu, sjálf-
sagt að mestu vegna stifni
sovéskra yfirvalda, en af ein-
hverju leyti á persónulegum
ástæðum Ashkenazy-hjónanna.
Vonandi leysist þetta mál far-
sællega á endanum og er löngu
kominn timi til.
— ekh