Þjóðviljinn - 28.04.1976, Page 12

Þjóðviljinn - 28.04.1976, Page 12
2 SÍÐA — ÞJÓÐVII.JINN Miövikudagur 28. apríl 1976 ® ÚTBOÐ Tilboð óskast i leitarkerfi („Paging system”) fyrir Borgarspitalann i Foss- vogi. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3. Tilboðin verða opnuð á sama stað, mið- vikudaginn 26. mai 1976, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RfYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 -j. Sími 25800 ____ ____________ * ' r Ijl ÚTBOÐ Tilboð óskast i bryggjustaura og bryggju- timbur fyrir Reykjavikurhöfn. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðju- daginn 25. mai 1976, kl. 11.00 f.h. INNKAUFASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAF. Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 ||| Orðsending frá berklavarnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur Til að stytta biðtima þjónustuþega berkla- vamadeildar og jafna starf deildarinnar, hefur verið ákveðið að koma á timapönt- unum. Eru þeir, sem þangað þurfa að leita, þvi vinsamlega beðnir að pania tima áður. Timapöntun i sima: 22400 — kl. 8.20—16.15. Stjórnarfundur hjá Rauðsokku- hreyfingunni fimmtudaginn 29/4 kl. 8.30 1. Útkoma blaðsins og dreifing 2. Annað þing Rauðsokkuhreyfingarinnar Mætið vel og stundvislega. Trésmíðavélar Iðnskólinn i Hafnarfirði óskar að athuga um kaup á notuðum sérbyggðum tré- smiðavélum i eftirtöldum stærðum: Afréttari boröstærö Þykktarhefill, heflunarstærð. Búlsög (radfalsög) blaðstærö Bandsög hjólstærö Fræsari sn/mfn. Hulsuborvél Langhulsubor Einfaldur tappafræs Max. Min. Max. Min. 3000x400 1500x200 5 hö 2 hö 500x200 300x150 7 ” 3 ” 400 200 3 ” 2 ” 500 300 3 ” 1 ” 2800-10000 3500-7000 5 ” 3 ” 3 ” 1 ” 3 ” 1 ” 4 ” 2 ” Upplýsingar i sima 52857 milli kl. 17.00 og 19.00 næstu daga. Vildu enga fjáröflun til dagvistunarheimila Frumvarpi Svövu og fleiri visað frá A fundi neðri deildar alþingis i fyrradag var samþykkt með 17 atkvæðum stjórnarþingmanna gegn 9 atkvæðum stjórnrand- stæðinga að visa til rikisstjórnar- innar frumvarpi Svövu Jakobs- dóttur, Lúðviks Jósepssonar og Vilborgar Harðardóttur um lána- sjóð dagvistunarheimila. Það var ólafur G. Einarsson, sem mælti fyrir tillögu meirihíuta fjárhags- og viðskiptanefndar um að senda málið i glatkistu rikis- stjórnarinnar. Sagði Ólafur, að fjármögnun vegna byggingar nýrra dag- vistunarheimila ætti heima hjá Lánasjóði sveitarfélaga fremur en hjá sérstökum sjóði. Svava Jakobsdóttir andmælti þvi að málið yrði sent til rikis- stjórnarinnar og taldi rétt að samþykkja frumvarpið. Hún benti á að samkvæmt frum- varpinu eigi allir þeir, sem greiða vinnulaun, og nú eru skyldir til að greiða launaskatt, — að greiða viðbótargjald, sem nemi 0,25% af launaskattsstofni, og ætti þetta gjald að veröa megintekjustofn þess Lánasjóðs dagvistunar- heimila, sem lagter til með frum- varpinu að stofnaður yrði. Þetta svarar til þess, að atvinnurekendur greiði 25.000,- krónur i lánasjóðinn af hverjum 10 miljónum króna, sem þeir greiða i vinnulaun, en þessi tekju- stofn gæfi þá lánasjóðnum 220—230 miijónir króna á ári miðað við núgildandi verðlag. Svava tók fram, að ágreining- Svava Jakobsdóttir urinn væri alls ekki eins og Ólafur G. Einarsson vildi vera láta, um það, hvort fjármögnun vegna byggingar dagvistunar- heimila ætti að vera á vegum Lánasjóðs sveitarfélaga, eða i höndum sérstaks lánasjóðs, — það væri ekkert aðalatriði, og um þá hlið málsins hefði verið auð- velt að ná samkomulagi. Hins vegar hefðu stuðningsmenn rikis- stjórnarinnar i þingnefndinni alls ekki mátt heyra það nefnt, að atvinnurekendum væri ætlað að bera nokkurn kostnað i þessu þingsjá sambandi, og þess vegna legðu þeir til að visa málinu frá með þvi að senda það til rikisstjórnar- innar. Svava Jakobsdóttir benti á, að fjölmörg fyrirtæki greiddu reyndar nú þegar fé til stofnunar og reksturs dagvistunarheimila, svo að engum ætti aö þurfa að koma á óvart, þótt lagt væri til, að atvinnurekendur stæðu hér straum af kostnaði. Þá minnti þingmaðurinn á lögin, sem sett voru að forgöngu vinstri stjórnarinnar árið 1973 um þátttöku rikisins i stofnkostnaði og reksturskostnaði dagvistunar- heimila. Á þeim þremur árum, sem liðin eru siðan þau lög tóku gildi, hefur verið sótt um stofnframlag til 49 nýrra heimila i 25 sveitarfélögum. Á næstu fjórum árum er ráðgert að taka i notkun 27 dagvistunarheimili. Samkvæmt áætlun mennta- málaráðuneytisins hefði þurft að verja 165 miljónum króna i þessu skyni á fjárlögum þessa árs. - Niðurstaðan við afgreiðslu fjár- laga I vetur varð hins vegar sú, að aðeins 68 miljónir voru settar á fjárlög undir þennan lið, eða minna en helmingur þess, sem ráðuneytið sjálft taldi þurfa. — Þetta þýðiraðsú litla fjárveiting, sem hér um ræðir, rennur öll til þeirra heimila, sem þegar er byrjað á, en alls ekkert fé er veitt til nýrra framkvæmda, þrátt fyrir fjölmargar umsóknir. Með tilliti til þessa ástands hefði sannarlega verið full þörf á að samþykkja það frumvarp um sérstakan lánasjóð dagvistunar- heimila, sem nú væri lagt til af stjórnarliðinu að visa til rikis- stjórnarinnar, sagði Svava Jakobsdóttir. Að lokum rifjaði Svava upp orð Páls Lindal, borgarlögmanns og formanns Samtaka sveitarfélaga, sem hann skrifar nýlega i rit- stjórnargrein i timaritinu Sveitarstjórnarmál, en þar segir Páll: „Þegar rikisstjórnin tók að sinna málefnum sveitarfélag- anna, var það með þeim hætti, að þjarmað var að þeim fjárhags- lega. Það hefur komið i ljós, að hin fögru fyrirheit voru bara frasi i hefðbundnum stil.” Sigurðar Ágústssonar minnst Á fundi Sameinaðs alþingis i gær var minnst Sigurðar Ágústs- sonar, fyrrvcrandi alþingis- manns, scm er nýlátinn. Asgeir Bjarnason, forseti sameinaös þings mælti á þessa teið: Til þessa fundar er boðað til að minnast Sigurðar Ágústssonar fyrrverandi aiþingismanns, sem andaöist á heimili sinu i Stykkis- hólmi aðfaranótt annars páska- dags, 19. april, 79 ára að aldri. Sigurður Ágústsson var fæddur i Stykkishólmi 25. mars 1897. Foreldrar hans voru Ágúst verslunarstjóri þar Þórarinsson jarðyrkjumanns að Stóra-Hrauni á Eyrarbakka Árnasonar og kona hans, Asgerður Arnfinnsdóttir bónda i Vatnsholti i Staðarsveit Arnfinnssonar. Hann ólst upp i foreldrahúsum og hóf ungur að árum að vinna við verslun. Siðar stundaði hann einn vetur verslunarnám i Kaupmannahöfn og lauk þar verslunarskólaprófi vorið 1917. Fulltrúi viö verslun Tang og Riis i Stykkishólmi var hann árin 1917—1931, en keypti fasteignir þeirrar verslunar árið 1932 og hóf þar verslunarrekstur og útgerð. Árið 1941 reisti hann hraðfrystihús i Stykkishólmi. Rekstur og forstaða verslunar, fiskveiða og fiskvinnslu var aðal- starf hans langan aldur. Verslunina seldi hann i árslok 1966, en hélt áfram atvinnurekstri við fiskvinnslu til æviloka. Sigurður Ágústsson átti höfuð- stöðvar atvinnurekstrar sins i Stykkishóimi og hafði þar á ýmsum timum umsvif á fleiri sviðum en hér voru talin, fékkst til að mynda við loðdýrarækt i stórum stil, rekstur brauðgerðar á þingi og áætlunarbifreiða. Hann rak einnig verslun, útgerð og fisk- verkun viða á Snæfellsnesi, ýmist einn eða i félagi við aðra. Honum voru faiin margs konar trúnaðar- störf á vegum sveitarfélags, sýslufélags og landssamtaka. Hann átti sæti i hreppsnefnd Stykkishólms árin 1922—1950, i stjórn Sparisjóðs Stykkishólms 1928—1964, var sýslunefndar- maður 1938—1974. 1 stjórn Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna var hann frá 1947, i stjórn Sildar- verksmiðja rikisins 1950-1970, i stjórn Samlags skreiðarframleið- enda frá stofnun þess, 1953, og hann átti lengi sæti i stjórn lands- hafnar i Rifi. Alþingismaður snæ- feilinga var hann á árunum 1949—1959 og siðan þingmaður Vesturlandskjördæmis 1959—1967. Sat hann á 19 þingum alls. Sigurður Ágústsson átti alla ævi sina heimili i Stykkish. Hann var störhuga og framkvæmdasamur. Við slikan atvinnurekstur sem hann hafði með höndum er háður er misjöfnu árferði og verð- sveiflum eiga menn bæði bliðu og striðu að mæta. Við umfangs- mikil störf sin kynntist hann vel mönnum og málefnum. Er hann gaf kost á sér til þingmennsku var hann þvi vel undir hana búinn og átti að fagna traustu fylgi sýsl- unga sinna. Á Alþingi vann hann með hógværð, dugnaði og þraut- seigju að framgangi áhugamála sinna. Hann var umhyggjusamur um velferðarmál sveitar sinnar og sýslu, og á þingi tókst honum að hrinda i framkvæmd ýmsum framfaramálum héraðsins, þar á meðal stórframkvæmdum i vega- Siguröur Ágústsson gerð og hafnarbótum. Margir urðu til að leita liðsinnis hans, og með ljúfmennsku, greiðvikni og drengskap i viðskiptum tókst honum að leysa margra vanda. Hann var um langt skeið miklum störfum hlaðinn, en létti þeim af sér smám saman, er elii færðist yfir. Tæpum mánuði fyrir andlát sitt naut hann þeirrar sæmdar að vera kjörinn heiðursborgari Stykkishólms. Ég vil biðja háttvirta alþingis- menn að minnast Sigurðar Ágústssonar með þýi að risa úr sætum. Pípulagnir Nýlagnir, breytingar, hitaveitutengingar. Simi 36929 (milli kl. 12 og l og eftir kl. 7 á kvöldin).

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.