Þjóðviljinn - 28.04.1976, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJ6DV1LJINN Miövikudagur 28. apríl 1<)76
Kosið í Víetnam
Endanleg sameining
á nœsta leiti
Ho Chi Minh borg (Saigon) 26/4
reuter — 1 gær, sunnudag, gengu
vietnamar að kjörborðinu i fyrstu
frjálsu kosningunum þar i landi
Saka CIA
um sprengju-
tilrœði
Havana 26/4 reuter - t dag voru
tveir starfsmenn kúbanska sendi-
ráðsins i Lissabon sem létust i
sprengingu sem varð i sendiráðs-
byggingunni jarðsettir i Havana
að viðstöddu fjölmcnni, þám.
Fidel Castro forsætisráðherra.
Varnarnefndir byltingarinnar
(CDR) sendu i gær frá sér yfir-
lýsingu um sprengjutilræðið þar
sem það er fordæmt og staðhæft
að CIA hafi átt þátt i þvi.
Kúbanska stúdentahrey fingin
sendi einnig út yfirlýsingu um
málið þar sem segir ma.: ,,Við
ákærum heimsvaldastefnuna og
CIA fyrir að hafa skipulagt þessa
litilmannlegu árás á föðurland
vort.”
um áratugaskeið. Var þar kosið
til nýs þjóðþings sem telur 492
menn.
Eftir þessar kosningar verður
landið sameinað á nýjan leik, en
það hefur verið skipt I rúm
tuttugu ár. Það verkefni verður
falið þinginu, en það mun einnig
koma á fót nýjum ríkisstofnunum
og semja stjórnarskrá sem gerir
ráð fyrir sameinuðu landi undir
einni stjórn og með eitt þing.
Fréttamenn hittu að máli
Nguyen Huu Tho forseta þjóð-
frelsisfylkingarinnar þar sem
hann mætti á kjörstað i Binh Tay.
Hann sagði ma. um gildi kosning-
anna: — Kosningarnar i dag eru
sögulegur viðburður og marka
þýðingarmikil timamót þvi nú er
sameiningin að komast i höfn og
landið þróast hratt og stöðugt i átt
til sósialisma.
1 miðborg Ho Chi Minh borgar
hittu fréttamenn Duong Van
(Stóra) Minh fyrrum hers-
höfðingja en hann var forseti i
Saigon siðustu þrjá dagana fyrir
frelsun borgarinnar. Hann var
mættur á kjörstað, en vildi ekki
ræða við fréttamenn. Hann er i
hópi þeirra 95% embættismanna
og herforingja fyrri stjórnar sem
sótt hefur pólitiskt endur-
hæfingarnámskeið og á þann hátt
endurheimt borgararéttindi sin,
þar með talinn kosningaréttinn.
Þingsætin 492 skiptast þannig
milli landshluta að norðurhlutinn
kýs 249 en suðurhlutinn 243. Er
fjöldi þingmanna miðaður við að
einn slikur sé fyrir hverja 100
þúsund ibúa. Ekki hefur veriö
skýrt frá þvi af hálfu yfirvalda
hvenær úrslit liggja fyrir i
kosningunum.en haft er eftir em-
bættismönnum að vegna sam-
gönguerfiðleika sé þeirra vart að
vænta fyrr en um næstu helgi en
þá er ár liðið frá frelsun landsins.
Bolabrögð við
stjórnarkjör
i Sjom,-
dagsráð
Enginn hafnfirðingur á nú sæti i
stjórn Sjómannadagsráðs
Hafnarf jarðar og Rvikur. I
kosningu til stjórnar kusu allir
fulltrúar Rvikur gegn fulltrúum
frá sjómannafélögunum i
Hafnarfirði og er uppbiástur
þessi talinn runninn undan rif jum
Péturs Sigurðsonar, alþingis-
manns, og form. Sjómannadags-
ráðs.
Aðalmaður hafnfirðinga lést
fyrir tveimur árum. Samkvæmt
lögum samtakanna er ekki hægt
að kjósa aðalmann nema að loknu
kjörtímabili, og varð þvl vara-
maður hafnfirðingsins, sem var
reykvikingur, aðalmaður.
Nú var hins vegar kjörtimabilið
úti og var þá kosið til stjórnar
ráðsins að nýju, og fór þá sem að
framan segir.
Eins og kunnugt er stendur Sjó-
mannadagsráð fyrir byggingu
dvalarheimilis aldraðra sjó-
manna. Nú er nýbygging i
smiðum i Hafnarfirði, og telja
hafnfirðingar þetta gróft brot á
þvi samkomulagi, sem gert var
við stofnun samtakanna, auk
þess, sem þetta er gert á sama
tima og DAS byggir i Hafnarfirði,
eins og að framan segir. — úþ
M/b Yísir
gómaður
á alfriðuðu
svæði
Landhelgisgæslan hefur nú
kært Mb. Visi GK 101 fyrir
meintar ólöglegar netaveiðar á
alfriðaða svæðinu við Selvogs-
banka. Varðskipið Þór mældi
bátinn 2.8 sjómilur inni á friðaða
svæðinu i gær. Mál skipstjórans
verður tekið fyrir i Keflavik. —
gsp
Grétsjko
Framhald af bls. 5.
Grétsjko var ásamt Ivan
Jakúbofski marskálki og Sergei
Sjtemenko hershöfðingja helsti
skipuleggjandi innrásar Varsjár-
bandalagsherjanna inn i
Tékkóslóvakiu i ágúst 1968.
Vestrænir ,,kremlólógar” litu
alla tið á Grétsjkó sem „hauk”
eða harðlinumann en sumir voru
þeirrar skoðunar að hann væri
meiri framkvæmdamaður en
pólitiskur hugsuður.
Ekkert hefur frést af þvi hver
taki við af Grétsjkó. Jakúbofski
sem nú er yfirmaður herafla
Varsjárbandaiagsins er talinn
koma til greina en aðrir sem veitt
gætu honum samkeppni eru þeir
Viktor Kúlikof yfirmaður sovéska
herráðsins og Vladimir Tolubko
yfirmaður eldflaugavarna og
aðstoðarvarnarmálaráðherra.
Trésmiðir!
Tekið er á móti beiðnum um dvöl i orlofs-
húsum félagsins að ölfusborgum og i
Svignaskarði á skrifstofunni að Hallveig-
arstig 1. Þeir einir koma til greina, sem
eru skuldlausir með félagsgjöld við
siðustu áramót.
Pöntun verður að staðfesta mánuði fyrir
orlofsdvöl.
Trésmiðafélag Reykjavíkur.
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför eiginkonu
minnar, dóttur okkar, systur og fósturafabarns,
Þórhöllu Guðrúnar Benediktsdóttur.
Rúnar Lund,
Lóló Kristjánsdóttir, Benedikt Davíðsson
Erna Benediktsdóttir, Rannveig Benediktsdóttir
Guðmundur örn Benediktsson og Guðni Ingimundarson.
Faðir minn,
Geir Jósefsson,
sem andaðist 15. april sl. verður jarðsunginn frá Foss-
vogskirkju fimmtudaginn 29. april kl. 10.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðný Geirsdóttir
BLAÐBERAR
óskast í eftirtalin hverfi
Fossvog Skipasund
Seltjarnarnes (Lambastaðahverfi)
Vinsamlegast haf iö sarnband við af greiðsluna
— sírni 17500.
ÞJÓÐVILJINN
Lón
Framhald af bls. 3.
við, en ekki nýframkvæmda
230
6. Lán vegna lánsloforða sem
voru gefin á árinu 1974 og fyrr og
hafa verið endurnýjuð
180
7. Smáverkefni — hitaveita o.fl.
30
Alls væntanlegt lánsfé 1.230
Þá upplýsti ráðherrann við um-
ræðurnar að á siðasta fundi
stjórnar Stofnlánadeildar land-
búnaðarins hafi verið ákveðið að
setja þak á útlán til einstakra
framkvæmda i sveitum.
ikféiag:
YKJAVfKDlð
VILLIÖNDIN
i kvöld kl. 20,30. — Siðasta
sinn.
SAUMASTOFAN
fimmtudag. — Uppselt.
þriðjudag kl. 20,30.
SKJALDHAMRAR
föstudag. — Uppselt.
sunnudag kl. 20,30.
EQUUS
laugardag kl. 20,30. — Fáar
sýn. eftir.
KOLRASSA
sunnudag kl. 15. — Siðasta
sinn.
Miðasalan i Iðnó opin kl. 14 til
20,30. Simi 1-66-20.
Samþykktin kveður á um, að
ekki verði lánað til framkvæmda,
sem kosta meira en 10 miljónir
króna, og er þá miðað við 500
kinda fjárhús með hlöðu eða 35
kúa fjós.
Nokkrar umræður urðu um
lánamál landbúnaðarins. Til
máls tóku, auk fyrirspyrjanda og
ráðherrans,þeir Helgi Seljan, Páll
Pétursson, Pálmi Jónsson og
Tómas Arnason.
Hekla
Framhald af bls. 3.
#>ÞJÓCLEIKHÚSIfi
NATTBÓLIÐ
i kvöld kl. 20.
Laugardag kl. 20.
FIMM KONUR
6. sýning fimmtudag kl. 20.
Grænaðgangskort gilda.
CARMEN
föstudag kl. 20.
Sunnudag kl. 20.
Næst siðasta sinn.
NEMENDASVNING
LISTDANSSKÓLANS
laugardag kl. 15.
KARLINN A ÞAKINU
sunnudag kl. 15.
Fáar sýningar eftir.
Asgrimur sagði að skömmu
fyrir brunann hefði verið búið
að halda brunavarnaæfingar i
verksmiðjunum og koma þar
fyrir tækjum að fyrirsögn
brunavarða. Það hefði hins
vegar ekki dugað til, þvi að
svo ört hefði eldurinn magnast
að stórt bál var komið, er unnt
var að koma handslökkvi-
tækjum við. Maður dfi rjúka úr
ruslapoka og fór að ná i
slökkvitæki, en er hann kom
með það logaði upp i loft.
Ásgrimur sagði aö allt
starfsfólk hefði unnið mjög vel
að þvi að koma verksmiðjunni
aftur af stað, enda hefði
stöðvunin orðið mjög stutt og
enginn i fatadeildinni. Vildi
hann færa öllum þeim er unnið
hefðu að lagfæringum sinar
bestu þakkir.
—erl
Kinverjar
Framhald af bls. 6.
rökstudd með þvi að sovétmenn
hefðu svikist um að senda egypt-
um varahluti i sovésk hergögn.
Hið hálfopinbera dagblað Al-
ahram skýrði frá þvi I dag að
kinverjar hefðu einnig fallist á að
yfirfara og lagfæra flugflota
egypta sem að langmestu leyti er
af sovéskum uppruna. Fyrir
skömmu réðst Sadat forseti á
sovétstjórnina fyrir að neita að
skoða flugvélarnar og hefði bað
haft þær afleiðingar að þær væru
að verða að brotajárnshaug
Blaðið hafði eftir Mubarak að
nú væru egyptar á grænni grein
hvað hergögn og tækjakost snerti
og þakkaði það „höfðinglegu við-
horfi kinverja”. Kinverjar lýstu
fullum stuðningi við ákvöröun
egypta að rifta samningnum við
Sovétrikin.
Miöasala 13,15-20.
Simi 1-1200.
Atiistiiin
Aukasýning
Leikstjóri: Steinunn Jó-
hannesdóttir.
Leikmynd: Gylfi Gislason.
Félagsheimilinu Seltjarnar-
nesi miðvikudag kl. 21.
Miðasala sama stað frá kl. 19
sýningardag.
Simi 2 26 76
Leikfétag Selfoss
Leikfélag Hveragerðis
ALÞÝÐUBANDALAG
Akranes og nágrenni
Aðalfundur Alþýðubandalagsins á Akranesi verður haldinn i Rein
mánudaginn 3. mai kl. 21. Dagskrá:
1. venjuleg aðalfundarstörf
2. önnur mál
Stjórnin.
Hvirfingur
Fundur verður haldinn á Freyjugötu 27 að kvöldi
miðvikudagsins 28. april kl. 20.30. Framsögu
hefur Ragnar Arnalds, formaður Alþýðubanda-
lagsins: ,,Störf stjórnarskrárnefndar”.
öllum vinstri mönnum er heimil fundarþátttaka.