Þjóðviljinn - 15.05.1976, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.05.1976, Blaðsíða 2
Af hagspeki fyrir almenning Ég hef, eins og obbinn af landsmönnum, gífurlegan áhuga á þjóðmálum, eða því sem stundum hef ur verið kallað „landsins gagn og nauðsynjar". Af þessum sökum set ég mig aldrei úr færi, ef ég mögulega get komið því við, að fylgjast náið með þáttum þeim í fjölmiðlum lands- manna, sem taka til svonefndrar „umfjöll- unar" málefni sem öll þjóðin brennur í skinn- inu að fá tækifæri til að kanna niður í kjölinn og öðlast þannig hlutdeild í rekstri og afkomu þjóðarbúsins, vitneskju um tekjur og kaupmátt launa, forvexti af víxillánum, vexti af innistæðum í bankabókum, ágæti þess að safna vísitölutryggðum skuldabréfum gefn- um út af ríkissjóði, verðbólgu, sem hækkar um sirka þrjár miljónir á ári, húseignir þeirra sem haft hafa „djörfung og dug" til að kaupa fasteignir eða annað það, sem mölur og ryð fær grandað, sem sagt þau atriði tilverunnar í landi voru, sem hafa um nokkurt árabil verið undir einum hatti með samheitinu „lífs- hamingja" I fréttaskýringaþáttum sjónvarpsinser þess jafnan vandlega gætt að kveðja til sérfróða menn um þau málefni, sem fjallað er um hverju sinni og eru síðan höfð við þá upp- byggileg viðtöl almennings í landinu til glöggvunar í málefnum eins og velferð, þjóð- arhag, hagsýslu, stjórnsýslu, gjaldeyrisstöðu (sem sumir ráðherranna kalla geldeyrisstöðu, einkum um fengitímann), efnahagsþróun, viðskiptajöfnuð, hagvöxt, neysluþörf og aðrar einkaþarfir okkar, sem berum gæfu til að byggja þetta fagra og gjöfula eyland, að ó- gleymdum dómsmálum og réttarfari sem ein- hverra hluta vegna hafa verið ofarlega á baugi að undanförnu. I einum slíkum fréttaskýringaþætti sjón- varpsins komu fram tveir hagfræðingar eigi alls fyrir lönguog það verð ég að segja, að eft- ir að hafa hlustað á þá í um það bil hálftíma var ekki aðeins búið að leiða mig og hyski mitt i allan sannleikann um landsins gagn og nauðsynjar frá hagfræðilegu sjónarmiði, heldur og áreiðanlega þjóðina alla. Svo langt er um liðið síðan þætti þessum var sjónvarpað að ég man ekki glöggt, hvað sagt var, né heldur nákvæmlega þær tölur, sem til- greindar voru, enda ástæðulaust að eltast við tittlingaskít, þegar sannleikurinn og kjarni málsins hefur í eitt skipti fyrir öll tekið sér bólfestu í undirmeðvitundinni fyrir tilstuðlan góðra manna. Ég stundaði sem ungur maður nám við Hamborgarháskóla í þjóðhagfræði (Volks- wirtschaft) og þó mér tækist ekki, vegna ann- arra anna þar í borg, að fullljúka því námi, þykist ég geta gengið út f rá þvi sem vísu að ég beri meira skynbragð á þessi fræði en venju- legt fólk og ætla ég þess vegna að reyna eftir minni að rif ja upp það helsta, sem mig minnir að fram hafi komið í málflutningi hag- f ræðinganna í sjónvarpinu á dögunum. Ég tek það f ram að ég varð ekki var við annað en þeir væru allan tímann sammála, svo að ég tek þann kostinn að gef a bara eitt dæmigert hag- fræðilegt svar við dæmigerðri hagfræðilegri spurningu. Spurning stjórnanda þáttarins: Hefur kaupmáttur launa rýrnað við þær verðhækkanir, sem átt hafa sér stað að und- anförnu? Hagfræðilegt svar sérfræðings: Því er að sjálfsögðu ekki að neita, að hugsanlegt er að slíkt haf i getað átt sér stað, þóað þaðsé staðreynd að f leiri en ein hlið er á hverju máli. Rafmagn hækkaði að vísu um 30 prósent, hitaveita um 30%,símagjöld um 30%, póstburðargjöld um milli 30 og 40%, strætis- vagnafargjöld um eitthvað innan við 30%, landbúnaðarvörur eitthvað í kringum 30%, en saltfiskur nokkru meira eða um 65%. Nú, launin hækkuðu um sex prósent, en heimilis- tæki um 30%. Þar sem laun hækkuðu um sex prósent, verður ekki annað séð en að ef dæmið er reiknað á raunhæfan hátt, sé það hugsan- legt að kaupmáttur launa haf i rýrnað um tvö komma þrjú prósent þegar hagfótarstuðull hins almenna verðgildis raunvergis launa- jafnaðarins í heild er tekinn inn í dæmið og rauða strikið haft til hliðsjónar. Ef aftur á móti gengissig gjaldeyrishallans verður tekið inn í dæmið er hugsanlegt, eins og hvert barn getur sagt sér sjálft að talsverð hætta sé á því að raunverðgildi hinna ört hækkandi launa almennings í landinu geti rýrnað um 0,7% og því er ekki óhugsandi að 30% verðhækkanir á öllum helstu nauðsynja- vörum geti valdið þvi að kaupmáttur launa rýrni um tvö'komma þrjú prósent, eins og ég sagði áðan, plús 0,7%, en ef þessar tvær tölur eru lagðar saman kemur út talan þrír. Ef við höldum svo dæminu áfram og deilum þrem prósentum í 30 prósent kemur út talan tíu, en það er sú viðmiðun sem gengið hefur verið útf rá, síðan tugakerf ið leysti tylftarkerf ið af hólmi til einföldunar í öllum útreikningum, ekki hvað síst hagf ræðilegum. Þegar harðnar í ári er Ijóst að raunverðgildi launa hefur tilhneigingu til að rýrna, og eina svarið við þeirri óstöðvandi þróun er að herða sultarólina hagfræðilega og komast fyrir meinið á raunhæfan hátt áður en grundvallar hagstuðull hins þjóðfélagslega af komuöryggis brestur endanlega. Ef þetta mál er reifað í svona skýru Ijósi, hlýtur hverju mannsbarni að vera það Ijóst, að i raun og veru hefur velmegunin í landinu aukist við undanfarnar aðgerðir ríkisstjórnarinnar, ekki hvað síst vegna raunhæfni rauðu strikanna og þó öllu fremur vegna órofa pólitískrar samstöðu alþýðusamtaka hinna vinnandi launþega. Stjórnandi þáttarins: Við þökkum Jóni Jónssyni hagfræðingi fyrir þetta greinargóða yfirlit um hagfræðilegt ástand á Islandi í dag og Ijúkum þessum sjón- varpsþætti með því að f lytja upphaf ið af bar- áttuljóði Alþýðusambands Islands. Þótt hagfræðingar hefji tal um hagsæld þeirra er græða, er aðalreglan „ætíð skal almenningur blæða" Flosi John Shippee, Alþjóða friðarrannsóknarstofnuninni, Osló: Mótmælaganga yfir þver Bandaríkin Herstöðvaandstæðingar munu ekki ganga einir á morgun og sýna þannig andstöðu sína við banda- rísku NATÓ herstöðina og veru islands í NATÓ. Frá því í miðjum janúar hefur mótmælaganga með svip- uðum markmiðum þokast yfir Bandaríkin þver og er þess vænst að göngunni Ijúki um miðjan október. i Osló eru nú víðtækar mót- mælaaðgerðir i undir- búningi í sambandi við vorfund utanrikisráðherra NATó-ríkjanna, sem hefst þar 19. þessa mánaðar. Lengri afvopnunargöngur eru í undirbúningi í Frakk- landi, italíu og á Sardiniu i — þúsundir undirbúa andóf gegn NATO í Noregi, Frakk- landi og á Italiu Miðjarðarhafi. Frá þessu segir í bréfi sem blaðinu hefur borist frá banda- rík jamanninum John Shippee, sem starfar viö Alþjóðafriðarrannsóknar- stofnunina í Osló. „Til herstöövaandstæöinga á tslandi. tslenskir herstööva- andstæöingar ganga ekki einir þegar þeir halda frá Keflavik til Reykjavikur 15. mai. Frá þvi i miöjum janúar, hefur hópur göngumanna mjakast yfir þver Bandaíiki Noröur-Ameríku og er markmiöiö meö göngunni aö hvetja til afvopnunar, og til þess aö endir veröi bundinn á hern- aöarafskipti Bandarikjanna af heimsmálunum og á pólitiska og efnahagslega kúgun heima og er- lendis. Þessi „Bandarikjaganga i nafni afvopnunar og félagslegs réttiætis” hófst meö eitt hundraö þátttakendum i smábænum Ukiah i Californiu, um tvö hundruö kilómetra noröur af San Fransisco. Gengiö er 20 til 30 kiló- metra á dag, og til móts viö göng- una koma hópar frá hinum ýmsu stööum semfariö er um. Gert er ráö fyrir aö göngunni ljúki i Washington D.C. seint i október. Flestir göngumanna fara ekki langar leiöir. Yfirleitt gengur John Shippee. hver úr sinu bæjarvélagi i þaö næsta. Þar taka aörir viö og svo koll af kolli. Forráöamenn göngunnar reyna aö nota þetta form til þess aö hvetja til skipu- lagningar staöbundinna mótmæla gegn hernaðarstefnu, kynþátta- misrétti og efnahagslegu mis- rétti. Af þessum fyrirbærum er meira en nóg i Bandarikjunum. Meöal þess sem göngumenn i Bandarikjunum hafa sérstaklega beint spjótum sinum aö eru Trident kjarnorkukafbátarnir sem smiöa á i Californiu.Gerö var 200 metra plastef.tirliking af Trident Kafbáti og hún brennd fyrir utan höfuðstöövar spillingarfyrirtækisins Lockheed i Californiu, nánar tiltekið i Sunnyvale. Þaö er Lockheed sem smiöar Trident- kafbátinn fyrir Bandarikjastjórn. Colorado-armur göngunnar byrjaði meö mótmælaaögeröum viö kjarnorku og vlsindamiðstöö nálægt Denver. Þegar gangan fór i gegnum Los Angeles var mest áhersla lögö á aö mótmæla smiöi nýrrar hljóöfráar sprengjuþotu á vegum Bandarlkjahers, en hún gengur undir nafninu B-I. Göngumenn hafa einnig áhyggjur af ölium þeim nýju kjarnorkuverum sem skýtur nú upp eins og gorkúlum um öll Bandarikkin fyrir tilstilli raf- magnsiðnaöarins og Bandarikja- stjórnar. Atta göngumenn voru hnepptir i fangelsi þegar veriö Framhald á bls. 14.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.