Þjóðviljinn - 15.05.1976, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 15.05.1976, Blaðsíða 16
UOÐVIUINN Laugardagur 15. mal 1976 Komið tíl móts við gönguna! Fyrir þá sem ekki koma þvl viö að ganga alla leiö veröa rútu- feröir frá Umferöarmiðstööinni til móts viö gönguna á þessum timum: Kl. 7.30 — 9.00 — 10.00 — 11.30 — 13.30 — 14.00 — 15.30 — 16.00. Rúturnar koma viö I öllum feröum við bensinstöðina á Kópa- vogshálsi og við Alfafell (Bollana) I Hafnarfirði. Munið að klæða ykkur vel og rétt. Léttar vind- og vatnsheldar yfirhafnir og gönguskór með þykkumog mjúkum botnum eru ákjósanlegasti klæðnaðurinn. Og hafið með ykkur til skiptanna. Nesti verða menn að hafa með sér I gönguna. Fróðir menn mæla með smuröu brauði með kjö’ti og osti og mjólk með. Súkkulaöi- stykkið má ekki vanta. 1 Kúa- gerði verður borin fram ókeypis súpa og gos má fá keypt i rútum sem fylgja göngunni. Gífurlegur áhugi á göngunni Um það bil sem verið var að ljúka við blaöið I gærkvöldi hringdum viö til skrifstofu her- stöðvaandstæðinga og könnuðum þátttökuna. Þar fengum við þær fréttir að gifurlegur áhugi virtist vera fyrir göngunni og að fleiri hundruð manna ætluðu að leggja af stað frá Keflavik. Væri aðal vandinn sá hvernig takast mætti að tryggja nægilega margar rút- ur til aö flytja allan skarann suð- ureftir. Þá má nefna að flest stærstu verkalýðsfélög Reykjavikur og mörg þeirra smærri h vöttu félaga sina til að taka þátt i göngunni i auglýsingatima útvarpsins i gær- kvöldi. Má þar nefna Dagsbrún, Trésmiöafélag Reykjavikur og Félag járniönaðarmanna. Einnig hefur Alþýöusamband Suður- lands hvatt sina félaga til að ganga. —ÞH Mótmælaalda frá kennurum vegna zetunnar Eftir aö komst I hámæli aö lögieiöa ætti zetuna svo til fyrirvaraiaust hafa borist mótmæii skóiamanna viöa um land. Hér veröur sagt frá nokkrum: Félag háskólamenntaðra kennara, 13 starfsmenn skólarannsóknardeildar menntamálaráðuneytisins, Kennarafélag Kirkjubæjar- skóla Siðu, 41 kennari Menntaskólans við Hamra- hlið,þ á m. allir móðurmáls- kennararnir, Arni Böðvars- son cand mag., 15 kennarar i Vifilsstaðaskóla I Hafnar- firði, Kennarar við Lækjar- skólann Hafnarfiröi, Stjórn kennarafélags Flensborgar- skóla. Þá hafa borist upplýsingar frá Rikisútgáfu námsbóka um að breytt hafi veriö staf- setningu á 35kennslubókum i samræmi við reglugerð um niöurfellingu z-tu frá ’74. Auk þess hafa um 100 bækur og bæklingar verið gefnar út með hinni nýju stafsetningu. Loks er að geta þess að Félag Islenskra barnakenn- ara hefur sent eindregin mótmæli gegn lagasetning- unni. HERINN BURT Viö ’ göngum Reuter hafði eftir breskri sjónvarpsstöð í gærkvöldi Geir biður um vopnahlé! I gærkvöidi skýröi Reuter- fréttastofan frá þvl, aö ITV-sjónvarpsstööin I Bretlandi heföi birt úrdrátt úr viötali viö Geir Hallgrlmsson, forsætisráö- herra, þar sem hann segöist reiöubúinn til samningaumleit- ana viö breta, ef þeir drægju herskip sin út fyrir 200 milur. Það vekur athygli, að sam- kvæmt frásögn bresku sjónvarpsstöövarinnar á Geir Hallgrimsson að hafa sagt, að það væri ekki nema drengilegt að islensku varðskipin áreittu ekki bresku togarana á meðan á samningaviðræðunum stæði. Þó myndi þess verða óskað, aö þeir hifðu upp trollin, þegar islensku varðskipin færu þess á leit. Samkvæmt frétt Reuters hafa þessi ummæli veriö túlkuð þannig i Bretlandi, að Islenski forsætisráðherrann hafi meö þeim viljað opna samninga- glufu. Bent er á aö Islensku varðskipin hafi átt i vök að verj- ast að undanfömu, og athyglis- vert sé, að forsætisráðherrann gefi sllka yfirlýsingu strax eftir að alvarlegir árekstrar hafi orðið á miðunum. Bæði I Reutersfréttinpi, og aö þvi er virðist I þeim ummælum, sem höfð eru eftir forsætisráð- herra, er lögð áhersla á að land- helgismálið verði á dagskrá á utanrikisráðherrafundi NATO i Osló, og nauösynlegt sé talið að nota timann til að freista þess að samningar náist milli breta og Islendinga fyrir fundinn. Séu þessifyrrgreindu ummæli Framhald á bls. 14. Lúövik Jósepsson Stefán Jónsson Frá útvarpsumrœðunum: Gerum Keflavíkiir gönguna fjölmennari en nokkru sinni fyrr i Lúðvík Jósepsson og Stefán Jónsson hvöttu til fjöldaþátttöku í Kefla- víkurgöngunni i dág og á útifundinum í dag og á Lækjartorgi í kvöld Stefán Jónsson sagði: „A laugardaginn kemur ætlar fólk, sem telur að islendingar eigi ekki erindi i Nató, að efna til göngu frá hliöi Keflavikurflug- vallar til Reykjavikur — þetta spottakorn — og halda útifund á Lækjartorgi þegar þangað kemur um kvöldið. Þeir, sem nokkuö vilja á sig leggja til þess að knýja fram ærleg viöbrögð af hálfu rikisstjórnarinnar I landhelgis- málinu gera rétt i þvi að slást i förina eða i hópinn á Lækjar- torgi.” Lúðvik Jósepsson komst þannig aö orði: „Um þessa helgi — eða nánar tiltekið á laugardaginn — munu þeir sem eru andvigir þátttöku Is- lands i Nató og andvigir herstöðv- um I landinu efna til Keflavikur- göngu og mótmæla þannig her- stöðva- og herbandalagsstefn- unni. Nú ættu allir sem vernda vilja landhelgishagsmuni tslands aö hafa séð og heyrt hvernig Nató og Bandarikin hafa komið fram gágnvart islenskum málstað i landhelgismálinu aö sameinast i öflugum landsmótmælum með fjölmennari Keflavikurgöngu en nokkru sinni áður. Og einstak- lingar og féiagasamtök um allt land þurfa að gerast þátttakendur i mótmælunum með þvi að senda mótmælaskeyti og mótmæla- undirskriftir þar sem mótmæla- göngum veröur ekki við komiö.” Aðalfundur HÍP vill samstöðu um að Stjórnin víki! A aðalfundi Hins Islenska prentarafélags sem haldinn var um siðustu helgi var samþykkt samhljóða að skora á islenskan verkalýð aö mynda órofa sam- töðu um þá kröfu að rikisstjómin segi af sér og að mynduð verði rikisstjórn, sem byggi á félags- legri lausn aðsteðjandi og rikj- andi vanda. Prentarafélagið mótmælti einnig harölega siendurteknum árásum stjómvalda i lifskjör launafólks. 1 samþykkt aöalfundarins er eftirfarandi rökstuðningur fyrir áskoruninni um að rlkisstjórnin fari frá 1 siðustu kjarasamningum hafði verkalýöshreyfingin uppi lágmarkskröfur og tók þannig til- lit til fullyröinga stjórnvalda um lélegan efnahag atvinnuveganna. Meö þessari stefnu var þess vænst og raunar gefin um það fyrirheit af stjórnvöldum, aö verðlagi yrði haldið i skefjum. Strax að afloknum samningum vom þessi fyrirheit þverbrotin. Stjórnvöid leyfðu og fyrirskipuðu stórfelldar hækkanir á vöru og þjónustu.Kauphækkun þeirri sem gilti frá 1. mars var þvi strax út- rýmt og riflega þaö. Enn hafa stjórnvöld sýnt sitt rétta andlit og beita nú fyrir sig hinni nauösynlegu eflingu land- helgisgæslunnar, en fundu ekki aöra leið til þess en að hækka vörugjald úr 10% i 18%. Enn er þvi farið i vasa launafólks og um leiö er kaupmönnum gefinn kost- ur á að græöa á fjárþröf land- helgisgæslunnar. Það hvarflaöi ekki að stjórn- völdum að leita annarra leiða, leiöa sem bitnuðu ekki á þeim ver settu I þjóðfélaginu. Nær hefði verið að skattleggja þá sem sáralitla eða enga skatta bera, þ.e. verslunar- og atvinnu- rekendavaldið, en i skjóli þess þrifst geigvænleg gjaldeyrissóun samfara stórfelldri mismunun i skattaálögum. Þetta er opinbert leyndarmál sem stjórnvöld hafa ekki haft vilja til að stöðva. Elclur hindrar að olían náist burt MADRID 14/5 NTB-Reuter — Sérfræðingar telja aö ennþá séu 80.000-90.000 smálestir af hráoliu i geymunum i spænska tankskip inu Urquiola, sem strandaöi úti fyrir hafnarborginni La Coruna fyrir þremur dögum. Alls voru 110.000 smálestir af ollu I skipinu og er stórt svæði á sjónum fyrir utan höfnina þakiö oliu. Þykkri oliuefju hefur þegar skolað upp I fjörurnar I grennd við borgina. Spænskir og hollenskir sérfræð- ingar hafa I hyggju aö dæla oli- unni úr skipinu, en aðgerðum I þá, átt varð að fresta I dag er eldur kom upp i flakinu. Eldurinn dó út af sjálfu sér eftir tvo klukkutima, en óttast er að eldur geti aftur komið upp I flakinu og meðan hætta er á þvi er erfitt um vik að reyna að ná oliunni úr þvi. V-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.