Þjóðviljinn - 15.05.1976, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.05.1976, Blaðsíða 7
Laugardagur 15. maí 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Erlenda ofbeldismenn kallar ekki bandamenn sina þjóðin Fyrrverandi ríkisstjórn missti þingmeirihluta sinn i raun i upp- hafi árs 1974 fyrir tilstilli nokk- urra krata, sem þá töldu sig frjálslynda vinstri menn en voru hvorugt, auk hinna, sem verið höfðu rekkjunautar ihaldsins i meir en áratug i viðreisnar- stjórninni með skelfilegum afleiðingum fyrir atvinnuvegi þjóðarinnar og almenning i þessu landi. Hægri öfl framsóknar voru lika orðin óróleg. Afleiðing þess- ara pólitisku mistaka urðu þau, að enn einu sinni þurftu islending- ar að þola að gana undir það jarðarmen að fá yfir sig sam- stjórn ihalds og framsóknar, sem ævinlega hefur einkennst af þvi, að þar ná aðeins saman verstu eigindir hvors stjórnarflokksins um sig. í upphafi stjórnarsamvinn- unnar skorti ekki fögur fyrirheit og væri fróðlegt að virða fyrir sér nokkrar þeirra heitstrenginga, sem þá hrutu af vörum hinna nýju foringja og litast siðan um i leit að efndum — þær eru hins vegar hvergi að finna — i stað þess blasir við afskræmd spegilmynd þeirra hvert sem litið er. Þetta eru þung orð og stór, en þvi miður er allt of auðvelt að finna þeim stað, þó aðeins sé vitnað til opin- berra heimilda og augljósra stað- reynda. Fyrirheitin voru meðal annars fólgin i þvi, að rétta átti við hag rikissjóðs, bæta gjaldeyrisstöðu þjóðarbúsins, efla fjárfestingar- sjóði, kveða niður verðbólgu- drauginn og bæta lifskjör almennings, svo eitthvað sé nefnt, auk þess sem landhelgin yrði stækkuð strax i 200 milur. Nú skulum við huga að nokkrum þessara þátta. 1 nýútkominni ársskýrslu Seðlabankans kemur fram, að i upphafi árs 1974 var skuld rikis- sjóðs og rikisstofnana i Seðla- bankanum 1.8 miljarðar króna, en hvernig var svo ástatt um siðustu áramót? begar allt átti nú að vera orðið gott i rikisfjár- málunum samkvæmt fyrirheitum rikisstjórnarinnar, þá var skuldin næstum sjö sinnum hærri eða 12 þúsund miljónir. Ekki litur gjald- eyrisstaðan betur út þrátt fyrir Rœða Garðars Sigurðssonar við útvarps • umrœður frá alþingi í fyrrakvöld loforðin. í ársbyrjun 74 voru nettóeignir bankakerfisins erlendis að visu mjög litlar en þó yfir núllinu og talsverðar birgðir útflutningsvara i landinu, en nú um siðustu áramót var staðan sú, að við skulduðum á sama reikningi 22 þúsund miljónir. Erlendar skuldir hafa vaxið með meiri hraða en nokkru sinni fyrr og nú er svo komið að hver nýr einstaklingur, sem fæðist fær i sinn hlut hátt á fjórða hundrað þúsund króna i erlendri skuld. Evrópumet í verðbólgu Á stjórnartima núverandi rikis- stjórnar hefur erlendur gjaldeyir meir en tvöfaldast i verði og glima stjórnarinnar við verð- bólguna hefur farið á þann veg, að hún hefur sett margfalt evrópumet i þeim efnum, með meir en 54% verðbólgu á fyrsta valdaári sinu, og fátt bendir til þess, að stjórnin hafi nokkurn vilja né getu til að ráða niður- lögum hennar á kjörtimabilinu. Sannleikurinn er sá, að alls ekki er hægt að tala um stjórn á fjár- málum heldur er um að ræða hreina óstjórn og slikt fyrir- hyggjuleysi, að áætlanir standast ekki nema nokkrar vikur, og i mesta lagi i nokkra mánuði i senn. En hvernig er komið þvi fyrir- heiti rikisstjórnarinnar, sem að kjörum almennings snýr? A siðastliðnu ári rýrnaði kaup- máttur launa hvorki meira né minna en um 17% og nálgast kaupmáttarrýrnunin i stjórnartið núverandi stjórnar nú 30%. Nú á liðnum vetri reyndi verka- lýðshreyfingin að ná aftur nokkrum hluta þeirrar rýrnunar i allsherjarverkfalli. Niðurstaðan var sú, að kaup var hækkað um 6%. Strax að loknum samningum dundu yfir verðhækkanir, sem voru i öllum tilfellum langtum hærri en reiknað hafði verið með. Þá var ekki talað um hækkanir um 6 eða 10%, þegar óskað var eftir hækkunum á nauðþurftum almennings eða á þjónustuliðum opinberra fyrirtækja og annarrra, þá stóð heldur ekki á ákvörðunum, þá dundu yfir hækkanir sem námu 25, 30, 40 og upp i 60—70%. Reiknað var út hver áhrif þessar hækkanir hefðu og var niðurstaðan 7,3% meðal- talshækkun á tveimur mánuðum á öllu þvi, sem visitöluf jölskyldan þurfti að kaupa og siðan hefur verið bætt við 18% vörugjaldi. Endalaust skal höggvið i sama knérunn. Húsmóöirin í Vestur- bænum hefur líka misst trúna á ríkisstjórnina En hvað þýða þessar hækkanir fyrir þá sem svo litið hafa handa á milli, að aðeins eru keyptar brýnustu nauðsynjar. Þar er hækkunin ekki nein 7—8% heldur er þar um að ræða að minnst kosti 25% viðbótarkauprýrnun og hverjir eru þeir, sem þessi ósköp bitna harðastá? Þaðeru þeirsem lægst hafa launin, þeir sem hafa þyngstu fjölskyldurnar, þeir sem ekki hafa möguleika á aukavinnu, en siðast en ekki sist bitnar þetta á gamla fólkinu — það eru þessir aðilar, sem rikisstjórnin sendir fyrst og fremst þessar kveðjur sinar — það er illa gert. bað er óþarfi að tiunda þennan þátt frekar — enginn mælir rikis- stjórninni lengur bót i þessum efnum — hver og einn sem þarf að kaupa til heimilis finnur þetta skýringalaust og greinilega á sinni eigin pyngju — þrauta- lending Morgunblaðsins hingað til — húsmóðirin i vesturbænum — hefur lika misst trúna á rikis- stjórnina. Byggðamálin voru heldur en ekki ofarlega á lista stjórnar- innar, þau ætla ég ekki að ræða hér, en þó við ég nefna þá ögnar- byrði, sem oliukyndingarkostn- aður er orðinn fólki á land§byggð- inni. Það er ekki einu sinni svo gott, að þeir stjórnarliðar geti séð af þeim fjármunum sem koma inn af söluskattsstigi þvi sem ætl- að er til niðurgreiðslu oliu, heldur er stór hluti tekinn til annarra þarfa og ofan á það tekur stjórnin fast gjald til sin af hverjum litra oliu sem nota þarf til kyndingar. Þessi byrði er nú orðinsvo þung, að fólk stynur og jafnvél kiknar undan, svo strax er farið að bera á flótta þessa fólks til hitaveitu- svæðanna. t þessu efni verður að snúa við blaðinu, ef ekki á illa að fara. Eingöngu biðleikir i landhelgismálinu Herra forseti, timinn rennur hratt — enn er samt eftir að geta frammistöðu rikisstjrnarinnar i landhelgismálinu — hrakfalla- bálkurinn er eftir. Nú hefur haf- réttarráðstefnan þegar skilað þeim árangri, að 200 milna reglan er af flestum talin alþjóðaregla — samt var samið við þjóðverja til 2ja ára um jafnmikinn afla og þeir höfðu áður tekið, ákveðið var hve mikið þeir máttu taka árlega af hverri fisktegund — en raunin hefur oröið sú, að þeir geta tekið það sem þeim sýnist — þvi eftir- litið er ekkert! Áður en gengið var til þeirra saminga var ákveðið og yfirlýst af ráðherrum, að ekki kæmu samningar til greina, nema bókun 6 um tolla kæmi strax til framkvæmda. Frá þeirri yfirlýsingu var fallið, en gefinn frestur til 5 mánaða. Sá frestur er nú liðinn — og þrátt fyrir heitstrengingar ráðherra, hefur samningnum enn ekki verið frestað. í stað 200 milna landhelgi höfum við aðeins 23 milna landhelgi gagnvart þjóð- verjum, auk annarra samninga jafnvel upp að grunnlinum. Ekki þarf að tiunda hér of- beldisárásir breta, þar er nú svo komið, að þeir hafa reynt hvað Garðar Sigurðsson eftir annað að sökkva varð- skipum okkar og nú siðast hótaö loftárásum á islensk skip. Við könnumst öll við viðbrögð rikisstjórnarinnar. Þau hafa verið fólgin i þvi, að forsætisráð- herra hefur litið málin alvar- legum augum, sem frægt er orðið, ráðherrar hafa lýst yfir þvi, að við gætum ekki varið landhelgina fyrirfram hafa verið gefnar yfir- lýsingar um að við myndum ekki beita ákveðnum pólitiskum gagn- ráðstöfum, send hafa verið skrif- leg mótmæli, kært til öryggis- ráðsins og atlantshafsráðsins með engum árangri, fenginn lúns, sem kom loks með tilboð sem var lakara en breta — sendimenn rikisstjórnarinnar hafa flaðrað upp um svokallaða vini sina i NATö, en þeir hafa hver um annan þveran sparkað þeim frá sér og litilsvirt, vegna þess að þeir vissu.að rikisstjórnin myndi aldrei sýna af sér manndóm, jafnvel þótt morðárásir væru gerðar á islenska sjómenn og loft- árásum hótað. Bretar hafa alltaf haft frumkvæðið i striðinu — allir leikir rikisstjórnarinnar hafa verið biðleikir — baráttuaðferö- irnar eru sleikjuháttur við NATÓ herrana og skipulagt undanhald. Að minum dómi væri lágmarkið að loka algjörlega fyrir starfsemi NATO á Islandi á meðan NATO- herskip ógna sjómönnum okkar og lifsafkomu, en allt þetta hefur verið forsómað og svikið, gegn ákveðnum vilja þjóðarinnar, þvi hún kallar ofbeldismenn ekki bandamenn. Ég sagði i upphafi, að rikis- stjórnin hefði ekki staðið við sin fyrirheit. f landheigismálinu hefur hún lagst enn lægra. Rikis- stjórnin hefur svikið meira en hún hefur lofað. Kynleg þrázetunótt á Alþingi Upphlaup og sagnaseiður Einn og einn þingmaður á strjáli i þingsal neðri deildar. Aðfararnótt föstudags. Hægur flaumur orða streymir út i hvern kima hins aldna húss. Upp á þing- pöllum nokkrir forvitnir menn. Þar má greina Jóhann Hannes- son, fyrrverandi skólameistara, með grátt skegg halla sér fram á riðið. Þórhallur Vilmundarson með frakka og hatt á vappi fyrir ofan. Einar Laxness I horni. Vilhjálmur á Brekku að kankast á við stúlkurnar og fá sér köku. Fræði hljóma af vörum prúð- mennisins Magnúsar Torfa sem rekur þróun islenskrar staf- setningar með margvislegum tilvitnunum og óvæntum innskot- um bessi þingfundur, harla óvenju- legur i þingsögunni, með sitt lygna yfirborð, er reyndar strið. Undir hægu fasi þingmanna kraumar eldur sem brotist getur út. Hér er barist um bókstafs- fræði. Þingheimur hefur skipst i tvær öndverðar fylkingar og i broddi þeirra eru menn sem hafa lagt allan sinn tilfinningahita i einn bókstaf. Zetu eða zetu ekki. Það er spurningin. 1 upphafi fundar ki. 23.10 getur einn þingmaður ekki hamið sig. Innri eldur hans brýst út i hömlu- lausu gosi. Þegar Magnús Torfi byrjar að tala hægt og skipu- lega gripur þessi þing- maður hátt fram I — þrátt fyrir reiðilegar aðvaranir forseta — hvað eftir annað uns Magnús Torfi snýr sér virðulega að forseta og mælir þessi orð: „Getur háttvirtur forseti tryggt mér málfrið?” Ragnhiidur forseti ris upp, rjóð i vöngum, og slær i bjöllu og mælir þessi orð stutt meö andköf- um nokkrum: ,,Ég vil vekja athygli á að skylt er fundarmönnum að hlita fyrir- mælum forseta i hvivetna.” Þingmaðurinn lætur sig þetta engu skipta, kallar með sinni voldugu rödd fram i fyrir hinu lágmælta prúðmenni sem heldur áfram máli sinu eins og annars hugar. Hinn uppivöðslusami er annað höfuð zetuliðsmanna og þykir sumum skrýtið að Ragnhildur skuli ekki slita fundi þegar það bregst með þessum hætti. Guðmundur skrifari hleypur að flokksbróður sinum og mælir til hans vinalega og ibyggilega en það er eins og fluga setjist á 1 jóns- makka. Ljónið hristir hana af sér. Pétur sjómaður dregur stól að oflátungnum og slær kumpánlega á öxl hans en það er eins og ekkert biti á þessum vigalega baráttu- manni. Hann tvieflist raunar við þessi vinahót, tekur upp stól sinn, eins og til að munda hann, en lætur sér þó nægja að færa hann fast upp að ræðustól hins virðu- lega þingsalar og sest ógurlegur i sessinn með hvass- Magnþrunginn er andi þessa húss. beittu augnaráði beint fyrir framan hinn rauðsenska ræðu- mann. Eigi nær hann þó augna- ráði Magnúsar sem betur fer. Hleypur nú Gylfi zetuliðsmaður hinn annar mesti til forseta og pukra þau lengi og gjóta augum á stólsetann ógurlega. Augu áhorfenda standa á stilk- um. 1 loftinu er spenna, þys i hliðarsölum og hviss úr hornum. HNEYSKLI t ÞINGSÖLUM. Hvorki meira né minna! Ragnhildur slær i bjöllu og rýfur ræðu Magnúsar Torfa og segir að þar sem von sé á löngum fundi hafi hún ákveðið að gefa 10 minútna kaffihlé svo að menn geti hresst sig. Magnús Torfi mótmælir þvi að ræöa hans sé rofin með þessum hætti. Ef einhverjir kunni að vera kaffi- þyrstir þá geti þeir farið niður og fengið sér kaffi. Hann þurfi þess ekki með. Framhald á bls. 14.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.