Þjóðviljinn - 15.05.1976, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 15. mal 1976
ÚTBOÐ
Tilboð óskast I smlði á 400 galvanlseruðum girðingarstóip-
um fyrir Fræðsluskrifstofu Reykjavlkurborgar.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frlkirkjuvegi 3.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 25. mal
1976, ki. 14.00 e.h.
INNKAUPASTOFNUN R£YKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvcgi 3 —j Sími 25800
nm
||| UTBOÐ
Tilboð óskast I lögn Skammadaisæðar fyrir Hitaveitu
Reykjavikur.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frlkirkjuvegi 3,
gegn 10.000.- kr. skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, föstudaginn 28. mal
1976, kl. 11.00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
KLEPPSSPÍ TALINN:
AÐSTOÐARLÆKNAR. Tveir að-
stoðarlæknar óskast til starfa á spi-
talanum. Annar frá 15. júni
n.k. og hinn frá 1. júli n.k. Ætlast er
til að þeir starfi við spitalann i 6-12
mánuði. Umsóknir er greini aldur,
menntun og fyrri störf ber að senda
Skrifstofu rikisspitalanna fyrir 10.
júni n.k.
VÍFILSSTAÐASPÍTALINN.
HJtJKRUNARDEILDARSTJÓRI
óskast til starfa á spitalann nú þeg-
ar eða eftir samkomulagi. Upplýs-
ingar veitir forstöðukonan, simi
42800.
HJtJKRUNARFRÆÐINGAR óskast
til afleysinga og i fast starf. Vinna
hluta úr fullu starfi, svo og einstaka
vaktir kemur til greina. Upplýsing-
ar veitir forstöðukonan, simi 42800.
LANDSPÍTALINN.
HJtJKRUNARDEILDARSTJÓR-
AR. Tveir hjúkrunardeildarstjórar
óskast til starfa á handlækningar-
deild spitalans (deild 4-B og 4-C) nú
þegar eða eftir samkomulagi. Upp-
lýsingar veitir forstöðukonan, simi
24160.
HtJKRUNARFRÆÐINGAR óskast
til afleysinga og i fast starf. Vinna
hluta úr fullu starfi kemur til greina
svo og einstakar vaktir. Upplýsing-
ar veitir forstöðukonan, simi 24160.
Reykjavik, 14. mai, 1976.
SKRIFSTOFA
RlKISSPÍTALANNA
EIRÍKSGÖTU 5, SÍMI 11765
Guy Binsfcld (t.h.) ásamt Hilmari Foss formanni tsiandsdeiidar Amnesty Internationai. Á milli þeirra
er merkið sem gert var I tiiefni ,,Árs hins póiitlska fanga ”.
Amnesty International efnir til herferðar til kynningar á
starfsemi sinni, og stendur hún yfir allt næsta ár
Ár pólitískra
fanga
Síðastliðinn fimmtudag
var hér á ferð maður ætt-
aður frá Lúxembúrg,
Guy Binsfeld að nafni, og
var hann í erindagjörðum
fyrir Amnesty Inter-
national. Héðan hélt hann
vestur um haf en ferð
hans er liður i undirbún-
ingi alþjóðlegrar herferð-
ar sem Amnesty hyggst
fara á næsta ári í því
skyni að útbreiða upplýs-
ingar um starfsemi sam-
takanna og ástandið í
málefnum pólitískra
fanga.
Amnesty International verður
15ára 28. mai nk. Sagði Binsfeld
að mönnum heföi þótt orðið
timabært að gera nú öflugt al-
þjóðlegt átak til að gera heimin-
um ljós þau brot á mannrétt-
indayfirlýsingu Sameinuðu
þjóðanna sem eiga sér stað
víösvegarum heim. Verður árið
1977 helgað málefnum „sam-
viskufanga” eða hvernig sem
þýða ber enska heitið „prisoner
of conscience”.
Markmiöið er að sýna mönn-
um að til er alþjóðleg hreyfing
sem berst fyrir rétti þessara
manna og vitaskuld að afla
starfseminni stuðnings, hvort
sem er i formi þátttöku i starfi
eöa með fjárframlögum.
Til þess að koma sem mestum
upplýsingum á framfæri verða
farnar ýmsar leiðir. Aðgerðirn-
ar hefjast 10. desember á þessu
ári en sá dagur er mannrétt-
indadagur Sþ og þvi lýkur sama
dag árið 1977. Verður leitað eftir
samstarfi við alþjóðastofnanir,
svo sem kirkjuna og verkalýðs-
hreyfinguna, en starfið mun þó
hvila mest á deildum einstakra
landa.
Þær munu nota allar leiðir til
að dreifa upplýsingum, fjöl-
miðla, skóla, kirkjur, verka-
lýöshreyfingu og ýmsar fleiri
stofnanir. Efnt verður til sam-
keppni meðal listamanna og
nemenda i listum um gerð
plakata o.þ.h., ritgerðarsam-
keppni fer fram og i blaða-
mannaskólum verður efnt til
samkeppni I greinaskrifum um
markmið og starfsemi Am-
nesty.
Reynt verður að fá áhrifa-
menn einstakra landa til liðs við
herferðina og einnig listamenn.
Til dæmis hefur bandarlski
hljómsveitarstjórinn Leonard
Bernstein fallist á að stjórna
hljómleikum i Múnchen sem
verða hljóðritaðir og gefnir út á
plötu. Verður hún seld um allan
heim i ágóðaskyni fyrir Am-
nesty en á umslagi hennar
verða ýtarlegar upplýsingar um
samtökin.
Þegar hafa margir listamenn
gert plaköt I tilefni herferðar-
innar og verða þau sýnd um all-
an heim um eða upp úr 10. des-
ember nk., m.a. hér á landi.
Einnig hefur verið rætt um að ef
einhvers staðar kemur upp t.d.
góður konsert eða annað list-
rænt efni i einhverju ákveðnu
landi þá væri hægt að fara með
það um heiminn.
Þetta er fyrsta alþjóðlega
herferðin af þessu tagi sem Am-
nesty hefur beitt sér fyrir en áð-
ur hafa verið farnar herferðir
gegn pyntingum og gegn ógnar-
stjórninni i Uruguay. Henni lýk-
ur eins og áður segir 10. desem-
ber 1977 og nær þá hámarki i
samstöðuaðgerðum og yfirlýs-
ingum um allan heim. Binsfeld
vinnur nú að þvi að hvetja ein-
stakar deildir til dáða og sam-
ræma aðgerðir þeirra en þvi
verki á að ljúka i september.
Binsfeld sagði að i upphafi
hefðu menn rætt um að nefna
árið ,,ár skoðanafrelsis”, en
„viö erum ekki komin nógu
langt til þess, vonandi gefst
tækifæri til þess seinna.”
t Amnesty International eru
nú rúmlega 70 þúsund félagar i
u.þ.b. 60 löndum en formlegar
deildir eru starfandi i 34 lönd-
um. Hér á landi er starfandi
deild og er formaður hennar nú
Hilmar Foss stórkaupmaður.
—ÞH
Aðalfundur Verkamannafélagsins Hlifar:
Skorað á ríkisstjórnina að
r
segja Island úr NATO
Aöalfundur Verkamanna-
féiagsins Hlifar var haldinn
miðvikudaginn 12. maf s.L.
A árinu gengu I félagið 75 nýir
félagar og eru nú i félaginu 787
félagar.
Formaður: Hermann Guð-
mundsson, og var hann kjörinn i
35. sinn i formannssæti.
Varaform: Guðni Kristjánsson.
Ritari: Hallgrímur Pétursson.
Gjaldkeri: Hermann Valsteins-
son. Vararitari: Halldór
Helgason. Fjármálar: Sigurður
T. Sigurðsson. Meöstjórnandi:
Gunnar S. Guðmundsson.
Varastjórn er þannig skipuð:
Guömundur Skúli Kristjánsson.
Guðbergur Þorsteinsson og Finn-
bogi Finnbogason.
Meðal annars voru eftirfarandi
tillögur samþykktar:
Aðalfundur V.m.f. Hlifar
haldinn 12. maí 1976telur að hinar
gengdarlausu veröhækkanir sem
orðið hafa frá þvl og fyrir undir-
ritun kjarasamninga 27. febr. s.l.,
hafi eyðilagt grundvöll þann sem
samningarnir byggðust á, og svo
sé nú komið að fyrir aðgeröir
stjórnvalda, standi verkalýöurinn
ver aö vigi, en áður en samningar
voru gerðir.
Telur fundurinn þvi óhjá-
kvæmilegt að verkalýðshreyfing-
in búist til sóknar til að bæta hlut
sinn.
Aðalfundur V.m.f. Hlífar 12.
maí 1976, telur aö eigi verði
lengur unaö við aðgerðarleysi
Atlantshafsbandalagsins I land-
helgisdeilu islendinga og breta,
þar sem ein bandalagsþjóðin,
bretar, sýni annarri bandalags-
þjóö, Islendingum, skefjalaust of-
beldi, sem líkja má við innrás I
landiö.
Skorar fundurinn á rlkisstjórn-
ina að segja tsland nú þegar úr
Atlantsha fsbandalaginu og
utanrlksirráðherra aö sýna andúð
okkar islendinga I verki nú þegar
með þvi að mæta ekki á fund Nato
er haldinn verður I Oslo.
Aðalfundur V.m.f. Hlífar 12.
mal 1976, samþykkir að fela
stjórn Hlifar að aðstoöa félags-
menn við innheimtu á öllu
ógreiddu orlofsfé, ef félagar Hlifar
óska þess. Skulu birtar auglýs-
ingar I blöðum þess efnis.