Þjóðviljinn - 15.05.1976, Blaðsíða 4
'4 SÍÐA — ÞJóÐVItJTNN Laugardagur 15. mal 1976
MOBVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Ctgcfandi: Útgáfufélag Þjóðviljans
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Ilaraldsson
Umsjón með sunnudagsblaði:
Árni Bergmann
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur)
Prentun: Blaðaprent h.f.
YARNARLIÐ ISLANDS ER A VARÐSKIPUNUM
- KEFLAVÍKURGANGAN ER í DAG
í dag efna herstöðvaandstæðingar til
fjöldaaðgerða gegn dvöl bandariska
hernámsliðsins á íslandi, gegn erlendum
herstöðvum i landi okkar, en fyrir úrsögn
Islands úr NATO, þessu vopnafélagi
bandarikjamanna og breta.
Hundruð manna munu ganga frá hliði
Keflavikurflugvallar til Reykjavikur, um
50 km leið, en að göngu lokinni verður efnt
til almenns fjöldafundar á Lækjartorgi,
sem hefst klukkan tiu i kvöld.
1 þessum mánuði eru 25 ár liðin,
siðan bandariskur her steig hér á land
öðru sinni. Þeir alþingismenn, sem með
óformlegri samþykkt á leynifundi kölluðu
erlent hernámslið inn i land okkar árið
1951, rufu með þeirri gerð eigin orð og
eiða, og brutu stjórnarskrá islenska
lýðveldisins.
Þeir stjórnmálamenn, sem á sinum
tima samþykktu hernám landsins voru
ýmist beinir erindrekar eða þá leiksoppar
erlends valds. Sumir gengu viljugir til
leiks, aðrir nauðugir, og svo er það enn.
Islenska þjóðin var aldrei spurð. 1 25 ár
hefur baráttan gegn veru erlends hers i
landi okkar staðið óslitið. Sé einhver sá,
sem efast um árangur þeirrar baráttu, þá
ætti sá hinn sami að ihuga, hvernig komið
væri islensku þjóðlifi i dag, ef sú baratta
hefði aldrei verið háð, — ef það hefðu verið
99% þjóðarinnar, sem rituðu undir bæna-
skrá „Varins lands” um varanlega
hersetu, en ekki bara sá minnihluti
þjóðarinnar, — að visu alltof stór — sem
þar lét ginnast.
Kröfugangan i dag, Keflavlkurgangan,
og fundirnir, sem haldnir verða i Hafnar-
firði, Kópavogi og i Reykjavik, þurfa að
verða til marks um nýtt ris i baráttu and-
stæðinga hersetunnar, nýja sókn til
sigurs.
Oft var þörf en nú er nauðsyn. Aldrei
hafa blekkingarnar um þá „vörn”, sem
okkur á að vera I dvöl bandariskra her-
manna hér og i þátttöku i NATO, verið
gegnsærri en nú.
Með ljúfu samþykki ráðamanna NATO
| hefur annað mesta flotaveldi bandalagsins
i gert herskipainnrás i islenska landhelgi,
1 endurteknar morðárásir á varðskip okkar
að gæslustörfum og siðast hótað loft-
árásum.
Og það er ekki aðeins að bretar fari sinu
fram i skjóli NATO, sem með þögn leggur
blessun sina yfir framferði þeirra, heldur
hefur utanrikisráðherra Bandarikjanna,
Kissinger, gefið bresku rikisstjórninni
loforð um að i Bandarikjunum skuli
islendingar ekki einu sinni eiga þess kost,
að taka á leigu eitt eða tvö óvopnuð hrað-
skreið skip, til varna hér við land gegn
morðárásum breta, þótt skipin liggi
ónotuð. Og samkvæmt fréttum islenska
rikisútvarpsins i fyrradag, þá hefur
formælandi Bandarikjahers á Keflavikur-
flugvelli upplýst, að NIMROD-þoturnar,
sem nú hafa i afdráttarlausum hótunum
um loftárásir á varðskip okkar, þær séu
beinlinis „hluti af vamarkerfi Atlants-
haf sbandalagsins ’ ’.
Við islendingar eigum enn sem fyrr i
höggi við erlent vald.
Það er sóst eftir aðstöðu fyrir varan-
legar herstöðvar i landi okkar, það er
leitast við að brjóta niður islenska
menningarhelgi.
Það er sóst eftir auðlindum okkar i landi
og á sjó og hernaðarofbeldi beitt til að
j brjóta niður gmndvöll efnahagslegrar til-
veru okkar.
Þeir sem kallaðir voru vinir og vopna-
bræður, hafa sjálfir rofið á okkur öll grið
og beita nöktu ofbeldi.
Með þátttöku i kröfugöngunni I dag,
Keflavikurgöngunni, berum við fram
hörðustu mótmæli gegn þvi hernaðarof-
beldi, sem við Islendingar erum nú beittir
af NATO-her. Við berum fram hörðustu
mótmæli gegn dvöl hluta þessa sama
NATO-hers i landi okkar, og gegn skripa-
þátttöku okkar islendinga I þessu
hernaðarbandalagi, sem traðkar á dýr-
mætasta rétti islensku þjóðarinnar.
Við strengjum þess heit að standa ein-
örð gegn hvers kyns ásælni erlendra stór-
velda i land okkar eða auðlindir þess og að
berjast til siðasta manns, ef á þarf að
halda.
Við fylkjum liði með kúguðum þjóðum
og stéttum um allan heim, sem eiga i
höggi við alþjóðlegt auðvald og erlent
kúgunarvald.
Samkvæmt frétt á forslðu Morgun-
blaðsins i gær hefur Luns, framkvæmda-
stjóri NATO og fægur „sáttasemjari”
látið svo ummælt i ræðu, sem hann flutti i
„bandariska klúbbnum” i Brússel i
fyrradag, að fyrir NATO væri Island
,, ósökkvandi flugvéla móðurskip. ” Þetta
eru þau viðhorf, sem höfðingjar NATO
hafa til lands okkar. Þau eru ekki ný
heldur gamalkunn hverjum þeim sem sjá
vill og heyra.
Móðurskipfyrir hvers konar vigvélar og
vitisbúnað erlendra stórvelda, — það og
það eitt er hlutverk íslands i augum höfð-
ingja NATO. Móðurskip m.a. i þágu
! breskalhersins. Það lif islensks fólks sem
hér hefur verið lifað, er lifað og við viljum
að verði lifað, er minna en einskis virði.
Varnarlið íslands er á varðskipunum,
en ekki á Keflavikurflugvelli.
Þess vegna göngum við. —k.
Almenn óánœgja
Mögnuð óánægja kom fram
með rikisstjórnina á mið-
stjórnarfundi Framsóknar-
flokksins um siðustu helgi. Kom
þessi óánægja mjög fram i
umræðum um stjórnmálin
almennt, þó einkum stefnu
rikisstjórnarinnar i launa-
málum, sem menn töldu bera
vott um að ihaldið réði ferðinni
mestanpart eitt. Þá var harð-
lega gagnrýnd linkindin i
landhelgismálinu og töldu
margir ræðumanna að setja
bæri Nató úrslitakosti.
Þessi óánægja kom ekki sist
fram hjá nokkrum forustu-
mönnum framsóknar eins og
Steingrimi Hermannssyni og
Guðmundi G. Þórarinssyni. Sá
siðarnefndi gagnrýndi einarð-
lega alla meðferð rikisstjórnar-
innar á hinum ýmsum mála-
flokkum, ekki sist þeim mála-
flokkum sem heyra undir ráö-
herra Framsóknarflokksins.
Þessi afstaða Guðmundar féll i
góðan jarðveg hjá fundarmönn-
um, en hann fékk aliháa at-
kvæðatölu við kosningu vara-
gjaldkera.
Kristinn féll
Þá kom óánægja með rfkis-
stjórnina einnig fram i þvi að
þeir flokksmenn sem lýstu
eindregnustu fylgi við ihalds-
stjórnina fengu lítið fylgi i
Kristinn var ánægður meö rikisstjórnina — hann féll.Guðmundur
var óánægður með stjórnina —hann fékk mikinn stuðning I kosning-
um.
kosningum. Kom þetta einkum
fram i þvi að Kristinn
Finnbogason framkvæmda-
stjóri Timans náði ekki einu
sinni kosningu sem varamaður i
framkvæmdastjórn Fram-
•sóknarflokksins!
Eins og salt í sár
Eftir þennan miðstjórnarfund
er leiðari Þórarins Þórarinsson-
ar á þriðjudag eins og salt i sár.
farsegir hann fullum fetum, að
Þórarinn — guðfaöir núverandi ríkisstjórnar, vill að sjálfsögðu
halda stjórnarsamstarfinu Ut allt kjörtlmabiliö.
Að losna við
Þórarin
En þó hefur leiðarinn vissu-
lega gert talsvert gagn og það
ber að viðurkenna: Hann hefur
fært almennum flokksmönnum
heim sanninn um það hversu
ósvifin flokksforusta fram-
sóknar er'.
Að lokum skal það áréttað
sem fyrr hefur verið bent á i
þessum pistlum að Þórarinn
Þórarinsson er guðfaðir nUver-
andi rikisstjórnar. Honum er
þvi mikið i mun að verja hana i
lif og blóð — og æ fleiri fram-
sóknarmenn eru nU að komast á
þá skoöun að þeim takist ekki að
iosa flokkinn Ut Ur íhaldinu
nema með þvi að losna viö
Þórarin. — s
„fullur einhugur” hafi verið á
fundinum um stjórnarsamstarf-
iö og aö þvi verði aö halda
áframíUt „allt kjörtimábiliö”.
Stjórnarsamstarfið eigi að
treysta. Þá segir hann
blygðunarlaust I leiðaranum —
rétt eins og það væri ein niður-
staða fundarins — að traustari
tök hafi náðst á rikisrekstrinum
en áður.
Eins og spáð hefur verið hér i
blaðinu hefur Þórarinn kallað
yfir sig yfir sig og flokksforust-
una almenna reiði vegna þessa
leiðara.enda er hann i rauninni
ekkert annað en „grófustu
falsanir”, eins og einn mið-
stjórnarmanna Framsóknar-
flokksins hefur komist að orði.