Þjóðviljinn - 15.05.1976, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.05.1976, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÚÐVILJiNN Laugardagur 15. mal 1976 Zetan samþykkt í neðri deild en likur á að hún stoppi í efri deild Zetan var samþykkt i neBri deild Alþingis i gær eftir sögulega afgreiðslu með 23 atkv. gegn 14. Málið var strax sent til efri deild- ar og þurfti að leita afbrigða til að hægt væri að taka það á dagskrá þar. Skv. lögum þarf 3/4 atkvæða til samþykkja afbrigðin og náist ekki sá fjöldi. Málið kemst, þvi ekki á dagskrá I efri deild fyrr en á mánudag en þingslit verða á þriöjudagskvöld svo að nær úti- lokað er að hægt veröi að afgreiða það á svo stuttum tfma. Eins og rakið hefur verið hér i Þjóðviljanum hefur afgreiðsla þessa mikla hitamáls verið með eindæmum i neðri deild. Nætur- fundinum i fyrrinótt lauk um klukkan hálf-sex meö þvi að Magnús Torfi Ólafsson bar fram breytingartillögu um að fella flestar greinar frumvarpsins niður. Leita þurfti afbrigöa um svo seint fram komna breytingar- tillögu, en þar sem aðeins 5 þing- mennvoru enn i húsinu var það ekki hægt. Ragnhildur Helga- dóttir með Gylfa Þ. Gislason sem ráðgjafa sér við hliö gaf þá Magnúsi Torfa hálftimafrest til að smala þingmönnum i húsið, en þ’að er einsdæmi að þingmanni sé falið slikt verk og telst til meiri háttar þingsafglapa en er i sam- 'ræmi við önnur forsetastörf Ragnhildar að undanförnu þar sem hvert glappaskotið hefur rekið annað vegna taugaóstyrks og geðvonsku. Þingmanna- smölunin varð ekki framin og Kjarabaráttunefnd námsmanna: Overjandi að námslánafrumvarpið verði afgreitt nú Lagafrumvarp sem miðar aö þviaðgera námslán að óhagstæð- ustu lánum sem hér þekkjast er nú að sigla i' gegn á Alþingi. Efri deild hefur nú afgreitt frumvarp rikisstjórnarinnar til nýrra laga um námslán og námsstyrki. 1 meðförum deildarinnar urðu aðeins smávægilegar breytingar á frumvarpinu, öll gagnrýnis- atriði námsmanna voru snið- gengin og segir I frétt frá Kjara- baráttunefnd námsmanna að samþykkt frumvarpsins gangi algjörlega i berhögg við markmiðið „jafnrétti til náms.” Námslán munuekki nægja náms- mönnum til framfærslu, og ströng endurgreiðsluákvæði munu hrekja efnalitla námsmenn frá öllu ööru námi en þvf, sem örugg- legakemur mönnum i góða tekju- aðstöðu, segir nefndin. Námsmenn vekja athygli á þvi að með væntanlegum lögum sé verið að skammta þúsund náms- manna kjör, og ójafnréttið sem lögin hafi I för með sér skipti alla alþýðu landsins máli. Siöan seg- ir: 1 ljósi ofanritaðs telur Kjara- baráttunefnd það gersamlega óverjandi af Alþingi að afgreiða lagafrumvarp þetta i flýti á siðustu dögum þingsins. Þvi bein- ir Kjarabaráttunefnd eftirfarandi kröfum til menntamálanefndar neðri deildar, alþingismanna og rlkisstjórnar: 1) að frumvarpið verði ekki afgreitt á þessu þingi. 2) að „bráðabirgðalánum” frá þvi I vetur verði breytt I námslán skv. gildandi lögum. 3) að stjórnvöld taki upp við- ræður við námsmenn um æskilegt fyrirkomulag námsaöstoðar, auk þess sem framkomnar hug- myndir veröi kynntar á opinber- um vettvangi. varð þá atkvæðagreiöslu frestað til klukkan tvö i gær. Þá var leitað afbrigða til aö greiða atkvæði um breytingartillögur Magnúsar Torfa og voru þau samþykkt gegn atkvæði Sverris Hermannssonar, en breytingartillögurnar fengust hins vegar ekki ræddar. Siðan voru þessar breytingartillögur felldar og z-frumvarpið sam- þykkt eins og áður sagði meö 23 atkvæðum gegn 14. Halldór E. Sigurðsson og Karvel Pálmason greiddu ekki atkvæði. Þeir sem voru á móti z-frumvarpinu voru allir þingmenn Alþýðubandalags- ins, Ingvar Gislason, Jón Skafta- son, Magnús Torfi ólafsson, Ólaf- ur Jóhannesson, Stefán Valgeirs- son, Vilhjálmur Hjálmarsson og Þórarinn Sigurjónsson. Viihjáímur Hjálmarsson menntamálaráðherra gerði grein fyrir atkvæöi sinu og itrekaði þá skoöun sina að fáranlegt væri að Alþingi setti lög um einstakar stafsetningarreglur. Sagði hann aö þetta frumvarp hefði ekki verið sent til eins eða neins til umsóknar og afgreiðsla þess væri með alltof skjótum og óeðlilegum hætti. Zetuliðið sendi nú frumvarpið umsvifalaust til efri deildar. Þessadagana flæða mótmæli frá kennurum um allt land gegn zet- unni og sást það gjörla i atkvæöa- greiðslu um afbrigði þar. Já við afbrigðum sögðu 7, nei sögöu 4, en 5 sátu hjá og 4 voru f jarver- andi. Þegar ljóst varð að ekki tækist að koma málinu á dagskrá varð mikið uppþot I zetuliðinu. Gylfi Þ. Gislason, Sverrir Her- mannsson, Ragnhildur Helga- dóttir og Þorvaldur Garðar Kristjánsson sáust á hlaupum um allt alþingishúsið krunkandi saman og flettandi i bókum. En það kemur fyrir ekki, málinu verður mjög ósennilega komið i gegnum efri deild og visir menn segja að þar með sé það dautt. — GFr jjakob Jónsson opnar í Bogasal 1 dag opnar Jakob Jónsson, list- málari fyrstu einkasýningu sina á tslandi i Bogasal Þjóðminja- safnsins. A sýningunni sem stendur tii 23. þ.m., eru oliumál- verk, tvær teikningar og fimm myndir úr myndaflokknum „Sköpuninni”. Sýningin er opin frá 17 til 22 f dag, en aðra daga frá 14 til 22. Jakob Jónsson er fæddur á Bildu- dal 29. des. 1936. Hann stundaði nám við Ny Carlsbergs Glyptotek I Kaupmannahöfn árin 1965 til 67 og Det Kongeiige Danske Kunst- akademi árin 67 til 71. RAÐSTEFNA UM KJOR LÁGLAUNKYENNA Ráöstefna um kjör láglauna- kvenna hefst kl. 9.30 árdegis að Hótel Loftleiöum á morgun.ABal- heiður Bjarnfreðsdóttir setur ráð- stefnuna. Fluttar verða tiu fram- söguræður I upphafi hennar. Anna Þóröardóttir, starfs- stúlknafélaginu Sókn: Af vinnu- stað, Jóhanna Sigurðardóttir, Verslunarmannafélagi Reykja- vikur; Trúnaðarmaðurinn, virkni kvenna i stéttarfélögum og hlut- fall þeirra i stjórnum, Erna Arn- grimsdóttir, Starfsmannafélagi rikisstofnana: Trúnaðarmanna- kerfi SFR, konur láglaunahópur innan SFR, Lára Þóröardóttir, Verkakvennafélagið Framsókn: öryggi og heilbrigöisaöstaöa á vinnustað, Halldóra Sveinsdóttir, Starfsstúlknafélaginu Sókn: MFA, upplýsingamiöh’n og skólun innan verkalýöshreyf- ingarinnar, Asa Marinósdóttir, ljósmóðir-.Réttur ogréttleysium- dæmisljósmæöra, Elinbjörg Sig- uröardóttir, ASB: Afgreiðslu- stúlkur I brauð- og mjólkur- búðum, Unnur Ingvarsáóttir, Iðju: Starfsmatog ákvæðisvinna, Þórunn Valdimarsdóttir, Verka- kvennafélagið Framsókn: Jafn- launaráð og fæðingarorlof, Guðriður Eliasdóttir, Verka- kvennafélagiö Framtiðin: Kjara- mál og kjarakröfur, Kristrún Guðmundsdóttir, starfsstúlka i veitingahúsi: Af vinnustað, Herdls Helgadóttir, Rauðsokka- hreyfingin: Samfélag i mótun, fjölskyldan, heimilið og dagvist- unarmál. Gert er ráð fyrir að framsögu- ræðum verði lokið fyrir matarhlé kl. 12. Siðan verður unniö i starfs- hópum og niðurstööur starfshópa ræddar sameiginlega I lokin. Fundarstjóri fyrir hádegi Guðrún ögmundsdóttir, en eftir hádegi Guðrún Hallgrimsdóttir og Elisabet Sveinsdóttir. Atta umræðuhópar munu starfa á ráðstefnunni. I. Samfélag i' mót- un, fjölskyldan og heimilið — Umræðustjöri: Vilborg Harðar- dóttir. 2. Dagvistunarmál og fæð- ingarorlof: — Umræðustjóri: Rannveig Jónsdóttir. 3. öryggi og heilbrigðisaðstaöa á vinnustað. — Umræðustjóri: Lára Þóröardóttir — 4. Trúnaðarmaðurinn, MFA og upplýsingamiölun — Umræðu- stjóri: Guðrún Emilsdóttir. 5. Virkni kvenna i verkalýösfélög- um og hlutfall þeirra I stjómun — Umræðustjóri: Auður Torfadótt- ir. 6. Kjaramál, kjarakröfur, ASB-málið — Umræðustjóri: Hallveig Einarsdóttir. 7. Akvæðisvinna og starfsmat — Umræðustjóri: Asdis Guömunds- dóttir. 8. Atvinnuöryggi og starfs- reynsla: — Umræðustjóri: Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir. Tábandið tafarlaust af! Loks barst herstöðvaandstæö- ingum eftirfarandi ljóð, en höf- undurinn vill ekki láta nafn sins getiö, kallar sig einfaldlega Skeyti, ályktanir og ljóð sem herstöðvaandstæðingum höfðu borist í gaer i tilefni Keflavíkurgöngu 1 gærdag voru Miðnefnd her- stöðvaandstæðinga þegar farin að berast skeyti og ályktanir þar sem lýst var stuðningi viö Keflavikurgönguna. Komu þessar yfirlýsingar úr öllum áttum. Hér að neðan birtum við þær sem boristhöfðu um miðjan dag i gær. „Keflavikurgangan 15. mai 1976. Baráttukveöjur. Hreinsum smánarblettinn af þjóðinni með þvi að reka herinn heim og ganga úr Nató. Við iitum það mjög alvarlegum augum að vegna vinfengis viö breta neit- aði bandarikjastjórn að lána eða leigja okkur skip til land- helgisgæslu og sjáum okkur ekki fært að taka þvi með festu og stiliingu. Áhöfnin m/b Sigurvon IS 500: Einar Guðnason skipstjóri, Arni Pálsson 1. véistjóri, Pálmi Jóhannesson matsveinn, Guðiaugur Björnsson háseti, Sigbjartur B. Sigurbjörnsson 2. vélstjóri, Páll Sigurvinsson, Hannes Alexandersson , Kristján A. Bjarnason, Friöþjófur ólafsson, Aðaibjörn Guömundsson, Ævar Einars- son.” „Samband islenskra náms- manna erlendis, SINE, lýsir yfir fullum stuðningi við baráttuaö- gerðir herstöðvaandstæðinga laugardaginn 15. mai. Jafn- framt sendum við 3.000.- kr. baráttuframlag. Island úr Nató — herinn burt Gegn heimsvaldastefnu risa- veldanna. Baráttukveöjur.” „Alþýðusamband Suðurlands hvetur meölimi sina og aðra sunnlendinga til þátttöku i Keflavikurgöngunni og útifundi að henni lokinni. Alþýðusam- band Suðurlands.” „Kennarafélagsfundur Menntaskólans við Hamrahllð lýsir yfir stuðningi við Kefla- vikurgöngu 15. mai 1976 og kjör- orð hennar: Island úr Nató — herinn burt.” „Sendum öllum andheims- valdasinnum og baráttufólki fyrir sjálfræði Islands brenn- andi baráttukveðjur. Byggjum virkafjöldahreyfingu! Islandúr Nató — herinnburt! Islandfyrir islenska alþýðu — gegn risa- veldunum! Einingarsamtök kommúnista (marx-leninistar) Reykjavik og Akureyri.” „Stjómarfundur Menningar- og friðarsamtaka islenskra kvenna haldinn 12. mal 1976 lýs- ir yfir fullum stuðningi við Keflavlkurgönguna 15. mai og hvetur allar félagskonur MFIK til aö taka þátt i göngunni og þannig leggja sitt af mörkum i baráttunni gegn hersetunni og Nató.” Tregavlsur um tá Það er ljóður á landi að loð-NATÓ-bandi þröngvað var þétt um þesstá. Svo hljóp igcrð I tána og allt fór að blána. En sú hörmung að horfa sllktá! Þennan bannsetta kvilla og blóðeitrun illa ber nú hratt út um búk þess og hold. Þar er yfirgangshællinn, þar er amriski stællinn sem áður var ósnortin mold. Hér þarf lækning við meini fyrr en leggist að beini á þvl landi sem gæfan oss gaf; ekki plástra og pillur ekki peninga I villur heldur tábandiö tafarlaustaf! -S.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.