Þjóðviljinn - 20.05.1976, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 20.05.1976, Qupperneq 3
Fimmtudagur 20. mai 1976 l>JOÐVILJINN — StÐA :{ Friðrik féll á tíma Atti auðunnið tafl gegn Browne — Timman og Karpof sömdu um jafntefli Hérsést Friðrik, i uppliafi Euue-inótsins, draga um keppnisi öðina. Ejósm. — gsp. Hr. Max Kuwe heldur ræðu i upphafi afmælisskákmótsins i Amsterdam. Mynd GSP. Af mæliss j óður dr. Max Euwe Skáksamband Islands fœrir Euwe islenskan gabbróstein um helgina Amsterdam, miðvikudaginn 19. mai. Frá Gunnari Steini Pálssyni: Eftir æsispennandi darraðar- dans á lokaminútunum i skák Friðriks og Brownes i 5. umferð afmælismótsins hér i Hollandi féll Friðrik á tima og missti um leið af möguleikanum á þvi að taka forystu i mótinu þvi hann átti að flestra áliti öruggan vinning i lokastöðunni. Karpof gerði hins vegar jafntefli við Timman og er þvi einn i efsta sæti með hálfum vinningi meira en Friðrik. Það var svo sannarlega mikil spenna i þessari umferð i dag, hart barist á öllum vigstöðvum og meiri sviptingar en i flestum þeim skákum öðrum sem hér hafa verið tefldar. — Ég skil bara alls ekki hvernig þetta gat gerst, sagði Friðrik eftir skákina i dag. — Mér fannst ég eiga miklu betri tima en Browne og vissi sjálfur af þvi þegar ég átti eftir 4 minútur en hann aðeins þrjár. Eftir það fylgdist ég sæmilega vel með klukkunni en skynjaði bara stöðu hennar ekki betur en raun varð á. — Jú, auðvitað kallar þetta á einhver átök á föstudaginn. Ég get húgsanlega sætt mig við annað sætið með þvi að ná jafn- tefli við Karpof en vissulega væri gaman að vinna i siðustu umferðinni ef þess er kostur svo ég reikna með að maður reyni það. Það er þó undir ýmsu kom- ið eins og venjulega, hvort ég verð vel upplagður eða ekki og ekki siður þvi hvað Karpof ætlar sér. Ef hann teflir til vinnings er ekki um neitt annað að ræða en að svara i sömu mynt. Hvað um lokastöðuna i dag? — Hún er að minu áliti alveg gjörtöpuð fyrir svartan. Með ýtrustu nákvæmni á hann kannski ofurlitinn möguleika á að ná jafntefli en hann er fjar- lægur. Mér fannst ég oftast hafa betri stöðu i þessari skák og auðvitað var það þess vegna svekkjandi að falla á tima. Hitt er svo annað að það er engum um að kenna nema mér sjálf- um. — Þú hefur ekki viljað jafn- tefli gegn Browne eftir að þú sást stöðuna hjá Timman og Karpof? — Ég bauð jú jafntefli eftir u.þ.b. 20 leiki en Browne vildi tefla áfram sem kannski er eðli- legt þegar litiö er á vinnings- hlutfall hans. Fljótlega eftir að ég bauð jafnteflið svo að minu áliti mun verri stöðu og eftir það var maður ekkert á þeim bux- unum að semja, sagði Friðrik um leið og hann kvaddi blaða- mannaherbergið og hélt heim á hótel. Puntkar úr dagbók Dagbókin eftir daginn i dag litur þannig út: Kl. 14.30 aö hollenskum tfma. Búnir eru 11 leikir i skák þeirra Friðriks og Brownes. Sama staða er komin upp og i skák þeirra Friðriks og Tal á Hoogo- ven rtiótinu hér i Hollandi i janú- ar sl. Eftir 11 leiki sömdu þeir um jafntefli og þessa stundina velta menn þvi fyrir sér hvort Friðrik muni e.t.v. einnig sætta sig við jfntefli i þessari skák. Mörgum finnst það þó ótrúlegt þvi ef hann stefnir að vinnings- sæti i mótinu hér i Amsterdam er ljóst að hann verður að leggja Browne að velli i viðureign þeirra i dag. Hér i blaðamannaherbergi Van Gogh safnsins er mikil spenna og á öllum borðum eru menn með stöðu þeirra Friðriks og Brownes og biöa spenntir eft- ir þvi að næsti leikur þeirra verði sendur hingaö niður. Stór- meistararnir tefla sjálfir i lok- uðu herbergi uppi á 4. hæð. Ekki er skák þeirra Timmans og Karpofs siður spennandi. Karpof valdi sér nimsó-ind- verska vörn og hafa þeir lokið 11 leikjum. 11. leikur Karpofs veldur Timman miklum heila- brotum og þessi ungi hollend- ingur hefur hugsað i heillangan tima um 12. leik sinn þvi Karpof brá út af hefðbundinni leið með þvi að leika 11.... c4. ...og rétt i þessu var verið að hringja niður 12. leik Timmans sem loksins lék eftir meira en 20 minútna umhugsun. Ekki er óliklegt að skákirnar i dag verði báðar mjög spennandi og fullar baráttu. Slagurinn um efsta sætið stendur milli Karpofs og Friðriks og vafa- laust stefna þeir báðir að vinn- ingi i dag, búa sig siðan e.t.v. undir stórmeistarajafntefli á föstudaginn. Er fimmta umferðin hófst kl. 13 að hérlendum tima mættu þeir Browne og Karpof nokkuð seint. Karpof kemur raunar alltaf a.m.k. 10 minútum of seint þvi ljósmyndurum er leyft að taka myndir fyrstu 10 minút- urnar á hverjum degi. Þegar þær minútur eru liðnar gengur Karpof yfirleitt i salinn, sest niður, bendir dómaranum á armbandsúr sitt og biður um að ljósmyndararnir verði fjar- lægðir tafarlaust. Eðlilega eru fréttamenn ekk- ert yfir sig hrinfir af þessu hátt- erni heimsmeistarans og einn ljósmyndaranna hér sem vinnur fyrir 10 eða 15 dagblöð lýsti þvi yfir i dag að ef Karpof reyndi þetta einu sinni enn myndi hann umsivfalaust slá hann niður. 1 áhorfendatjadinu hér á opna svæðinu fyrir utan Van Gogh safnið er stanslaus dagskrá frá kl. 13 á daginn og langt fram yf- ir miðnætti. Auk þess sem skák- irnar eru skýröar út með hjálp sjónvarpskerfis og stórra vegg- taflborða er mikið teflt i tjald- inu. 1 dag tefla t.d. þrir af bestu skákmönnum Hollands fjöltefli við áhorfendur, i fyrradag var griðarmikið hraðskákmót með þátttöku þeirra sem vildu og þannig er alltaf nóg um að vera og skipulagningin hreint frábær á allan hátt. A kvöldin er siðan dansað i tjaldinu, inn á milli er skotið skemmtiatriðum af öllum teg- undum. Ekki er óalgengt að keppendurnir á mótinu liti við i tjaldinu á kvöldin nema heims- meistarinn Karpof sem ekki hefur enn sést á götum úti nema á leið til eða frá keppnisstað. Hann virðist einangra sig frá öðru fólki og við blaðamenn sem reyna aö fá viðtal við hann segir hann ávallt þvert nei. Þó kemur hann hingað niður i blaða- mannaherbergi eftir hverja skák til þess að fara yfir hana með andstæðingum sinum, ræða hugsanlega leiki aðra en þá sem þeir völdu uppi á fjórðu hæðinni o.s.frv. Kl. 15.00. Enn heyrast engar nýjar fréttir ofan frá. Báðar skákirnar eru á viðkvæmu stigi og keppendur gefa sér góðan tima til að ihuga sinn gang. Timman hefur gefið Karpof eitt peð fyrir betri stöðu og á góðan möguleika á að ná peðinu aftur eftir nokkra leiki. Kl. 16.00. Ekki hefur bæst við mikið af leikjum hjá Friðriki og Browne. Þeir hafa lé'ikið 13 leiki, þ.e.a.s. aðeins tvo leiki hvor á siðasta klukkutimanum. Friðrik hefur notað 1 klukku- stund og 15 minútur, Browne fimm minútum minna en fyrir fyrstu 40 leikina hefur hvor keppandi tvær og hálfa klukku- stund. Timman hefur náð peði sinu aftur og menn eru ekki frá þvi að hann hafi aðeins rýmri stöðu og meiri möguleika á róttækum aðgerðum. Timman hefur notað öllu meiri tima en Karpof fyrir þá 16 leiki sem núna eru komnir. Hefur hann eytt u.þ.b. 100 min- útum en Karpof rúmlega 60. Eftir að Timman náði sér á strik núna i siðustu leikjum beinist öll athyglin að skák þeirra. Dr. Max Euwe er mætt- ur hér i kjallarann til þess að fylgjast með og taka þátt i um- ræðum um stöðuna. Vinningur gegn Karpof yrði -kærkominn fyrir hollendinga og aftur og aftur raða menn upp stöðunni i skák hans og tefla svo úr henni aftur i endatafl. En þótt miklir spámenn séu hér að ihuga skákina eru þeir þó ekki getspakari en svo að i hvert sinn sem nýr leikur berst hingað niður reka þeir upp undrunaróp og hafa átt von á allt öðrum leik. Kl. 17.00. Það er heldur betur farið að færast fjör i skák Timmans og Karpofs. Timman er hægt og sigandi að ná undir- tökunum en hann hefur notað mun meiri tima eða rúmlega tvær klukkustundir á móti rúm- lega einni og hálfri. Hann er þvi að komast i timaþröng en getur að öllum likindum boðið jafn- tefli þegar honum sýnist timinn orðinn iskyggilega naumur. Likur eru á þvi að hann muni á næstunni ná peði af Karpof en þeir hafa núna lokið 15 leikjum. Allt er hins vegar i ró og spekt i viðureign Friðriks og Brownes. Þar eru búnir 18 leik- ir. Friðrik á eftir hálfa klukku- stund en Browne næstum þvi heila. Vafalaust fylgist Friðrik með skák Timmans og Karpofs og nái hollendingurinn miklum yfirburðum á næstunni er frem- ur óliklegt að Friðrik leiki stift til vinnings ef hann lendir i mik- illi timaþröng eins og allt útlit er fyrir að hann geri. Kl. 17.53. Friðrik er kominn i gifurlegt timahrak i skák sinni, hefur aðeins 5 minútur fyrir sið- ustu 15 leikina áður en hann nær 40 leikja lágmarkinu. Vinnings- likur eru i stöðunni fyrir hvitan en báðir aðilar verða að tefla ansi hratt á endasprettinum. Karpof er að ná betri tökum á stöðunni gegn timman og heldur enn peðinu sem hollendingurinn sóttist svo stift eftir áðan. Stað- an eftir 45 leiki er fremur jafn- teflisleg. ....rétt i þessu birtust þeir hér i blaðamannaherberginu Timman og Karpof og um leið var hringt niður og tilkynnt að samið hefði verið um jafntefli i skák þeirra. Baráttumaðurinn Timman hefur reynt mikið i dag eins og venjulega, hann barðist fyrir vinningi af mikilli hörku en Karpof stóð allt saman af sér og ekki var um annað að ræða en að semja um jafntefli i þeirri stöðu sem upp var komin. Kl. 18.45. Timahrakið hjá Friðriki og Browne varð ofboðs- legt eins og sjá mátti og þegar 12 leikir voru eftir hafði Friðrik fjórar minútur til afnota en Browne aðeins þrjár.Engu að siður varð það Friðrik er féll á tima eftir mikinn darraðardans undir lokin. í kvöld verður hann þvi að taka erfiða ákvörðun, nefnilega þá hvort hann ætlar að ná vinningi með svörtu mönn- unum gegn Karpof og ná þannig efsta sætinu eða hvort hann vill sætta sig við annað sætið og tefla upp á jafntefli á föstudag- inn. Tapi Friðrik hins vegar fyrir Karpof hafnar hann i þriðja sæti og sættir sig trúlega illa við það eftir að hafa leitt mótið ásamt Karpof frá þvi i fyrstu umferð. Litum þá á skák Friðriks frá þvi i dag. Svartur valdi sér drottningarindverska vörn gegn 1. leik Friðriks og skákin gekk fyrir sig eins og i áðurnefndri skák. Ekkert varð úr jafnteflinu sem menn áttu von á, þeir héldu áfram að leika og lentu i mjög erfiðu miðtafli þar sem Browne Framhald á bls. io. i dag er Pr. Max Euwe, for- seti Alþjóða skáksambandsins og fyrrum heimsmeistari, sjötiu og fimm ára i lok afmælismóts- ins sent nú fer fram i Amster- dam verða hátiðahöld i tilefni afmælisins og hefur fulltrúum hinna ýmsu skáksambanda heims verið boðið til þeirra. Einar S. Einarsson, forseti Skáksambands tslands, mætir þar fyrir tslands hönd, og mun afhenda dr. Euwe islenskan gabbróstein, 5 kg. að þyngd. undan Vatnajökli. Hann er nátt- úrusmið að öðru leyti en þvi að greiptir hafa verið i hann 2 minnispeningar Friðriks Olafs- sonar. úr silfri og bronsi, og á steininn grafið nafn dr. Max Euwe og afnæliskveðja frá Skáksambank tslands. t tilefni 75 ára afmælisins hafa öll aðildarlönd FIDE ákveðið að heiðra doktor Euwe með þvi að stofna sjóð samnefndan honum. I Hlutverk sjóðsins verður að vinna að útbreiðslu skáklistar- innar og að aukinni skákmennt i þeim löndum eða heimshlutum. þar sem skákiðkun er skemmst á veg komin. Dr. Euwe mun sið- ar sjálfur setja sjóðnum nánari reglugerð. Tilkynnt verður formlega um stofnun sjóðsins við hátiðahöld þau, sem fram fara i Amster- dam á vegum hollenska skák- sambandsins um næstu helgi. i tilefni afmælisins. Öskað hefur verið eftir þvi við öll skáksam- bönd innan FIDE að þau fari þess á leit við félagsmenn sina og aðra skákunnendur, að þeir leggi fram að minnsta kosti andviröi 1 svissnesks franka. þ.e. 73 isl. króna á núverandi gengi. til stofnunar sjóðsins. Skáksamband islands hefur að þessu tilefni opnað sérstakan giró-reikning i Samvinnubank- anum. nr. 81000 fvrir þá. sem leggja vilja eitthvað að mörk- um. en söfnunin mun standa i 1 ár. eða til 20. mai 1977.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.