Þjóðviljinn - 20.05.1976, Side 10

Þjóðviljinn - 20.05.1976, Side 10
1« SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 20. mai 1976 SÍÐUSTU DAGAR ÞINGSINS / Geir Gunnarsson við afgreiðslu vegaáætlunar Niðurskurður vega- framkvæmda á ^ * tveimur árum er 40 50% Söluskattstekjur ríkissjóös af bifreiöum og" bensíni álíka háar og allt nýbyggingafé til vegamála Á fundi sameinaðs þings i fyrra- kvöld fór fram lokaumræða um vegaáætlun, en áætlunin var svo afgreidd i gær á siðasta fundi þingsins. Við umræðuna flutti Geir Gunnarsson þá ræðu, sem hér birtist. Var ræðan i megin- atriðum samhljóða nefndaráliti minnihluta fjárveitinganefndar. GEIR SAGÐI: I tillögu til þingsályktunar um vegáætlun fyrir árin 1976-1979 er gert ráð fyrir 25% niðurskurði framkvæmda á þessu ári miðað við áætlaðar framkvæmdir samkv. núgild- andi vegáætlun. Þessi niður- skurður kemur til viðbótar jafn- miklum niðurskurði á árinu 1975. Framkvæmdir í ár eru þvi samkv. þingsályktunartillög- unni einungis um 56% af fram- kvæmdamagni á vegáætlun 1974. 1 þáltill. um vegáætlun var þessi niðurstaða um óbreytta krónutölu framkvæmdafjár tU nýrra hraðbrauta, þjóðbrauta og um niðurskurð vegafram- kvæmdaum fjórðung fengin með þvi að auka lántökur um 52% á árinu 1976, eða Ur 1050 millj. kr. i 1600 millj. kr. 1 þáltUl. er gert ráð fyrir að 75% allra fram- kvæmda við nýja þjóðvegi byggist á lántökum, þar á meðal á bráðabirgðalánum til einseða tveggja ára, en greiðsla þeirra lána kemur til frádráttar framkvæmdafé þegar á árunum 1977 og 1978. Hinn 16. mai 1975 voru sam- þykkt á Alþingi lög, sem gerðu skylt að tekið yrði 2000millj. kr. lán til framkvæmda við Norður- og Austurveg á næstu 4 árum, eöa 500 miUj. kr. til jafnaðar á ári, i fyrsta sinn 1976. Var þvi slegiö föstu, að fjárhæðir þessar kæmu til viðbótar almennu framkvæmdafé á þessum árum. Þrátt fyrir samþykkt þessara laga um sérstakar fram- kvæmdir viö Norður- og Austur- veg var i þingsályktunar- tillögunni um vegafram- kvæmdir á árunum 1976-1979 gert ráð fyrir að þessi fjáröflun, sem innifalin var i tekjuhlið áætlunarinnar, rynni til al- mennra vegaframkvæmda. Einungis með þessum hætti hefði rikisstjórnarflokkunum tekist að halda óbreyttri krónu- tölu framkvæmdafjár til nýrra þjóðvega, en það jafngildir i reynd 25% niðurskurði. Eins og að fóðra hund með bita af eigin rófu Eftir að þingmenn gerðu sér grein fyrir að hverju var stefnt meö þessari uppbyggingu vegáætlunar, varð ljóst, að rlkisstjórninni var ókleift að afgreiða vegáætlun með venju- legum og lögboðnum hætti. Stjórnarflokkarnir hafa þvi orðið að horfast i augu við þá staðreynd, að þeir hafa komiö málum Vegasjóðs i algert þrot á tveggja ára stjómartima sinum og eru ekki færir um að afgreiða vegáætlun eins og lög standa til. Hefur þvi verið gripið til þess ráðs að áætla tekjur á pappirnum 100 millj. kr. hærri en gert var i þáltill., sem lögð var fram fyrir 10 dögum. Á þessari hækkun áætlaðra tekna af innflutningsgjaldi og þunga- skatti hafa engar skýringar fengist eða frekari sundur- liðanir. Jalnframt hefur verið ákveðið að skera niður áætluð framlög til verkfræðilegs undir bUnings um 20 millj. kr., eða um 16%, og til vatnaskemmda og ófyrirséðs kostnaðar um 30millj. kr., eða um 41%. Tillögur þessar eru algerlega óraunhæfar. Aukning fram- kvæmdafjár með þessum hætti er fullkomlega jafngildi þess að fóðra hund með bita af eigin rófu. Með þessum hætti er lagt til að Iramlög til nýrra þjóðvega hækki um 150 millj. kr. og á að verja þeirri hækkun til fram- kvæmda við Norður- og Austur- veg, en framlög til annarra framkvæmda verða óbreytt og skerðast að raungildi um fjórð- ung frá árinu 1975. Enn skortir þá 350 millj. kr. til þess aö staðið sé við lagaákvæð- ið um að 500 millj. kr. láns- fjáröflun til Norður- og Austurvegar á þessu ári verði raunverulega varið til þessara vega. Þess i stað er nU við það miðað, að obreytt fjárveiting að krónutölu til almennra vega- Iramkvæmda sé m.a. byggð á 350millj. kr. láni frá Norður- og Austurvegi og eigi að endur- greiðastá næsta ári eða árum, þannig aö alme'nnar fram- kvæmdir skerðist þá sem þvi nemur frá þvi sem ella yrði til þeirra varið. Þegar þessi óskapnaður allur lá fyrir varðandi vegáætlun fyrir árið 1976 og algert getu- leysi blasti við varðandi næstu þrjU ár, sem skylt er að gera áætlun um samkv. vegalögum, var uppgjöfin staðfest með flutningi frumvarps rikisstjórn- arinnar um breytingu á vega- lögum, þess efnis, að engin végáætlun verði afgreidd eins og gildandi lög gera ráð fyrir, heldur verði tekjur og gjöld Vegasjóðs á þessu ári einungis samykkt með bráðabirgða- vegáætlun. Alþingi hefur einungis haft þingsályktunartillöguna um vegáætlun til meðleröar i rUma viku, samtimis þvi að rikt hafa á Alþingi meiri annir vegna fyrirhugaðra þingslita en áður hefur þekkst. Er þvi ljóst, aö ekkert svigrúm er til að ráða Iram Ur vandamálum Vega- sjóðs á þessum fáu dögum. Afgreiðsla vegáætlunar er eitt hinna mikilverðustu mála þingsins. Verður þvi mjög að átelja hvernig hæstv. rikisstj. hefur staðið að afgreiðslu þessa máls eftir að stefna hennar i efnahagsmálum hefur komið Vegasjóði i algert þrot. Eftir tveggja ára for- ystu Sjálfstæöisflokks- ins Eftir tveggja ára stjórnarsetu hægri stjórnar undir forustu Sjálfstæðisflokksins blasir við i vegamálum æði ólík mynd þeirri, sem Sjálfstæðisflokkur- inn gaf fyrirheit um. áður en hann tók við stjórnarforustunni. Þá tiSdu forustumenn flokksins sjálfsagt að stórauka framlag rikissjóðs til vegamála af þeim tekjum, sem hann hefur af um- ferðinni i landinu. Slik úrræð' til að efla hag Vegasjóðs heyrast ekki úr þeim herbUöum nú, enda hafa stjórnarflokkarnir ekki ' siður komið rikissjóði i þrot en Vegasjóði, þrátt fyrir síhækk- andi tekjur rikissjóðs af um- ferðinni. Þess má geta, að samtimis Geir Gunnarsson þvi að ríkissjóður greiöir 1556 millj. kr. á árinu 1976 i afborg- anir, vexti og beint framlag vegna Vegasjóðs, nema tekjur i rikissjóö af tollum og söluskatti af bifreiðum og bensini 4200 millj. kr. Söluskattstekjur rikissjóðs af bensini og bifreiðum eru áætlaðar 1900 millj. kr. i ár og nema nærri jafnhárri upphæð og variö er til allra nýrra vega- lramkvæmda. Hafa söluskatts- tekjur ri"kissjóðs af af bensini og bifreiöum þá hækkað um nær 500 millj. kr. frá árinu 1975 á sama tima og raungildi vega- framkvæmda lækkar um fjórð- ung. Eftir tveggja ára forustu Sjálfstæðisflokksins i rikisfjár- málum er hag rikissjóðs hins- vegar svo komið, þrátt fyrir si- aukna skattheimtu, að þaöan er engrar aðstoðar að vænta fyrir Vegasjóð. Má i þvi sambandi geta þess, að samkv. nýjustu opinberum upplýsingum um skuldir rikusjóðs og rikisstofn- ana við Seðlabankann hafa þær enn aukist i mars sl. um 1218 millj. kr. Vegna þess hvernig hæstv. rikisstjórn hefur leikið Vegasjóð og rikissjóð verður ekki á svo örskömmu tima sem gefinn er til afgreiðslu vegáætlunar spomað við þvi, að stjórnar- flokkarnir afgreiði málefni Vegasjóðs með þeim einstæða hætti sem þeir stefna að. Til þessa hefur jafnan við af- greiðslu vegáætlunar tekist að ná samstöðu þingmanna stjórnar og stjórnarandstöðu um heildarafgreiðslu málsins. Minni hl. fjvn. telur hins vegar, aö vegna þess, hversu seint þingsályktunartillagan um vegáætlun er lögð fram að þessu sinni og hvernig að undirbúningi og afgreiðslu hefur verið staðið, sé honum ókleift að afgreiða vegáætlun á þann hátt sem meiri hl. fjvn. hefur nú á- kveðiö. Friðrik féll á Framhald af bls. 3. hafði peð á c5 og d5 sem ollu báðum erfiðleikum. Peðin gátu hugsanlega verið sterk fyrir svartan en einnig veik þvi i rauninni gat Browne leikið hvorugu peðinu fram án þess að missa annað. Báöir keppendur notuðu mikinn tima i miðtafið sem siðan varð Friðriki að falli. Staða hans var talin áberandi betri eftir 25 leiki en siðustu 10 leikina léku þeir á tæplega einni minútu þvi hvor um sig hafði aðeins hálfa minútu til umráða. Allt getur gerst i sliku kapp- hlaupi en engum dylst þó að lokastaðan var mjög vænleg til sigurs fyrir Friðrik. Friðrik sagðist hafa verið óá- nægður með 25. leik sinn, Hb3, en eftir að honum tókst að leika e4 i 26. leik sagðist hann hafa fengið betri stööu á ný og haldið henni „fram i rauðan dauðann” ef svo má segja. Með þeim leik má segja að timahrakið hafi byrjað og eftir það er erfitt að dæma um góða leiki eða slæma, það eina sem gilti var að leika einhverju án þess að gera herfi- leg mistök. Ilvitt: F'riörik Svart: Browne 1. d4 — Rf6. 2. c4 — e6. 3. Rf3 — b6. 4. a4 — Bb7 5. Rc3 — d5. 6. cxd5 — exdS. 7. Bg5 — Be7. 8. e3 — 0-0. 9. Be2 — Rbd7. 10. 0-0 — Re4. 11. Bxe7 — Dxe7. 12. Hcl — Hfd8. 13. Da4 — c5. 14. Hfdl —a6. 15. dxc5 — Rxc3. 16. Hxc3 — Bxc5. 17. Bfl —Rf6. 18. Dh4 — h6. 19. h3 — a5. 20. Rh2 — Dd6. 21. Hb3 — Bc6. 22. Hbd3 — Hab8. 23. Hd2 — Hb6. 24. Rg4 — Rxg4. 25. Dxg4 — Df6. 26. e4 — d4. 27. Hcl — De7. 28. Df5 — Bxe4. 29. Dxc5 — Df6. 30. Dxa5 — Hbd6. 31. Hel — Df4. 32. Hde2 — f5. 33. Dd2 — Dh4. 34. f3 — d3. 35. He3 tíma — Hc6. 36. fxe4 — Hc2 og hvitur er fallinn á tima. 1 skák Timmans og Karpofs var ekki siður barist. Karpof lék nimsóindverska vörn, Timman svaraði með leikjaröð sem hann notar mjög oft og er hrifinn af. Karpof brá siðan út af venjunni meö 11.... c4 sem er nýr og áður óþekktur leikur sem hann hefur vafalaust verið búinn að hugsa upp fyrirfram. Eftir það lék Timman að miklu öryggi og ná- kvæmni, með beittri ógnun og skemmtilegri hugsun, sem leiddi af sér leiki sem fæstir áttu von á. Afleiðíngin varð sú að i miðtaflinu átti hann betri stöðu og vinningslikur voru jafnvel taldar fyrir hvftan. Með 35. leik — d5 — nær Timman að skapa mjög skemmtilegt endatafl með hrók og riddara gegn hrók og biskup hjá Karpof. Hvitur gat teflt til vinnings ef hann vildi en svartur varð að tefla upp á jafn- tefli eingöngu að draga alla sina menn i vörn. t þessari stööu tefldi Karpof og ómældu öryggi eins og við mátti búast og undir lokin var ekki um neitt annað að ræða fyrir Timman en að hætta baráttunni og semja um jafn- tefli við heimsmeistarann. Skák Timmans og Karpofs gekk þannig fyrir sig: Ilvitt: Timman Svart: Karpof 1. d4 — Rf6. 2. C4 — e6. 3. Rc3 — Bb4. 4. Bg5 — c5. 5. d5 — d6. 6. e3 — exd5. 7. cxd5 — Rbd7. 8. Bd3 — Da5. 9. Rge2 — Rxd5. 10. 0-0 — Bxc3. 11. Bxc3 — C4. 12. Bf5 — f6. 13. Rd4 — Re7. 14. Bxd7! — Bxd7. 15. Bf4 — 0-0. 16. Bxd6 — Hf8. 17. Hbl — b6. 18. Bxe7 — Hxe7. 19. Rb5 — Hc8. 20. Rd6 — Hc7. 21. Hb4 — Be6. 22. Df3 — Dd5. 23. Dxd5 — Bxd5. 24. Hdl — Be6. 25. Hd4 — Hed7. 26. f3 — Kf8. 27. Rb5 — Hc5. 28. a4 — a6. 29. Ra3 — Hxd4. 30. exd4 — Hc6. 31. Rc2 — a5. 32. Hb2 — Ke7. 33. d5 — Bxd5. 34. Rd4 — Hc5. 35. Hxb6 — h5. 36. Kf2 — Kd7. 37. h4 — Kc7. 38. He6 — Kd7. 39. Hb6 — Kc7. 40. He6 — Kd7. 41. Ha6 — Bb7. 42. Hb6 — Kc7. 43. He6 — Kg7. 44. Hb6 — Kc7. 45. He6 jafntefli. Á morgun er fri vegna þess að engar skákir hafa far- ið i bið i siðustu umferðum en lokaumferðin verður tefld á föstudaginn. FÍA ekki ASÍ Litt skiljanlegur ruglingur komstinn ifréttáforsiðu blaðsins i gær, þar sem sagði frá Vængja- málinu, en þar var frá þvi skýrt, að ASÍ hefði boðað til verkfalls. Eins og gefur auga leið var það ekki ASl, sem til verkfallsins boð- aði heldur FIA. ASÍ hefur hins vegar samþykkt að styðja aðgerðir þær, sem til verður gripið. Skipuð hefur verið samstarfs- nefnd um aðgerðir. Verkfallsboð- un FÍA kemur til framkvæmda 26. mai. —úþ

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.