Þjóðviljinn - 20.05.1976, Side 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 20. mai 1976
ÍITBOÐ
Tilboö óskast i straumspenna fyrir kWh mæla fyrir Raf-
magnsveitu Reykjavikur.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuveg 3
Tilboðin verða opnuð á sama stað, föstudaginn 18. júni
1976, kl. 11.00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN R£YKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 —j Sími 25800
Aðvörun
um stöðvun atvinnurekstrar
vegna vanskila á söluskatti
Samkvæmt kröfu tollstjórans i Reykjavik
og heimild i lögum nr. 10,22. marz 1960,
verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja
hér i umdæminu, sem enn skulda sölu-
skatt fyrir janúar, febrúar og marz 1976,
og nýálagðan söluskatt frá fyrri tima,
stöðvaður, þar til þau hafa gert full skil á
hinum vangreiddu gjöldum, ásamt áfölln-
uní dráttarvöxtum og kostnaði. Þeir sem
vilja komast hjá stöðvun, verða að gera
full skil nú þegar til tollstjóraskrifstofunn-
ar við Tryggvagötu.
Lögreglustjórinn i Reykjavik,
17. mai 1976.
Sigurjón Sigurðsson.
Fulltrúastaða í
utanrí kisþ j ónustunni
Staða fulltrúa i utanrikisþjónustunni er
laus til umsóknar. Laun samkvæmt
launakerfi starfsmanna rikisins.
Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt-'
un og fyrri störf sendist utanrikisráðu-
neytinu Hverfisgötu 115, Reykjavik, fyrir
9. júni 1976. Staðan verður veitt frá og með
1. júli 1976.
Utanrikisráðuneytið
Reykjavik, 17. mai 1976.
-------------- -----------------------^
Sovéskar bækur
og tímarit
(á ensku), hljómplötur og nótur. Opið frá
kl. 10—12 og 14—18 föstudaga til kl. 19,
laugardaga kl. 10—12.
ERLEND HMARIT
Hverfisgötu 50 v/Vatnsstig 2. hæð.
^ff^Blómabúðin MÍRA
Suðurveri við Stigahiið 45—47, simi 82430
Miðbæ við Háaleitisbraut simi 83590
Blóm og gjafavörur i úrvali
Auglýsingasiminn er
17-500
r
WÐVIUINN
Edduhóteliö á Skógum undir Eyjafjöllum
Tíu Edduhótel á
níu stöðum í sumar
Nýtt hótel starfrœkt i heimavist
*
Menntaskólans á Isafirði
Um hvítasunnuhelgina tekur fyrsta Eddu-hótelið til
starfa, þ.e. hóteliðað Kirkiubæiarklaustri, en síðan opna
þau eitt af öðru um og upp úr miðjum júnímánuði og
starfa síðan þar til í lok ágúst. Tíu Eddu-hótel verða
starfrækt i sumar og bætist eitt nú við í heimavist
Menntaskólans á Isafirði. Verður það opið til 25. ágúst.
Þegar er búið að taka við pöntunum á verulegum hluta
þess hótelrýmis, sem fyrir hendi er og þvier nauðsynlegt
fyrir innlenda ferðamenn að fara að hugsa fyrir sumar-
leyfisferðum sínum um landið, ef þeir ætla að færa sér i
nyt þjónustu Eddu-hótelanna.
Sértilboð HÓTEL EDDU
sumarið 1976
Siðastliðið sumar tóku EDDU-
hötelin upp þá nybreytni að
veita afslátt þeim, er pöntuðu og
greiddu fyrirfram fyrir 7 nátta
gistingu, og varð þetta mjög
vinsælt. Nokkur hundruð manns
notfærðu sér þetta tilboð, vel-
flestir til að fara hringinn kring-
um landið. Nú i sumar vilja
EDDU-hótelin fremur stuðla að
þvi, að menn skoði betur
einstaka landshluta, og auglýsa
því nýtt sértilboð HÖTEL
EDDU fyrir sumarið 1976: —
Veittur er 30% afsláttur af gist-
ingu og morgunverði, þeim er
dvelja samfleytt i 3 nætur eða
lengur á sama hóteli, og þeir
hinir sömu fá þá einnig 15%
afslátt af öllum mat i veitinga-
sölum, meðan þeir dveljast á
hótelunum. Kostar þá gisting i 3
næstur l tveggja manna her
bergi ásamt morgunverði kr.
4.500 á mann, en t.d. i 7 nætur
kr. 10.500 á mann. Gisting i Hús-
mæðraskólanum að Laugar-
vatni er nokkru dýrari, enda öll
herbergi þar með sérsnyrtingu
og steypubaði.
Börn fá afslátt af þessu sér-
verði eftir sömu reglum og gilda
um barna-afslátt af almennu
verðlagi á EDDU-hótelum.
Til þess að geta notiö þessara
kjara verða menn að panta og
greiða fyrirfram fyrir gistingu
og morgunverð. Móttaka pant-
ana hefst 10. mai, en sértilboð
þetta stendur til 10. júni eða
meðan hótelrými er fyrir hendi.
Allar nánari upplýsingar eru
veittar i afgreiðslu Ferðaskrif-
stofu rikisins að Reykjanes-
braut 6 eða i simum skrifstof-
unnar.
Almennt um EDDU-hótel
Á EDDU-hótelunum munu i
sumar eins og endranær fást
allar algengar veitingar, að
undanskildum hótelunum að
Reykjum og á Akureyri, en þar
er aðeins veittur morgunverður
og kvö'ldkaffi. Herbergi eru alls-
staðar björt og vistleg, setustof-
ur (oft búnar sjónvarpi) eru til
afnota fyrir hótelgesti og sund-
laugar ýmist á staðnum eða i
næsta nágrenni. 1 Húsmæðra-
skólanum að Laugarvatni fylgir
bað hverju herbergi auk þess
sem sauna er i húsinu, en ann-
arsstaðar er handlaug með
heitu og köldu vatni i hverju
herbergi. Verð á gistingu er
allsstaðar hið sama, eða kr.
3.200 á nóttu fyrir tveggja
manna herbergi, en kr. 2.450
fyrir eins manns herbergi án
baðs. Morgunverður kostar kr.
550. Þó kostar gisting i Hús-
mæðraskölanum á Laugarvatni
kr. 5.500 fyrir tveggja manna
herbergi og kr. 4.200 fyrir eins
manns herbergi með baði.
Nýtt EDDU-HÓTEL
Nýtt hötel bætist i sumar i
flokk EDDU-hötela, en þann 16.
júni n.k. tekur til starfa
EDDU-hbtel í heimsvist
Menntaskólans á Isafirði og
verður opið til 25. ágtist. Með þvi
er stórbætt aðstaða ferðafólks
til að kynnast hinni stórbrotnu
náttUrufegurð Vestfjarðanna,
en oft á tiöum hefur veriö erfitt,
að sumarlagi, að fá inni á þeim
fáu hótelum, sem starfrækt eru
á Vestfjarðakjálkanum.
EDDU-hótelin eru þá samtals
orðin 10 talsins á 9 stööum á
landinu og fara hér eftir helstu
upplýsingar um hvert þeirra:
Hótel EDDA,
Reykholti i Borgarfiröi — opið
13. jUni — 25. ágUst. Simí um
Reykholt (02). Hótelstjóri verð-
ur Vilhjalmur Einarsson. I
hótelinu eru 64herbergi með 128
rUmum ennfremur svefhpoka-
pláss i skólastofum fyrir 30—40
manns.
Hótel EDDA
Isafirði — opið 16. jUni — 25.
ágUst. Simi: 94-3876. Hótelstjóri
verður Sóley Ingólfsdóttir. I
hótelinu eru 38 herbergi með 70
rUmum. Svefnpokapláss er ekk-
ert fyrir hendi.
Hótel EDDA,
Reykjum i Hrútafirði — opið 25.
júni — 25. ágúst. Simi um Brú
(95-1111). Hótelstjóri verður
Aðalbjörg ólafsdóttir. I hótelinu
eru 34 herbergi með 68 rúmum,
auk þess svefnpokapláss fyrir
40—50 manns i skólastofum og
herbergjum án handlauga.
Aðeins framreiddur morgun-
verður og kvöldkaffi.
Hótel EDDA,
Húnavöllum við Reykjabraut
(Svinadal) — opið 18. júni — 25.
ágúst. Simi: 95-4370. Hótelstjóri
verður Helga Helgadóttir. í
hótelinu eru 23 herbergi með 46
rúmum, ennfremur svefnpoka-
pláss i skólastofu fyrir 40—50
manns.
Hótel EDDA,
Akureyri — opið 18. júni — 31.
ágúst. Simi: 96-11055. Hótel-
stjóri verður Rafn Kjartansson.
i hótelinu eru 48 herbergi með 95
rúmum. Aðeins framreiddur
morgunverður og kvöldkaffi.
Hótel EDDA,
Eiðum i Hjaltastaðaþinghá —
opið 22. júni — 25.ágúst. Simi um
Eiða (02). Hótelstjóri verður
Jón Grétar Kjartansson. í hótel-
inu eru 47 herbergi með 105
rúmum og að auki svefnpoka-
pláss i skólastofum fyrir 30—40
manns.
Hótel EDDA,
Kirkjubæjarklaustri — opið 5.
júni — 31. ágúst. Simi: 99-7026.
Hótelstjóri verður Margrét
isleifsdóttir. i hótelinu eru 18
herbergi með 34 rúmum, enn-
fremur svefnpokapláss i skóla-
stofum fyrir 30—40 manns.
Hótel EDDA,
Skógum undir Eyjafjöllum —
opið 13. júni — 25. ágúst. Simi
um Skarðshlið (02) og um
Hvolsvöll (99-5111). Hótelstjóri
verður Áslaug Alfreðsdóttir. i
hótelinu eru 32 herbergi með 69
rúmum, og að auki svefnpoka-
pláss i skólastofum.
Hótel EDDA,
Laugarvatni (Menntaskólan-
um) — opið 17. júni — 31. ágúst.
Simi: 99-6118. Hótelstjóri verður
Erna Þórarinsdóttir. 1 hótelinu
eru 88herbergi með 138 rúmum,
en að auki er svefnpokapláss i
skólastofum.
Hótel EDDA,
Laugarvatn (Húsmæðraskólan-
um) —opið 15. júni — 31. ágúst.
Simi: 99-6154. Hótelstjóri verður
Huld H. Goethe. í hótelinu eru 27
herbergi með 54 rúmum. Svefn-
pokapláss er ekkert. Bað fylgir
hverju herbergi og i hótelinu er
einnig sauna-bað fyrir hótel-
gesti.