Þjóðviljinn - 25.05.1976, Síða 7

Þjóðviljinn - 25.05.1976, Síða 7
Þriðjudagur 25. mai 1976. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Laugardagurinn 15. mai skapaði nýjan baráttuvilja i hugum herstöðvaandstæðinga um allt land. Þúsundir göngu- manna, fjöldi hvatningar- skeyta, hinn einbeitti vilji og einarður samhugur þátttakenda — allt þetta veitti aðgerðum dagsins sérstakan kraft. Næstu daga sýndu umræður i blöðum og manna á meðal að Keflavikurgangan hafði mark- að skýr timamót. Hún hafði ýmis einkenni sem veittu henni sérstöðu. Hún sýndi mikilvægi samtengingar einstakra sjálf- stæðismála. Þegar hersetan er skoðuð i samhengi við land- helgismálið opnast augu þús- undanna. Verði baráttunni gegn erlendum auðhringum og fyrir efnahagslegu sjálfstæði bætt við Viðtæk samstaða þennan sól- bjarta dag veitti skuggaöflum VL-herleiðingarinnar og bón- bjargamönnum Bandarikjanna með undirskriftapappirana verðuga hirtingu. 1 stað þjón- ustu við erlenda drottnara var kominn öflugur siðferðisþróttur endurnýjaðrar baráttu. 3. Samstaða i stað sérhyggju. Hinn glæsilegi árangur Kefla- vikurgöngunnar sýnir flokkum og samtökum vinstri manna mikilvægi samstöðunnar. Sé heilshugar og heiðarlega unnið að sameiginlegum markmiðum verður uppskeran meiri. Þenn- an lærdóm verður að varðveita. Annarleg sjónarmið og sér- skoðanir einstakra manna mega ekki rjúfa samstöðu hinn- landhelgismálinu og gegn sainningum við erlend riki sem farið hafa ránshendi um miðin. Barátta fyrir varðveislu fiski- stofna og algerum rétti is- lendinga. III. Barátta fyrir efnahags- legu sjálfstæði og gegn þeirri stjórnarstefnu sem gerir þjóð- ina sifellt háðari erlendum fjármálastofnunum. Skuldir is- lendinga erlendis fjötra þjóðina við útlendar valdastofnanir sem hiiðhollar eru herstöðvakerfi Bandarikjanna. IV. Barátta gegn auknum áhrifum erlendra auðhringa i efnahagslifi landsins. Umsvif útlendra auðfélaga í islensku at- vinnulifi cru að verða jafnmikil og þegar framkvæmdir hersins Keflavikurgangan Keflavíkurgangan og hin samræmda sjálfstæöisbarátta dagskrá umræðunnar öðlast röksemdafærslan enn viðtækari sannfæringarmátt. Sé samhengi i umræðunni um þessi sjálf- stæðismál og baráttan sam- ræmd opnast nýjar leiðir að huga þjóðarinnar. Einkenni göngunnar Keflavikurgangan bar að þessu sinni ýmis: einkenni sem vert er að veita sérstaka at- hygli. Þau verður að hafa i huga þegar ákveða skal næstu skref baráttunnar og framtiðarskipu- lag aðgerða. Að þessu sinni er bent sérstaklega á átta ein- kenni: 1. Ný baráttukynslóð. Kefla- vikurgangan var glæsileg vilja- yfirlýsing nýrrar kynslóðar. Þúsundum saman setti ungt fólk meginsvip á aðgerðir dagsins. Sú kynslóð sem fæddist eftir komu hersins 1951 tók nú i fyrsta sinn þátt i Keflavikurgöngu. Þátttaka unga fólksins og bar- áttuvilji þess var mikilvægasta einkenni þessa eftirminnilega dags. Þrátt fyrir allar tilraunir til að hernema huga og sál þjóðarinnar stigur hin nýja kyn- slóð fram og birtir kröftugustu andstöðuyfirlýsingu um árarað- ir. Sá viðburður vekur ekki að- eins vonir heldur vissu um sigur málstaðarins. Fjölmenni unga fólksins knýr baráttumenn fyrri ára til áframhaldandi og öflugri aðgerða. 2. Siðferðileg endurreisn. Hin mikla þátttaka og hinn baráttu- glaði samhugur sem einkenndu atburði dagsins, allt frá þúsund manna fundinum við vallarhlið- ið i morgunsárið og til fjölda- samkomunnar á Lækjartorgi siðla kvölds, veittu málstað her- stöðvaandstæðinga nýjan sið- ferðilegan þrótt. Hneisunni af VL-undirskriftunum var eytt i eitt skipti fyrir öll. Það var á ný hægt að bera höfuðið hátt. Við- tökur göngunnar sýndu að stór hluti þjóðarinnar hafði þráð slika siðferðilega endurreisn. ar breiðu heildar. Það verður bæði að sýna umburðarlyndi gagnvart fjölþættri röksemda- færslu og vera á verði gegn til- raunum til að draga úr mikil- vægum stefnuliðum til þess eins að þóknast fámennum sérhóp- um. Hinu þjóðlega eðli barátt- unnar gegn erlendum herstöð- um má ekki fórna á altari hug- myndafræðilegrar skynvillu sem klæðist gervi alþjóðahyggj- unnar. Island úr nató — herinn burt er fyrst og fremst sjálf- stæðiskrafa. Hún var lykillinn að fjöldaþátttökunni 15. mai. 4. Áberandi fjarvera. Þótt Keflavikurgangan væri helsta fjöldaaðgerð islenskra vinstri manna á undanförnum árum var áberandi að áhrifamenn úr Framsóknarflokki og Alþýðu- flokki voru algerlega fjarver- andi. Enginn maður sem gegnir trúnaðarstöðu i þessum flokk- um sást taka þátt i göngunni frá Keflavikurflugvelli til Hafnar- fjarðar. Þessi fjarvera þeirra i aðalgöngunni er mikilvæg stað- reynd. Hún sýnir stuðningsfólki þessara flokka sem er i and- stöðu við hernámið að það getur ekki vænst neins liðsinnis frá ráðaöflum i þeim. Einlægir her- stöðvaandstæðingar sem enn eru fylgisinenn Framsóknar- flokksins og Alþýðuflokksins verða þvi að fylgja fordæmi margra annarra vinstri manna og hasla baráttu sinni annan völl. Alþýðubandalagið er eini stjórnmálaflokkurinn i landinu sem sannir herstöðvaand- stæðingar geta vænst einhvers af. Hin algera fjarvera fram- sóknarforkólfa og kratabrodda er staðreynd sem ekki mun gleymast. 5. Máttleysi fjandmanna- flokks. Þessi Keflavikurganga er hin fyrsta sem ekki mætir að- kasti, árásum og skammaryrö- um frá andstæðingum. Götu- sveitir Heimdallar reyndust gufaðar upp, ummæli Morgun- blaðsins voru fyrst vandræðaleg en breyttust siðan i taugaslapp- an grýlusöng um rússa. Sóknar- kraftur þessarar göngu braut á bak aftur fjandmannaflokk fyrriára. Keflavikurgangan var nánast slik baráttuhátið fólksins að enginn lagði nú til atlögu eða varpaði fram hnjóðsyrðum. Hin hjáróma kvörtun svarthöfða- skáldsins i Visi yfir rauðum fán- um var táknræn fyrir vanmátt ihaldsaflanna. 6. Alþjóðleg athygli. Kefla- vikurgangan vakti nú mun meiri athygli á alþjóðavett- vangi en áður hefur gerst. Sú at- hygli sýnir i senn mikilvægi að- gerðanna og skapar tengsl við hliðstæðar hreyfingar annars staðar. Hún sýnir að framlag is- lendinga til hinnar alþjóðlegu baráttu fyrir frelsi og sjálfstæði og gegn hermætti er vissulega lóð á vogarskál átakanna milli heimsyfirráðastefnu stórveld- anna og þjóðfrelsisbaráttu hinna nýfrjálsu rikja. Hún sýnir að aðgerðir islenskra her- stöðvaandstæðinga eru natólið- inu viða um lönd áminning um að heimsmynd þess á i vök að verjast. 7. Viövörun til rikisstjórnar. Keflavikurgangan skapaði mik- ið irafár i röðum rikisstjórnar- innar. Leiðaraskrif Morgun- blaösins og Timans sýndu hvilik áhrif hún haföi á hugarástand ritstjóranna. Og utanrikisráð- herrann taldi sig tilknúinn að rekja raunir sinar vegna hennar við lagsbræður sina á nató- fundunum i Osló. Hin mikla þátttaka var viðvörun sem beint var að undanlátssemi við erlent vald og til rikisstjórnar sem hefur beitt sér fyrir auknum herframkvæmdum og nýjum auðhringssamningi og hefur orðið ber að sifelldum svikum i landhelgismálinu. Keflavikur- gangan var kröftug aðgerð vökullar stjórnarandstöðu. 8. Samtenging sjálfstæöis- mála. Keflavikurgangan sýndi hve mikilvæg samtenging her- stöðvamálsins við önnur sjálf- stæðismál er fyrir árangur bar- áttunnar. Landhelgismálið hef- ur gert hið viðtæka og raun- verulega eðli hersetunnar og natóaðiidar augljóst öllum al- menningi. Þessi staðreynd leið- ir hugann að nauðsyn sam- ræmdrar baráttu fyrir mikil- vægustu sjálfstæðismálum þjóðarinnar. Sett i samhengi verða þau auðskildari öllum landsmönnum. Það er brýnasta verkefni herstöðvaandstæðinga i næstu framtið að finna starf- semi sinni form sem auðveidar samræmda sjálfstæðisbaráttu og sýnir samhengið i þeirri stefnu sem felur i sér andstöðu við herstöðvar og natóaðild, varðveislu réttinda i landhelgis- máli, baráttu fyrir efnahags- legu sjálfstæði og gegn erlend- um auðhringum. Fjögur sjálfstæðismál Þegar herstöðvaandstæðing- ar skipuleggja næstu aðgerðir er nauðsynlegt að gaumgæfa hvernig tengja skal saman i starfi og stefnutúlkun fjögur mikilvæg mál sem öll snerta rætur islensks sjálfstæðis. Aldrei fyrr i sögu lýðveldisins hefur þjóðin þurft að heyja svo viðtæka baráttu fyrir sjálfstæði sinu. Þessi sjálfstæðismál eru svo samtengd að ósigur i einu þeirra ónýtir sigra i öllum hin- um. Þvi verður að berjast jafnt á öllum vigstöðvum. Það veröur að tryggja með samræmdum aðgerðum að hið eðlilega sam- hengi þessara mála verði ljóst sem flestum landsmönnum. Þau fjögur sjálfstæðismál sem herstöðvaandstæðingar verða þannig að taka til meðferðar i næstu framtið eru: I. Barátta gegn herstöövum og aðild að nató á þeim stefnu- grundvelli 'sem vcrið hefur aðalsmcrki hreyfinga her- stöðvaandstæðinga siðan 1951. II. Barátta fyrir fullum sigri i voru I mcstum blóma. Saman skapa lierinn og auðhringarnir öflugt erlent atvinnurekenda- vald á tslandi. Þessi fjögur stefnumál mynda samtengda heild. Umræða um eitt þeirra er lykill að út skýringum á eðli hinna. Afstaða natóforystunnar og Bandarikj anna i landhelgismálinu sýnir að herstöðin hér er einungis hlekkur i vanarkeðju stórveldis ins. Erlendir skuldabaggar gera þjóðina æ háðari gjaldeyristekj um af hernum og knýja hana til aö krjúpa fyrir bankastofnun- um natóveidannna. Samstaða erlendra auðhringa og her- stöðva gegn frelsisöflum aðseturslandi er alþekkt úr sjálfstæðisbaráttu fjölmagra þjóða. Samenging stefnu og skipulags Hinn glæsilegi árangur Kefla vikurgöngunnar sýnir her stöðvaandstæðingum hve mikil vægt er að veita baráttunni viðtækt stefnuinntak. I umræðu um framtiðarskipulag er þvi nauðsynlegt að leita að formi sem tryggir samtengingu fjöl- þættrar sjálfstæðisstefnu og einstakra aðgerða. Herstöðin og nátóaðildin eru aðeins einn fjöt ur. Það er ekki nóg að leysa hann einan. Það verður að rjúfa hina lika. Hernám, svik i landhelgis máli, skuldabaggi við útlönd erlendir auðhringar — allt þetta ógnar sjálfstæði islenskrar þjóðar. Barátta herstöðvaand stæðinga verður að taka til allra þessara sjálfstæðismála. Slikur stefnugrundvöllur og skipulag samræmi við hann er vænleg asta leiðin til árangurs. Þegar samtök herstöðvaandstæðinga eru orðin sjálfstæðishreyfing is lendinga er sigurinn unninn. — A.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.