Þjóðviljinn - 25.05.1976, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 25. mal 1976.
Hringbrautin veröur færö
Ekki var einhugur um það i
borgarstjórn að færa til Hring-
brautina og setja hana niður I
Vatnsmýri. Sjálfstæðismenn
samþykktu þann tilflutning,
sósialistar og framsóknarmenn
vildu láta hana vera þar sem
hún nú er komin.
Mun þvl að þvi koma að
Hringbrautin verði færð úr stað
og mun hún liggja um hlaöið á
Umferðam iðstöðinni. Með
þessu stækkar byggingarsvæði
Landsspitalans verulega, og
eins og sést af myndinni sem
—eik tók af likani fyrirhugaðra
bygginga á lóðinni verða þær
engin smásmíði.
Stefnt er að þvl, að fram-
kvæmdum ljúki á árunum 1979
og 1980.
Brotalinan á myndinni sýnir
Hringbrautina eins og hún er nú
og sést vel, að byggingar Land-
spltalans munu standa sitt
hvoru megin við það svæði, sem
hún liggur um. —úþ
Síídveiðarnar fyrir Suðurlandi:
Nú verður aflinn
gerður upptækur
Veiði skipin meira en kvóti þeirra leyfir — 16 bátar
voru kœrðir i fyrra og eru mál þeirra fyrir dómi
Eins og menn eflaust muna
voru nokkur brögð að þvi að sum
þeirra skipa sem leyfi fengu til
sildveiða fyrir Suðurlandi sl.
haust veiddu meira en kvóti sá er
þeim var úthlutaður leyfði. Að
sögn Þórðar Ásgeirssonar skrif-
stofustjóra i sjávarútvegsráðu-
neytinu voru alls 16 skip kærð i
fyrrá og eru mál þeirra nú fyrir
dómi, en hann sagðist ekki vita til
að neinu þeirra væri enn lokið.
Næsta haust, þegar búist er við
að leyft verði að veiða 15 þúsund
lestir af sild fyrir Suðurlandi, i
stað 12 þúsund lesta i fyrra verða
viöurlög við brotum sem þessum
mun harðari. Samkvæmt lögum
sem alþingi samþykkti nýlega um
ólöglegan afla og fleira, er gert
ráð fyrir þvi, að ólöglegur afli
verði gerður upptækur.
Sagði Þórður Asgeirsson að
.þessum nýju lögum yrði beitt að
fullu i haust þegar sildveiðarnar
hefjast, fari eitthvert skipið yfir
þann kvóta sem þvi verður út-
hlutaö.
Ráðuneytið hefur enn ekki á-
kveðið hve mikið magn verður
leyft að veiða i haust, talan 15
þúsund lestir er tillaga Hafrann-
sóknarstofnunarinnar og þvi hef-
ur heldur ekki verið ákveðið hve
mörg skip fá leyfi til veiðanna að
sögn Þórðar.
—S.dór
Breytingar á lífeyris-
greiðslu á næsta leiti
í kjarasamningum ASl og
vinnuveitenda i vetur er leið var
samið um ákveðnar breytingar I
sambandi viö greiðslur til líf-
eyrisþega, en þar sem lagabreyt-
ingu þurfti til fór máliö til alþing-
is þar sem lagabreyting þessu
viðkomandi var samþykkt og
sagði Karl Benediktsson, hjá lif-
eyrissjóði Dagsbrúnar og Fram-
sóknar að hann byggist við að
þetta nýja fyrirkomulag tæki
gildi alveg næstu daga.
Aðal-breytingin er fólgin i þvi
að i stað þess að miða laun lif-
eyrisþega við meðaltal launa sið-
ustu 5 árin verður miðað viö laun
1. og 7. hvers mánaðar árlega.
Þar með á að vera tryggt að þess-
ar greiðslur haldi i viö verðbólg-
una.
Sagði Karl að hjá lifeyrissjóði
Dagsbrúnar, svo dæmi væri tekiö,
hefði verið fariö þannig að að 2.
taxti félagsins hefði verið notaður
og laun siöustu 60 mánaða tekin
og deilt i með 60 og þannig heföi
verið fundið út hvaða viðmunar-
tölu ætti að nota en lifeyrisþegar
fá ákveðna prósentutölu af þessu
meðaltalskaupi. Nú verður hins-
vegar miðað vib hve hátt kaup
var greitt samkvæmt 2. taxta
Dagsbrúnar 1. jan. sl. og greitt
eftir þvi fram til 1. júli en þá fer
fram endurskoöun, hafi laun
hækkað á timabilinu og greitt
samkvæmt þvi til 1. jan. 1977.
—S.dór
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöfða 4 - Sími 81960