Þjóðviljinn - 30.05.1976, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 30.05.1976, Blaðsíða 20
utan þetta er frábær aðstaöa til viðgerða á bókum, kortum og öðrum gögnum sem þarna hvila. Stór vinnuborö — margir fer- metrar — fyrir kort og herbergin svo stór að minnir á flugskýli. Að lokum Ég spyr Hilmar hvað biði hans að námi loknu. Hann segist ekki vita það glöggt, en allténd fari hann aftur heim til tslands. Hann fór út i námið án þess að hafa nokkra tryggingu fyrir að geta notað þessa menntun þegar heim kæmi, en vitaskuld vonast hann til að geta unnið þar sem brýn þörf er á kröftum hans. — Hvað er námið langt? — Það hefur enga ákveðna lengd. Það er enginn „skóli” til i þessu fagi og eina leiðin að læra það er hjá fagmönnum sem stunda það. Fyrst ætlaöi ég að vera eitt ár, en þar sem mér likar vel hér og forráðamönnum safns- ins likar nógu vel við mig til að bjóða mér áframhaldandi vinnu eftir að umsömdu námsári er lok- ið, þá verð ég að minnsta kosti eitt ár i viðbót. Lika hefur verið séð um að ég fái að sækja alla mögulega fyrirlestra um efnið og fara i kynnisferðir. Eins og ég sagði áðan verður maður aldrei fullnuma i þessu og þvi hef ég gott af viðbótarþjálfun og meiri kynn- um af minu fagi á öðrum söfnum i Sviþjóð. Það mun koma sér vel þegar heim kemur og ég verð að treysta á sjálfan mig. íslendingur lærir bókaviðgerðir á Konunglega bókasafninu í Stokkhólmi Hilmar Einarsson úti fyrir Konunglega bókasafninu I Stokkhóimi. ing fæst viö vinnu Hilmar Einarsson leggur stund á viðgerðir gamaila bóka i Konungiega bókasafninu i Stokk- hólmi. Lárus Ýmir óskarsson tók meðfylgjandi viðtal við Hilmar og sendi Þjóðviljanum. Uppi á annari hæð Konunglega bókasafnsins (KB) i Stokkhólmi stendur islendingur einn alla virka daga og lærir um útviði bóka. Það er ekki nýtt að islenskt fólk auki fróðieik sinn á þessu ágæta safni, en alla jafna hefur það gerst i sitjandi stellingú og af innmeti bókanna. Maðurinn heitir Hilmar Einarsson. Hann er bókbindari að mennt. Ég er raunar einn þeirra, sem meira hef fengist við innihald bóka en umbúnað, en þó þótti mér forvitnilegir hagir Hilmars og átti þvi við hann það viðtal, sem hér fer á eftir. Fyrst bið ég Hilmar að gera i stuttu máli grein fyrir iðju sinni. — Ég reyni eftir bestu getu að læra viðgerðir á bókbandi og pappir. Lærdóminn fæ ég mest með vinnu, en hef þó ætið hjá mér fólk, sem hefur fengist við starfið lengi og kann sitt fag. Þetta verð- ur þó seint lært til algerrar hlitar þvi ný vandamál mæta manni við hvert nýtt verkefni Hilmar hefur verið með fram- haldsnám i huga frá þvi að hann lauk við iðnnámið heima á ís- landi. — 1 fyrra tók ég svo ákvörðun um að skella mér úti þetta. Það var annaðhvort að hrökkva eða stökkva. Aldurinn skal sjást 1 bakka fullum af einhverjum vökva liggur pappirsörk. Hilmar lyftir örkinni uppúr með grisju svo að hún rifni ekki. Blaðið er snjóhvitt, en með fornlegu letri. Hilmar skýrirfyrir mér að fundn- ar hafi verið efnablöndur, sem hreinsi allt af pappirnum nema sjálfa prentunina. — Við viljum þó helst sleppa við að hreinsa blöö á þennan hátt, nema blek eða annað hylji sjálft lesmálið. Bækurnar missa sinn „karakter” ef pappirinn er mjall- hvitur. Það heyrir til gömlum bókum að þær séu gular af elli. Hilmar getur þess i leiðinni að yfirmaður hans og aðalkennari, Sven Wiklander, hafi verið kvaddur niður til Þýskalands til að gefa góð ráð i sambandi við ráðgerð kaup KB á eldgömlu og frægu landakorti. Hætt var við að kaupa kortið af þvi að það var fullkomlega hreinþvegið. Að visu eru til aðferðir til að gera pappir gulan aftur, en minna er gaman að sliku falsi. — Eru bækurnar I mjög slæmu ástandi þegar þú færð þær i hend- ur? — Það er ákaflega mismun- andi, þó geta þær verið svo illa farnar að ekki tjói að gera við þær. Þá verður að binda þær inn upp á nýtt. Þó er að þvi leyti hægara að vinna þetta verk hér á landi, en væri t.d. á tslandi, þvi að hér eru gamlar bækur oft nánast ólesnar. Skemmdirnar eru þvi oft aðeins af völdum „timans tann- ar”. Erfiðast er að eiga við gamlar viðgerðir. Núorðið eru eingöngu notuð lim sem eru leysanleg i vatni, en áður var gert við með illleysanlegum limum, sem þarf mikla þolinmæði og sér- stök efni til að leysa upp. Stund- um hafa þau jafnvel étið sundur pappirinn. Vond eru lika lim- böndin, þessi glæru. A KB fylla slik iimbönd flokk með sigarett- um sem bannvara. Gömul reynsla Hilmar gengur að vinnuborði sinu og tekur upp tvær bækur. aðra viðgerða, hina ekki. — Þetta mætti hafa sem sýni- kennslu, segir hann, líkt og þegar feitt fólk er sýnt „fyrir og eftir” megrun. Það eru orð að sönnu. önnur bókin er öll rifin og skorpin, kjöiurinn hálfur farinn af og hinn helmungurinn laus frá. Þrjú hornanna farin af. Þegar ég siðan skoða viðgerðu bókina er mér ómögulegt að imynda mér hvern- ig hægt sé að fá hitt hræiö til að lita svona út: það er likast og nýja skinnið hafi gróið saman við það gamla. Hilmar útskýrir hvernig hann þynnti bæði gamla og nýja skinnið, sfðan hafi hann lagt það nýja undir hitt og limt saman. — Það er siður en svo aðalatrið- ið aö bækurnar séu fallegar eftir viðgerð. Aðaláherslan er lögð á að bækurnar séu eftir viðgerðina sem likastar sinni upprunalegu mynd. Þeir sem gera við bækur nú á dögum eru að þvi leyti vel settir að gamla bókbandið — og þá á ég við nokkurra alda gamalt band — er það einfaldasta sem nokkurn tima hefur verið iðkað. Það bygg- ist einungis á saumaskap. Ef við fáum óinnbundið handrit eða ef bandið er fullkomlega ónnýtt, þá notum við þessa gömlu aðferð. Svona vinnubrögð þróuðust mikið fyrir nokkrum árum, þegar bók- bindarar viða að úr heiminum hjálpuðust við að lagfæra mikinn skaða, sem varð af flóðum i Flór- ens. Fyrir utan skinn er mikið notað pergament i bókbandið, en til við- gerða á pappir er mest notaður svokallaður japanpappir, sem er mjög þunnur og vel fallinn til að „græða saman” rifnar papplrs- arkir. — Krefst starfið mikiilar þekk- ingar á efnum allskonar? — Nja... það eru aðallega efnin sem höfð eru til leiðréttingar á sýrustigi pappirs og svo til að hreinsa hann. Hilmar sýnir mér lika band á pappirskiljum og gömlum bókum sem hann hefur bundið inn „að gamni sfnu”. Hann hefur ákveðn- ar skoðanir á hvernig búa eigi um nýjar bækur. Smekkur hans ein- kennist af áhuga fyrir hinu ein- falda. Ekkert flúr og tildur. í framhaldi af þessu spyr ég hann hvort bókaviðgerðafólkið fái sjálft að ráða hvernig það geri við gömlu bækurnar. Hann segir svo vera aðeins f fáum tilfellum. Sér- stök bókvörsludeild (bokvardsav- deling) er á safninu, þar sem saman er komið fólk með sér- þekkingu á aldri og verðmæti bóka: einnig öllum mögulegum geröum bókbands. Þetta fólk tek- ur ákvörðun um hverja bók, hvað gera skuli við hana og útbýr vinnuskýrslu fyrir bókbindarana. Ef bækur eru ekki verðmætar eða ef litlar likur eru taldar á að margir vilji lesa þær, er oft látið nægja að „klæðskerasauma” öskjur utan um þær. Hilmar segir að höfuðáhersla sé lögð á að stöðva skemmdir sem eru i upp- siglingu vegna ástands bókanna. Réttar geymsluaö- stæður. — óhjákvæmilegt er að gæta vel raka- og hitastigs á geymslu- stað. Ef ekki er gáð aö þvi og að sýrustig pappfrsins sé rétt, grotna bækurnar niður eða skrælna með timanum. Hvernig er aðstaðan fyrir bóka- geymslu og viðgerðir á tslandi? — Ég er nú ekki besti maðurinn til að fræða um það. Mér gafst að visu kostur á að skoða Þjóð- skjalasafnið á hiaupum áður en ég fór utan. Þar er til aðstaða og kunnáttumanneskja (Vigdis Björnsdóttir) til að gera við hand- rit og pappir. Þar mun aftur á móti engin aðstaða til bókbands- viðgerða. Verkefnin á þvi sviði virtust mér þó óþrjótandi — sjálf- sagt áratuga- eða aldaverk — ef mikið af þvi eyðileggst ekki áður en timi gefst til að gera við þaö. Grun hef ég lika um að ekki sé hægt að hafa nákvæma gát á hita- og rakastigi þar sem þetta er geymt núna. En sem sagt: aðrir vita betur hversu háttar til á Þjóðskjalasafninu og Landsbóka- safninu, og á ekki að fara aö by§Sja nýja þjóðarbókhlöðu? Þá ættu málin að komast I betra horf. Þjóðarbókhlaða svia (Riks- arkivet) er mikið furðuverk, tjáir Hilmar mér. Hún er á þrettán hæðum, þar af sex neðanjarðar. Mun þessi byggingamáti hafður á til að forða gegn skemmdarverk- um og eyðileggingarhættu, ef'til styrjaldar kemur. Það að auki er svo um búið, að útfrá hverri hæð eru grafnir langir gangar sem má innrétta þegar á meira húsrými þarf að halda i framtiðinni. Fyrir Myndir af Hilmari viö störf tók Lárus Vmir Óskarsson lOÐVHJM Sunnudagur 30. mal 1976.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.