Þjóðviljinn - 30.05.1976, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 30.05.1976, Blaðsíða 19
Sunnudagur 30. mai 1976. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 19 Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir Ctgefendur Appollós: Þorri Hringsson 9 ára, Arni Alfreösson 10 ára, Steingrimur Sigurgeirsson 10 ára og Gunnur Sif Sigurgeirsdóttir 8 ára. Myndina tók ljósmyndari Þjóöviljans i enskustofu Austurbæjar- skólans. ALLT HREYFIST Nokkrir krakkar í Austurbæjarskólanum hafa tekið sig til og hafið útgáfu blaðs sem þau kalla Appolló. Blaðið er einstaklega menningar- legt og frágangur allur framúrskarandi vandað- ur. Það er sex síður og f lytur f jölbreyttefni bæði frumsamið og þýtt. Krakkarnir heita Árni Alfreðsson, 10 ára, Stein- grímur Sigurgeirsson, 10 ára, Þorri Hringsson, 9 ára, og Gunnur Sif Sigur- geirsdóttir, 8 ára. Strák- arnir eru í sama bekk, 4.H.G., en Gunnur Sif er systir Steingríms og var þess vegna tekin í hópinn. Kompan hitti þessa hressu krakka nokkrum dögum eftir að fyrsta blaðið kom út. Kompan: Hver fann upp á því að gef a út blað? Steingrímur: Það byrj- aði með því að strákar ímínum bekk gáfu út blað, sem hét Máninn, ég var með í því. Kompan: Nú — var það blað kannski eins skemmtilegt og þetta? Oll: Ne e—ei. Manni finnst alltaf sitt það besta. Kompan: Hvernig at- vikaðist það, að þið fóruð að vinna saman? Arni: Við fórum að tala um að gera blað og svo urðum við vinir á meðan við unnum að blaðinu. Þorri Hinir strákarnir í bekknum voru alltaf að hrekkja okkur og ráðast á okkur, af því að við tók- um okkur út úr og vorum að tala um blaðið og hrinda því í framkvæmd. Það þjappaði okkur saman. Steingrfmur skrifar framhalds- söguna Vélmaöurinn, en Þorri myndskreytir hana. Þetta er spennandi visindahrollvekja. Arni: Mig var lengi búið að langa til að vinna að blaði. Þegar ég var á Bretlandi voru krakkarn- ir í mínum bekk öll að hugsa um svona blað, en það var ekki búið að vinna það, þegar ég fór heim í sumar. Kompan: Varst þú lengi á Bretlandi? Arni: Ég var núna í tvö ár og þar fyrir utan hef ég fariðþangaðoft. Ég er fæddur i Belf ast á Norður — Irlandi, en ég fór þaðan svo ungur að ég man ekkert eftir mér þar, en ég hef mikinn áhugaá fréttum þaðan. Mér finnst að breski herinn eigi að fara þaðan. 011: Og hann ætti líka að hypja sig af miðunum okkar — fara strax út fyrir 200 mílnatakmörk- in. Kompan: (Við Stein- grím) Þú hefur stundum skrifað í Kompuna. Er það það fyrsta sem þú kemur í blöðunum? Steingrímur: Ég var fyrst i Visir spyr. Kompan: Hvað spurði Vísir þig um? Steingrímur: Það var eitthvað rosaiega fúllt! ,,Langar þig í sveit þegar veðrið er gott." Kompan: Gunnur, þú hef ur lika verið dugleg að skrifa okkur og senda myndir, en hvað skrifar þú i blaðið? Sunnur: Ég samdi tvær skrítlur. Kompan: Þið systkinin eruð að fara til Svíþjóðar í haust, ætlíð þið ekki að skrifa okkur fréttir frá Uppsala? Gunnur: Jú, jú. Kompan: (Við Þorra) Þú teiknar í blaðið. Þorri: Já, forsíðuna og myndí framhaldssöguna. Kompan: En nafnið — hvernig datt ykkur það í hug? Steingrimur: Það var eiginlega pabbi sem stakk upp á því að við kölluðum blaðið Appolló. Þorri: Appolió var grískur guð — sólarguð. Og hann er tengdur geim- fræðum. Geimferðaáætl- un Bandarikjamanna, um að senda mannað geim- far til tunglsins, er kölluð Appolló 1. og 2. eða eitt- hvað svoleiðis. Myndina af Appolló fann ég í bók um gallisk- an dreng, Alex heitir hann og var uppi á dögum Júlíusar Sesars. Á mynd- inni stendur Appolló á sólinni. Ég bætti stjörn- um og geimfari inn á myndina. Utan á næsta blaði verður afstaða himintunglanna önnur — allt hreyfist — og líka höndin á Appolló. Þá verður komið geimfar fráMars og hefur lent á sólinni við fætur Appollós og fljúgandi diskur frá öðru sólkerfi svífur yfir hendi hans. Kompan: Þig hafið brennandi áhuga á stjörnuf ræði. Hvernig gengur ykkur að ná í bækur? Arni: Ég á margar st jörnuf ræðibækur á ensku. Steingrimur: Pabbi á nc kkrar bækur á ensku og dönsku, svo fékk ég tvær lánaðar í bókabílnum. Þær eru á íslensku. Kompan: En skólinn, hvað gerir hann með stjörnuf ræðiáhuga ykkar? öll: Ekkert! Það er ekki kennd stjörnufræði. Steingrimur: Það ætti að kenna hana og ekki sem aukafag, heldur svona þrjá tima á viku. Hún gæti verið partur af stærðfræði og eðlis- fræðinni. Og það ætti að fá vinnubók og sérstakan kennara i faginu. Það ætti helst að halda nám- skeið fyrir kennara í sumar svo hægt væri að byrja strax í haust. Sjón- varpið gæti líka hjálpað til og sýnt góðar kennslu- myndir, það koma stöku sinnum myndir um geim- inn í Nýjasta tækni og vís- indi, en alltof sjaldan. Arni: Og líka geim- hryl lingsmyndir og vísindaskáldskap eins og t.d. Innrasin f rá Mars eða myndir eftir bókum Jule Verne Förin til tunglsins og fl. Ekki framhalds- myndir. Það er óþolandi að búta niður allt efni handa börnum. Steingrimur: Ég missti t.d. af tveimur þáttum af Gulleyjunni eins og það var góð mynd. Allir: Svo á ekki að banna myndaflokka sem eru fræðandi fyrir börn. Arni: Það átti ekki að banna myndirnar um þrælahaldið og nú heim- styrjöldina síðari. Þeim hitnar öllum í hamsi þegar þau fara að tala um allt sem þau langar til að sjá — Stein- grímur stynur þungt og segir: — meira að segja stjörnurnar sjást ekki núna: þegar við höfum svona mikinn áhuga á þeim er bjart allan sólarhringinn. Arni: í vetur koma frostnætur fullar af stjörnum. Forsiöa Appollós er teinuö af Þorra. Skrítla eftir Gunni Sif — Mamma af hverju eru hestarnir með fax? — Jú, annars væru þeir sköllóttir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.