Þjóðviljinn - 30.05.1976, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 30.05.1976, Blaðsíða 18
18 SiÐA — ÞJÚÐVILJINN Sunnudagur 30. mai 197fi Jafnréttis- barátta b'ramhald af bls. 2. við verkfalli kvennanna á Akranesi sem einn verkalýðsfor- inginn kallaði barnaskap. 10 ára áætlunin En hugsum okkur nú að 10 ára áætlunin kæmist i framkvæmd. Hvernig liti islenskt þjóðfélag út þegar ,,konur væru búnar að njóta forréttinda i 10 ár”? Við hefðum væntanlega hækkað öll hefðbundin kvennastörf um launaflokka og fengið nokkra karlmenn i þau. Við hefðum dag- heimilispláss „fyrir öll börn frá vissum aldri sem þess þurfa” (hver þurfa og hver ekki? Eiga dagheimili að vera réttindi barna eða miður æskilegir geymslu- staðir?) Við læsum „bókmenntir” eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur og Guörúnu frá Lundi i skólum landsins (það ernefnilega ekki af nógu að taka eins og Gerður heldur fram) rithöfundum væri væntanlega skylt að hafa jafn- margar kven- og karlpersónur i verkum sinum, en hafa verra af ella. Við gætum spigsporað um stjórnarráðið með Geirþrúði bak við eina hurð og Ragnhildi bak við aðra, og kannski hefðu þær Bessi, Björg og Rósa B. Blöndals fasta þætti i útvarpinu. (Við skulum hafa i huga hvernig ráðið er i opinberar stöður hér á landi). Nú og að lokum sætu leiðtogar stjórnmálaflokkanna með sveitt- an skallann við að „ala konur upp” áður en þær væru sendar til starfa fyrir flokkinn. Ef framtiðarsýn Gerðar er i þessum dúr (50-50 reglan), þá gefum við ekki eyrisvirði fyrir hana. Hverju breytir það þótt það séu konur sem sitja i valda- stöðum þjóðfélagsins? Hverju breytir það að 30 konur sitji i kjaftaklúbbnum við Austurvöll? Verður óréttlætið og arðránið þarf ekki að kynna íslend- ingum, þeir hafa skilið og fundið fegurð hennar. Landsýn býður margar ferðir þangað í samvinnu við ferðaskrifstofuna Úrval. Fjöldi góðra íbúðarhótela og hótela. Veitum orlofsaf- slátt meðlimum okkar og skylduliði þeirra. Beinið því viðskiptunum til okk- ar þar sem verðið er lægra. Margar ferðir eru nú þeg- ar uppseldar en við höfum sett upp aukaferðir. Lítið inn í dag. LANDSÝN ALÞYÐUORLOF SKÓLAVÖRÐUSTlG 16 SÍMI 28899 eitthvað bærilegra? Fyrir hverju berjumst við? Eigum við að berjast fyrir þvi að njóta sömu réttinda og karlar hafa á hverjum tima eða á baráttan að visa út fyrir auðvaldsskipulagið og miða að þvi að kollvarpa þvi til að byggja upp annað og betra þjóðfélag? Á einum stað segir greinarhöf- undur: „Margur hneykslast sjálf- sagt á hugmyndum um forrétt- indi, en mér er spurn: hvað er þá hægt að gera, sé á annað borð vilji fyrir jafnrétti?” (vilji hverra?) Það verður ekki annað sagt en að hér gæti þess uppgjafatóns sem sist af öliu er til þess fallinn að leiða jafnréttisbaráttuna áfram. Þvert á móti er hann merki litils baráttuhugs. Gleymum þvi ekki að það er ákveðinn aðstöðumunur milli karla og kvenna. Launaþrælkunin kemur ver niður á konum en körlum og samdráttur og atvinnuleysi ýtir þeim fyrr út af vinnumarkaðnum. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að undir- okaðar konur og karlar verða að berjast saman. Kröfur og barátta kvenna verður að vera mun við- tækari en karla, en hún verður jafnframt að taka mið af sam- eiginlegri baráttu verkalýðs- stéttarinnar. Allar framsæknar, róttækar konur verða að skilja að baráttuna verður að heyja gegn auðvaldinu og rikisvaldi þess. Gerður.Það er ekki hægt að ná jafnrétti á 10 árum. Rætur mis- réttisins liggja dýpra en svo. Jafnréttisbaráttan á eftir að standa ár og áratugi. Það verður aðeins með virkri fjöldabaráttu og með takmark sósialismans i huga sem slikt tekst. Að beina augum að rikisvaldinu og stjórn- málaflokkunum i von um stuðning er blekking og litt i anda sósialisma. Jafnréttisbarátta er stéttabarátta og hana verður að heyja með vopnum stéttabar- áttunnar. Reykjavik i mai 1976 Hlin Agnarsdóttir Kristin Ástgeirsdóttir Kristjana Bergsdóttir Margrét Einarsdóttir Sólrún Gisiadóttir Steinunn Hafstað Ítalía Framhald af 5. siðu. menn og umbótasinna, heldur verði jafnan að hafa uppi viðleitni til einingar og taka mið af hinni dialektisku þróun hreyfingar- innar. Og þjóöarstoltiö líka Kommúnistaflokkurinn hefur eins og vonlegt er gagnrýnt þetta sem hann kallar sundurleita sam- bræðslu hinna óánægðu. Hann beitir hinni vel skipulögðu flokks- vél sinni og góðum orðstir mest að þvi fólki sem er að losna úr tengslum við hugmyndir og sam- tök til hægri við hann: bjargið Italiu i samvinnu við PCI, við höf- um hreinar hendur — Þetta eru helstu vigorðin. Og eins og der Spiegel kemst að orði á dögunum þá „kemur foringi flokksins, Enrico Berlinguer, mönnum fyrir sjónir sem hinn eini stjórnmála- maður sem telst vera tiltölulega bjartsýnn. Þótt hann sé jafnan þungbúinn á svip vekur hann von- ir um að eitthvað kunni að breytast á Italiu”. Og til viðbótar við þann orðstir i heiðarleika og stjórnsýslu sem bætir möguleika kommúnistaflokksins i væntan- legum kosningum kemur svo sjálft þjóðarstoltið. ttölum finnst ástæða til að þeir séu hreyknir af þvi að eiga svo merkilegan kommúnistaflokk, sem vekur i jafnt ugg sem virðingu i Moskvu, | Brussel og Washington. Á.B tók saman Viötal við Böðvar Framhald af bls. 3. sem fyrir opinberum fjármunum ráða sem telja sér sérstakan hag i þvi að sú leiklist sem bryddir á samfélagsmálum fari sem styst og hafi sem lægst, en við eigum erfitt með að trúa þvi að aðilar eins og verkalýðsfélög, og þeir sem telja sig stuðningsmenn byggðastefnu, skilji ekki mikil- vægi þeirrar umræðu sem þjóð- félagsleg list kemur af stað. Það er staðreynd að róttæk list hefur átt erfitt uppdráttar, og mér vit- anlega hefur enginn annar aðili en Mál og menning stuðlað að við- gangi hennar. Það má reyndar bæta þvi við að tæplega 40 ára starfsemi Máls og menningar hefur verið okkur töluvert leiðar- ljós. Skipulag — Hvernig er skipulag og stjórnunarform Alþýðuleik- hússins? — Sem stendur er Alþýðuleik- húsið myndað af 14 einstaklingum ásamt rúmlega 200 styrktarmeð- limum. Fjórtán manna hópurinn hefur skipt með sér störfum eftir þvi sem hægt hefur verið, en þess ber að geta að allir nema hinir 5 fastráðnu starfsmenn eru i öðrum störfum, þannig að við höfum orðið að nota kvöld og helgar til vinnu fyrir Alþýðuleikhúsið. I lögum Alþýðuleikhússins segir að leitast skuli við að hafa stjórn þesssem samvirkasta, þannig að enda þótt hún skiptist að nafninu til i formann, ritara, gjaldkera o.s.frv., hafa störf skiptst niður eftir þvi sem fólk hefur haft tök á vinnu sinnar vegna. Hins vegar reynum við að halda sambandi við styrktarfélaga okkar, og gef- um út i þvi skyni litið timarit sem við kölluru Leiksýn. Þar reynum við að kynna styrktarfélögum starfsemina og vonandi hafa þeir einhver tök á að kynna okkur sinar óskir og hugmyndir. Að auki höfum við umboðsmenn úr hópi styrktarfélaga um allt land, sem annast sölu áskriftarskir- teina, auglýs., og veíta okkur hauðsynlegar upplýsingar um staðhætti. Þvi fólki viljum við þakka alveg sérstaklega fyrir óeigingjarnt starf, þvi auk snatts og snúninga hefur það bæði hýst og fóðrað leikhópinn og huggað og hughreyst á erfiðum stundum. — Hvermg hefur þetta skipu- lagsform reynst i i framkvæmd? — Þvi ber ekki að leyna að ýmsir annmarkar fylgja þessu formi. Við sem heima sitjum er- um eins og áður segir önnum kaf- in við brauðstrit, og þegar mikið liggur við, t.d. ef þarf aö endur- skipuleggja leikferð eða einhver uppákoma verður, þá væri gott að hafa einhvern framkvæmda- stjóra sem hefði allar upplýs- ingar á reiðum höndum og vissi ■ hvað hver og einn væri að gera. Þess vegna höfum við ákveðið að reyna að ráða nú framkvæmda- stjóra yfir sumarmánuðina til reynslu, bæði til að skipuleggja starfsemina og ekki sist til að afla sambanda og leita að matarhol- um i kerfinu. „Fátækt leikhús" — Hverjar telur þú vera helstar nýjungar i starfsemi Al- þýðuleikhússins, auk þess að hafa róttæka list á stefnuskrá sinni? — I fyrsta lagi er uppbygging leikhússins með nýstárlegum hætti. 1 öðru lagi er það nýjung að ætla sér að reka atvinnuleikhús sem hvergi hefur fastan sýningarstað. Og siðast en ekki sister þaö höfuöáhugamál okkar að móta framsækinn leikstil þar sem i verulegum atriðum er vikið frá hinni hefðbundnu notkun leik- mynda og sviðsetningar. Það segir sig sjálft að umferðaleikhús af þessari stærð og i þessum heimshluta á erfitt með að flytja um langan veg viðamikla leik- mynd og þungan tæknibúnað. 1 staðinn fyrir það verður leikur leikaranna sjálfra að koma. Leik- hús af þessu tagi verður að hafna viðamiklum sviðsbúnaði, en leggja allt upp úr samspili leikara og áhorfenda. — Þetta er mjög i ætt við það sem Grotowski kallar „fátækt leikhús”, og það gerir allt aðrar kröfur til likamlegrar tjáningar- hæfni leikaranna en hin hefð- bundnu form. í fyrstu sýningu Al- þýðuleikhússins, á Krummagulli, var greinilegt hve mikil áhersla var lögð á hreyfingu og notkun likamans til hins ýtrasta. Nú er þetta verk samið sérstaklega fyrir Alþýðuleikhúsið. Hvernig hyggist þið finna ykkur verkefni við hæfi I framtiðinni? — Til þess eru ekki nema tvær leiðir. Sú fyrsta er að semja eða fá samið verk fyrir leikhópinn, þar sem tekið er tillit til allra að- stæðna. Hin siðari er að leita slikra verka meðal annarra sam- bærilegra leihópa erlendis. Hugsanlegt væri einnig að um- skrifa eldri leikverk við hæfi hópsins, en hætt er við að margir rækju þá upp ramakvein I likingu við það sem gerðist er Halldór Laxness skrifaði Gerplu. Krummagull — Nú flytur Krummagull mjög róttækan pólitiskan boðskap. Hefur þú nokkuð að segja um við- brögð áhorfenda við þessum boð- skap? — Ég hef hitt fólk eftir að það hefurséð Krummagull, sem hafði farið með hálfum hug á sýn- inguna, af ótta við að hún væri pólitisk. Það hefur sagt mér að þar hafi þvi skjátlast, þvi sýn- ingin sé alls ekki pólitisk. Orðið pólitik er kannski misnotaðasta orð okkar daga. í sinni viðustu merkingu merkir það hugmyndir um mannlegt samfélag og mann- leg samskipti. Venjulega er þó aðeins átt við það sem gerist á alþingi og í stjorn- málaflokkunum. Viö i Al- þýðuleikhúsinu erum ekki mál- gagn eins eða annars, þótt við teljum sumar hugmyndir merki- legri en aðrar, og við munum þvi seint taka afstöðu með eða á móti ákveðnum stjórnmálaflokkum. Þegar við teljum okkur stuðla að róttækri samfélagsumræðu meinum við einungis það að við teljum okkur bandamenn allra þeirra sem vilja á einhvern hátt uppræta arðrán, kúgun, stétta- skiptingu og valdhiðslu i mann- legu samfélagi. —sh Réttur og réttarleysi Framhald af bls. 2. lands um endurskoðun á ljós- mæðralögunum, hefur ekkert náðst fram enn. Þó trúum við þvi aldrei hverju sinni, fyrr en á degi þingslita, að þetta sjálfsagða réttlætismál, sem um getur i frumvörpunum nái ekki fram að ganga, þ.e.a.s. að ljósmæðrum gefist réttur til samninga, orlofs og launa svo sem öðrum opinber- um starfsmönnum. Ná ekki hálfum lægstu laununum Umdæmisljósmæður eru skipaðar i starf sitt eins og aðrir opinberir starfsmenn, þær eru félagar i Ljósmæðrafélagi Is- lands sem er aðili að B.S.R.B. Laun þeirra eru hinsvegar svo lág, að þau nema ekki launum fyrir hálft starf þeirra lægst launuðu innan B.S.R.B. En laun sem þvi nema er skilyrði fyrir þvi að njóta samningsréttar um kaup og kjör innan bandalagsins. Mun láta nærri, að árslaun umdæmis- ljósmæðra séu svipuð mánaðar- launum ljósmæðra er vinna á stofnunum. Með öðrum orðum — Ljósmæðrafélag Islands hefur ekki samningsrétt fyrir um- dæmisljósmæður — heldur aðeins fyrir ljósmæður, sem vinna á stofnunum. Það er kaldhæðinislegt, að eitt stéttarfélag sé með sérstökum lögum, þ.e.a.s. ljósmæðralögun- um frá 1933 útilokað frá þvi að rétt hlut þeirra félaga, sem mest þurfa á þvi að halda. Umdæmisljósmæður njóta ekki orlofsréttinda, taki þær sér fri, þurfa þær að útvega ljósmóður i sinn stað og greiða laun hennar. Umdæmisijósmæður greiða i lif- eyrissjóð ljósmæðra. Sakir lágra launa þeirra og hins gamla ákvæðis laganna um framlag rikisins er sjóðurinn ljósmæðrum að kalla einskis virði, og hefur Ljósmæðrafélag Isiands óskað þess, að hann verði felldur inn i lifeyrissjóði starfsmanna rikis- ins. ___ Ekki farið að lögum? Ég get ekki látið hjá liða, að minnast hér einnig á óréttlæti, er rikir gagnvart öðrum ijós- mæðrum en þeim, sem i dreif- býlinu starfa. 1 reglugerð að ljós- mæðralögum segir, að rétt til ljósmóðurstarfa hafi hver sú kona, sem stundað hefur hám i tiitekinn tima i Ljósmæðraskóla íslands og að loknu prófi þar, er talin til þess hæf, á rétt á að kalla sig ljósmóður. í 8. gr. ljósmæðrareglugerðar eru tilgreind störf þeirra, sem eru m.a. þessi: 1. Að rannsaka konu i sambandi við þungun og horfur fæðingar. 2. Að hjálpa fæðandi konum og hjúkra þeim meðan þær liggja á sæng eftir barnsburð. 3. Að annast hjúkrun og eftirlit nýfæddra barna. Það fer.ekki á milli mála að fæðingarhjálp, umönnun kvenna i sængurlegu og meðferð þeirra skal vera samkvæmt lögum þess- um i höndum ljósmæðra. Þvi verður vart litið á það öðruvisi en svo, að eigi sé farið að lögum, þegar stærsta fæðingarstofnun landsins, þ.e.a.s. Fæðingardeild Landspitalans auglýsir eftir hjúkrunarfræðingum og sjúkra- liðum, en nefnir ekki ljósmæður, þegar annast á sængurkonur. En heilbrigðismálaráðuneytið, sem stendur að baki stöðuheimild rikisspitalanna heimilar engar ljósmæður ráðnar á sængur- kvennadeild Landspitalans en þess i stað er óskað eftir hjúkrun- arfræðingum og sjúkraliðum til að annast þessi óumdeilanlegu ljósmóðurstörf. Þvi hlýtur ljós- mæðrastéttin að krefjast þess, að farið verði að lögum hér eftir. óæskileg friun Nú hafa komið fram hugmyndir um, að inntökuskilyrði i ljós- mæðraskólann skuli vera þau, að umsækjandi hafi lokið prófi i hjúkrunarfræOúm, ög hlotið hjúkrunarleyfi frá ráðuneytinu. Varðandi þessa tillögu lýsir ijós- mæðrastéttin undrun sinni, og mótmælir þvi sem æskilegri þró- un. Þetta gengur i berhögg við hugmyndir manna um náms- brautir i nútima þjóðfélagi og er ráðlegt miðað við aðstæður hér á landiog fráleitt að binda inntöku- skilyrði Ljósmæðraskóla íslands við nám og réttindi annarar heilbrigðisstéttar. Þessi tillaga um inntökuskilyrði er raunar markleysa, þar sem ekki liggja enn fyrir ákvarðanir um fram- tiðarskipan hjúkrunar- menntunar. Félagið hefur áður komið þeirri koðun á framfæri við ráðuneytið, að það telji sjálfsagt að samræma undirstöðumenntun þessara stétta, sem gefi siðan frjálst val um námsbrautir að undirstöðu- menntun lokinni þ.e.a.s. nám i ljósmóðurfræðum við Ljós- mæðraskóla Islands og hjúkrunarfræðum i hjúkrunar- skólum. Að ein starfsstétt þurfi að hafa lokið námi og prófi, og auk þess fengið atvinnuleyfi i tiltekinni grein áður en byrjað er á annari á sér enga hliðstæðu i islenska skólakerfinu. Ljósmæðraskóla viljum við hafa góðan skóla, sem veitir nauðsynlega menntun i hjúkrun, er verndi sérstaklega þá þætti námsins, er tilheyra mörkuðu starfssviði ljósmæðra, sem er ekki litið,þvi að á þingi Alþjóða- sambands ljósmæðra, sem haldið var 1972 i Washington i Banda- rikjunum er starfssvið ljósmæðra skilgreint á þessa leið: Fæðingar- hjálp, umönnun um meðgöngu- timann, meðferð ungbarna og mæðra eftir fæðingu, fjölskyldu- áætlanir og foreldrafræðsla. Ljósmæðrum verðl gert kleift að gegna mikilvægu starfi sínu Það ætti því að vera skylda heilbrigðisyfirvalda að sjá svo um, að ljósmæður fái nægilega menntun til að gegna þessum störfum, og þá ekki hvað sist i dreifbýlinu, þar sem kerfi heilsu- verndastöðva og sérfræðiþjón- ustu nær siður til. Ljósmæður eiga að geta skilgreint sjúklegt og heilbrigt ástand konu og barns, séð um að framfylgt sé öllum kröfum hvers tima um rann- sóknir, sem eiga að geta komið i veg fyrir, að vanheill borgari fæðist i þessu landi, þvi nú beinist mæðra- -^og ungbarnavernd æ meira innN^ það svið að greina óheilbrigt ástand i tima, svo unnt sé að ráða bót á þvi. Langar mig til i þessu sambandi, að minnast aðeins á einn þátt af mörgum, en hann er sá, að ef vel er á málum haldið, má algerlega koma i veg fyrir, að það fæðist svokölluð rauðuhundabörn. Og það meira að segja, án þess að i þvi tilviki þurfi að láta eyða fóstri. Krafa okkar er þvi sú, að ljós- mæðrum verði gert kleift með bættum launakjörum og mennt- un, að gegna þvi mikilvæga starfi, að sjá svo um, að þjóðin eignist heilbrigða einstaklinga, jafnt i dreifbýli sem þéttbýli.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.