Þjóðviljinn - 30.05.1976, Blaðsíða 3
Sunnudagur 30. mai 1976. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
VIÐTAL VIÐ
BÖÐVAR
GUÐMUNDS-
SON UM
ALÞÝÐU-
LEIKHÚSIÐ
Frá vinstri: Arnar Jónsson, Þórhildur Þorleifsdóttir, Ragnhildur Benediktsdóttir, Maria Arnadóttir, Krisu'n ólaisdóttir, Þráinn Ka -nti.
Og farskjótinn á bak viö.
Sumar hugmyndir eru
merkilegri en aðrar
Leikhúsáhugi islendinga hefur
löngum veriö mikill, og ýmislegt
bendir til þess að hann hafi enn
farið vaxandi nú á siðustu miss-
erum. Hér i Reykjavik hafa tvö
atvinnuleikhús starfað af miklu
fjöri um langan aldur og nú sið-
ustu árin hefur þriðja atvinnu-
leikhúsið starfað á Akureyri, auk-
þess sem áhugaleikhúsi um allt
land hefur mjög vaxið fiskur um
hrygg, bæði i auknu starfi og list-
rænum þroska. Á þessum vetri
bættist fjórða atvinnuleihúsið i
hópinn, Alþýðuleikhúsið, sem
hefur aðalstöbvar sinar á Akur-
eyri en hefur annars þá sérstöðu
að hafa engan fastan sýningar-
stað, heldur er hér um að ræða
ferðaleikhús sem hyggst halda
sýningar I skólum og félags-
heimilum um gervallt landið. I
tilefni þess að leikhúsið hefur nú
hafið sýningar tókum við tali for-
mann þess, Böðvar Guðmunds-
son, en Böðvar hefur það aðal-
tJr Krummagulli
starf að kenna islensku við
Menntaskólann á Akureyri.
Á ferö og flugi
— Hvernig hefur störfum Al-'
þýðuleikhússins verið háttað
fram að þessu?
— Frá septemberlokum 1975 og
fram að áramótum var starfiö ein
göngu fólgið i undirbúningi. Það
þurfti að afla fjár svo hægt væri
að greiða fastráðnum starfs-
mönnum kaup yfir æfingatimann
og skipuleggja starfið á allan
hátt. Okkur tókst að skrapa
saman fjármagn með framlögum
velviljaðra einstaklinga til að
kljúfa tveggja mánaða æfinga-
tima, þannig að hægt var að ráða
starfsfólk um miðjan janúar.
Þegar kom fram i mars var sýnt
að um miðjan þann mánuð yrði
hægt að hafa tilbúna sýningu og
þá hófst nýr þáttur i starfinu að
skipuleggja leikför. Það starf er
fyrstog fremst fólgið i þvi að sitja
við sima og hringja i húsverði
félagsheimila og samkomuhúsa,
svo og skólastjóra.
— Hvar og hvenær var svo
frumsýnt?
— Það var frumsýnt á Nes-
kaupstað þann 24. mars. Siðan
var haldið niður Austfirði og til
baka um Noröurland og sýnt i
skólum og félagsheimilum fram
að páskum. Eftir páska var sýnt á
þeim stöðum norðaustanlands
sem ekki hafði verið sýnt á, og
siðan haldið til Akraness, til
Borgarfjarðar, um Suðurland og
upp Austfirði og komið aftur til
Akureyrar, þannig að nú eru sýn-
ingar orðnar alls 35.
— Hver ætli sé heildartala
áhorfenda á þessum sýningum?
— Þeir munu vera nálægt
fjórum þúsundum. Best var að-
sókn á Austur— og Norðurlandi,
og nú er eftir að vita hvernig
gengur á Norðvesturlandi, Vest-
fjörðum og Snæfellsnesi, en um
þessi svæði verður flokkurinn á
sýningaferð fram að hvitasunnu.
— Nú er tæplega til sú leiksýn-
ing i landinu að hún sé ekki að
meira eða minna leyti greidd af
opinberu fé. Alþýðuleikhúsið
hefur hingað til ekki notið slikrar
aðstoðar. Telur þú hugsanlegt að
reka leikhúsið áfram án hennar?
— Ég tel það ekki alveg úti-
lokað, en hvers konar opinber að-
stoð yrði að sjálfsögðu mjög vel
þegin. Vafalaust eru margir þeir
Framhald á bls. 18.
Ein umferð af þessari frábæru utanhúss-
málningu frá Málningu h/f jafngildir 3
til 4 umferðum af venjulegri plastmálningu.
Hraun hefur ótrúlega góða viðloðun við
flest byggingarefni og frábært veðrunarþol.
Hraun fæst með tvennskonar áferð, —
fínni eða grófri.
HRAUN
SENDIN PLASTMÁLNING
málninghlf