Þjóðviljinn - 05.06.1976, Page 1
Laugardagur 5. iúní 1976 —41. árg. 122.tbl.
%
VEÐRIÐ
UM HELGINA
Yæta
Lista-
hátíð
hófst
með
mynd-
list
Listahátið hófst i gær
með opnun sýningar á
verkum austurriska
listamannsins Hundert-
wassers og ávarpi
menntam ála ráðherra.
Selma Jónsdóttir kynnti
sýninguna. Ambassador Austur-
rikis kvaó þaö landi sinu heiöur
aö þessi fyrsta sýning landa sins
Hundertwassers á Noröurlöndum
væri fyrsti atburöur Listahátiöar.
Vonandi væri þetta atburöur sem
færöi nær hvort ööru tvö lönd,
sem bæöi búa viö forna
menningarhefö.
Vilhjálmur Hjálmarsson
þakkaöi listamanninum heim-
sóknina og islenskum listamönn-
um fyrir framtak sem tryggöi þaö
aö listahátiö var ekki frestaö.
Mæltihann um og lagöi á aö lista-
hátiö geröi okkur öll aö nokkuö
örlitiö betri mönnum.
Hundertwasser stóö afsiöis
meöan þessu fór fram og liktist
Agli Skallagrfrnssyni. Siöan gekk
hann um sýninguna meö vernd-
ara hennar, forseta Islands.
Margir listamenn voru nær-
staddir. Alfreö Flóki kvaö þaö
rétt vera: hann væri ekki eins
flinkur og Hundertwasser. Enda
hefi ég, sagöi hann, ekki aöra eins
hefö i myndlist á bak viö mig.
Fyrir glæpi i siöasta lifi var þaö á
mig lagt aö endurfæöast sem
islenskur iistamaöur.
Agæt tré i pottum lögöu áherslu
á umhverfisvinsemd höfundár
þessarar fjölbreyttu sýningar.
SJÁ SÍÐU 7
Hundertwasser ræöir viö verndara sýningar sinn ar. — Ljósm. —eik—
Deila komin upp á hljóðvarpinu:
Fréttir falla niður
hvítasimnudagana
simnan
fj alla
en sól og
bjart fyrir
norðan
Nú um hvitasunnuna ma
búast við mikilli umferð
um vegi landsins enda er
þessi helgi ein mesta ferða
helgi ársins. Að sögn
Magnúsar A. Einarssonar
veðurfræðings má búast
við sunnanátt um allt land,
vætu sunnan fjalla, en
góðu veðri fyrir norðan og
norðaustan, sólskini og
björtu veðri. Viðast hvar er
búist við hlýju veðri.
Vegir landsins eru flestir
komnir i gott lag, aurbleyta á
vegum i Norðurárdal og i Húna-
vatnssýslum en annarsstaðar eru
vegir góðir, enda hefur mikið ver-
ið heflað undanfarið. Aðeins örfá-
ir fjallvegir eru ófærir enn þá og
eru það aðallega fjallvegirnir á
Vestfjöröum. Vegir allt frá
Reykjavik austur á Hornafjörð,
suðurleiðin eru velfærir.
t gær var ekki vitað með vissu
hvert aðalferðamannastraumur-
inn liggur um helgina frá Reykja-
vik, en á nokkrum stöðum er
bannað að tjalda, svo sem
Laugarvatni og töldu sumir að
margt yrði um manninn i Þjórs-
árdal um helgina. —S.dór
SJÁ SÍÐU 2
íbúðastærðir í
Breiðholti til
unirœðu i
borgarstjórn
vegna yfirvinnubanns starfsfólks
— ýmislegt fleira
mun falla niður úr dagskrá
hljópvarpsins vegna bannsins
Fyrirsjáanlegt er, aö i fyrsta
sinn i 46 ára sögu útvarpsins muni
fréttir falla niöur á morgun,hvita-
sunnudag, vegna yfirvinnubanns
starfsfólks hljóövarpsins, sem
sprottiö er af deilu, sem starfs-
fólkiö á i við ríkiö. Peila þessi er
kjaradeila, sem starfsfóik hljóð-
varpsins hefur átt i og staöið i
samningum um undanfarið viö
fjármálaráöuneytiö, scm aðeins
býöur þessa 1,8% hækkun sem
aðrir ríkisstarfsmenn fá.
— bað sem við viljum fá eru
sömu kjör og fólk i sambærilegri
vinnu, sagði Dóra Ingvad. sem á
sæti i samninganefnd starfsfólks
hljóðvarpsins. Nefndi hún sem
dæmi að fréttamenn hljóðvarps
væru með 10-15% lægri laun en
blaðamenn, sem þó eru i Blaða-
mannafélagi Islands. bá hafa
Utvarpsvirkjar hl jóðvarpsins
sýnu lakari kjör en starfsbræður
þeirra á verkstæðum svo dæmi
séu nefnd.
Dóra sagði að þetta yfirvinnu-
bann hefði verið boðað fyrir viku
og hefði þvi raunar verið frestað
einu sinni. Eina svarið sem borist
hefur til starfsfólksins er að þetta
yfirvinnubann sé ólöglegt, en i
lögum um réttindi og skyldur
opinberra starfsmanna segir að
starfsfólki sé skylt að vinna yfir-
vinnu, allt að 1/3 tima dagvinnu
ef yfirmenn telja nauðsyn bera
til.
— Við vitum vel af þessu en
önsum þvi ekki, við munum halda
fast við þá ákvörðun okkar að
vinna ekki yfirvinnu, sagði Dóra
Ingvadóttir.
Guðmundur Jónsson fram-
kvæmdastjóri Utvarpsins sagði að
ljóst væri að fréttir féllu niður
hvitasunnudagana og það yrði i
fyrsta sinn i þau 46 ár sem
Utvarpið hefur starfað sem það
gerist. Auk þess munu frétta-
aukar falla niður i dag og þeir
gerðu það raunar i gær lika. bá
munu tónleikar frá listahátið sem
flytja átti i dag falla niður, lýsing
Jóns Ásgeirssonar frá leik tA og
Vals i dag fellur miður.
— Ætli við getum annað gert en
að fylla i skörðin með tónlist af
plötum, sagði Guðmundur. Við
getum ekkert gert i þessari deilu,
starfsfólkið deilir ekki við okkur
heldur fjármálaráðuneytið og
menntamálaráðuneytið sem
rikisútvarpið fellur undir, sagði
Guðmundur. —S.dór
Sjónvarpsmenn styðja yfir
vinnubannið — sjá bls. 12
Umhverfisverndar-
dagurinn er i dag
„VATN ER
LÍFSN AUÐSYN”
Dagurumhverfisinseri dag 5. júni. Dagur-
inn er að þessu sinni helgaður kjörorðinu:
„Vatn cr lifsnauösyn”.Um alian heim munu
náttúruverndarsamtök og áhugamenn aðrir
hvetja til baráttu fyrir vatnsvernd og skyn-
samlegri nýtingu vatns. bjóöviljinn birti i
landbúnaöarblaöi sinu i gær stefnuskrá
varöandi ferskvatn i Norðurálfu, sem
náttúruverndarnefnd Evrópuráösins tók
saman. Það voru Sameinuðu þjóöirnar sem
höföu forgöngu um aö 5. júní var kjörinn um-
hverf isverndardagur.
Þjóöviljinn minnir ferðamenn og aðra á að
það ,,að valda mengun á vatni er sama sem
að vinna manninum og öörum þeim lifverum
sem vatninu eru háðar tjón.
J