Þjóðviljinn - 05.06.1976, Side 14
14 StÐA — ÞJÓDVILJINN Laugardagur 5. júnl 1976.
Hjúkrunarfræðingur
óskast til starfa við heilsugæslustöðina i
Laugarási i Biskupstungum. Góð leigu-
laus ibúð til staðar. Upplýsingar gefa
héraðslæknarnir i Laugarási i sima 99-
1880 og Jón Eiriksson, oddviti, i sima 99-
6523.
Félagsmálastofnun
óskar að ráða
F élagsráðgjaf a
til starfa við stofnunina. Nánari upplýs-
ingar gefur félagsmálastjóri i sima 21000 á
Akureyri.
Lögtaksúrskurður
Samkvæmt beiðni bæjarsjóðs Garða úr-
skurðast hér með að lögtök geti farið fram
fyrir gjaldföllnum en ógreiddum fyrir-
framgreiðslum útsvara og aðstöðugjalda
ársins 1976 til Garðakaupstaðar, svo og
nýálögðum hækkunum útsvara og að-
stöðugjalda ársins 1975 og fyrri ára, allt
ásamt dráttarvöxtum og kostnaði.
Lögtökin geta farið fram að liðnum átta
dögum frá birtingu úrskurðar þessa, ef
ekki verða gerð skil fyrir þann tima.
Hafnarfirði, 19. mai 1976.
Bæjarfógetinn i Garðakaupstað.
Kaupum þang
ÞÖRUNGAVINNSLAN HF. tekur á móti
þangi eða sækir skorið þang (klóþang) til
þeirra, sem vilja afla þangs á fjörum við
Breiðafjörð.
Greiddar eru kr. 3000,- á tonn fyrir þang
sem sótt er á skurðarstað, komið i net og
við legufæri. Hærri greiðslur eru fyrir
magn umfram 40 tonn á mánuði frá sama
öflunaraðila, ennfremur verðuppbætur
þegar afhendingar standa fieiri mánuði
samfleytt. Greiðslur fyrir flutning til
verksmiðju eftir samkomulagi.
Hnifar, net og legufæri til handskurðar
eru útveguð af ÞÖRUNGAVINNSLUNNI
og tæknilegar léiðbeiningar við fram-
kvæmd handskurðar eru veittar af fyrir-
tækinu.
Upplýsingar veitir Bragi Björnsson,
öflunarstjóri i ÞÖRUNGAVINNSLUNNI á
Reykhólum. Simi um Króksfjarðarnes.
''Útboð--------------------------
Hveragerðishreppur óskar eftir tilboðum i
undirbyggingu gatna og lagningu holræsa.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu
Hveragerðishrepps og Verkfræðistofunni
Fjarhitun h.f. Álftamýri 9, Reykjavik,
gegn 10.000 kr. skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Hvera-
gerðishrepps þriðjudaginn 22. júni kl.
14.00.
Sigurður Guðjónsson skipstjóri:
„VÉR MÓTMÆLUM ALLIR”
Gó&ir fundarmenn!
Þau stórtíöindi hafa gerst aö
einn nauöungarsamningurinn er
yfir okkur duninn og má þaö
furöulegt teljast eftir þaö, sem á
undan er gengiö. Bretum hefur
heppnast sln alþekkta aöferö aö
þreyta andstæöinginn þar til hann
gefst upp. Og þetta geta menn
gjört án þess aö bera undir aöila
hér heima, aö maöur tali nú ekki
um hiö háa alþingi. Maöur fer aö
taka símabilunarsöguna sem
hverja aöra þjóðsögu, ef svona-
lagað geta tveir menn gjört i
gegnum bilaöan sima.
Kannski heföi þaö átt aö vera til
þess aö sýna okkur I tvo heimana
þegar fjögur herskip breta ráöast
að einu skipi okkar og gjöra
ásiglingu — fara aö þvi öll I einu.
Þaö er aödáunarvert hve lipur-
lega skipstjóranum tókst að verj-
ast þessu ofurefli og vlkja sér
undan. Þaö er frábær vitnis-
burður um islenska sjómennsku.
Ótrúlegt er aö bresku skip-
stjórunum takist aö sannfæra
menn sem eitthvaö þekkja til sjó-
mennsku aö allt sé þeim Islensku
aö kenna, en þainnig hafa þeir
alltaf túlkað málin sér I hag.
Þaö eru furöulegar ástæöur
sem gefnar eru fyrir þessari upp-
vööslu. Þeir hafa sifellt verið aö
fara fram á samninga, en þó láta
þeir i veöri vaka, aö þeir geti veitt
meira meö þessu herskipabrölti
en án þess.
Þeir telja sig veröa fyrir at-
vinnutapi, sé samið um fækkun
skipa, og auövitaö er þaö satt.
Maöur getur fundiö til með góö-
kunningja I öllum fiskibæjum
Bretlands, eftir margra áratuga
siglingar þangað. En hvaö skal
segja, viö erum aöeins að reyna
aö bægja skortinum frá okkar
éigin bæjardyrum. Bretar eiga
margra annarra kosta völ i at-
vinnulegu tilliti, jafn háþróuö
iðnaðarþjóö sem aö mörgu ööru
hefur aö hverfa en viö eigum.
Okkar athvarf er aðeins þetta
gamla ráö, að heröa sultarólina
eftir þvi sem hungriö sverfur aö
og fá börnunum spóninn sinn til
þess aö sleikja þegar ekkert er i
askinum.
Talaö er um aö leggja nokkru af
okkar skipastóli til þess aö bjarga
viökomu þorsksins. Þó vilja þess-
ir sömu menn semja erlend skip
inn á okkar miö.
Lika er talaö um aö fara aö
veiöa aðrar fisktegundir, sem
mjög er óvist aö til séu i nokkru
magni. Er þar tilnefndur kol-
munni og kosta til þess skip aö
leita hann uppi, en karfinn á
okkar eigin miöum er ekki
nefndur, heldur en hann sé ekki
til, enda var þjóöverjum afhent
þau miö s.l. haust meö samningi.
Svo aftur sé vikiö til þess meö
kolmunnann þá er þvi til aö
svara, aö á okkar miöum er varla
mikiö magn af honum, hann er
helst norður og vestur af Skot-
landi. Ekki þarf aö ætla aö bretar
helypi okkur á hann eftir að þeir
hafa fært út sína landhelgi, þvi
þaö gjöra þeir líka, þótt þeir reyni
aö rýja okkar miö svo lengi sem
þeir geta.
Svo öruggir voru brétar um sig-
ur sinn i þessum samningum aö
togarar þeirra margir fóru af
staö áleiöis á Vestfjarðamið
áöur en samningamennirnir
lögöu af staö til Oslóar og voru til-
búnir aö kasta um leiö og
samningarnir voru undirritaöir.
Var þetta virkilega svona vel
undirbúiö fyrirfram og leynilega?
Ekki er þeim láandi þó þeir
hugsi sér gott til glóðarinnar aö
bæta upp lélegan túr af Hvalbaks-
slóöum meö kolanum af
Bjargtangagrunninu og Slétta-
nesslóöinni, sem þá hefur
áreiöanlega dreymt um i allan
vetur.
Þeir sem fóru norðurleiöina
koma svo mátulega I vorgönguna
á Skagagrunniö og Hornbankann.
Hver eftir ósk sinni um sin kær-
ustu miö. Mun þá ekki fara aö
þrengjast hjá linubátum norö-
fendinga og vestfiröinga? ,,Þá
ætla ek mörgum kotbóndanum
muni þykja þröngt fyrir durum”,
ræða á
útifundinum á
Lækjartorgi
sagöi Einar Þveræingur Eyjólfs-
son i sinni frægu landvarnarræöu
forðum.
Ég var aö vona aö sjávarút-
vegsráöherra okkar renndi
huganum til sinna kjósenda likt
og Einar Þveræingur foröum og
heföi hann til fyrirmyndar I þessu
máli. En svo hefir ekki veriö þvl
miöur, hvaö sem valdiö hefur.
í þeim 10 boöorðaslitrum af
þessum nýgjöröa samningi um
íesinn var i útvarpiö I gærkveldi
var eitt atriöi þaö aö islensku
sér finna, þótt á ýmsu hafi gengiö.
Þótt hin stóru bresku herskip hafi
gjört svo svæsnar ásiglingar á þá
á þessum litlu skipum okkar, aö
þeir hafa beinlínis velt þeim viö,
svo gjörsamlega brjóta af þeim
skrúfuna, sem þó er aöeins ofan
viö kjöl skipsins. Þaö sjá allir aö
ekki vantaöi mikiö á aö skipunum
væri hvolft. Jafnvel svona aöfarir
nægja ekki til þess aö draga
kjarkinn úr þessum mönnum, þaö
eru stjórnmálamennirnir sem
bila.
Islenskum forvigismönnum hefir
fyr veriö ógnaö meö vopnaskaki
og þeir reynt aö standa á rétti
bióöar sinnar, þó þaö komi
stundun fyrir litiö. En nöfn þeirra
standa þó á spjöldum sögu vorr-
ar, skráö eldlegu letri til
leiöbeiningar eftirkomendunum.
Maöur sér i anda öldunginn Árna
Oddsson á Kópavogsþingi 1662,
Siguröur Guöjónsson, skipstjóri
varöskipin skuli kalla enskt eftir-
litsskip til aö staösetja lögbrjóta
þá, sem þau standa aö ólöglegum
veiöum. Þetta niöurlægjandi
ákvæöi er endurtekiö úr þeim
samningi sem gjöröur var viö þá
hérna um áriö. Islensku varö-
skipsmönnunum er þá ekki trúaö
til þess aö mæla rétt upp staöinn.
Þó hefur kcmiö fyrir aö *au hafi
gefiö herskipunum upp staðinn
þegar þau voru ekki viss. Þarna
hefir verið staöfest 1 samningi
mikið niöuriægjandi atriði.
Maöur hélt þó aö varöskipsmenn
okkar heföu unniö til annars
vitnisburðar fremur.
Um aörar greinar þessa
nauöungarsamnings ætla ég ekki
aö fjalla, þaö munu aörir gjöra.
En aðalatriöið þaö, sem breska
útvarpiö BBC segir hiklaust aö
þessu máli sé ekki lokiö þvi nú nái
bretar framhaldsamningi á eftir i
gegnum Efnahagsbandalagiö og
þá á öllum miöum aðildarrikj-
anna lika. Þaö veröur ekki annað
skiliö en þeir áliti siöari hálfleik-
inn eftir og sá hlær best sem
siðast hlær.
Nú er svo komiö aö okkar ráöa-
menn hafa látið kúgast fyrir
vopnaskaki og ásælni breta. En
þeir menn sem framast standa f
þessum átökum varðskipsmenn
okkar hafa engan bilbug látiö á
standa einn oröiö uppi til aö and-
mæla lögleysu Hinriks Bjelke,
þrátt fyrir hermannaskarann,
sem umkringdi þá. „Stóð hann
þar stæltur viö allt til kvölds”
sagöi klerkurinn frá Snæfögls-
stööum, sem sjálfur var á þing-
inu.
Þá má minna á viöbrögö Jóns
Sigurössonar og annarra þjóö-
fundarmanna þegar Trampe
konungsfulltrúi tók sér konungs-
vald og sleit fundinum I trausti
hersveita sinna, sem hann lét
vera aö æfingabrölti kringum
fundarstaöinn. ,,Ég mótmæli!”
kallaöi Jón Sigurösson á eftir
konungsfulltrúa, þegar hann
strunsaöi út. „Vér mótmælum
allir!”, tóku allir aörir þjóö-
fundarmenn undir viö foringja
sinn. Gengu svo i gegnum her-
mannaskarann og báru höfuö sin
hátt.
Nú eigum viö ötula varðskips-
menn, allt frá skipherrum til
léttadrengja og þeir bregöa sér
ekki viö smámuni. En viö eigum
engan Einar Þveræing, heldur
ekki Árna Oddsson. Jón Sigurös-
son, sem stærstu björgum velti úr
götu islensks sjáifstæöis, eigum
viö nú ekki heldur. En viö getum
tekiö upp orö hans eins og þjóö-
fundarmennirnir foröum. — „Vér
mótmælum allir!”