Þjóðviljinn - 09.06.1976, Side 7
lYIiðvikudagur 9. júni 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
Rætt við fulltrúa á aðalfundi Sambandsins
Félög
fólksins
Blaðamanni frá Þjóðviljanum
gafst færi á að Hta sem snöggv-
ast inn á aðalfund SIS í Bifröst i
fyrradag. 1 fundarhléi fékk
hann færi á að taka fáeina fund-
armenn tali. Þeirra á meðal var
Sigurður Brynjólfsson i Kefla-
vik og fer hér á eftir það, sem
hann hafði að segja i örstuttu
viðtaii.
— Hvað er þér rikast i huga i
sambandi við samvinnuhreyí-
inguna á fslandi i dag, Sigurð-
ur?
— Ja«, ég veit nú ekki hversu
auðvelt mér reynist að skýra frá
þvi i stuttu máli. Það má margt
um sam vinnuhreyfinguna
segja, eins og hún er nú og sem
betur fer margt gott, en sumt
aftur á móti kannski ekki alveg
eins gott. Og eins og það er
nayösynlegt aðgleyma ekki þvi,
sem vel er gert, er einnig þörf á
að muna það, sem miður fer þvi
að af mistökunum eigum viö að
læra.
Samvinnuhreyfingin var
mjög sterk félagslega á fyrri ár-
um. Frumherjarnir voru bjart-
sýnir eldhugar, sem sópuðu að
sér hugsjónamönnum. í dag
finnst mér fólkið ekki nógu virkt
i félagsstarfinu. Það er engu lik-
ara en vaxandi hagsæld al-
mennings hafi sljógvað skilning
hans á eðli og hlutverki sam-
vinnufélagsskaparins. Fólk vill
gleyma þvi, til hvers samvinnu-
félögin voru stofnuð. Það
hugsar ekki út i hvað samvinnu-
hreyfingin á að vera. Hlutverk
kaupfélaganna er nákvæmlega
það sama i dag, i öllum megin-
atriðum a.m.k. og það var i önd-
verðu og þýðing þeirra fyrir
fólkið engu minni. En það rfkir
almenn féiagsleg . deyfð i land-
inu og auðvitað bitnar hún á
kaupfélögunum eins og annari
félagsstarfsemi.
Stundum er kvartað yfir of
háu verðlagi hjá kaupfélögun-
um, og e.t.v. er það stundum
réttmætt. En ég held, að þau séu
samt sem áður hemill á versl-
unarálagninguna, þegar á
heildina er litið, enda eiga þau
að vera grundvöllur góðrar og
hagkvæmrar verslunar. Og þó
að fyrir komi, að dýrari vara
finnist i kaupfélagi en einka-
verslun þá er það lélegur sam-
vinnumaður, sem lætur verð á
einni sultukrukku plata sig.
Hitt finnst mér nú ekki eins
gott né skynsamlegt, að það er
eins og enginn komist til neinna
áhrifa og valda i sumum kaup-
félögum nema hann sé fram-
sóknarmaður. Nú, þetta var
kannski eðlilegt á sinum tima
þvi það voru framsóknarmenn,
sem fyrst og fremst stóðu i sókn
og vörn fyrir kaupfélögin gegn
árásum ihaldsins. En það á ekki
við lengur. Velunnara kaup-
félaganna og skelegga baráttu-
menn fyrir þau er vissulega að
finna viðar en innan Framsókn-
arflokksins, sem betur fer..
Ymis afstaða SIS i dag er
stundum gagnrýnd og umdeild i
sambandi við vinnudeilur o.fl.
Ég tel, að sú gagnrýni eigi oft
rétt á sér. En séum við óánægð
þá eigum við að siðbæta sam-
vinnuhreyfinguna en ekki
leggja hana niður. Það er hættu-
legt, er samvinnuhreyfingin
reynir ekki að halda frið við
Verður framsóknarþingmaður
að vera endurskoðandi SÍS?
Halldór var
kjörinn með
38 gegn 37
Á aöalfundi StS I Bifröst fyrir
helgina baðst Tómas Árnason
alþm. sem veriö hefur endurskoö-
andi reikninga Sambandsins um
nokkurt skeiö, undan endurkjöri.
Mælt er, aö hann hafi bent á Hall-
dór Ásgrímsson, alþm., sem arf-
taka sinn og mun einhver hluti
stjórnar StS hafa stutt þá
uppástungu.
Nú hefur Eirikur Pálsson, lög-
fræðingur i Hafnarfirði, verið
varaendurskoðandi og sýndist þvi
ekki óeðlilegt, að hann yrði eftir-
maður Tómasar. Skiptust fundar-
menn lika mjög i tvo hópa um af-
stöðu til þeirra Halldórs og Eiriks
og varð kosningin harðsótt. Svo
fóru þó leikar, að Halldór var kos-
inn með eins atkv. mun, hlut 38
atkv. en Eirikur 37.
Hér skal engum getum að þvi
leitt, að Halldór hafi sóst eftir
M.R.
stúdentar 1976
Stúdentagleði verður i Snorrabúð (áður
Silfurtungl) föstudaginn 11. júni. Húsið
verður opnað kl. 9.
Á boðstólum verður miðnætursnarl. Hafið
samband við Ásgeir — simi 24394, Hildi —
simi 73241 eða Þóru — simi 16372.
Sigurður ólafsson
verkalyðshreyfinguna. Hún má
ekki brjóta af sér þann fjölda
sem hún er stofnuð fyrir.
Samvinnuhreyfingin hefur
verið burðarás athafna og
verslunar vitt um land. Hún
fæst ekki einungis við verslun
heldur og margháttaðan iðnað,
útgerð, fiskvinnslu og margt
fleira. Einkaframtakið unir sér
ekki nema þar, sem verulegs
hagnaðar er von. Þá koma
kaupfélögin til bjargar. Sums-
staðar er tæplega grundvöllur
til þess að reka verslun með
hagnaði. Kaupfélöginstarfa þar
samt. Af hverju? Af þvf að þau
eru stofnuð fyrir fólkið.
Aðalhættan, sem að sam-
vinnuhreyfingunni steðjar kem-
ur innan frá. Hún liggur i þvi, að
hreyfingin þróist frá fólkinu.
Það má aldrei gleymast, að
fólkið á þessa hreyfingu. Við
megum ekki gleyma hversu
mikið öryggi er i þvi fólgið fyrir
hvert byggðarlag að þar starfi
samvinnufélag. Það flytst ekki
burtu þótt á móti blási, það
verður kyrrt heima. Aðalatriðið
fyrir samvinnuhreyfinguna i
heild og á hverjum stað er, að
hver félagsmaður skilji, að
þetta er hans félag, að hann sýni
þvi þá rækt og umhyggju, sem
nauðsynleg er til þess að
tryggja, að það lendi ekki i
trölla höndum þvi þá eru dagar
hreyfingarinnar taldir. Þvi er
það ljótur leikur að rægja sam-
an bændur og verkamenn og þar
að auki stór hættulegt þessum
stéttum báðum.
Það má aldrei gleymast, að
samvinnuhreyfingin var i önd-
verðu stofnuð fyrir hina mörgu
og smáu, þá, sem sátu og sitja
forsælumegin i þessu „velferð-
ar”- þjóðfélagi okkar. Á þeim
grundvelli verður hún að starfa,
ella hefur hún tapað þeim átt-
um, sem nauðsynlegt er að
halda.
— mhg
Mun
mitt
Einn af fuiltrúunum á
aðalfundi SlSvar Hörður
Zophaniasson/ skólastjóri
í Hafnarfirði og for-
maður Kaupfélags Hafn-
firðinga. Hörður var nú
kosinn í aðalstjórn Sam-
bandsins í stað ólafs Þ.
Kristjánssonar# fyrrv.
skólastj., sem setið hefur
í stjórn SIS um hrið, en
mæltist nú undan endur-
kjöri.
Blaðamaður Þjóðviljans átti
stutt samtal við Hörð eftir fund-
inn og spurði hann hvaða mál
hann teldi að einkum hefðu sett
svip sinn á umræðurnar.
— Ég hef nú ekki áður setið
sambandsfund, sagði Hörður, —
og hef þvi ekki aðra slika til
samanburðar. En ég er
ánægður með fundinn I. heild,
gera
besta
mér fannst hann bæði fróðlegur
og skemmtilegur. Að sjálfsögðu
bar margt á góma, en veiga-
mikill þáttur i umræðunum voru
hugsjóna- og féiagsmál sam-
vinnuhreyfingarinnar, og er það
vel. Fundarmönnum var greini-
lega ljós þörfin á þvi, að efla
félagsstarfið og skerpa skilning
almennings á hugsjónagrund-
velli samvinnuhreyfingarinnar
0g markmiðum.
Þá voru fjárhagsmálin mjög
til umræðu og þeir erfiðleikar,
sem sivaxandi dýrtið veldur
samvinnufélögunum. Birtast
þeir m.a. i stórfelldum
rekstrarfjárskorti, bæði Sam-
bandsins og einstakra kaup-
félaga. Kom fram i ræðum
margra kaupfélagsstjóra, að af-
urðalán til landbúnaðarins t.d.
færu hlutfallslega stöðugt
minnkandi og vandséð væri,
hvernig kaupfélögin færu að
leysa það mál, þegar sjálfsögð
opinber aðstoð brygðist.
Hörður Zophaniasson
— Nú varst þú kosinn i stjórn
Sambandsins, Hörður, hvernig
segir þér hugur um það starf?
— Ég vil nú fyrst og fremst
þakka fundarmönnum fyrir það
traust sem þeir sýndu mér með
þessari kosningu. Ég geri mér
grein fyrir þvi, að þetta er
þýðingarmikið starf, sem miklu
skiptir fyrir samvinnumenn
hvernig er rækt. Sjálfsagt fylgja
þvi einhverjar áhyggjur eins og
öðrum ábyrgðarstörfum, en
einnig efalaust ánægja. Ég mun
reyna að gera mitt besta.
—mhg
þessu starfi, þótt varla hafi hann
verið tilnefndur til þess án vit-
undar hans og vilja. Sjálfsagt er
Halldór hæfur til starfsins en það
er Eirikur einnig, enda hefði hann
vart verið kosinn varaendurskoð-
andiásinum timaaðöðrumkosti.
Lagalegur réttur eins um fram
annan er auðvitað ekki til i þess-
um efnum, en hitt munu allir
sanngjarnir menn mæla, að hinn
siðferðilegi réttur hefi allur verið
Eiriks megin. Hér er þvi um lúa-
lega framkomu að ræða, sem ekki
er sæmandi samvinnumönnum.
Nú er Eirikur Pálsson fram-
sóknarmaður, kannski stundum
óþægilega s jálf stæður i skoðunum
að sumum finnst, svo flokkurinn
misstieinskis I við kosningu hans.
Eða á það kannski að verða regla,
aö þingmaður frá Framsóknarfl.
þurfi að vera endurskoðandi
reikninga SIS?
Þó að einhverjum framsóknar-
mftinum i SIS hafi nú tekist að
vinna þennan „frækilega” sigur á
framsóknarmanninum Eiriki
Pálssyni þá mættu úrslit þess-
arar kosningar samt sem áður
vera þeim nokkur visbending um
þróunina. Einlæga fylgismenn
samvinnuhreyfingarinnar er si-
fellt fleiri að finna utan raða
framsóknarmanna. Því ættu
framsóknarmenn að fagna, þvi
þess viðar sem hreyfingin eign-
ast liðsmenn, þess öflugri verður
hún og áhrifameiri. Pólitisk yfir-
ráð eins flokks yfir samvinnu-
hreyfingunnieru áfallanda faeti.A
þvi þurfa framsóknarmenn aö
átta sig. Það er bæði mikilsvert
fyrir þá sjálfa og samvinnu-
hreyfinguna i heild.
Aðalfundur
Laugarnessafnaðar verður haldinn i
Laugarneskirkju sunnudaginn 13. júni kl.
3 siðdegis að lokinni guðsþjónustu.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf
önnur mál.
Sóknarnefndin.
Aðalfundur
Prentsmiðju
Þjóðviljans hf
vegna áranna 1972 til 1975 verður haldinn
að Grettisgötu 3 mánudaginn 14. júni
næstkomandi kl. 8.30 siðdegis.
Dagskró:
1) Venjuleg aðalfundarstörf skv. sam-
þykktum félagsins.
2) Framtið hlutafélagsins.
STJÓRNIN