Þjóðviljinn - 11.06.1976, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 11. júnl 1976.
DJOÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Otgefandi: (Jtgáfufélag Þjóðviljans
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
JJmsjón með sunnudagsblaði:
Jfrni Bergmann
(Utstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólavörðust. 19. Sfmi 17500 (5 linur)
iÞrentun: Blaöaprent h.f.
HEIM EÐA HEIMAN
Á aðalfundi Sambands islenskra sam-
vinnufélaga, sem haldinn var fyrir fáum
dögum var samþykkt tillaga, þar sem
hvatt er til þess að komið verði á sem nán-
ustu samstarfi samvinnuhreyfingarinnar
við samtök launafólks og bænda.
Það var ólafur Ragnar Grimsson,
prófessor, sem var upphafsmaður þessar-
ar tillögu á aðalfundi SÍS, en hann var þar
einn af fulltrúum KRON i Reykjavik.
Það er ástæða til að staldra við, þegar
svona samþykkt er gerð á aðalfundi SÍS.
Sé litið til baka,þá blasir við, að nær alla
þá öld, sem við nú lifum, hafa tvenn sam-
tök, verkalýðshreyfingin og samvinnu-
hreyfingin, sett meiri svip á allt okkar
þjóðlif en nokkur önnur, og um það þarf
vart að efast, að samanlagt hafa þau átt
drýgstan hlut að flestum jákvæðum þátt-
um þeirrar framvindu, sem orðin er.
Báðar eiga þessar voldugu félagsmála-
hreyfingar sér rætur, sem um flest svipar
saman. Þær eru báðar alþýðuhreyfingar
að upphafi og innsta eðli.
Til þeirra beggja var stofnað til að
virkja það mikla afl sem i félagsskap og
einhuga samtökum fjöldans býr i þvi
skyni að brjóta alþýðu leið frá sárustu ör-
birgð til menningar og mannsæmandi lifs.
Grundvöllur beggja er félagshyggja, og
hugsjónin um jafnrétti i stað óþolandi
misréttis var jafn rik i þingeysku bændun-
um, sem gengust fyrir stofnun fyrstu
kaupfélaganna, og þeim örsnauðu sjó-
mönnum og verkamönnum, sem gengust
fyrir stofnun fyrstu Bárufélaganna og
verkalýðsfélaga suðvestanlands.
Myndin er lik af bóndanum á Grims-
stöðum, þar sem hann stendur i búðinni á
Húsavik, býður kaupmannavaldinu byrg-
inn, en biður skipakomu, — og af skútu-
manninum, sem stendur upp á Dags-
brúnarfundinum i Reykjavik haustið 1915,
og leggur til að stofnuð verði landssamtök
alls islensks verkafólks.
Báðir eru þeir sáðmenn einnar ættar.
Siðan þá hefur mikið vatn runnið til
sjávar, og nú stöndum við hér.
Aldrei hefur verið brýnna en einmitt nú
að ganga á hólm við þau þjóðfélagsöfl,
sem setja einkagróðann öllu ofar og ætla
félagslegum og menningarlegum hags-
munum alþýðu að þoka um set fyrir
óskertu frelsi fjármagnsins og handhafa
þess.
Þessi hólmganga er ekki brýnni nú en
áður vegna þess að örbirgð hafi farið vax-
andi — hér er bjargálna fólk, — en hún er
brýnni en nokkru sinni fyrr vegna þess að
fái auðhyggjan að drottna i tækniþjóð-
félagi nútimans þá er sjálfu manngildinu
hætt.
Þeir félagshyggjumenn, sem kynnu að
vilja vefengja þá fullyrðingu ættu að lita i
eigin barm, og ihuga vandlega frásagnir
tveggja siðdegisblaða undanfarna daga af
svokölluðum skoðanakönnunum, sem sýni
að meirihluti islendinga sé nú óðfús að
selja, i bókstaflegri merkingu, hluta af
landi sinu undir erlend hernaðarumsvif, —
og þá væntanlega hæstbjóðanda.
Hér hafa ekki aðeins verið á ferð sáð-
menn félagshyggju, þeir sem manngildið
efla. Hinir hafa lika verið mikilvirkir sáð-
menn auðhyggjunnar, sem allt býður falt
fyrir krónur, dollara og pund. Þeirra spor
sjást lika viða, og máske fer uppskeran að
koma i ljós.
Þar kemst manneskjan lægst, þegar
hún með saddan kvið býður erlendum
auðdrottnum sjálfa sig og ættjörð sina fala
fyrir meira glingur.
Þeim Jakob og Ottó þýddi ekki að bjóða
peninga,þess vegna gengu þeir uppréttir.
Fyrir nær 30 árum kom út bók á íslandi
sem heitir Atómstöðin. Menn ættu að
fletta upp i þeirri bók nú. Máske sér ein-
hver þar sjálfan sig i spegli. Og þeir sem
kristnir eru mættu lika fletta upp i bibli-
unni um leið og þeir meðtaka fréttirnar i
Dagblaðinu og Alþýðublaðinu og sjá hvað i
þeirri bók stendur um 30 silfurpeninga og
handhafa þeirra.
Á þessi mál er minnst hér i tengslum við
samþykkt aðalfundar SIS vegna þess, að
hvað sem öðru liður, þá er það sameigin-
legur hugsjónagrundvöllur verkalýðs-
hreyfingarinnar og samvinnhreyfingar-
innar, sem við höfum fram að tefla gegn
þvi ofurvaldi auðhyggjusorans, sem ógnar
þjóð okkar.
1 þessum efnum duga ekki orð ein.
Þvi miður hafa frammámenn sam-
vinnuhreyfingarinnar i alltof rikum mæli
skipað sér á bekk með andstæðingum
verkalýðshreyfingarinnar á siðari árum
og áratugum. Þeir standa alltof oft við hlið
fulltrúa auðstéttarinnar i kjaradeilum við
verkafólk. Þeir hafa látið sér sæma að
tengja samvinnuhreyfinguna hermanginu
á Keflavikurflugvelli og margvislegu
gróðabralli i samstarfi við fulltrúa einka-
gróðans.
Hér þarf að verða breyting á. En vilji
samvinnuhreyfingin i reynd snúa heim að
Auðnum á ný, þá ber verkalýðshreyfing-
unni skylda til að rétta fram bróðurhönd.
Þörfin á samstarfi er brýn, — þörfin á
pólitisku samstarfi.
—k.
Að búa til staðl-
aða smáborgara?
boröinu aö eitthvaö bogiö geti
veriö viö setninguna: ,,að lög
skuli ráöa fremur en menn”. En
kannski telja þessir ágætu full-
trúar einkaframtaksins aö
Á siöustu tiu árum hefur
hreyfing ungra athafnamanna
skotiö upp kollinum all-viöa um
land og skreytir sig með erlendu
lieiti „Junior Chamber”. Ekki
hefur félagsmönnum tekist að
þýöa nafn hreyfingarinnar á
þjóötungu vora, enda kannski
ekki ástæða til, þvi i trúar-
jlátningu samtakanna segir:
,,þaö er skoðun vor aö bræöra-
lag manna sé þjóðarstolti
æöra”. Svo viröist sem hreyfing
Jþessi hafi einkum valið sér þann
starfsvettvang aö ná saman
ungum athafnamönnum úr viö-
skiptalifinu og hópefla þá viö
hugsjónina um einstaklings-
frelsi og frjálst framtak. Viö há-
degisveröarborðhald er siban
rætt um margvisleg mál og
fariö með trúarjátningu Junior
Chamber en hún er svohljóö-
andi:
„Þaö er skoöun vor:
aö trú á guö veiti lifinu tilgang
og takmark,
aö bræöralag manna sé þjóðar-
stolti æöra,
aö skipting gæbanna veröi rétt-
látust við einstaklingsfrelsi
og frjálst framtak,
aö lög skuli ráöa fremur en
menn,
aö manngildiö sé mesti fjár-
sjóöur jarðar,
aö efling mannsandans sé æösta
athdfn lifsins.”
Liklega þykir þaö óviöeigandi
aö efast um inntak trúar-
játningar, en skyldi það aldrei
hafahvarflaö lö neinum þessara
ungu athafnamanna yfir matar-
menn komi hvergi nærri lög-
gjöfinni og lög og regla veröi að
gilda i þjóðfélaginu óbreytt um
aldur og ævi. Við lestur trúar-
játningarinnar kemur upp i
huga lesenda ámóta yfirlýsing-
ar frá öfgafullum hægri sam-
tökum i Bandarikjunum, t.d.
John Birch society.
Aðalstöðvarnar
I blaöi Junior Chamber á
Akureyri er skilmerkilega
greint frá upphafi og þróun
þessara samtaka. Hreyfingin
var stofnuö áriö 1915. i St. Louis
i Bandarikjunum og varö al-
þjóöleg áriö 1944. Aðal-
stöövarnar eru i Coral Gambles
1 Florida og hefur hreyfingin
breiðst út til 80 landa og telur nú
um hálfa miljón félagsmenn i
9000 klúbbum. Hingaö barst
þessi söfnuöur frá Sviþjóð áriö
1960, en eftir 1967 skutu fleiri
félög upp kollinum úti um land.
Þaö segir nokkuð um i hverra
þjónustu félagið starfar, aö
höfuöstöðvarnar hér á landi eru
hjá Verslunarráöi Islands að
Laufásvegi 36.
Markmið hreyf -
ingarinnar
En hver eru markmiö þessar-
ar hreyfingar sem hefur svo góö
alþjóöleg tengsl, glæsta trúar-
játningu og virðulegar aðal-
stöövar? t fyrrgreindri heimild
segir: „Hægt er aö flokka
markmið J.C. hreyfingarinnar I
Velkomin
/
Junior
Chamber
þrjá höfuöflokka: 1. Námskeið
— Kynningar og þjálfunarnám-
skeiö til féiagslegrar þroska-
uppbyggingar einstaklingsins,
t.d. ræðunámskeið, funda-
reglur, raddbeiting, stjórnþjálf-
un, stjórnendaþjálfun. 2. Skipu-
lögö nefndastörf. — Hér lærum
viö aö taka skjótar skipulagöar
ákvaröanir til aö nýta betur
okkar tima og annarra. Stefnt
er að þvi aö gera hvern einstak-
ling aö hæfari stjórnanda hvern
i sinu fagi. 3. Kynning —. I J.C.
gefst okkur kostur á aö kynnast
ungum mönnum út um land og
siðar félögum okkar erlendis.
Ofteru þetta mjög áhrifamiklir,
framgjarnir menn, sem hagur
er I aö kynnast. Slik kynni geta
orbiö mjög gagnleg bæbi til
ánægju og viöskipta.”
Þannig er lýst markmiöum
J.C. hreyfingarinnar og gera
má ráö fyrir að hreinskilnin i
þriöja liðnum geri öllum ljóst
hvert er eðli og tilgangur þessa
félagsskapar.
1 grein sem fyrir nokkru birt-
ist i timariti Máls og menningar
var gerö nokkur úttekt á öllum
þessum hádegisverðarklúbbum
sem skjóta upp kollinum um allt
land og eru i sumum plássum
einu félögin sem halda uppi
öflugu félagslifi mitt i öldudal
félagsstarfsins. Sagt er að jafn-
vel meirihlutar i sumum
sveitarfélögum séu skipulagðir
af hádegisverðarklúbbunum
þvert á alla stjórnmálaflokka.
En i fyrrnefndri grein 1 M.M. er
markmiði félaganna lýst svo, að
ætlunarverkiö sé að gera menn
að „stöðluðum smáborgurum.”
Vissulega væri þaö félagsfræöi-
legt verkefni að kanna áhrif og
gildi félagsskapa af þessu tagi
hér á landi.
—óre
Vilmundur hefur veriö vinsæll
ræöumaöur á klúbbfundum J.C.
hreyfingarinnar í vetur.
Ungir athafnamenn i J.C. á
Akureyri á einum sinna hálfs-
mánaöarlegu klúbbfunda.