Þjóðviljinn - 11.06.1976, Side 6

Þjóðviljinn - 11.06.1976, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 11. júni 1976. Forsetahjónin í brúðkaup Svía- konungs Forseti Islands, dr. Kristján Eldjárn og kona hans hafa þegið boð Carls XVI Gustafs Sviakonungs um að vera við- stödd brúðkaup hans og ung- frú Silviu Sommerlath i Stokk- hólmi laugardaginn 19. júni n.k. Forsetahjónin munu halda flugleiðis til Stokkhólms 18. júni. t fylgd með þeim verða Birgir Möller forsetaritari og kona hans. Skarphéðinsfé- lagar og fleiri til Danmerkur Á hvitasunnudag 6. júni s.l. hélt 38manna hópur frjálsiþróttafólks til æfinga ogkeppni i Danmörku á vegum HSK. í hópnum eru 28 Skarphéðins- félagar sem æft hafa af miklu kappi i allan vetur, og hefur undirbúningur þessarar feröar staðið yfir frá þvi i september s.l. haust. Skarphéðinn hefur boðiö 10 frjálsiþróttamönnum frá öðrum félögum aö taka þátt i feröinni, 7 frá HSÞ. Héraðssambandi Suð- ur-Þing., 1 frá HSH. Héraðssam- bandi Snæfellsn. og Hnappa- dalss., 1 frá Akureyri og 1 frá I.R.. Frjálsi'þróttafólkið mun veröa við æfingar ogdvelja iFuglsösen- tret i nágrenni Arósa i hinni glæsilegu iþrótta- og félagsmið- stöð D.D.G.U. dönsku ungmenna- félaganna. Þjálfari liðsins veröur einn þekktasti frjálsiþróttaþjálfari A.A.G. i' Arósum Ole Schöler, en hann hefur s.l. tvö sumur haft meö þjálfun frjálsiþróttafólks HSK aö gera. Dagana 23. til 27. júni n.k. mun frjálsiþróttafólkið taka þátt i landsmóti dönsku ungmenna- félaganna sem haldið verður i Es- bjerg.oghlutihópsinskeppa þari úrvalsliði UMFl, sem þangað hefur verið boðið til keppni. Af marggefnu tilefni vekur heilbrigðismálaráð athygli á þvi, að samkvæmt ákvæðum 39. 2. gr. heilbrigðis- reglugerðar er bannað að hleypa hundum, köttum eða öðrum dýrum inn i matvöru- verslanir, veitingastofur eða önnur fyrir- tæki, þar sem framleiðsla eða dreifing matvæla fer fram. Leyfishafar ofangreindra fyrirtækja bera ábyrgð á að fyrirmælum þessum sé fram- fyigt. Reykjavik, 10. júni 1976, Heilbrigðismálaráð Reykjavikurborgar. LAUSSTAÐA Laus er til umsóknar staða heilbrigðis- ráðunauts við Heilbrigðiseftirlit rikisins. Umsækjendur þurfa að vera dýralæknar, helst með nokkra sérþekkingu i heil- brigðiseftirliti, eða matvælasérfræðingar. Staðan veitist frá 1. ágúst 1976. Umsóknir sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu fyrir 10. júli 1976. Heilbrigðis- og t ryggingamálaráðuneytið ^’Blómabúðin MÍRA Suðurveri við Stigahlið 45—47, simi 82430 Miðbæ við Háaleitisbraut simi 83590 Blóm og gjafavörur i úrvali i Mikley á Winnipegvatni stunduðu islendingarnir aðallega fiskvciöar, en flestir áttu túnskika á strönd- inni, þar sem skóginum hafði veriö rutt úr vegi. Þessi mynd frá Mikley á aö minna á, að annar hluti myndaflokks sjónvarpsins um islendinga i Kanada er á dagskrá I kvöld. íslendingar í Kanada Enn hefur islenska sjónvarp- ið unnið merklegt afrek. Nú er það hvorki meira né minna en heimsmet:þeir hafa kvikmynd- að efni i sjö kvikmyndir á u.þ.b. mánuði. Þetta hlýtur að verða til að stórauka ferðamanna- strauminn til landsins, a.m.k. ef þetta fréttist útfyrir landstein- ana. Utlendingar hljóta að flykkjast hingað unnvörpum til að kynnast þessu merka fyrir- tæki, þessu þjóðþrifafyrirtæki, islenska sjónvarpinu. Hvernig farið þið að þessu? — hljóta þeir aðspyrja, fullir lotn- ingar. Og svariö verður auðvit- að: vinnugleði og sparsemi eru islendingum i blóð bornar. A þessu landi elds og isa verðum við,bókaþjóðin, aðspara hverja krónu, hverja hraðfallandi krónu... Blaðamönnum var boðið inni sjónvarp á föstudaginn var til að sjá tvær fyrstu myndirnar i syrpunni islendingar f Kanada og til að sjá með eigin augum þá Ölaf Ragnarsson og Emil Björnsson. Við sáum myndirnar i litum, en vert er að geta þess að aðrir landsmenn eru heppn- ari en við: þeir fá að sjá syrp- una svart-hvfta á skermunum sinum. Ef marka má litina i myndunum hafa landar vorir vestra allir múrsteinsrauð nef, og Sólin i Kanada virðist vera gulari en gengur og gerist með sólir. En þetta var nú smávægi- legur tæknilegur útúrdúr. Ólafur Ragnarsson kvað til- gang sinn með gerð þessara mynda hafa verið þann, að breyta hugmyndum fólks hér heima um landana vestan hafs, sem hann sagði marga vera, „sannari islendinga” en okkur. Að þvi er ólafur sagði, stafar þetta af þvi að við hér heima er- um alltaf að kvarta undan skött- unum, en vestra bitnar slikur barlómur á kanadisku stjórn- inni og islendingarnir þar geta hladið föðurlandsástinni ómengaðri, þurfa ekki að blanda.henni saman við ómerki- legan hversdagsleikann. Sem er auðvitað skoðun útaf fyrir sig. Ég efa ekki að margir munu hafa ánægju af þessum mynd- um. t þeim er að finna dágóðan fróðleik um lif landa okkar i Kanada. Þeta gildir vafalaust um allar fimm myndirnar i syrpunni, en einsog fyrr segir hef ég aðeins séð tvær þær fyrstu og f jalla þvi um þær einar hér. Fyrsta myndin, Vestur I bláinn (47.30 mi) greinir frá hallærum á Islandi og vestur- förunum, aðbúnaði á leiðinni og við komuna til fyrirheitna landsins. Rætt er við nokkra af- komendur fyrstu innflytjend- anna, osfrv. Þessi mynd var sýnd á annan i hvitasunnu. Næsta mynd nefndist Mikley - eyja islendinganna (37.35 mín) og synír fortið og nútíð Mikl- eyjár, sem eitt sinn var byggö islendingum en er nú að breyt- ast I þjóðgarö og skemmtistað fyrir kanadamenn af öllum þjóðernum. Þar er m.a. fjallað um fiskveiðar á Winnipeg-vatni að fornu og nýju. Hinar myndirnar heita: Landar i borgum (29,07 min), íslenskar byggðir(34,28 min) og Hið dýrmæta erfðafé (42,14). En ég sagði að myndirnar væru sjö, og það.er alveg rétt, þvi að i sama leiðangri sjón- varpsmanna til Kanada tóku þeir tvær aðrar myndir, sem þegar hafa verið sýndar og telj- ast ekki til syrpu þessarar. Er þá ekki allt i sómanum? Hellingur af hundódýrum myndum, sem öllum þykir gaman að? Betur að svo væri. En i raun og veru eru þetta ekki kvikmyndir, heldur mynd- skreyttur texti. Og ekki einu sinni skemmtilegur texti, þvi að hann er i fyrsta lagi flatneskju- legur og i öðru lagi er þarna vaðið úr einu i annað án þess að veita raunverulegar upplýsing- ar um eitt eða neitt. Dæmi: hvers erum við visari um sam- skipti islendinga við indiána á frumbýlisárunum? Við vitum aö indiánarnir voru „fjarska næs” og að islendingum gekk betur að umgangast þá en öðr- i myndinni „Mikley-teyja is‘ lendinganna” ræðir ólafur Ragnarsson við ýmsa þeirra landa okkar sem alið hafa aldur sinn I Kanada. Einn mikleying- anna er Helgi Jónsson, eða Helgi Jones, eins og hann er gjarnan kallaður á þessum slóð- um. Helgi er skipstjóri og hefur stundað veiðar á Winnipegvatni um árabil. um þjóðarbrotum, sem voru i sömu aðstöðu. Við viljum vita meira! Við hefðum viljað að Ólafur Ragnarsson leitaði að öllu tiltæku efni um þessa hlið landnámsins vestra og gerði um það stutta kvikmynd. Hann heföi alveg mátt leita til ein- hvers sagnfræðings, þeir eru margir sem kunna skil á öllu þessu máli og hefðu getað að- stoðað hann. Þetta er aðeins eitt litið dæmium vinnubrögð. 1 stað þess að fara svona að, gera sjónvarpsmenn sjö myndir um allt og ekkert, þar sem tæpt er á stórfróðlegum málum án þess að gera þeim nokkur skil. En ef þetta er ekki kvik- myndalist, hvað er þá kvik- myndalist? — spyr kannski ein- hver. Þvi er fljótsvarað og þarf ekki langt að fara: á hvita- sunnudag sýndi sjónvarpið aðra nýja islenska kvikmynd, Fáka eftir Þránd Thoroddsen. Þar gat að lita falleg vinnubrögð. Svona eiga myndir að vera! Góð kvik- myndataka, skemmtilegur texti, húmor, og eitthvað ósegjanlega manneskjulegt sem sveif yfir öllusaman og geröi að verkum að jafnvel mig var farið að langa á hesbak. Þetta getur sjónvarpið, þegar það vill svo viö hafa. Betur að oftar væri. Ingibjörg Haraldsdóttir. Norrœnir músíkdagar í Reykjavík Nokkrir úr kanadlska tónlistarflokknum New Music Ensamble, sem kemur fram á Norrænum músíkdögum aö þessu sinni. Norrænir músikdagar verða haldnir i Reykjavík dagana 18.- 24. júni n.k. Er hér um aö ræöa samnorræna tónlistarhátið, sem haldin er á tveggja ára fresti i höfuöborgum Norðurlanda. Sú hátíð, sem nú stendur fyrir dyrum, er hin 24 i röðinni og sú þriöja, sem haldin er i Reykjavik. A Norrænum músikdögum i þetta sinn verða flutt um fimmtiu tónverk frá Norðurlöndum, þar af ellefu islensk, og auk þess verður gestur á hátiöinni tuttugu manna hópur frá New Music Ensamble i Toronto i Kanada, undir stjórn flautusnillingsins Roberts Aitkin, sem islendingum er að góðu kunnur. Tónlistarhátið þessi er haldin á vegum Norræna tón- skáldaráðsins, en formaður þess er nú Atli Heimir Sveinsson. — Nánar verður fjallað um þennan merka listaviðburð i blaðinu sið- ar. —dþ

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.