Þjóðviljinn - 12.06.1976, Side 2
2 SÍÖA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 12. júni 1976.
SKAMMTUR
AF UMFJÖLLUN
Það hefur mjög farið í vöxt á síðari árum,
að efnt væri til ráðstefnuhalds útaf því sem á
vondu máli hefur verið kallað ,,aðskiljan-
legustu hlutir"
Islendingar hafa í nokkuð ríkum mæli notið
góðs af þessari auknu tilhneigingu til ráð-
stefnuhalds, þar sem landið liggur í þjóðbraut,
ef svo mætti segja, en eins og kunnugt er er Is-
land eyland, sem liggur milli tveggja megin-
landa, og ætti þar með að vera fengin viðhlít-
andi skýring á ágæti landsins til ráðstefnu-
halds, enda hefur ekki ómerkari maður en
Gisli á Elliheimilinu gert það að tillögu sinni
að föðurland vort verði tekið til slíks brúks. Er
það sannarlega athyglisverð hugmynd og'
viturs manns ráð sem hefur af þeim sökum
ekki verið gefinn neinn teljandi gaumur af
landsfeðrum og yfirvöldum.
Hér er mikilll skortur á húsrými til ráð-
stefnuhalds, og er þá einkum átt við þök yfir
höf uðin á þeim sem ráðstefnur sitja, það er að
segja, eftir að þeir eru gengnir til náða. Er
þetta skýringin á því, að oft vill brenna við að
ráðstefnugestir hérlendis vaki á nóttinni oft
við hin verstu skilyrði, og er hér raunar komin
skýringiri á þeirri staðreynd, að einatt virðist
meginþorri ráðstefnugesta sofa á sjálfum
þingunum, því eins og allir vita, þarf mikil
karl- og kvenmenni til að vaka bæði nætur og
daga.
Á ráðstefnum er f jallað um allt milli himins
og jarðar, og fjölgar stöðugt þeim greinum
sem teknar eru til umf jöllunar.
Áður voru ráðstefnur helst kirkjuþing þar
sem dispúterað var um það vikum mánuðum
eða jafnvel árum saman, hvað margir englar
gætu dansað á einum nálaroddi, eða þá hvort
guð almáttugur gæti hannað svo stóran stein
að hann lof taði honum ekki. Þá var það ósjald-
an, að komið var saman til að f jalla um það
sem nefnt hefur verið vísindi.
Nú á síðari árum hef ur það hins vegar færst
mjög í vöxt, að ýmsar aðrar greinar þess sem
mestu máli skipta í tilverunni og samtíðinni
séu teknar f yrir svosem uppeldisvandamál og
alls kyns terapíur, að ekki sé nú talað um
hinar ýmsu greinar sjálfrar listarinnar,
listarinnar vegna (l'art pour l'art).
Nýafstaðin er ein slík ráðstefna, sem
upphaflega átti að há hérlendis en vegna.
framangreinds húsnæðisleysis og rysjótts’
veðurfars, þótti rétt að freista þess ekki, og
var því brugðið á það ráð að halda hana á
Lófóten, sem hefur að ýmsu leyti samstöðu
með íslandi. Ráðstefna þessi var list-
ræn réttara sagt f jallaði um eina grein listar-
innar, nefnilega Ijóðlist (poesi) eða svo titilll
ráðstefnunnar sé réttilega tilgreindur: ,,Gildi
Ijóðlistar fyrir samfélagslega innviði hugar-
fars í þéttbýliskjörnum smáþjóða".
Ekki þarf að efa hvílik lyftistöng slik ráð-
stefna hlýtur að vera öllum þeim, sem fást við
Ijóðlist, sem sagt eru skáld enda voru á ráð-
stefnunni mættir átta fullgildir fulltrúar frá
íslandi og þrír áheyrnarfulltrúar, sem ekki
höfðu atkvæðisrétt ásamt eiginkonum sínum.
Við náðum tali af einum fulltrúa Islands,
Grímkeli Sveinssyni, strax og hann sté útúr
f lugvélinni í fyrradag. Grímkell er löngu þjóð-
kunnur f yrir I jóðabækur sínar, sem eru orðnar
allmargar og lítið lesnar.
Við inntum Grímkel eftir því hver árang-
ur hefði náðst með þessu ráðstefnuhaldi.
,,Árangurinn var gífurlegur", sagði Grím-
kell. „Það getur enginn, nema sá sem á hef ur
tekið, gert sér í hugarlund hvilíkt næringar-
gildi ráðstefnur um list hafa fyrir listina
sjálfa sem slíka. Persónulega veit ég f jölmörg
dæmi þess, að menn sem áður voru miðlungs-
skáld hafi orðið góðskáld eða jafnvel þjóð-
skáld við að sækja þó ekki væri nema eina
slíka. Það er bæði gagnlegt, fróðlegt og inn-
spírandi að fá að tjá sig í ræðustóli og hlýða á
aðra tjá sig um list yf irleitt, því það Ijóðskáld
er blint, sem yrkir áður en það hefur öðlast
f ullnáðarvitneskju um hina einu og sönnu list,
listina að kynnast rétta fólkinu.
Nú, sjálf ráðstefnan hófst á því, að skipuð
var skipulagsnefnd til að skipuleggja sjálft
starfið sem slíkt, en skipulagsnefnd skipaði
síðan i starfsnefndir, sem kusu sér síðan
menn úr hópi fulltrúa til samstarfs, eða sam-
starf snef ndir. Þegar síðan samstarfs-
nefndirnar höfðu lokið störfum, lögðu þær
niðurstöður sínar fyrir starfsnefndirnar, sem
tóku til umfjöllunar þær niðurstöður, sem
fyrir lágu og lögðu þær fyrir skipulags-
nefndina. Skipulagsnefndin sendi síðan þær
niðurstöður til valinkunnra sérfræðinga til
umsagnar, svo hægt væri að leggja fyrir
endanlegar niðurstöður frá sjálfu aðalráðinu,
eða Listráðinu, og taka þær síðan fyrir í
starfshópum, skoða þær og skilgreina.
Þar sem tími var naumur á listastefnunni í
Lófóten var sjálft málið sem til umf jöllunar
var, sem sagt „Gildi Ijóðlistar fyrir sam-
félagslega innviði hugarfars i þéttbylis-
kjörnum smáþjóða," ekki nema rétt á
byrjunarstigi jáegar slíta varð ráðstefnunni
vegna anna skáldanna sem hana sóttu, en eigi
að síður er árangurinn ómetanlegur, enda
komust fundarmenn að einni sameiginlegri
niðurstöðu, en hún er þessi:
Ætlir þú að eiga sjens
á akri mennta og lista,
komdu þér á konferens
og komdu þér hið fyrsta."
FLOSI
l'ra þennan verAlaunagrip veröur
keppt i
FIB-rally
I dag er „rally”- dagur Félags
isl. bifreiftaeigcnda. Keppnis-
leiftin nú er 250 km. en var 150 i
fvrra.
Keppnin hefst kl. 13 að Hótel
Loftleiöum og veröur ýmislegt
gert til þess aö áhorfendur geti
sem best fylgst meö þvi hvernig
keppendum vegnar. Um kvöldið
lýkur svo keppninni aö Hótel
Loftleiöum, og úrslit verða þá til-
kynnt og verölaun veitt.
Sigurvegari fær 80.000 kr.
ásamt bikar sem verslunin Sport-
val hefur gefiö sérstaklega til
þessarar keppni, og verðlauna-
pening sem Bárður Jóhannesson
hefur gert. ökurríenn i 2. sæti fá
45.000 kr. ásamt peningi.
ökumenn i 3. sæti fá 25.000 kr.
ásamt peningi.
Allir keppendur sem komast i
endamark fá veifu, sem vottar að
þeir hafi lokið keppni með heiðri.
Á ,,rally”-daginn sýna bilaáhuga-
menn að bifreiðaíþróttir eru vin-
sælt sport.
Saumastofa
LR í leikför
Hópur frá Leikféiagi Reykja-
víkur er nú aft leggja upp i leik-
ferft um landift meö Sauma-
stofuna. Feröin mun standa
tæpan mánuft og vcrður leikift á
um 20 stöftum. Fyrsta sýningin
verftur á Akranesi mánudaginn
21. júni.
Saumastofan hefur notið mik-
illa vinsælda i Iðnó i vetur. Hún
var frumsýnd þar i haust og hefur
nú verið leikin 55 sinnum, oftast
fyrir fullu húsi. Leikurinn var
sumpart tengdur kvennaári.
Hann fjallar á frjálslegan hátt um
gleði og mæðu alþýðufólks, fólks,
sem vinnur saman á litilli sauma-
stofu. Höfundurinn er Kjartan
Ragnarsson, leikari. Hann er
jafnframt leikstjóri og hefur
'hlotið mikið lof fyrir þetta verk,
sérilagi söngvana, sem auka
mjög á gáska leiksins og hafa
ekki sist skapað honum vinsældir.
Leikendur eru niu, þau Sigriður
Hagalin, Karl Guðmundsson, As-
dis Skúladóttir, Margrét Helga
Jóhannsdóttir, Ragnheiður Stein-
dórsdóttir, Hrönn Steingrlms-
dóttir, Harald G. Haraldsson,
Soffia Jakobsdóttir og Sigurður
Karlsson, en Magnús Pétursson
sér um pianóundirleik. Leikmynd
við sýninguna geröi Jón Þórisson.
önnur sýningin veröur á Lyng-
brekku, Mýrum 22. júni. Siðan
verða sýningar I Logalandi, á
Hellissandi, Búðardal, Patreks-
firöi, Bildudal, Þingeyri, tsafiröi,
Hrönn Steingrfmsdóttir og Ragnheiftur Steindórsdóttir í Atómstöðinni.
Bolungarvik, Sævangi á Strönd-
um, Hvammstanga, Skaga-
strönd, Blönduósi, Sauðárkróki,
Siglufirði, Ólafsfiröi og á Akur-
eyri verður leikhópurinn- um
miðjan júli, en siðan áætlar hann
að halda eitthvað áfram austur á
bóginn.
,y4hugi
ing Bandalags ísl. leikfélaga hefst í dag
.Aöalmálið á þinginu er starfiö
sta leikár, samræming þess og
pulagning, svo og umræfta um
mskeift, verkefnaval og aft-
iftu hinna mismunandi ieikfél-
asagfti Helga Hjörvar,
mkvæmdastjóri Bandalags isl.
kfélaga I gær, en i dag hefst
ig þeirra i Félagsheimilinu á
Itjarnarnesi. t Bandalaginu eru
66 félög og hefur þeim fjölgaft
um tiu frá þvf ’74. Rúmlega sextiu
fulltrúar af öllu landinu koma til
þings.
„Þaft er mikil gróska f leik-
starfinu eins og öllum má vera
Ijóst. Greinilega hefur einnig
orftift breyting á verkefnavali
félaganna og er áhuginn nú lang-
mestur fyrir islenskum vcrkum.
Tvö félaganna frumfluttu I vctur
verk eftir fsl. höfunda og Leik-
félag Þorlákshafnar hefur þegar
ákveftift að frumsýna nýtt fsl.
verk i haust”
f kvöld sýna Leikfélög Hvera-
gerðis og Selfoss Atómstöðina i
Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi,
i leikstjórn Steinunnar Jóhannes.
dóttur og leikmynd Gylfa Gisla-
sonar. Sýningin er I tengslum við
bingið og verða umræður um
hana I lokin, en hún er öllum opin.
1 vetur hafa aðildarfélögin sett
á svið 52 leiksýningar og að
meðaltali má gera ráð fyrir að
hvert leikrit sé sýnt 8-10 sinnum
þar af 4-5 sinnum i leikferðum.
Haldin hafa verið 12 námskeiö i
leikrænni tjáningu, leiktækni og
látbragðsleik hjá hinum einstöku
félögum.
Samstarf atvinnuleikhúsanna
og bandalagsfélaganna hefur
aukist mikið á árinu og hafa rúm-
lega 30 meðlimir félags islenskra
leikara og félags leikstjóra á ts-
landi unnið með félögunum. Þar
af hafa 3 fastráðnir leikarar Þjóð-
Framhald á 14. siðu.