Þjóðviljinn - 12.06.1976, Page 3
Laugardagur 12. júní 1976. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3
Vinstri menn
fylki sér í
hina glæstu
sumarferð
segir Björn Th. Björnsson um
Alþýðubandalagsferðina 27. júní
Eins og þegar hefur
verið sagt frá i Þjóðviljan-
um verður hin árlega
sumarferð Alþýðu-
bandalagsins farin
sunnudaginn 27. júni nk.
og verður ekið austur fyrir
fjall um Selfoss og upp
Landssveit og siðan um
Sigöldu að Þórisvatni. i
bakaleiðinni verður ekið
um Þjórsárdal og Skeið.
Þjóðviljinn hafði ákm-
band við Björn Th.
Björnsson listfræðing,
sem verið hefur aðal-
Sjómannadagurinn er á morgun:
F j ölbrey tt
hátíðahöld
í Nauthólsvík
Sjómannadagurinn er á morg-
un, sunnudaginn 13. júni, og
verður hans minnst með hátiðar-
höldum um alit land að venju.
Hér I Reykjavik fara aöat
hátfðarhöldin fram f Nauthóisvik
aö venju. og veröur þar um fjöl-
breytta dagskrá að ræöa. Annars
verður dagskrá sjómannadagsins
I Reykjavik sem hér segir:
Kl. 08.00 Fánar dregnir að hún á
skipum í Reykjavíkurhöfn. Kl.
10.00 Leikur Lúðrasveit Reykja-
vikur létt lög við Hrafnistu,
stjórnandi lúðrasveitarinnar er
Björn R Einarsson Kl. 11.00 Sjó-
mannamessa i Dómkirkjunni.
Séra Þórir Stephensen þjónar og
minnist drukknaðra sjómanna.
Inga María Eyjólfsdóttir og Dóm-
kórinn syngja, organleikari er
Ragnar Björnsson. Blómsveigur
lagður á leiði óþekkta sjómanns-
ins i Fossvogskirkjugarði.
Hátíöahöldin í Nauthóls-
Kappróður, kappsigling
o.fl.:
1. Kappsigling á seglbátum. 2.
Kappróður og starfandi veðbanki.
3. Björgunarsveitin Vikverjar frá
Vfk i Mýrdal sýna sjóskiðaiþrótt.
4. Björgunar- og stakkasund. 5.
Koddaslagur. 6. Sportbátar
félaga sportbátafélagsins Snar-
farasigla i hópsiglingu inn Foss-
voginn.
Enginn aðgangseyrir verður að
útihátiðahöldunum, en merki Sjó-
mannadagsins og Sjómannadags-
blaöið, ásamt veitingum verða til
sölu á hátiöarsvæöinu.
Strætisvagnaferðir verða frá
Lækjatorgi og Hlemmi frá kl.
13.00 og verða á 15 min. fresti.
Þeim, sem koma á eigin bilum
er sérstaklega bent á að koma
timanlega i Nauthólsvík til að
forðast umferðaröngþveiti.
Sjómannahóf verður að Hótel
Sögu og hefst með borðhaldi kl.
Frá Galtaiækjarskógi.
fararstjóri i öllum fyrri
ferðum nema einni, en
getur ekki verið með aíl
þessu sinni vegna utan-
landsferðar.
— Er það rétt Björn að Alþýðu-
bandalagsferðirnar séu fjöl-
mennustu hópferðir sem farnar
eru hérlendis?
— Já, það má fullyrða að þær
séu mestu mannflutningar i einu
á Islandi, kannski fyrir utan Vest-
mannaeyjaflutninginn.
— Hvert er gildi slikra ferða?
— Alþýðubandalagsferðin er
Þór Vigfússon menntaskóla-
kennari verður aöalfararstjóri i
ár.
miklu meira en skemmtiferó.
Hún er m.a. til að sýna pólitiska
reisn flokksins, ek. liðskönnun
eða herútboð að sumri. Það er
hefð sósialiskrar hreyfingar á Is-
landi að tengja sig mjög náið við
söguna og landið og þessar ferðir
eru þvi ekki sist á merkar sögu-
slóðir fórtiðarinnar. Jafnframt
eru ferðirnar, og þ'essi ekki sist,
farnar i nafni landverndar. Og nú
er ma. ætlunin að skoða stærstu
landeyðingu Islands að byggð til,
sem er Þjórsárdalur, og stærsta
landnám i óbyggðum landsins,
þarsem eru framkvæmdirnar við
Sigöldu og Þórisvatn.
— Eru þessar ferðir þá ein-
göngu fyrir flokksmenn Alþýðu-
bandalagsins?
— Sumarferðirnar hafa dregið
að sér þátttöku úr öllum röðum
vinstri manna og ekki sist fyrir
það að við höfum átt á að skipa
landskunnum leiðsögumönnum,
bæði úr heimi visinda og þjóð-
fræða. Auk þess hafa margir
fremstu rithöfundar og skáld
landsins ávarpað ferðalanga á
áningarstað og er þar skemmst
að minnast Guðmundar Böðvars-
sonar.
Frá upphafi hafa þetta um leið
orðið fjölskylduferðir þar sem
fólk hefur fundið að börn væru
einkar velkomin og nytu sin i
hópnum.
Nú ætlar ihaldið að skrölta
þennan sama dag sömu leið i
nokkrum bilum með tvær heitar
máltiöir mönnum til afþreyingar
i stað þess að nota timann til að
vitja söguslóða og upplifa landið.
— Er þér eitthvað sérstaklega
minnisstætt úr fyrri ferðum?
Björn Th. Björnsson.
— Ekki annað en að þetta hafa
verið stórtignarlegar ferðir, eink-
um þegar þessi mikla lest 18—20
stærstu dreka i bilaflota landsins
þokast af stað i morgunsárið, og
raunar mætti minnast þess lika
með þakklæti að aldrei hefur
óhapp komiö fyrir né undan um-
gengni manna veriö kvartað.
— Viltu segja eitthvað að lokum
fólki til hvatningar að láta skrá
sig i ferðina i ár?
.— Þar sem ekki tókst að fella
rikisstjórnina álandhelgissvikum
og fá kostningar ættu nú vinstri
menn að fylkja sér i þessa glæstu
sumarferð og sýna hug sinn um
leið og þeir hitta þar baráttu-
félaga sina á góðri stund.
—GFr
Kexverksmiðjan Frón 50 ára
Matarkexið hálfrar
vík:
19.30.
aldar gamalt
Kl. 13.30 Leikur lúðrasveit
Reykjavikur, stjórnandi er Björn
R. Einarsson, kl. 13.45 Fánaborg
mynduð með fánum stéttarfélaga
sjómanna og islenskum fánum,
kl. 14.00 Avörp: a. Fulltrúi rikis-
stjórnarinnar, Matthias Bjarna-
son, sjávarútvegsráðherra, b.
Fulltrúi útgerðarmenna Guð-
mundur Guðmundsson, út-
gerðarm. frá ísafiröi, c. Fulltrúi
sjómanna, Arsæll Pálsson, mat-
sveinn, d. Pétur Sigurðsson form.
Sjómannadagsráðs heiðrar sjó-
menn með heiðursmerki dagsins.
Þá verður ennfremur einn
heiðraður með gullkrossi Sjó-
mannadagsins. Starfsmenn land-
helgisgæslunnar verða heiöraðir
sérstaklega, og einnig verða veitt
afreksbjörgunarverðlaun.
Merkja- og blaðasala sjó-
mannadagsins:
Afreiðsla á merkjum Sjó-
mannadagsins og Sjómannadags-
blaðinu verður á eftirtöldum
stöðum frá kl. 10.00:
Austurbæjarskóli, Álftamýrar-
skóli, Arbæjarskóli, Breiða-
gerðisskóli, Breiðholtsskóli,
Fellaskóli, Hliðarskóli, Kársnes-
skóli, Kópavogsskóli, Langholts-
skóli, Laugarnesskóli, Laugarás-
bió, Melaskóli, Mýrarhúsaskóli,
Vogaskóli og hjá Vélstjórafélagi
Islands, Bárugötu 11.
Söluhæstu börnin fá ferð með
landhelgisgæslunni I söluverð-
laun, auk þess sem þau börn er
selja fyrir kr. 2.000,- fá aðgöngu-
miða I Laugarásbió.
I dag, laugardaginn 12.
iúní, eru 50 ár liðin frá því
Jón Laxdal tónskáld,
Eggert Kristjánsson stór-
kaupmaður og f leiri stofn-
uðu kexverksmiðjuna Frón
og hef ur hún starfað óslitið
síðan. Fyrsta árið sem
Frón starfaði var hún til
húsa f leiguhúsnæði við
Njálsgötu og ársfram-
leiðslan árið 1927 var 19.1
tonn af kexi. Árið 1936
f lutti hún í eigið húsnæði að
Skúlagötu 28 þar sem hún
er enn.
Vélakostur var i upphafi
fremur frumstæður en frá árinu
1963 hefur verið unnið að þvi að
endurbæta hann. Siðustu vikur
hefur stórt skref verið stigiö i
þeim efnum með tilkomu nýrrar
vélasamstæðu og endurnýjunar á
þeim sem fyrir voru. Getur verk-
smiðjan nú framleitt 1.400 tonn af
kexi á ári ef afkastagetan er full-
nýtt.
Starfsfólk verksmiðjunnar er
nú 35. Kvenfólk er i miklum
meirihluta i þessum hópi eða 26.
Grundvöllur er fyrir þvi að bæta
einni vélasamstæðu við þar sem
hluti hússins að Skúlagötu 28 er
auður og er það ætlun fyrirtækis-
ins að leggja út i það á næstunni.
Samfara þessari stækkun Fróns
hefur fyrirtækið yfirtekið
starfsem kexverksmiðjunnar
Esju og var ástæðan fyrir sam-
runanum sú að stækkunar-
möguleikar Esju i þvi húsnæði
sem verksmiöjan hafði i Þver-
holti voru þrotnir, að sögn for-
svarsmanna Fróns.
I fyrra framleiddi Frón lið>
lega 360 tonn af kexi. Fram-
leiddar eru 3 tegundir af matar-
kexi,kremkex, tvær tegundir af
súkkulaöihúðuðu kexi og tvær
tegundir af sætu kexi. Siðar i
sumar er ætlunin að hefja
framleiðslu á heilhveitikexi, bæði
þurru og súkkulaðihúðuðu, og
hinn nýi vélakostur er miðaöur
við að hægt sé að framleiða i
honum smákökur eins og þær sem
fluttar eru inn i stórum stll
frá Danmörku.
Hlutafé fyrirtækisins er nú 14
miljónir. Stjórn þess er nú þannig
skipuð: formaöur Magnús Ingi-
mundarson, meöstjórnendur
Guðrún Þóröardóttir og Kristjana
Eggertsdóttir og til vara Hálfdán
Jóhannesson sem jafnframt er
yfirverkstjóri.
Sjómannadagurinn í Hafnarfirði
Sjómannadagurinn i Hafnar-
firði veröur að venju haldinn
hátiðlegur með fjölbreyttri dag-
skrá,sem i megin-atriðum veröur
á þessa leið:
Kl. 8 verða fánar dregnir að
hún.
Kl. 9.30 verður skemmtisigling
fyrir börn og verður siglt með þau
eitthvað út á fjörðinn.
Kl. 13.30 verður flutt sjómanna-
messa i þjóðkirkjunni. Þar
prédikarsr. Bragi Friðriksson.en
organisti veröur Páll Kr. Páls-
son.
Kl. 14.15 verður gengið i skrúð-
göngu frá kirkjunni að hátiða-
svæði viö Bæjarútgerð Hafnar-
fjarðar.
Kl. 14.30 verður útihátiðin sett.
Þar flytja ávörp fulltrúi frá
Hraunprýði, Rannveig Vigfús-
dóttir,og fulltrúi sjómanna, Helgi
Einarsson skipstjóri. Heiðraðir
veröa þrir aldraðir sjómenn og
annast þaö Þórhallur
Hálfdánarson, skipstjóri.
Kl. 15.30 sýnir þyrla björgunar-
æfingar yfir höfninni. 1 framhaldi
af þvi verður kappróður. Siðan
hraðbátasigling á höfninni,
koddaslagur, pokahlaup o.fl.
skemmtiatriði.
Um kvöldið verður haldið sjó-
mannahóf I Skiphóli og hefst þaö
kl. 19.30.
Merki og blöð dagsins verða af-
greidd i Bæjarbiói frá kl. 9.30 um
morguninn.
—mhg.
—ÞH.