Þjóðviljinn - 12.06.1976, Page 4

Þjóðviljinn - 12.06.1976, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 12. júní 1976. DJÚDVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson (Jmsjón meö sunnudagsblaöi: Jti'ni Bergmann (Htstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólavöröust. 19. Slmi 17500 (5 linur) f*rentun: Blaðaprent h.f. VALD OG FRELSI VERKALYÐSINS Alþýðubandalagið er stærst og öflugast þeirra flokka á Islandisemupprunnir eru i verkalýðshreyfingunni, og það er eini stjórnmálaflokkur islenskra sósialista. Á Alþýðubandalaginu hvilir þvi mikil ábyrgð, ekki aðeins i praktiskum mál- efnum dagsins heldur einnig hvað snertir hugsjónagrundvöll sósialismans: fram- þróun þeirra hugmynda sem lifvænlegar geta orðið um sósialiskt skipulag á is- lenska þióðfélaginu og leiðir að þvi marki. 1 stefnuskrá Alþýðubandalagsins er gerð grein fyrir útlinum i gerð þess þjóð- gélags sem stefnt er að undir merki hins islenska sósialisma. Sá sósialismi sem is- lendingar hljóta að skapa einkennist af viðtækri sameign á framleiðslubúnaði, fullu og virku pólitisku lýðræði og miklu sjálfræði starfsmannahóps á hverjum vinnustað sem þó takmarkast af mið- stýrðu áætlunarkerfi um meginstærðir efnahagslifsins. Framleiðsla og viðskipti miðist ekki við hámarksgróða heldur við velferð hins atorkusama vinnandi manns. Sérstaklega skal þess gætt að verkalýðs- hreyfingin haldi sjálfstæði sinu og komist ekki undir forræði rikisvaldsins. Marga fleiri þætti mætti nefna sem stefnuskrá Alþýðubandalagsins leggur áherslu á i gerð hins islenska sósialisma, svo sem alhliða menningarlegan þroska, kjarajöfnuð og tryggingar. Þegar stefnuatriði Alþýðubandalagsins eru skoðuð vekur það athygli að það sem kallað hefur verið efnahagslegt lýðræði, vinnustaðarlýðræði, atvinnulýðræði, er fyrirferðarmikið i framtiðarsýn flokksins. Alþýðubandalagið er semsé ekki rikis- trúar né heldur stefnir það að þröngu flokksræði. En hvað um lýðræði i þjóðfélaginu eins og það er nú er hægt að tala um atvinnu lýðræði innan auðvaldsskipulagsins? Þvi er til að svara að lýðræði i atvinnulifinu er hægt að auka frá þvi- sem nú er án þess að þjóðfélagsgerðin breytist i grundvallar- atriðum. Það er hinsvegar ekki hægt að ganga neitt feikilega langt, þvi að þá er komið að ramma kapitalismans. Og hvernig brjótumst við útúr þeim ramma? Meðal annars með baráttu fyrir auknu lýðræði i atvinnulifinu. Auðvaldsskipu- lagið verður aldrei rofið nema með fjöl- þættri baráttu, jafnt á efnahagslegu, pólit- isku sem menningarlegu sviði, en úrslita- átök hljóta þó alltaf að standa um rikis- valdið. Á ágætu umræðukvöldi Alþýðubanda- Jagsins um atvinnulýðræði i fyrrakvöld sagði Ragnar Arnalds formaður flokksins að atvinnulýðræði væri ekkert alsherjar lausnarorð við öllum vanda þjóðfélagsins. Og innan kapitalismans gæti aldrei orðið um neitt meira að ræða en misjafnlega góðan visi að atvinnulýðræði. Hinsvegar ætti að vera hægt að láta hugmyndir um atvinnulýðræði verða til hjálpar i áróðri og baráttu fyrir sósialismanum. Það ætti ekki að þurfa að veikja okkur sósialista á öðrum sviðum þótt við hösluðum okkur völl á nýju sviði. Þess vegna væri rétt að verkalýðshreyfingin og flokkurinn huguðu að málinu eilitið frekar en hingað til hefur verið gert. Rétt eins og verkalýðssinnar kunna að rata i ógöngur á vettvangi hins pólitiska lýðræðis, geta þeir einnig lent i vanda við leit að áhrifum með aðferðum atvinnu- lýðræðisins. Fulltrúar starfsmanna sem settir hafa verið inn i stjórnir hlutafélaga i öðrum löndum hafa iðulega fjarlægst fé- laga sina og orðið tiltölulega litils virði fyrir verkalýðshreyfinguna. Rótskylt fyrirbæri þekkjum við mjög vel hér á Is- landi: Alþýðuflokkurinn gekk i eina sæng með ihaldinu og hefur honum aldrei siðan auðnast að hreinsa sig af þvi að vera fyrst og fremst ihaldshækja. Við skulum þó sýna góðgirni og segja: Ef hann batnar, er best að hann lifi! — Kjarni málsins er þessi: Þátttaka verkalýðs og verka- lýðsflokka i lýðræðisformum þjóðfélags- ins má aldrei verða til að skyggja á stétta- baráttuna og það sifellt nálæga takmark okkar að auka vald og frelsi verkalýðsins með öllum þeim ráðstöfunum sem við lýsum yfir fylgi okkar við. Forsendur fyrir þvi að verkalýðs- hreyfingin geti krafist einhverra raun- verulega itaka i stjórn vinnustaða, fyrir- tækja og efnahagslifsins eru vitanlega þær að hreyfingin eigi sér skýr þjóðfélágsieg stefnumið sem allur f jöldinn af félögunum styður og er reiðubúinn að berjast fyrir. Vinnustaðareftirlit verkalýðsfélaganna þarf að vera mjög virkt, þau þurfa að halda uppi öflugu fræðslustarfi og beita sér fyrir pólitiskri úttekt á eigna- og valdakerfinu i landinu. Ekki er óliklegt að umræður um atvinnulýðræði geti orðið til þess að verkalýðshreyfingin eflist að hug- myndalegum og skipulagslegum styrk- leika. En þá er nú eins gott að Alþýðu- flokkurinn sé ekki fyrirmynd heldur viti til varnaðar. h. Hannes Jónsson Skálað á ný Nú er allt oröiö notalegt á ný milli breta og islendinga. Kenneth East, ambassador breta, kominn til Reykjavikur á ný úr útlegöinni og Siguröur Bjarnason, sendiherra i Lundúnum, á leiö þangaö innan nokkurra daga. Timi skálaræö- anna er uppruninn á ný. Og i Moskvu er Hannes Jónsson sendiherra búinn aö bjóða breska sendiherranum i kokkteil á b.ióðhátiöardaginn. Það er mikUli áþján létt af diplómatiunni. Sjónvarpið hœtti að áœtla Stundum er sagt aö menn læri ekki af mistökum sfnum. Þaö er ekki hægt að segja um Jón Þórarinsson, dagskrárstjóra LSD-deildar sjónvarpsins. Eins og menn muna uröu mikil býsn vegna þess aö kostnaöur viö gerö myndarinnar um Lénharð fógeta fór nokkrum krónum fram úr áætlun. 1 viðtali við Dagblaöiö i gær segist Jón alls ekkert vilja segja um kostnaöinn viö gerö myndarinn- ar um börn á styrjaldarárunum sem veriö er að gera á vegum sjónvarpsins i sumar. Kostnaöaráætiunin verður þá liklega gerð eftirá. Þannig má komast hjá óþægilegri gagn- rýni. Klók pólitlk þetta Glötuð trú Dagblaöiö og Alþýöublaöiö hafa nú þau tiðindi aö flytja, og býggja þau á skoðanakönnun- um, sem að sögn hafa farið fram á vegum þessara blaöa, að meirihluti landsmanna sé nú búinn aö glata barnatrúnni á þaö að Bandarikin haldi úti her- stöö á tslandi i þeim tilgangi aö vernda islentí' ^m sagt i óeigingjörnum tilgangi. Þess I staö sé meirihlutanum oröiö ljóst aö Bandarikin hafi her- stööina hér aöeins sjálfum sér til varnar, sem sagt I eigin- gjörnum tilgangi. 1 samræmi viö þetta vilji fólk nú aö is- lendingar leggi áherslu á aö hafa sem mest fjármagn út úr Bandarikjunum fyrir þaö aö mega halda Islandi úti sem ósökkvandi flugvélamóðurskipi gegn sovétmönnum, svo aö vitnaö sé i orö Josephs Luns. Selt land? Sem sagt, nú á aö vera svo komiö fyrir „þögla meirihlutan- um” margumrædda aöhann hafi ekki lengur neinn sérstakan áhuga á þvi aö landiö sé variö, heldur aö það sé selt sem dýr- ast. Einhverja rámar kannski ennþá i aö fyrir rúmum tveimur árum tóku sig saman nokkrir áhugamenn um „vestræna samvinnu” og hleyptu af staö undirskriftasöfnun i þeim til- gangi aö tryggja varnir lands- ins, samkvæmt hljóöan oröa þeirra sjálfra. Enda var fyrir- tækiö látiö heita Varib land. Að- standendur fyrirtækisins kváðu þvi hleypt af stokkunum i þeim fróma tilgangi aö gefa meiri- hluta almennings tækifæri til að láta i ljós vilja sinn, sem aö sögn frumkvöðlanna var ótvirætt sá, að landið væri variö. En nú hefur þessi sami meiri- hluti skipt um skoðun, ef marka má Dagblaðið og Alþýöublaöið. Má þá ekki vænta þess að þeir sömu áhugamenn um vestræna samvinnu, sem hleyptu Varið land-undirskriftasöfnuninni af stokkunum, eöa einhverjir aðrir af þvi sauðahúsi, sýni enn i verki vilja sinn til aö gefa meiri- hlutanum tækifæri á aö setja fram skoðanir sinar og hefji undirskriftasöfnun fyrir þvl, aö Bandarikin séu beitt sem mestri fépynd vegna herstöövarinnar? I samræmi viö gefið fordæmi gæti þessi nýja undirskrifta söfnun haft yfirskriftina Selt land. ekh/dþ.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.