Þjóðviljinn - 12.06.1976, Page 10

Þjóðviljinn - 12.06.1976, Page 10
H> SiDA — ÞJÓÐVH.JINN Laugardagur 12- júní 1976. Skrifið eða hringið. Sími: 17500 Rödd utan af landi Rétt í sama mund og Þjóðvilj- inn hvatti landsmenn til að taka sem öflugastan þátt I Kefla- vfkurgöngunni I þvi skyni, að mótmæla erlendri hersetu hér á landi eyddi blaðið ótrúlega miklu rúmi til að bannfæra vesl- ings Z-una. Fljótt á litið mátti þar varla á milli sjá, hvort væri verr þokkað: Z-an eða herinn. Með góðum vilja gat ég þó til hins rétta, enda hér tvennu óliku saman að jafna. 1 sambandi við hersetuna hlýtur hverjum þjóðhollum is- lendingi að biöskra, þegar sjálf- stæði þjóðarinnar var hrakið úr landi og i raun og veru afhent stórveldi, til að leika sér að. Og hópur manna leyfði sér, og leyf- ir sér enn að nota hið fáránlega orð „varnarlið”, yfir þennan liðssafnað, þótt það hafi sýnt sig I þvi, að hreyfa hvorki hönd né fót landinu til varnar, þegar á það er ráðist. Hafa nokkurn- tima heyrst önnur eins öfug- mæli siðan Bjarni Borgfirðinga- skáld leið? Slikri hersetuháðung var hellt yfir þjóðina, og fylgdi þvi hlakk- andi hljómur með lóusöngnum „dirrindi”. Og þegar 30 ára af- mælis sjálfstæðisins var minnst, — og raunar moldað um leið, — hljómaði i fyrsta sinn nafn Jóns Sigurðssonar sem hjáróma rödd. Þá reið aumingjaskapur- inn ekki við einteyming. Sú saga flýgur, að það helsta, sem herinn hafist að, sé að smygla allskonar óhollum varn- ingi inn i landiö. Með þvi má segja, að hann sé einskonar ó- þrif á þjóðarsálinni. Þeir, sem fastast stóðu að innflutningi hersins, hljóta nú að fara að sjá villu sins vegar og blygðast sin fyrir tiltækið. Mættu þeir nú, með sama ákafa, flýta fyrir brottflutningi hersins og með þvl móti hreinsa sig af ósóman- um. Hinsvegar er aðra sögu að segja af z-unni. Hún er beinlinis til heilsubótar Islenskri staf- setningu. An hennar truflast merking fjölmargra orða. Hér er dæmi um nútima stafsetn- ingu: „Bóndinn hefur með dugnaði ræst fram mýrarnar i landi sinu og þar með hefur draumur hans ■ um vaxandi töðuvöll ræst,” (rætzt).Orðin að ræsa og rætast. eru reist á sama grunni. Og gæsla I stað gæzlu fær ekki stað- izt. Að gæta einhvers er algengt orð, en að gæsa ekki til. Á marg- an hátt er farið meö ritmálið eins og krónuna, - látiö falla. Nú erum við t,d. ekki lengur þess virði að heita Islendingar, held- ur pinulitlir islendingar. Þannig er ritmálið hrakið og hrjáð, rétt eins og við séum ekki lengur menn til að „brjóta heilann” um einföldustu hluti. En hvað sem þessu liður: Burt með herinn! 5/6 1976, B.J. Þórshafnmfrétúr Síðastliðinn miðvikudag náði blaðið tali af Pálma ólasyni, skólastjóra á Þórshöfn og spurði hann tíðinda. „Þaö er ekki þörf aö kvarta þegar blessuð sólin skin”, hefur nú verið sagt, og vist er mikið til i þvi. Það er alltaf léttara yfir lifinu og menn eru bjartsýnni þegar vel viðrar. Og i dag er hér 20 stiga hiti, sól og bliða, sagði Pálmi. — En menn lifa nú þvi miður ekki bara á munnvatni sinu og guðsblessun, jafnvel þótt blið- viðrið bætist við. Hér er það sjávaraflinn, sem öllu skiptir fyrir afkomu fólks. Og fiskafli hefur verið eindæma lélegur frá áramótum, utan hvað grásleppuveiöarnar gengu all- vel. Við fengum á 16. hundrað tunnur af hrognum. Að visu fer netum i sjó alltaf fjölgandi, en þetta verður samt að teljast all- gott, þegar á heildina er litið. Heita má. að vinna i frysti- húsinu liggi niðri, sem aftur leiðir það af sér, að kvenfólkið er atvinnulaust. Við vonum, að úr þessu taki samt að rætast, þvi að um næstu mánaðamót munum við væntanlega fá hingað 150 smál. bát,.sem smið- aður er á Seyðisfirði. Auk þess erum viðað festa kaup á togara, sem einnig á að koma um mánaðamótin. Þessu til viðbótar eru svo gerðir héðan út þrir 50smál. bátar og milli 20 og 30 minni bátar og trillur. Laugardalsvöllur . deild Yalur — FH i dag kl. 17 Valur Blómabúðin MÍRA Suðurveri við Stigahlið 45—47, simi 82430 Miðbæ við Háaieitisbraut simi 83590 Blóm og gjafavörur i úrvali Sumarhótelið á Hrollaugs- stöðum Stefnt er að þvi að nýtt frysti- hús verði tekið i notkun um næstu mánaðamót. Otgerðar- félag Þórshafnar rekur tog- arann en Hraðfrystistöð Þórs- hafnar frystihúsið. Hvoru- tveggja er almenningshluta- félög er hreppurinn stærsti hluthafinn i báðum félögunum en annars má heita, að þvi nær hver hreppsbúi eigi þar ein- hvern hlut. Á árunum 1970-1974 var hér 360 smál. bátur og gekk sá rekstur allvel, en svo var hann seldur burtu. Við bindum að sjálfsögðu mjög miklar vonir við þessa aukningu á atvinnutækjum, en þó verður það að segjast eins og er, að fjörðurinn, sem áður var fullur af fiski, er nú urinn af öðrum en heimamönnum. Að minnsta kosti 12 aðkomubátar voru að skarka hér inni i gær og fiskaði enginn neitt. Nú, um framkvæmdir á vegum hreppsins er það helst að segja, að við erum á kafi i gatnagerð. Þá er að þvi stefnt, að ljúka endurbyggingu sund- laugarinnar um næstu mánaða- mót. Verið er ýmist að byggja eöa i undirbúningi bygging á 6 eða 7 ibúðarhúsum. Þá er og verið að vinna að stækkun á skólahúsnæði, með viðbótar- byggingu. A árunum 1972 til 1973 fjölgaði ibúum hér dálitið,, en siðan má heita, að ibúatalan hafi staðið i stað og er nú 460-470 manns. Ekki verðum við fyrir miklu ónæði af hinni margumtöluðu byggðaþróunaráætlun fyrir Norður-Þingeyjarsýslu. Það, sem til hennar heíur sést, skyldi þá helst vera það, að fyrst birt- ist hún I grænni kápu og siðan gulri. Ekki veit ég hvort þau hamskipti boða nokkur ný tiðindi. —mhg Nú um mánaðamótin varopn- að á Hrollaugsstöðum í Suður- sveit sumarhótel, eins og I sum- ar er leið, og hlýtur það að vekja gleði þeirra vegfarenda, er hringveginn aka. Þarna i fjalla- hvilftinni er dásamlegur staður, fagur og vinalegur, með fullt af skjólum I fjallaborgunum og oftast glaða sólskin. Ég var svo heppinn, að dvelj- ast þarna nokkra daga s.l. sum- ar i góðu yfirlæti hjá frú Sigriði. Þarna er svefnpokapláss fyrir 50manns og rúm fyrir 10. Þar er einnig gnægð matar, eftir þörf- um, og ekki talið eftir að stjana við mann, hvort sem maður óskar eftir sérréttum eða venju- legu fæði. I Fifuvatni, sem er skammt frá gisti-stað, er hægt að fá veiðileyfi og er slik silunga- mergð þar, að maður hefur vart við að draga á spún. Aðstaða er slik við vatnið, að veiðar er hægt að stunda á blankskóm, svo ekki þarf mikinn veiðiútbúnað. Þessi vin er ca. miðja vegu milli Skaftafells og Hafnar i Horna- firði, 20 km. austan við Jökuls- árlón og upplagður áningar- staður I miðri sandauðninni. Ferðamenn! Njótið hvildar hjá frú Sigriði á Hrollaugsstöðum, það svikur engan. Þormóður Guðlaugsson. Undirlœgjur Löngum var þeim lundin meyr J landsherrunum háu. Einsi bljúgi og Augna-Geir einatt flatir Iágu. i útlöndunum oftast þeir ortu i breta þágu. Einsi bljúgi og Augna-Geir, undirgefnir lágu. Þeirra hugur þoldi ei meir þá englendinga sáu, undir Crosland Einsi og Geir, eins og rakkar Iágu. islendingar aldrei meir una slíkri plágu, scm Einsa bljúga og Augna- Geir, er undir bretum lágu. A.A. gnús H. Gíslason

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.