Þjóðviljinn - 12.06.1976, Side 13

Þjóðviljinn - 12.06.1976, Side 13
Laugardagur 12. júní 1976. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13 eftir Kjartan Sigurjónsson. Kristján Jónsson leikari les. 21.00 Frá listahátið: Beint út- varp úr Laugardalshöll. Benny Goodman og sextett leika. 21.45 Ljóð eftir Anton Helga Jónsson. Höfundurinn les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. 18.00 tþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Maður til taks Nýr breskur gamanmynda- flokkur i 13 þáttum um þrjú ungmenni, sem taka á leigu ibúð hjá miðaldra hjónum. Einum ofaukið Þýðandi Stefán Jökulsson. 21.00 Sergio Mendes Brasiliski tónlistarmaðurinn Sergio Mendes flytur létta tónlist ásamt flokki sinum, Brasil 77. Þátturinn er að nokkru leyti tekinn upp á tónleikum i Belgiu, en einnig er brugðið upp myndum frá fleiri stöðum. Þýðandi Jón Skaptason. 21.45 Sviða sætar ástir (interlude) Bresk biómynd frá árinu 1964 Aðalhlutverk Oskar Werner og Barbara Ferris. Hinn heimsfrægi hljómsveitarstjóri Stefan Zeltner verður ástfanginn af ungri blaðakonu, þótt aldursmunur þeirra sé nokkur og hann sé kvæntur. Þýðandi Stefán Jökulsson. 23.35 Dagskrárlok. Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðar er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðju- daginn 15. júni kl. 12-3. — Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl. 5. Sala Varnarliðseigna. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN SÉRFRÆÐINGUR óskast til starfa á svæfingadeild spitalans frá 1. ágúst n.k. Upplýsingar veitir yfir- læknir deildarinnar. Umsóknir er greini aldur, námsferil og fyrri störf ber að senda Stjórnarnefnd rikis- spitalanna fyrir 15. júli n.k. AÐSTOÐARLÆKNIR óskast til af- leysinga frá 1. júli n.k. á sjúkradeild spitalans við Hátún. Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir deildarinnar. Reykjavik, 11. júni, 1976 SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5,SÍM111765 # sjónvarp j 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.00. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Einar Björgvin heldur áfram sögu sinni „Palla, Ingu og krökkunum I Vík” (9). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. óska- lög sjúkiinga kl. 10.25: Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 tJt og suður. Ásta R. Jóhannesdóttir og Hjalti Jón Sveinsson sjá um sið- degisþátt með blönduðu efni. (16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir). 17.30 Eruð þið samferða til Afríku? Ferðaþættir eftir norskan útvarpsmann, Lauritz Johnson. Baldur Pálmason les þýðingu sina (2). 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Með bindi um hálsinn. Skafti Harðarson og Stein- grímur Ari Arason sjá um þáttinn. 20.00 Hljómplöturabb Þor- steins Hannessonar. 20.45 „Dansæfing”, smásaga DAGSKRÁ LISTA- HÁTÍÐAR Gisela May Tone Ringen og Björn Skagastad Mörg og merk tíðindi á Lista- hátíð um helgina i dag Franski tónlistarflokkurinn Ars Antiqua flytur kl. 14. i dag á Kjar- valsstöðum miðaldatónlist. Sizwe Banzier dauður, gestaleikur Lilla teatern frá Helsinki er kl. 16 i Þjóðleikhúskjallara og um kvöldið er brúðuleikurinn um Litla prinsinn sýndur I fyrra sinn á stóra sviði Þjóöleikhússins. Kannski geta lagnir menn komist yfir það að vera á öllum stöðum I senn. Benny Goodman blæs svo i Laugardalshöll um kvöldiö. Morguntónleikar A morgun, sunnudag, byrjar dagurinn snemma, meö morgun- tónleikum á Kjarvalsstöðum. Rudolf Bamert og Ursula G. Ingólfsson leika saman á fiölu og pianó. A efnisskrá eru sónötur eftir Haydn, Prokoféf og Brams og „Vier Stíícke fur Geige und Klavier” eftir Webern, einn af frömuðum nútimatón- smiða. Rudolf Bamertfæddist i Sviss, árið 1944. í Jecklin-tónlistar- keppni ungmenna varð hann sigurvegari 11 ára gamall. Hann nam fiðluleik við Tónlistarhá- skólann i Ziirich hjá prófessorun- um Moravec og Fierz og lauk þaðan námi 16 ára gamall. Siöan var hann tekinn I „Meister- klasse” hjá prófessor Wolfgang Schneiderhan iLuzernoglauk þvi námi með hæsta vitnisburði 21 árs gamall. Næstu ár varhann jafn stöðugur solisti i Festival Strings Lucerne undir stjórn Baumgartners. Arið 1972 stofnaði hann sfiia eigin kammersveit Cameratha Rhenanda, og lék hann með henni sem konsert- meistari og sólisti á plötur og i út- varp I Sviss, Þýskalandi, Austur- riki og á Itallu. Arið 1974 varð Baumert fyrsti konsertmeistari Sinfónluhljómsveitarinnar i StGallen og áriö 1975 varö hann fyrsti konsertmeistari Radio Symphonie-Orchester I Vlnar- borg og jafnframt kennari viö Tónlistarakademiuna þar í borg. Úrsúla G. Ingólfsson fæddist i Sviss árið 1944. Hún nam á bernskuárunum pianóleik hjá Theodor Lerch. Siöar nam hún undir leiösögn Paul Badura-Skoda i Mozarteum Salz- burg, en 17 ára gömul hóf hún nám við Tónlistarháskólann i Ziirich undir handleiðslu Sava Savoff. Úrsúla lauk einleikara- prófi úr þessum skóla 24 ára gömul. Hún fluttist til Bandarikj- anna árið 1968 með Islenskum eiginmanni sinum. Úrsúla fluttist til Islands árið 1972 og hefur siöan veriö kennari viö Tónlistarskól- ann I Reykjavlk. Hún hefur oft komið fram sem einleikari með Sinfóniuhljómsveit Islands og hefúr mörgum sinnum leikið hér i útvarp. Skáldavaka Eins og á siðustu listahátið efnir Rithöfundasamband Islands til skáldavöku á Kjarvalsstöðum. . Vakan hefst sunnudaginn 13. júni kl. 2. Þar munu 34 skáld lesa eigin ljóð, sem ekki hafa áður birst á Yves Lebreton bók. Skáldin lesa i stafrófsröð, og er hámarks-upplestrartími hvers stundarfjórðungur. Nöfn skáldanna eru þessi: Baldur Óskarsson, Birgir Sigurösson, Birgir Svan Simonar- son, Dagur Sigurðarson, Einar Bragi.Einar ólafsson, Elias Mar, Erlendur Jónsson, Filippia Kristjánsdóttir (Hugrún), Guð- bergur Bergsson, Guörún Jacob- sen, Hilmar Jónsson, Hjörtur Pálsson, Hrafn Gunnlaugsson, Ingimar Erlendur Sigurðsson, Ingólfur Jónsson frá Prestbakka, Jakob Jónsson, Jenna Jensdóttir, Jón frá Pálmholti, Kristinn Reyr, Kristján Röðuls, Nina Björk Arnadóttir, Njörður P. Njarövik, Pjetur Lárusson, Rósberg G. Snædal, Sigurður A. Magnússon, Sigurður Pálsson, Sigvaldi Hjálmarsson, Thor Vilhjálmsson, Vilborg Dagbjartsdóttir, Þor- steinn frá Hamri, Þóra Jóns- dóttir, Þórunn Elfa Magnúsdóttir og Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Gisela May Um kvöldið er merkur gestur á Kjarvalsstöðum, austur-þýska söngkonan GiselaMay, sem hefur veriö kölluð „drottning hins ptíli- tiska söngs” en sjálf kallar hún sig gjarnan „syngjandi leikkonu. Gisela May kom til Berlinar 1951 og þótti þar innan tiðar jafnvig leikkona á harmaleikjahlutverk sem gamanleikja. En frá þvl um 1960 hefur hún verið tengd leik- húsi Bertolt Brechts og hefur siðan verið einhver frægasti túlk- andi söngva skáldsins og þeirrar tónlistar sem Hans Eisler og fleiri róttæk tónskáld hafa við þau samiö. Hún hefur ferðast vitt um heim og hlotið frábærar undir- tektir: Fagaro segir að hún hafi lagt Paris að fótum sér enda eigi hún ekki sinn lika. New York Times kallar hana mesta Brecht- túlkanda heims. Fimm manna hljómsveit undir stjórn Henry Krtschill er i fór með Giselu May. Hún heldur aðra tónleika á sama staö á mánu- dagskvöld. 1 þjóðleikhúskjallara er önnur sýning á Sizwe Bansi er dauður, og 1 Iðnó er fjóröa sýning á Sögu dátans eftir Stravinski. Látbragðslist Á mánudag, 14. júni sýnir franski látbragösleikarinn Yves Lebreton látbragðsleikinn HA, eða ævintýriherra Ballon.Lebre- ton hefur viða farið, sýnt og kennt. Honum er mjög hrósað í blöðum fyrir óþrjótandi sköpunargáfu frábæra taekni og einstaka hæfni að þvi er varöar samband við áhorfendur. Hann er talinn rekja ættir sinar listrænar meðal annars til Buster Keatons og Chaplins. Yves Lebreton sýnir aftur i Iðnó á þriöjudagskvöld, 15. júni. Norskur gestaieikur A mánudagskvöld er efnt til gestaleiks i Norræna húsinu. Frá Det Norske Teatret I Oslo koma leikararnir Tone Ringen og Björn Skagastadog flytja ljóðræna leik- dagskrá með tónlistarivafi við undirleik H. Lysiak og T. Nordille Dagskrá þessi nefaist „Spurðir þú mig?” og er byggð upp um texta eftir norsku skáldkonuná Aslaug Vaa (1889—1965). Hún var einkum ljóðskáld og byrjaði reyndar seint að skrifa, fyrstu bók sina gaf hún út hálffimmtug að aldri, en þá var lika eins og stifla hefði losnað I fljóti og skrifaöi hún mikið siðan. Aslaug hafði mikinn áhuga á leikhúsi og skrifaði fjögur leikrit. Og um þau og ljóð hennar má segja, að landamerki drama og ljóölistar eru óglögg hjá henni — þaö er þvi talið mjög I hennar anda að búa til slika sýningu sem þessa hér. Karl og kona eru persónur þessarar sýningar og þau eilifðarmál sem á milli þeirra fara á fiskæviskeiðinu. Spurðir þú mig er svo endurtek- in á miðvikudag. Tónleikar og dans. Þriðjudaginn 15. júni kl. 20.30 verða haldnir aörir tónleikar is- lenskra tónlistarmanna að Kjar- valsstööum, að þessu sinni i sam- vinnu við Islenska dansflokkinn. Á tónleikunum verður leikinn Silungakvintettinneftir Schubert, en flytjendur eru: Jónas Ingi- mundarson, pianó, Rut Ingólfs- dóttir, fiðla, Graham Tagg, vióla, Pétur Þorvaldsson, celló og Einar B. Waage, kontrabassi. Þá verður flutt allnýstárlegt verk, Bachianas Brasileiras, eftir brasiliska tónskáldið Villa-Lobos, en það er fyrir sópran og 8 celló. Elisabet Erlingsdóttir syngur einleikshlutverkiö, en celló- leikararnir eru: Pétur Þorvalds- son, John Collins, Jóhannes Eggertsson, Auöur Ingvadóttir, Kristján Jóhannsson, Lovisa Fjeldsted, Inga Rós Ingólfsdóttir ogPáll Gröndal. Aölokum veröur flutt La Valse eftir Ravel, en flytjendur eru dansarar úr Is- lenska dansflokknum og þeir Gisli Magnússon og Halldór Haraldsson leika verkið i út- setningu höfundar fyrir tvö pianó. Eins og sj á má er efnisval Jiess- ara tónleika fjölbreytt og ólikum verkum stillt upp, en segja má aö einkunnarorð þessara tónleika is- lenskra tónlistarmanna á Lista- hátið að þessu sinni sé einmitt að tefla saman andstæðum.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.