Þjóðviljinn - 19.06.1976, Síða 5

Þjóðviljinn - 19.06.1976, Síða 5
Laugardagur 19. júní 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Kúbanskir byggingaverkamenn að störfum á Jamalku. Jama- íka: Blikur á lofti Eyjar þær, sem einu nafni eru kallaðar Vestur-Indiur, eru sérstæður heimur um margt. Meginstofn Ibúanna eru afkom- endur spánverja og blökku- manna, en þó bregður út af þessu, þar eð eyjarnar voru Íengi undir yfirráðum margra nýlenduvelda og eru það sumar enn. Þessvegna er spænska ekki rikjandi tungumál nema á sumum eyjanna, en annars- staðar enska og franska. Auk blökkumanna fluttu nýlendu- herrarnirinn indverja, kúiverja og fóik af enn fleiri þjóðum. Allt hefur þetta gert að verkum að hver eyja hefur mjög ákveðin sérkenni eða blöndu af sérkenn- um, þótt náttúrufar sé vlðast svipað. Jamalka er sú þriðja stærsta af Vestur-Indíum næst Kúbu og Hispanlolu, en þó ekki nema brot af stærö Islands, ibúar eitthvað nálægt tveimur miljón- um. Þorri þeirra er blökkumenn og kynblendingar þeirra og annarra kynþátta, en einnig eru á eynni minnihlutar hvitra manna, indverja og ktaverja. Um miöja seytjándu öld á timum Cromwells, tóku englendingar Jamaiku af spánverjum, komu þar á fót arövænlegum plantekrurekstri og höföu eyna þar aö auki sem bækistöö fyrir sjóræningja, sem herjuöu ótæpilega á spænsku nýlendurnar á meginlandinu. Afleiöing bresku yfirráöanna varö sú að jamaikumenn hafa ensku fyrir móöurmál og heyra flestir til anglikönsku kirkjunni, en eru ekki kaþólikkar sem flestir amerikumenn sunnan Bandarikjanna. íhaldssamur „verka- mannaflokkur” — þjóðlegir kratar 1962 lauk breskum yfirráöum á Jamaiku og eyjan varö sjálf- stætt riki. I framkvæmd þýddi þaö aö yfirráöin færöust frá Bretlandi til Bandarikjanna. Bandariskt fjármagn náði al- gerlega yfirhendinni I efnahags- lifinu, svo sem I túrismanum, sem ásamt báxit-námi er helsta tekjulind eyjarinnar. Má svo aö oröi kveöa aö Kingston, höfuö- borg Jamaiku, hafi tekið viö af Habana sem „stærsta hóruhús i heimi” fyrir bandariska túrista, eins og höfuðborg Kúbu var kölluö fyrir byltinguna. Fyrstu tiu ár sjálfstæðisins var viö völd á Jamaiku stjórn- málaflokkur, sem kallar sig Verkamannaflokk Jamaiku (Jamaica Labor Party, skamm- stafaö JLP). En er þrátt fyrir nafniö ihaldssamur og mjög hallur undir innlenda efiiastétt og erlenda auðhringa. Þarf varla að taka fram að sá flokkur og hans stjórn var mjög að skapi húsbænda i Hvita húsinu. En 1972 kom til valda annar aöalstjórnmálaflokkurinn á eynni, Þjóðarflokkur alþýöu (People’s National Party, skammstafaö PNP) Sá flokkur getur frekast talist sósialdemó- kratiskur og raunar hafa mörk- in milli aðalfiokkanna tveggja verið heldur óljós, en vinstra- megin i þjóðarflokki alþýöu eru þó allróttækir hópar. Leiötogi flokksins er Michael Manley, sem siöan 1972 hefur verið for- sætisráðherralandsins. Hræðslan við Castro Meö stjórnarskiptunum hefur nokkuö annaö svipur komist á jamaisk stjórnmál, þótt sú breyting sé heldur yfirborös- kennd enn sem komið er. A valdaárum ihaldsins var Jamaika eitthvert þjálasta lepprlki Bandarikjanna og Bretlands á alþjóbavettvangi, en flokkur Manleys tók þar upp sjálfstæða stefnu, sem orðið hefur til þess aö landib nýtur nú verulegrar viröingar meðal þriðjaheimsrikja. Jamaika tók upp stjórnmálasamband við Klna og Sovétrikin og stofnaði þar á ofan til náinna og vinsam- legra samskipta viö Kúbu, bandariskum ráöamönnum til mikiliar hrellingar. Móðursýkiskennd hræðsia viö Castro og kúbani hefur verið snar þáttur i hugarfari banda- riskra stjórnmálamanna og auömanna siðustu seytján árin. Kúbanir mega varla sjást erlendis sem túristar svo aö bandariskir fjölmiölar rjúki ekki upp til handa og fóta með fréttir um aö þar séu castroliðar komnir meö her af njósnurum og hernaðarráðgjöfum. Þetta ofboð fékk byr undir báða vængi þegar Kúba studdi MPLA i borgarastriöinu i Angólu. Bandariskir valdhafar hafa að visu getaö huggað sig við þaö að byltingin á Kúbu hefur ekki breiöst út til annarra Ameriku- landa, en nú hefur ótti þeirra viö þaö endurnýjast. Stafar það einna helst af vináttu Kúbu annarsvegar og Gvæönu og Jamalku hinsvegar. Gvæana leyfði herflutningaflugvélum Kúbu aö millilenda hjá sér með- an barist var I Angólu, og á Jamaiku eru starfandi nokkrir kúbanskir sérfræöingar, sem hjálpa landsmönnum aö byggja skóla, vatnsveitustiflur, góð en ódýr ibúöarhús, og aö koma sér upp nýtisku sjávarútvegi, en á þvi sviði eru kúbanir nú i fremstu röö meðal Ameriku- rikja. Friðarsveitir kúbana Bandariskir valdhafar eru á nálum um aö þessar „friöar- sveitir Castros”, sem þeir kalla svo (eftir „friðarsveitum” Kennedys sáluga forseta), muni fá þvi áorkaö sem Guevara mis- tókst, aö kollvarpa auðvalds- skipulagi og bandariskum áhrifum i fleiri löndum Róm- önsku-Amerlku. Bandarísk blöð segja frá þvi skelfingu lostin aö jamaikumenn séu fullir a.ödáun- ar yfir þvi hversu duglegir og afkastamikiir verkmenn kúban- irnir séuog hversu margt af þvi, sem þeir kenna jamaikumönn- um, gefist vel. Og aö sjálfsögöu eru bandariskir embættismenn i engum vafa um aö sumir kúbönsku byggingaverkfræð- inganna séu ekkert nema njósn- arar; starfsmenn kúbanska sendiráösins I Kingston eru skuggalega margir aö dómi kanans en skelfilegast af öllu finnst þó bandarlkjamönnum aö allmargir jamaiskir bygginga- verkamenn hafi fariö til Kúbu I starfsþjálfun. Telja bandarikja- menn auðvitaö sjálfgefiö aö þeir komi allir til baka sem sann- færðir kommúnistar og liklega þjáifaðir skæruliðar. Kúba — nærtæk fyrir- mynd Jamaika hefur vissulega ærn- ar ástæöur til náins samstarfs viö Kúbu. Kúba er næsta grann- land Jamaiku, og þar hafa jamaikumenn fyrir augum eina rflúð á vesturhveli jarðar, þar sem verulegur lifskjarajöfnuö- ur rikir og eina rikiö I Róm- önsku-Ameriku, þar sem neyö og skorti hefur veriö útrýmt og velferðarrlki komiö á fót. Sjálf er Jamaika, likt og flest önnur rómansk-amerisk riki, hrjáö af mikilli misskiptingu auös, og heilbrigðis- og skólamál eru i ólestri. Manley forsætisráö- herra sagöi nýlega i viötali viö bandariskt blað aö landar hans gætu mikiö lært af kúbönum, sem þrátt fyrir tiltölulega litlar auölindir heföu getaö bætt lifs- kjör þegna sinna og komið efna- hagsinum á.traustan grundvöll. í efnahagsmálum lita jamiku- menn lika til kúbana meö aödá- un, þvi aö auk þess sem efna- hagur Jamaiku er sárlega háö- ur erlendu auðmagni eiga landsmenn nú I miklum erfiö- leikum vegna veröfalls á báxiti á heimsmarkaðnum og sam- dráttar i túrismanum. Hryðjuverkaalda Mikilvæg ástæöa til hins sið- arnefnda er. taliö vera aö.þaö sem af er þessu ári hefur vérib mikið um hryðjuverk og óeirðir i Kingston. Hefur ofbeldisalda þessi kostaö um 70 manns llfið. Stjórnmálaflokkarnir kenna hvor öörum um aö standa á bak viö þetta. Verkamannaflokkur Jamaiku segir aö stjórnarflokk- urinn sé hér að verki, og ætli hann aö nota hryðjuverkaöld- una sem átyflu til að lýsa yfir herlögum og fresta þingkosn- ingum, sem eiga að fara fram i siðasta lagi i febrúar 1977. Mörgum þykir sú skýring ótrú- leg, þvi að flokkur Manleys er talinn hafa góöa sigurmögu- leika i kosningunum. Þjóöar- flokkur alþýöu er hinsvegar þeirrar skobunar aö hinn ihalds- sami andstööuflokkur sé ekki saklaus af hryðjuverkunum og njóti við þau stuðnings erlendra útsendara. Engum blandast hugur um aö þessir erlendu út- sendarar, ef um þá er aö ræða, séu á vegum Bandarikjanna. Tilgangurinn meö hryðjuverk- unum mundi þá vera aö skapa vantraust á stjórn Manleys, i von um að meö þvi takist aö hrekja hana frá völdum. Þvi aö þótt Þjóöflokkur alþýöu teljist aðeins sósialdemókratiskur frá evrópsku sjónarmiöi, þá hefur sjálfstæð stefna hans i utanrik- ismálum og væg tekjujöfnunar stefna i innanlandsm álum áreiðanlega dugað til aö sann færa bæöi innlent og bandariskt auðvald um aö Manley sé varg ur I véum Vesturálfu, eins og rábamenn Bandarikjanna og einræöisrikja Rómönsku - Ameriku vilja hafa þann heims- hluta. ^lþ. Lögtaksúrskurður N j ar ðvíkurbær Samkvæmt beiðni bæjarstjóra Njarðvikur úrskurðast hér með að lögtök geta farið fram vegna gjaldfallinnar, en ógreiddrar fyrirframgreiðslu útsvara og aðstöðu- gjalda 1976, svo og fyrir ógreiddum fast- eignagjöldum 1976 allt ásamt drattar- vöxtum og kostnaði. Lögtök geta farið fram að liðnum átta dögum frá birtingu úrskurðar þessa, ef ekki verða gerð skil fyrir þann tima. Keflavik, 9. júni 1976. Bæjarfógetinn i Njarðvik, Jón Eysteinsson (sign). Helgarferð í Skaftafell Sumarferð Iðju, félags verksmiðjufólks verður farin daganna 2.- 4. júli n.k. og verður farið i Skaftafell. Farið verður frá Skólavörðustig 16 föstudaginn 2. júli kl. 6 siðdegis. Gist verður á Kirkjubæjarklaustri báðar næturnar og er svefnpokaplass fyrir um 80 manns og einnig eru þarna góð tjaldstæði. Verð farmiðans er kr. 6.000.00, og er morgunmatur báða daganna innifalinn i verðinu. Væntanlegir þátttakendur verða að hafa tryggt sér farmiða eigi siðar en 1. júli. Stjórnin. Múrarameistarar Áfengis- og tóbaksverslun rikisins óskar að ráða múrarameistara til að annast múrviðgerðir á húsinu Borgartún 6. Þeir, sem áhuga hafa á verkinu, hafi sam- band við Verkfræðistofu Guðmundar G. Þórarinssonar Skipholti 1, Reykjavik, fyrir 25. júni 1976, er veitir nánari upp- lýsingar um verkið. Afengis- og tóbaksverslun ríkisins Mikið úrval bóka Marx, Engels, Lenin, tækni, visindabæk- ur, skáldsögur, listaverkabækur, einnig nótur og hljómplötur frá Sovétrikjunum, Tékkóslóvakiu, Póllandi og Ungverja- landi. ERLEND TÍMARIT Hverfisgötu 50 v/Vatnsstig, 2. hæð. Simi 28035.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.