Þjóðviljinn - 19.06.1976, Page 6

Þjóðviljinn - 19.06.1976, Page 6
« SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 19. júní 1976 Hér dreifir hluti landgræðsiumanna sér um moldarhraukana, sem skildir hafa veriö eftir á Grundartangasvæöinu. Fremst er Guörún Jónsdóttir, eiginkona Jónasar Arnasonar. SÁRIN GRÆDD Á GRUNDARTANGA Um fimmleytið á þjóðhátíðardaginn mátti sjá hóp manna safnast saman við athafnasvæði Járnblendifélagsins á Grundartanga. Þar voru saman komnir milli 50 og 60 manns í þeim tilgangi að græða að nokkru þau sár sem Union Carbide hefur skiliðeftir sig á tanganum. Þarna mátti sjá ábúendur nágrannajarða, fólk frá Akranesi og Borgarnesi og víðar að. Hér var um tákn- ræna athöfn að ræða. Þætti bandaríska auðhringsins Union Carbide f fyrirhug- uðum stóriðjuáformum á Grundartanga er nú endanlega lokið. Meö landgræðslunni vildi hóp- urinn annarsvegar leggja áherslu á þá skoðun sina, að ráðamönnum væri fyrir bestu að draga lærdóm af reynslunni, og hætta við allar verksmiðjuframkvæmdir á Grundartanga, og hinsvegar, að benda á hve mikil landsspjöll hafa verið unnin þegar. Á teikn- ingum Málmblendiverk- smiðjunnar sem kynntar voru með pomp og pragt i fyrra mátti sjá hvernig hönnuðir hugsuðu sér, að kringum verksmiðjusvæðið yrði búið til nýtt landslag, með fjórum ávölum hæðum, grasi vöxnum og jafnvel skogi. Nú þegar framkvæmdir hafa legið niðri um langa hrið, og verða ekki teknar upp i bráð, þætti Union Carbide og verktakans marg- fræga Jóns V. Jónssonar, er lokið, blasir við önnur mynd. Rótað hefur verið upp úr mikilli mógröf gífurlegum moldarbingjum sem umlykja svæðið, og á þurrviðris- dögum, stendur af þvi moldar- strókurinn. Athafnasvæði Járn- blendifélagsins er eitt flakandi jarðarsár og um leið og það er öllum náttúruverndarmönnum þyrnir i augum er það félaginu til skammar eins og fleira i byrjunarrekstri þess, svo sem aðbúnaður og framkoma verk- taka á þess vegum við starfsfólk. Jarðrask og atvinnuröskun eru semsagt það sem Járnblendi- félagið hefur fært fólki sunnan Framhald á bls. 14. Sigriöur á Hávarsstööum flytur ljóö sln. í / ^ X btoriðja ni lýtur að vera úr sögunni Yfirlýsing frá þvi fólki, sem safnaðist saman til landgrœðslu á Grundartangasvœðinu 17. júni 1976 Við, sem samankomin erum hér á Grundartangasvæöinu i dag, höfum meö sáningu reynt að græða að nokkru það sár, sem islensk jörð hefur hér verið særð með undirbúningsfram- kvæmdum járnblendiverk- smiðju i samvinnu við érlendan auðhring. Viö viljum á þennan hátt itreka enn einu sinni andúð okk- ar á þessum framkvæmdum og þeirri stefnu stjórnarvalda, sem i þeim birtist. Um leið minnum við á, að hverjum þeim, sem veldur slik- um spjöllum á náttúru iandsins er skylt aö bæta þau. Þar sem hinn erlendi auðhringur, Union Carbide, hefur nú misst áhugann á frek- ari framkvæmdum og raunar hlaupist frá gerðu samkomu- lagi, sjáum við enga ástæðu til að biða með að láta þá aðila, sem hér hafa unnið landspjöll græða þau á ný. Stóriðjuframkvæmdir hér hljóta að vera úr sögunni, þvi til þeirra skortir nú lagaheimild. Slik lagaheimild er aðeins fyrir hendi varðandi samkomulagið við Union Carbide og þyrfti þvi ný að koma til, ef af frekari framkvæmdum ætti að verða, hvort heldur væri á vegum is- lenskra aðila einna eða I sam- vinnu við annan erlendan auð- hring. Við treystum þvi, að Alþingi hafi lært nógu mikið af þeirri reynslu, sem þegar hefur fengist af máli þessu.til þess að það felli allar hugsanlegar til- lögur um frekari stóriðjufram- kvæmdir hér. Að lokum tökum við fram, að við höfum valið daginn i dag til þessara aðgeröa vegna þess, að okkur finnst enginn dagur betur til þess fallinn, en einmitt þjóð- hátiðardagur okkar, að koma þessum boðskap á framfæri. Jónas Árnason, alþm., fór léttilega með áburöarpokana. Jóhann Arsælsson frá Akranesi fyllir á.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.