Þjóðviljinn - 19.06.1976, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 19.06.1976, Qupperneq 11
Laugardagur 19. júnf 1976 ÞJÓDVILJINN — SIDA 11 „Hef synt upp í sjötíu kíló- metra á vikiT segir Sigurður Ólafsson og vonast til þess að þurfa ekki að fara einsamall á Olympiu leikana Einn sundmaður hefur þeg- ar tryggt sér farseðilinn á Olympiuleikana i Montreal, en það er Sigurður ólafsson úr Ægi. Á 17. júnimótinu var hann spurður um hvort árang- urinn hefði ekki kallað á margar og strangar æfingar. — Jú, þetta hafðist nú ekki öðruvisi, sagði Sigurður. — Ég hef æft tvisvar á dag sex daga vikunnar alveg frá áramótum og komist hæst i að synda svona 70 kilómetra á viku. Að meðaltali syndi ég þó „ekki meira” en svona 45-50 kiló- metra. Við Axel höfum verið saman á morgnana frá þvi i mars og þá höfum við vaknað um eða fyrir klukkan sex og byrjað að æfa. Guðmundur Harðarson er lika ræstur svona snemma og siðan hitt- umst við aftur að loknum vinnudegi og æfum þá aftur undir stjórn Guðmundar. Þetta hefur þvi verið nokkuð mikið puð, það hefst ekkert öðruvisi. — Og nú er takmarkinu náð, hefurðu ekkert breytt um æf- ingakerfi? — Jú, þetta er allt öðru visi þegar maður getur einblint á OL-leikana. Ég ætla að synda þar i 100,200 og 400 metra skriðsundi og er alveg hættur Sigurður ólafsson — upp klukkan sex á morgnana. að æfa með þessi mót hérna heima fyrir augum. Ég náði lágmarkinu i 200 metrunum og hin eru þar með orðin auka- atriði, ég sleppi ekki æfingum nema i kannski einn dag fyrir mótin eftir að ég náði lág- markinu. Ég á þvi ekkert von á þvi að gera stóra hluti hér heima á næstu sundmótum, það væri hins vegar vonandi að betur tækist til þegar á hólminn er komið i Montreal. — Heldurðu að þú farir einn islenskra sundmanna? — Nei, það hugsa ég varla. Stelpurnar eru alveg að ná þessu og maður hefur ekkert heyrt frá Danmörku ennþá en þar æfir hann nafni minn úr Hafnarfirði af miklum krafti og á ágæta möguleika á Olympiulágmörkum lika. Ég vona bara að lágmörkin náist sem fyrst svo menn geti íarið að einbeita sér að þvi að æfa fyrir Olympiuleikana sjálfa. — gsp HSÍ-þingið hófst í gcer Þing Handknattleikssambands íslands hófst i gærkveldi i félags- heimilinu á Seltjarnarnesi. Þingið heldur svo áfram i dag og er fyrirhugað að þvi ljúki i kvöld. Búist er við að tillaga verði lögð fram á þinginu um breytingar á fyrirkomulagi Islandsmótsins i handknattleik. Meðal þess sem búist er við að gert verði er að breyta úrslitakeppni mótsins þannig að fjögur efstu liðin i 1. deild þegar hin eiginlega 1. deildarkeppni er búin, leiki til úrslita um tslandsmeistaratit- ilinn, ekki ósvipað þvi sem er I Sviþjóð. Þá er einnig mögulegt að lagt verði til að liðiö sem veröur i 2. sæti i 2. deild, fái að leika við liðið sem verður i næst neðsta sæti i 1. deild um hvort þeirra leikur i 1. deild. Einnig verða lagðar fram ýmsar lagabreytingar aðrar og er búist við að þetta þing geti orðið hiö merkasta. —S.dór Of kalt í veðri á 17. júní-mótinu í sundi Þeim Vilborgu Sverris- dóttur og Þórunni Alfreðs- dóttur mistókst báðum i tilraunum sínum við olympiúlágmörkin á 17. júnímótinu i sundi í fyrra- dag. Hins vegar setti Þór- unn nýtt islandsmet i sinni tilraun, er hún synti 100 m. flugsundið á 1.09.8 sekúnd- um, en eldra metið átti hún sjálf. Næst eiga þær stöllur tækifæri á íslandsmeist- aramótinu sem fer fram um helgina og ef veður- guðir verða spakir er vart við öðru að búast en að dæmið gangi upp, það vantar ekki nema hárs- breiddina í lágmörkin. Annars finnst mörgum að nú þegar ætti að stöðva stúlkurnar i þessari þrúgandi baráttu fyrir farseðlinum til Montreal. Ekki vantar t.d. hjá Vilborgu nema fjögur sekúndubrot i lágmarkið i 200 m. skriðsundi og telja má full- vist að hún nái þeim i tæka tiö. Á meðan sú barátta stendur yfir getur hún hins vegar ekkert æft með hliðsjón af sjálfum OL-leik- unum. Allt miðast við lágmarkið og baráttuna fyrir þvi, en þegar á leikana er komið getur siðan ver- ið erfitt að hagnýta sér undirbún- inginn og allar æfingarnar, sem ekki voru byggðar upp fyrir ann- að en litlu mótin hér heima. Þvi finnst mörgum réttast að gefa græna ljósið strax, lofa þeim ferðinni til Montreal og hefja sið- an undirbúninginn af fullum krafti, það er ekki svo mikill timi til stefnu að rétt sé að kasta hon- um á glæ. Snúum okkur að 17. júnimótinu. Það hófst á 100 m. flugsundi karla og þar synti Axel Alfreðsson glæsilegt sund sem færði honum fyrsta „almennilega” flugsunds- vinninginn sinn. Hann fékk tim- ann 1.05.2 min. en i öðru sæti var Arni Eyþórsson á 1.06.2. Axel synti af öryggi og er greinilega að uppskera árangur mikilla æfinga nú seinni hluta vetrar, en hann hefur ásamt Sigurði Ölafssyni sprottið framúr klukkan 6 á hverjum morgni og byrjað æfing- ar i Laugardalslauginni undir stjórn Guðmundar Harðar- sonar sundþjálfara. Siðan er aft- ur æft að vinnudegi loknum og árangurinn lætur að þvi er virðist ekki standa á sér. Næsta grein var 100 m. flug- sund kvenna, tilraun Þórunnar við OL-lágmarkið. Hún fékk tim- ann 1.09.8 min, sem er nýtt islandsmet., en i öðru sæti var Bára ólafsdóttir á 1.11.8 min. Olympiulágmarkið er 1.09.0 min. t 50 m. baksundi telpna sigr- aði Sonja Hreiðarsdóttir úr IBK á timanum 38.1 sek. og Guðný Guð- jónsdóttir Ármanni varð önnur á 39.5 sek. 1 50 m. bringusundi sveina sigraði Rúnar Emilson KR á 39.4 sek. og bróðir hans Guðni varð annar á 43.9 sek. Þá var komið að 100 m. skrið- sundi karla. Sigurður Ölafsson sigraði á 57.2 en Axel Alfreðsson Vilborg Sverrisdóttir — aðeins „handarbreiddinni” frá Ol-lág- markinu. varð annar á 59.1 sek. t 100 m. skriðsundi kvenna reyndi Vilborg Sverrisdóttir við lágmarkið en tókst ekki. Hún sigraði á timanum 1.03.6 og Bára Ölafsdóttir var önnur á 1.05.4 min. Siðasta greinin var 4x100 m. skriðsund karla. Þar sigraði sveit Ægis á 4.01.1 en Ármann varð i öðru sæti á 4.13.9 min. B-sveit Ægis varð i þriðja sæti. Heldur var kalt i veðri á 17. júni og háir það sundfólkinu ævinlega nokkuð. —gsp Islandsmótið í sundi heldur áfram í dag Þrir leikir i 1. deild um helgina: Hörkuleikur á Skaganum * er IA og Yikingur mætast Þrir leikir fara fram I 1. deildarkcppninni um helgina og siðan sá fjórði á mánudags- kvöld. A Akranesi mætast 1 dag lið heimamanna og Vikings og verður það væntanlega sá leik- ur, sem mesta athyglin beinist að. Viðureignin hefst klukkan 14.30 og má búast við henni fjör- legri, því Vikingur hefur nælt sér f mörg stigin i sumar á baráttugleði sinni og þótt alltaf sé erfitt að sækja skagamenn lieim eru engar likur á þvi að ekki verði reynt að halda áfram stigasöfnuninni. A Laugardalsvelli leika i dag klukkan 14.00 KR og IBK en á morgun klukkan 20.00 mætast i Kaplakrika lið FH og Breiða- bliks. A mánudagskvöld ieika siðan saman efsta og neðsta liöið, þ.e. Valur og Þróttur. Sá lcikur hefst klukkan 20.00 á Laugardalsvelli. Allt getur gerst i slikum leik, fyrirfram mætti búast við tveggja stafa markatölu Vals- mönnum i vil en i svona leik getur bókstaflega allt gerst. Hver veit nema Þróttur nái þarna sinu fyrsta stigi. —gsp íslandsmótið í sundi, sem hófst að kvöldi 16. júní, heldur áfram í dag og á morgun í sundlaugunum í Laugardal. Keppt verður í eftirtöldum greinum: 2.dagur: Laugardagurinn 19. júni kl. 15. 4. grein: 100 metra flugsund kvenna 5. grein: 200 metra baksund karla 6. grein: 400 metra skriðsund kvenna 7. grein: 200 metra bringusund karla 8. grein: 100 metra bringusund kvenna 9. grein 100 metra skriðsund karla 10. grein: 100 metra baksund kvenna 11. grein: 200 metra flugsund karla 12. grein: 200 metra fjórsund kvenna Hlé i 10 minútur 13. grein: 4x100 metra fjórsund karla 14. grein: 4x100 metra skriðsund kvenna 3. dagur: Sunnudagurinn 20. júni kl. 15. 15. grein: 100 metra flugsund karla 16. grein: 200 metra baksund kvenna 17. grein: 400 metra skriðsund karla 18. grein: 200 metra bringusund kvenna 19. grein: 100 metra bringusund karla 20. grein: 100 metra skriðsund kvenna 21. grein: 100 metra baksund karla 22. grein: 200 metra flugsund kvenna 23. grein: 200 metra fjórsund karla

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.