Þjóðviljinn - 19.06.1976, Síða 16

Þjóðviljinn - 19.06.1976, Síða 16
voDvmm Laugardagur 19. júní 1976 Sigrún Stefáns- dóttir ráðin frétta- maður Sigrún Stefánsdóttir, ritstjóri Islendings á Akureyri, hefur ver- iö ráðin fréttamaður sjónvarps i staö Svölu Thorlacius. Umsækj- endur um starfið voru fjórir og greiddi útvarpsráð, sem er um- sagnaraðili um ráðningu frétta- manna, atkvæöi um ráðn. Sig- rúnar eða Einars Karls Haralds- sonar, fréttastjóra. Fulltrúar ihalds og framsóknar i ráðinu greiddu Sigrúnu atkvæði en full- trúar minnihlutaflokkanna Ein- ari Karli. Úr þessu var skorið á fundi út- varpsráðs i gær. Auður Auðuns, Þorsteinn Pálsson og Magnús Þórðarson, sátu fund ráðsins fyr- ir hönd Sjálfstæðisflokksins, Þór- arinn Þórarinsson og ör- lygur Hálfdánarson, fyrir Fram- sóknarflokkinn, Sigurður A. Magnússon og Stefán Júliusson fyrir minnihlutaflokkana. Fyrsta málverka- sýningin á Raufarhöfn — Nei, það er sko enginn fiskur undir steini á Raufarhöfn, listin hefur flætt yfir okkur að undan- förnu sagði Heimir Ingimarsson sveitarstjóri á Raufarhöfn, er við ræddum við hann i gær. Um siðustu helgi stóð hér yfir mál- verkasýning, sú fyrsta sem haldin hefur verið á Raufarhöfn. Það var Hallmundur Kristinsson, fyrrum myndlistargagnrýnandi Þjóðviljans sem reið á vaðið og opnaði hér málverkasýningu, sem stóð yfir I tvo daga. Hún var bærilega sótt þessi sýning og eitt- hvaðseldist af málverkum, sagöi Heimir. Hann sagði aö i vor hefðu verif haldnir þrir tónleikar á Raufar- höfn, enskur baritónsöngvari kom og heillaði fólk og kórar sungu. Nú, og þá hefur ekki vantað leiksýningarnar. Leik- félag Akureyriar kom og sýndi Kristnihald undir Jökli, og Alþýðuleikhúsiö sýndi Krumma- gull og loks kom svo leikflokkur Þjóðleikhússins og sýndi ímynd- unarveikina. Við snérum okkur frá listum og spurðum um veraldlegri hluti eins og atvinnu. Heimir sagöi að nóg væri að gera á Raufarhöfn, að visu væri ástandið I bili þannig aö tæpt væri með atvinnu hjá ung- lingum og konum, vegna þess að menn eru að gera klárt að fara á handfæri eftir þolanlega grá- sleppuvertið og skuttogarinn hefur ekki aflaö vel aö undan,- förnu, en allt er þetta að lagast vegna þess að handfæraveiði er að hefjast. Heimir sagði að einn bátur hefði komið að i fyrradag með 2 tonn en þrir menn eru á bátnum með einar 8 handfærarúllur. — Þegar sumarvertiöin er komin i gang er frekar a6 okkur vanti fólk en hitt sagöi sveitar- stjórinn að lokum. —S.dór Listamenn taka verk sln af Lækjartorgi. — myndari Þjóðviljans I gærmorgun. Myndina tók eik. Ijós- Lögreglan hafði vörslu dag og nótt en segir listaverkin hafa verið of viðkvœm Blaðið haföi samband við Erlend Sveinsson varðstjóra i stöð miðbæjarlögregl. og spuröist fyrir um gæslu á lista- verkunum i Austurstræti. Hann tjáöi þvi að verið hefði gæsla bæði dag og nótt i Austurstræti en sum listaverkin hefðu veriö svo viðkvæm að ekki hefði mátt við þau koma. — Formaður Myndhöggvara- félagsins segir að 8 höggmyndir hafi verið skemmdar. — Það hlýtur að vera rétt hjá honum þó að ég leyfi mér að efast um það. Þrátt fyrir stöðuga gæslu geta alltaf liðið einhverjar minútur sem menn eru ekki nærri en margt af þessu var svo viðkvæmt að þaö þoldi ekki einu sinni að forvitnir kæmu við þetta. Og þessi stytta, Fjölskyldan, hún féll ofan á fót á barni og það var flutt á slysa- varðstofu nokkuð mikiö meitt. Það voru reyndar útigangs- menn þarna og komu eitthvað við hana. Ég held að þetta sé nú dálitið ýkt I sjálfu sér að lista- verkin hafi verið skemmd svona mikið. Svo var eitthvert vesen meö eitt listaverkanna. Það var flutt i burtu af hreinsunardeild Reykjavikurborgar einhverra hluta vegna. Það var álitið að þvi hefði verið stoliö en ég held aö þaö hafi verið vel geymt hjá þeim. Allavega var það ekki hinn almenni borgari sem hafði það með sér. — Sýnir þetta ekki að gæsla lögreglunnar hefur alveg brugð- ist? — Það verður hver að hafa sýna skoðun á þvi, segir Erlendur að lokum. —GFr Listamenn flýja und- an skemmdarvörgum Atta listaverk skemmd í Austurstrœti 1 tilefni Listahátiðar 1976 var sett upp viðamikil höggmynda- sýning i miðbæ Reykjavlkur, var þar farið að ósk ýmissa félagasamtaka og opinberra að- ilja sem vildu fegra umhverfið og gera það manneskjulegra. Strax eftir opnun sýningarinnar gerðu skemmdarvargar atlögu að nokkrum listaverkunum, klindu þau út i sigarettuösku, brutu áfengisflöskur á þeim, beygðu verk og brutu i mask. Samkvæmt umtali við borgar- yfirvöld átti lögreglan að hafa eftirlit á staönum allan sólar- hringinn. Sú gæsla hefur alger- lega brugðist. t gærmorgun þegar fólk mætti til vinnu sinnar voru mynd- höggvarar aö fjarlægja lista- verkin. Þjóðviljinn hafði tal af formanni félagsins, Nielsi Haf- stein, og spurði hann hvers vegna myndirnar væru teknar I burtu. t fyrsta lagi getum viö ekki þolað það að einhverjir ofstæk- ismenn leggi i rúst starf okkar. Samtals hafa átta myndlistar- verk verið skemmd meira eða minna, tvö hafa algerlega eyði- lagst og var annað þeirra fjar- lægt af hreinsunardeild borgar- innar án leyfis viökomandi að- ilja. 1 öðru lagi gerðust starfs- menn þjóðhátiöarnefndar Reykjavfkur svo djarfir að flytja til verk á sýningunni”. „Hvers vegna?” „Þeir hafa sjálfsagt taliö þau skyggja á skemmtiatriðin þann sautjánda.” „Skemmdist nokkuð I þeim flutningi?” „Já, eitt verk, og veröur mikil vinna að koma þvi i samt lag aftur.” Þjóðviljinn hefur oröiö var mikillar óánægju borgarbúa yf- ir þvi að listaverkin skuli vera farin og eru menn hneykslaðir þvi að listamenn skuli hrökklast Framhald á bls. 14. Þetta sýnir hvað við er- um á lagu menningarstigi segir Hafliði Jónsson garyrkjustjóri Reykjavikur um skemmdarverkin Þjóöviljinn hafði samband við Hafliöa Jónsson garðyrkjustjóra Reykjavikurborgaren hann hefur umsjón meö göröum borgarinnar og listaverkum og veitti mynd- höggvurum I Austurstræti fyrir- greiöslu viö uppsetningu verk- anna sem hafa verið skemmd meira og minna. Hann sagöi aö þessi skemmdarverk sýndu aöeins á hve lágu menningarstigi viö værum. Þessir menn sem þarna eru aö verki eru annað- hvort meö delerium eöa þykjast hafa heiminn I hendi sér, sagöi Hafliöi. — Er algengt að unnin séu skemmdarverk á listaverkum borgarinnar Hafliði? — Það er einstaka sinnum sem þau verða fyrir einhverju aNcasti og þá er það vanalega eitthvað klámkennt og við litum á það sem afbrigðilega menn sem leika sér að sliku og þegjum yfirleitt um slika hluti nema þvi aðeins að blaðamenn geri sér mat úr þessu til að auka heimsborgarabrag á sinum blöðum. Min reynsla er að það borgi sig yfirleitt ekki að hafa hátt um skemmdarverk þvi að þau kalla bara á ný skemmdar- verk. Ég er búinn aö fá margra áratuga reynslu af þessu og verði ég fyrir barðinu á skemmd- arfýsn af einhverju tagi á þeim mannvirkjum, sem ég á að gæta, þá er það segin saga að sé þess getið verð ég fyrir skemmdum næstu sólarhringa á eftir. Þetta er mjög sláandi. Þess vegna hef égyfirleittreynt að forðastþað að vekja athygli á þvi sem mið- ur hefur farið i slikum efnum og reyni yfirleitt að halda mér á móttunni jafnvel þó að mér sárni. — Er mikið um skemmdir i göröum bæjarins? — O, já. Það er alltaf eitthvað af sliku og jafnvel aö menn taki sig til og sýni krafta sfiia á þvi að glima við móður jörð og rffa upp stórar trjáplöntur og ég tala nú ekki um þegar þeir leggjast á götubekki og sorpilát og það er langt siðan ég tók eftir þvi að fyrsta skilyrðið til þess að reyna að hafa bekki I friði var að hafa þá lausa. Það byggðist á þvi að ef þeir voru fastir að þá vildu menn sýna krafta sina með þvi að rifa þá upp úr íestingu og þá varð kannski eitthvaö undan að láta og vanalega járnarmarnir. Þeir brotnuðu hreinlega af. Sumir taka sig til og sparka i þá og brjóta þá. Þaö er með ólikindum hvað menn geta lagt á sig til að sýna ofurmennsku sina. — Kemur það fyrir að högg- myndir borgarinnar eru brotnar? M'avj c* ðvuuuu uill ölflöskum eða áfengisflöskum er bögglað nef á einhverri styttu og hentiþær. Sjaldnast vinnur þetta Framhald á bls. 14. BARUM m BfíEGST EKKI | _ Fólksbíladekk 5 Kynnið ykkur hin hagstæðu verð. I TÉKKNESKA B/FfíE/ÐAUMBOÐ/Ð I Á ÍSLAND/ H/E AUÐBREKKU 44—46 KÓPAVOGI SÍMI 42606

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.