Þjóðviljinn - 11.07.1976, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.07.1976, Blaðsíða 3
Sunnudagur 11. júli 1976 ÞJÓÐVIUINN — SIÐA 3 Furður listaverkamarkaðarins: falsarasögur Topolansky: æ þetta er hórdómur einber. Óteljandi eru þær sögur sem sagöar eru af snjöllum fölsurum, sem telja nýriku fóiki trú um aö þeir hafi fundiö handa þvi áöur óþekktar myndir margfrægra snillinga. Margir sllkir sérhæfa sig i meisturum okkar aldar, m.a. vegna þess aö slikar falsanir krefjast ekki fiókinna efnafræöi- legra tilfæringa eins og þegar menn t.d. ieggja út i þaö aö falsa myndir eftir flæmska meistara fyrri alda. Sögur þessar eru svo þekktar, að það má furðu gegna, að þær endurtaki sig enn i dag. Nýlegt dæmi um þetta má segja frá Vestur-Þýskalandi. Þýsk-ungverskur myndasali, sem kallar sig Ernst Ludwig von Toploansky, hafði góða stund heillað liðsforingja og aðalsmenn og bisnessmenn og lækna með af- ar slóttugum talanda og fölskum myndum eftir Piacasso, Kandinsky, Miro, Reonir og fleiri góða menn. Fortöluræðan endaði venjulega á þvi, að Ernst Ludwig sór við sitt góða nafn, að allt væri i lagi með þá mynd, sem hann ætlaði að pranga á það fólk, sem er i sífelldri leit að fjárfestingu sem það heldur að standast muni oliuverðsveiflur og annað það sem fylgir timans tönn. En nafn hans er ekki frekar ,,ekta” en myndirnar. 1 máls- skjölum ýmsum reyndist mynda- salinn blátt áfram heita Herbert Mischler. Svipaða reynslu máttu menn hafa af titlum þeim sem hann prentaði á nafnspjöld sin : stundum taldist hann reka sýn- ingarsal, stundum var hann „akademiskur málari”, eða þá „ráðgjafi um hibýlamenningu.”. Sannfæringarkraftur Auglýsingar hans voru eitthvað á þessa leið: „Nútimameistarar (Picasso, Renoir, Kandinsky ofl.) seldir án sérfræðingavottorðs en fyrir hagkvæmt verð vegna brýnna einkahagsmuna”. Það var ekki nema rétt, að verðið var hagkvæmt hjá Topol- ansky. Fyrir oliumálverk eftir hinn fræga rússneska málara Vassili Kandinski (1866-1944), sem er einn merkastur frömuður afstraktlistar og ganga verk hans nú á allt að 120 miljónum króna, fyrir slikt málverk vildi hann fá skitnar 1,3 miljónir. Þegar kúnn- arnir ranghvolfdu augum stein- hissa sagði Toplansky róandi röddu : „Stingið þér upp á verði, það er alltaf hægt að semja við mig”. Og þegar hann talar þá er mælskan og sannfæringarkraft- urinn svo mikill, að hver hrossa- prangari mætti sæll teljast að búa yfir sliku. Með glæsibrag sönnum fer hann yfir hvert smáatriði, litaafbrigði, linuslit hér og þar ofl. sem á að sanna að kúnnin sé einmitt að horfa á ekta Kandinski. Svo kemur að þeirri erfiðu stund, að spurt er um hvort myndin sé nú samt ekta. Hann ber fram nokkuð loðnar formúl- ur: Ég sel myndina ekki sem frummynd, en heldur ekki sem fölsun. En að lokum gefur hann myndinni vottorð frá sjálfum sér, skriflegt : þetta er segir hann, ekki eftirliking heldur áður óþekkt mótif meistarans. Myndir að austan Og það verða furðulegustu menn trúgirni sinni og ábatafýsn að bráð. Til dæmis má taka lækni einn i Baden, Franz Rudigier, sem borgaði Topolansky alls um fjórar miljónir króna. Læknir þessi sem siðar komst svo að orði að „undir venjulegum kringum- stæðum hefði annað eins ekki get- að komið fyrir mig” hafði fallið fyrir gömlu bragði. Toploansky hafði boðið honum sem og öðrum viðskiptavinum sinum málverk sem „neyðar- sölu”. Hann sagði að falsanirnar væru komnar frá „fólki frá Austur-Þýskalandi, sem hafði myndir með sér”, og neyddist nú til að breyta þeim fljótt i peninga. Og Rudiger, sem reyndar var enginn græningi: að minsta kosti héngu heima hjá honum „ekta” myndir eftir Klee, Nolde, Chagal og Dali, hann sá fyrir sér ágætt tækifæri til að bæta við safn sitt. Mér finnst þær fallegar Safnarinn komst i ham fyrir sakir hinna sætlegu ræðuhalda Topolinskys („þér gerið kaup æf- innar”) og keypti fjórar falsanir. Hann veit nú að „Stúíkur i skógarjaðri” Renoirs eru ekki eftir Renoir, konuteikningin er ekki eftir Braque og vatnslita- myndin hans er ekki eftir Kandinski. En Franz Rudigier hefur huggað sig með þvi að „Mér finnst myndirnar fallegar.” öll- um finnst að þær séu ekta þar sem þær hanga uppi á vegg hjá mér”. En þvi miður, skulum við segja, fékk læknirinn ekki lengi að njóta þeirrar huggunar að hon- um sjálfum fyndust myndirnar bara góðar. Ákæruvaldið i Löbeck gerði þær nefnilega upp- tækar til að nota sem sönnunar- gögn i málaferlum gegn Ernst Ludwig Topolansky. 1 fyrra var myndasalinn dæmd- ur i tólf mánaða fangelsi fyrir „svik og upplýsingafölsun”. Kona hans Herta og vinur þeirra Hans Richter, sem framleiddu meistaraverkin fyrir hann, fengu sex og sjö mánaða dóm hvort. En ekki var Topolansky fyrr sloppinn úr tukthúsi en hann fór aftur af stað með myndasölu. Samt benda likur til að starfsgleði hans sé nokkuð skert: „Lista- markaðurinn er, segir hann, ekk- ert nema djöfuls mellubissness.” Tilvinstri: falskur Picasso „Heljarguö”, til hægri ekta „Púkl” Efri myndin er ekta Kandinski, hin neöri er falsaö tilbrigöi viö hana. „Mér fundust myndirnar fallegar,” sagöi læknirinn. Falskur Renoir „Stúlkur viö skógarjaöar”. Ekta Reonir „Stúlkur við ströndina”. Á þriöjudag veröur dregiö i 7. f lokki. 9.450 vinningar aö fjárhæö nS3.930.ooo.oo. Á mánudag er siöasti endurnýjunardagurinn. 7. flokkur: 9 á 1.000.000 kr. 9.000.000 kr. 9 - 500.000 — 4.500.000 — 9 - 200.000 — 1.800.000 — 342 - 50.000 — 17.100.000 — 9.063 - 10.000 — 90.630.000 —- 9.432 123.030.000 kr. Aukavinningar: 10 á 50.000 kr. 900.000 — 9.450 123.930.000.00 J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.