Þjóðviljinn - 11.07.1976, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. júli 1976
UOBVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
t'tgpfandi: ttgáfufélag Þjóöviljans
Krainkvæmdastjóri: Eiður Bcrgmann
Ilitstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gcstsson
Frcttastjóri: Einar Karl Haraldsson
Umsjón með sunnudagsblaði:
Arni Bergmann
Kitstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Skólavörðust. 19. Slmi 17500 (5 linur)
Prentun : Blaðaprent h.f.
MÁTTURINN TIL AÐ BREYTA
Á sunnudaginn var birti Timinn grein
eftir bandariskan blaðamann, sem var að
spyrja sjálfan sig að þvi, hvað banda-
rikjamenn gætu lært i Evrópu, en þaðan
var blaðamaðurinn nýlega kominn. Þar er
að finna þennan eftirtektarverða saman-
burð á bandariskum og evrópskum stjórn-
málum:
„Litlu máli skiptir þótt hægri
maðurinn Reagan eða frjálslyndur demó-
krati bæri sigur af hólmi (i væntanlegum
forsetakosningum) — meginlinur banda-
riskrar stjórnastefnu stæðu óbreyttar.
Það yrðu aðeins meiri eða minni
hernaðarútgjöld eða velferðarútgjöld, en
öll stefna i aðalatriðum stæði óhögguð. Á
Italiu hins vegar gæti sigur kommúnista
leitt til algjörrar breytingar á eigna-
réttinum og viðhorfi til bandamanna”.
Það sem var um bandariskt stjórnmálalif
sagt telur blaðamaðurinn mikinn kost, en
hann er á þeirri skoðun, að „alvarlegasta
hlið italskra stjórnmála” sé „sá fjöldi
möguleika sem hinir skipulögðu stjórn-
málaflokkar bjóða upp á”.
Það er ekki nema rétt hjá blaðamann-
inum, að litlar likur benda til þess, að það
skipti miklu fyrir bandariska þjóð, hvert
forsetaefnanna sigrar i þvi kapphlaupi
sem þau nú þreyta með ærnu fjölmiðla-
brölti og öðrum tilkostnaði. Það mun
ekkert breytast sem máli skiptir. En það
sem blaðamanninum er ánægjuefni er
einmitt tilefni til gagnrýni á það sem nefnt
er bandariskt lýðræði, á ýmislegt i stjórn-
arfari vestrænna rikja. Gagnrýni sem
hefur fyrr og siðar verið haldið fram af
sósialistum og öðrum vinstrisinnum, af
þvi æskufólki sem á siðari árum hefur
verið að endurskoða það gildamat, sem
haldið er að þvi.
Lýðræði sem býður einungis upp á val
milli einstaklinga en ekki milli stefna,
leyfir sér ekki meira svigrúm en smá-
vægileg tilbrigði við fjárlagapólitikina,
það lýðræði er mjög rýrt orðið að gæðum
og aðdráttarafli. Það er ekkert hól um
bandariska tveggja flokka kerfið,að það er
þannig upp byggt, að það veitir ekki raun-
tæka möguleika öðrum en tveim mjög
keimlikum borgaralegum flokkum. Ef
þeir, sem hafa aðrar hugmyndir um sam-
félag og framtið þess, hafa ekki
möguleika á að láta að sér kveða —
einkum vegna þess hve gifurlegt fjár-
magn þarf til að láta til sin heyra i hinu
bandariska auglýsingasamfélagi, þá er
bandariskt lýðræði blátt áfram mjög
skert. Það er bundíð velvíld þeirra sem
ráða yfir auðmagni, þeirra sem fara með
eignarréttinn, þeirra sem eiga Banda-
rikin. Ef að það er talinn kostur við póli-
tiskt kerfi, að möguleikar á breytingum
eru engir, þá getur verið stutt i lofgerð um
„vel virka” einsflokksstjórn, alræðis-
stjórn, eða eitthvað þessháttar. Enda eru
bandarikjamenn oft fljótir að láta slikt lof
i té, sé viðkomandi einsflokkstjórn hlynnt
þeim i utanrikismálum.
Þeir möguleikar á breytingu — t.d. á
eignarréttinum ginnhelga, sem hinn
bandariski stjórnmálamaður óttast á Ita-
liu, þeir eru einmitt það sem enn gerir
ýmislegt i hinni evrópsku lýðræðishefð að
heillandi viðfangsefni. Og af þvi að allir
hafa ítaliu milli tannanna um þessar
mundir; i kosningunum þar var einmitt
spurt að þvi, hvort lýðræðið þyrði að
standa við sinar eigin forsendur. Hvort
það væri ekki aðeins til i orði, heldur
einnig á borði. Ef að það er trúarsetning
þeirra, sem fara enn með heldur nauman
borgaralegan meirihluta á ítaliu, að
aldrei megi fela hinum öflugu verklýðs-
flokki, kommúnistum, stjórnarábyrgð,
hvað sem kjósendur annars segja — þá
eru meginatriði lýðræðis i hættu. Þeim er
fórnað i nafni hernaðarhagsmuna eða þó
enn frekar ótta þeirra, sem fara með
eignarrétt. Þetta skildu þeir ágætu ka-
þólsku menntamenn italskir, sem buðu sig
fram sem óháðir á listum kommúnista;
þeir kváðust vilja leggja fram sinn skerf
til að lýðræði i landi þeirra væri annað og
meira en viss formleg réttindi. —áb.
Varað við
blýeitrun
VÍSINDI OG
SAMFÉLAG
A siðustu árum hafa menn aftur
tekið á dagskrá þær hættur á
mengun umhvcrfis sem tengdar
eru blýi. Meðal annars vegna
þess, að æ fleiri fræðimenn hafa
dregið i efa rétmæti niðurstöðu
rannsóknar sem fram fór á
fimmta áratugnum, og sýndi, aíi
það hefði ekki i för með sér hættur
á blýeitrun, að blanda þeim
málmi eða efnasamböndum með
honum i bensin. Það eru reyndar
sökudólgarnir sjálfir sem kostuðm
þá rannsókn: bandarísk fyrirtæki
sem framleiða tetraetylblý.
Forngrikkir vissu vel hvað blý-
eitrun var. Og það hafa verið sett-
ar fram kenningar um að hrun
Rómarveldis hafi verið tengt
heilaskemmdum I landsfólkinu,
sem stafaði af blýi i vatnsleiðsl-
um. En á þeirri tækniöld, sem við
nú lifum, hefur blýnotkun færst
mjög i vöxt, og menn hafa þá
einkum áhyggjur af þvi, að blý er
sett i bensin.
Blý í ísnum
Sýni sem tekin eru aLmisjafn-
lega gömlum meginlandsis á
Grænlandi sýna mjög greinilega
að blý safnast stöðugt fyrir i um-
hverfinu. Sama niðurstaða fæst af
þvi, að efnagreina plöntur sem
vaxa i námunda við mikil um-
ferðarsvæði. Það er ljóst að á sið-
ustu 30 árum hefur blýmagnið
aukist stórlega, bæði i næsta um-
hverfi mannsins og einnig á fjar-
lægari slóðum.
(Issýnin frá Grænlandi sýna, að
frá 1750-1950 hefur blýinnihald
aukist úr 0,01 mg i kg i 0,07 mg.
En frá 1950 hefur blýmagnið auk-
ist úr 0,07 i 0,2 mg i kg).
Með útblæstri frá bilum dreifist
blý um andrúmsloftið, sumpart
svifur það langa vegu sem létt
® ÚTBOÐ
Tilboð óskast i gatnagerð, lagningu holræsa og vatnslagna
i nýtt hverfi i Breiðholti II, Seljahverfi, Reykjavik. Hverf-
ið liggur milli Grófarsels og vesturhluta Seljaskóga.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3,
gegn. 15.000 kr. skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 22. júli
1976, kl. 11.00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegl 3 — Sími 25800
Grænlandsisinn gefur iskyggilegar upplýsingar um vaxandi blýmengun
ryk, sumpart taka ýmsar plöntur
við þvi, m.a. grænmeti. Mann-
fólkið fær i sig blý bæði við öndun,
með ýmsum fæðutegundum og i
gegnum húðina, en siðan sest það
til I beinum og fer þaðan mjög
treglega. Það er þvi almenn
hneigð, að jafnvægi milli inntöku
og losunar raskist: blýmagn i
mannslikamanum vex.
Taugakerfið i hættu
Blý hefur skaðleg áhrif á
marga hluta mannslikamans, en
eiturverkanir þess eru sérstak-
lega miklar á taugavefi. Blý lam-
ar t.d. viss enzym, sem eru nauð-
synleg til að taugakerfið geti
starfað með eðlilegum hætti, en
það hefur einnig bein skaðleg á-
hrif á taugakerfið vegna þess að
það hefursérstaka tilhneigingu til
að safnast saaman i fiturikum
stuðningsvef tauga og eyðileggja
hann. Taugavefur hefur ekki
sömu endurnýjunarhæfni og ýms-
ir aðrir vefir og er þvi sérlega
næmur fyrir ýmsum skaðlegum
áhrifum.
Á seinni árum hefur blýeitrun-
artilfellum fjölgað verulega og
m.a. hafa menn margar fregnir
af heilaskemmdum i börnum i
Bandarikjunum af þessum sök-
um. Blý i málningu hefur einnig
leitt til eitrunar á mörgum vinnu-
stöðum. I danskri rannsókn kem-
ur það fram, að um helmingur
sjúklinga, sem lagðir eru á
sjúkrahús með almennar tauga-
skemmdir, hafa óeðlilega mikið
magn af blýi i likamanum. Með
hjálp mjög nákvæmra rannsókn-
araðferða hefur komið i ljós, að
verkamenn sem mjög eru á ferli i
Framhald á bls. 15
SlNE-
FÉLAGAR!
Sumarþing SÍNE
verður haldið 24.-25. júli nk. i Félagsstofn-
un stúdenta við Hringbraut og hefst kl. 14.
Fundargagna má vitja á skrifstofu SINE,
Félagsstofnun stúdenta, frá og með 17. júli
nk. Áriðandi að sem flestir mæti.
Stjórn SÍNE.