Þjóðviljinn - 11.07.1976, Blaðsíða 11
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagnr 11. júlí 1976
Suiinudagur 11. júli 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11
Þetta er athugasemd sósialistablabsins Republica viö utanrikismáia-
tilsvörum Berlinguers.
HLUSTAÐ Á KOMMUNLSTA
Páfinn og
fyrirsætan
Menn voruekki á eitt sáttir um
pólitik á pansjúnatinu sem ég
bjó á i Róm. Tveir feitir náungar
aösunnan höf&u viö morgunverö-
arboröiö hátt um glæsilegar sókn-
arhorfur PCI, kommúnista, i sin-
um sveitum. Þjónninn hristi höf-
uöiö og sagöi aö italir væru ekki
nógu þroskaöir fyrir lýöræöiö.
Gamli maöurinn i húsinu átti fri á
þjóöhátiöardegi islendinga, sem
reyndist einnig kaþólskur helgi-
dagur: ég ætla aö fara á Péturs-
torgiö aö horfa á páfann, sagöi
hann.
Þarna var lika fyrirsæta frá
Kaliforniu sem fór litiö út úr húsi,
kannski til aö láta sólina ekki
spilla húöinni. Hún var alltaf aö
slá simamynttilaö fara i sjálfsal-
ann út af sinum viöskiptum. Hún
var firnalega hrædd viö kommún-
istana. A maöur ekki bara aö fara
héöan strax? spuröi hún mig. Ég
reyndi aö setja italska kommún-
ista i hagstætt ljós en þaö dugöi
ekki. Aö lokum sagöi ég sisona:
Gott og vel, kannski fá þeir eins
og tvö-þrjú ráöuneyti. En þeir
munu ekki biöja um og ekki fá
heldur herinn né heldur lögguna.
Herinnoglögganmunupassa þig.
Þettaþóttifyrirsætunni skárra en
ekki.
Tæpur meirihluti
nægir ekki
Eins og margoft hefur veriö
tekiöfram I þessum greinum, þá
var höfuömál kosninganna tilboö
kommúnista um aö taka upp
stjórnarsamstarf á breiöum
grundvelli, þaö fæli i sér bæöi
samstarf viö sósialista og
kaþólska. Þaö skal tekiö fram
strax, aö þetta var ekki hugsaö
sem framtiöarlausn: kommúnist-
ar sögöust hafa I huga einskonar
bjargráöastjórn til ákveöins
tlma, sem fleytti Itölsku samfé-
lagi út úr þeirri kreppu sem þaö
nú er i: atvinnuleysi, veröbólga,
fjármálaspilling.
Þeir höfnuöu fyrirfram hug-
myndum um, aö hægt væri að
mynda alþýöufylkingarstjórn á
grundvelli naums meirihluta at-
kvæöa. Berlinguer og fleiri for-
ingjar kommúnista tóku þaö fram
margsinnis aö sllkt væri of hættu-
legt. Þeir hafa þá m.a. I huga af-
drif alþýöufylkingarstjórnar i
Chile. Þeir vita einnig, aö hægt
væri að eyöileggjá sllka stjórn
meö efnahagslegum skæruhern-
aöi sameinaöra hægri og miöju-
afla (fjárflótti o.fl.). Og siöast en
ekki sist vildu italskir kommún-
istar ekki kljúfa þjóöina I tvennt.
Ekki kljúfa þjóðina
Viö erum vön þeirri kommún-
iskri hefö, aö andstæöur I þjóöfé-
laginu séu taldar sjálfsagöar og
eölilegt aö þær komi sem skýrast
og skarpast fram i stéttaátökum.
ítalskir kommúnistar hafa aftur
á móti uppi annan málflutning.
Ég tek til dæmis hjónaskilnaöar-
máliö, sem var á döfinni fyrir
þrem árum. Kommúnistar máttu
þola ámæli frá sóslalistum og
ýmsum róttækum hópum fyrir aö
hafa verið andvlgir þjóöarat-
kvæöagreiöslu um máliö — þeir
vildu heldur leita samkomulags
um þaö viö kristilega demókrata.
Þeir vildu ekki kljúfa þjóöina um
máliö. En svo þegar foringjar
kaþólskra æddu út I þjóöarat-
kvæöagreiðslu um hjónaskilnaö
af fyrirhyggjuleysi miklu, þá
slógust kommúnistar aö sjálf-
sögöu meö öörum vinstri sinnum
—og unnu sigur. Ef aö á aö kljúfa
þjóöina I tvennt um eitthvaö mál,
sögöu þeir, þá skulum viö ekki
veröa fyrstir til þess.
Ég spuröi: Hvernig gengur
fólki aö skilja sllka afstööu?
Tveir straumar
Viömælandi minn (ég fer Isam-
talsbútum hér á eftir ekki aö tl-
unda hver sagöi hvaö, enda skipt-
ir þaö ekki höfuömáli) sagöi sem
svo: Þaö sem núer kallaö söguleg
málamiölun (breitt pólitiskt sam-
starf yfir heföbundna skiptingu I
hægri og vinstri) þaö hét á sl. öld
þegar Italía var nýlega sameinuö
transformismo. Hjá Gramsci hét
þetta „blocco istorico”, hin sögu-
lega blökk. Gramsci (fræöilegt
ljós italskra kommúnista, sat
lengi I fangelsi hjá Mussolini og
Eg tel aö kommúnisti veröi aö leggja á sig stööuga athugun á eigin
sannfæringu og hugmyndum. Þessi sannleiksleit veröur aö byggja á
skilgreiningu staöreynda, skilgreiningu sögunnar. Maöur veröur aö
vera fær um aö gagnrýna eigin hugmyndir, vilji hann þroska þær, vilji
hann þroska sannfæringu slna. Ekki sist ef hann vill aö hugmyndir
hans hafi áhrif á staöreyndir og sögu. Þetta reyni ég llka aö gcra — En-
rico Berlinguer.
lést þar) fjallaöi einmitt mikiö
um nauösyn þess, aö skapa sam-
stööu sæmilega framsækinna
pólitlskra afla um breytingar á
samfélaginu. Hann vildi ekki ein-
falda myndina af stéttaandstæö-
um, heldur lagöi áherslu á aö
mörg öfl væru aö verki, og þá aö
verklýösstéttin næöi sem bestu
samstarfi viö menntamenn og
miöstéttir ýmsar. Hann sagöi
m.a. aö eins og frjálslyndir borg-
arar fundu sér modus vivendi,
sambúðarform viö kirkjuna á
endurreisnartimanum á 19. öld,
þá þurfum viö sem verklýös-
hreyfing aö gera sllkt hiö sama.
Og þessi hefö frá Gramsci hefur
lifaö af fasisma og striösár, hún
kemur fram hjá Togliatti og
Berlinguer. Þaö er byggt á þeirri
forsendu, að I landinu séu tveir
öflugir alþýölegir straumar, póli-
tiskir og menningarlegir, annars-
vegar kommúnista og sósialista,
hinsvegar kaþólskur straumur,
kaþólsk hefö. Og viö megum ekki
reisa vegg á milli þessara tveggja
strauma. Viö reynum aö leggja
brýr á milli.
Og þessari hefö höldum viö á-
fram meö allgóöum árangri.
Þrátt fyrir marga galla (þessi
viömælandi minn haföi yfirgefiö
flokkinn um tima en komiö aftur)
er PCI lifandi hreyfing sem
bregst fljótt viö aöstæöum og
Breyting eða
aðlögun?
Semsagt: manni sýnist aö
stefnan sé þessi: ekki aö kljúfa
samfélagiö I andstæöar fylkingar
og láta sverfa til stáls, heldur
gagnsýra þaö. En þýöir þaö
þá ekki um leiö, aö samsamast
þvi? Þaö er stór spurning. Þaö
eru kristilegir sem veröa aö
breytast, ekki viö, segir Pajetta.
Viö höfum m.a. tryggt verka-
mönnum meiri áhrif I efnahags-
llfi en þekkist I nokkru landi sem
sósialdemókratar stjórna, segir
Pietro Ingrao (nú þingforseti).
En þaö er satt, sósialistar hafa
eins og misst lit af þvi aö stjórna
meö kristilegum. Og völdum
(einnig t.d. þar sem viö stjórnum
Iborgum oghéruöum) fylgir viss
hætta á spillingu, sagöi vinur
minn Vittorio. En sllk spilling I
stjórnsýslu er samt ekki okkar
vandi aö heitiö geti. Meöal okkar
manna rikir annaösiögæöi, annaö
hugarfar en hjá embættiskerfi
kristilegra sem illræmt er. Okkar
vandi er frekar sá, aö viö höfum
svo víöa komist I þá aöstööu aö
stjórna borgum og bæjum á stutt-
um tftna, aö okkur vantar fólk
meö sérþekkingu...
Þaö sem hér hefur verið sagt
um sögulega málamiölun ætti aö
gera ljóst, aö Italskir kommúnist-
í KOSNINGASLAG Á ÍTALÍU
— FJÓRÐA GREIN
EFTIR ÁRNA BERGMANN
uppákomum. Flokkurinn hefur
mikil áhrif: A sóslalista sem eru
oft nokkuö svo reikulir i ráöi og
sveiflast á milli kröfunnar um
„allt eöa ekkert” og þess aö sitja
rólegir i stjórn meö kristilegum.
Á vissa menningarstrauma meö-
al kaþólskra manna, sem eru ekki
sáttir viö kapitalismann, koma
honum ekki heim viö sina kristnu
siöfræöi. A kaþólska raunsæis-
menn, sem vita aö erfitt er aö
stjórna af viti án okkar. Blátt á-
fram á þá kaþólska menn, sem
vilja aö lýöræöiö sé aö þvi leyti
raunverulegt, aö þaö sé um eitt-
hvaö aö kjósa, aö þaö sé ekki
fyrirfram ákveöiö aö stór verka-
lýösflokkur eins og PCI skuli ekki
ráöa neinu um stjórn landsins...
Andvigir kosningum
Annar viömælandi (utanrikis-
deild PCI): Þaö var vegna hug-
mynda okkar um hina sögulegu
málamiölun aö viö ekki vildum
kosningar nú. Þaö var komin af
staö umræöa um þessi mál hjá
kristilegum og s vo og svo mikiö af
þeirra mönnum (kannski þriöj-
ungur) var reiöubúinn aö taka
undir málflutning okkar. En þessi
þróun hjá kristilegum, sem eru
flokkar margra strauma hægri,
miöju og vinstrimanna, hún fékk
ekki aö þróast meö eölilegum
hætti. Nú eru kosningar, allir eru
neyddir til að sýna lit, þær brýr
rofna I hita bardagans sem viö
höfum reynt aö byggja. Þaö er
þvi viss hætta á þvi aö kosninga-
úrslitin trufli þessa þróun...
Eöa eins og Berlinguer sagöi aö
loknum kosningum: „Sögulega
séö erum viö langt frá þvi aö geta
taliö aö þroskaferli (processo di
maturazione) hins kaþólska
italska heims sé lokiö”.
ar foröast óskhyggju sem og bylt-
ingarrómantik, afstaöa þeirra er
Istórum dráttum þessi: hér erum
viö,hvaö getum viö gert af viti úr
þeim möguleikum sem viö höf-
um: „Viö þurfum aö skipulegg ja
stööugan fjöldaþrýsting á hverju
sviöi, i hverju máli, taka á okkar
heröar öll réttlætismál sem varöa
frelsi og lýöræöi, leita stööugt aö
tengslum viö öll öfl sem vilja
berjast gegn spillingu og forrétt-
indum og fyrir endurnýjun...
Þessi aöferö er sú eina sem leyfir
okkur að breyta félagslegri og
pólitlskristefnuhópa og fjöldans,
aö hafa afskipti af hverjum gefn-
um aöstæöum til aö þoka þeim á-
leiðis til breytinga á hinni póli-
tisku heildarmynd” (Beriingu-
er).
Hvað um Nató?
Aðurnefnd afstaöa, ,,hér erum
viö”kemur og m jög glöggt I ljós i
sambandi viö ummæli Italskra
flokksforingja um Nató, Efna-
hagsbandalag — hafa þau sjálf-
sagt þótt einkennileg lesning
mörgum vinstrisinna. PCI var
lengi vel andsnúinn EBE: þaö var
bandalag stórauövalds gegn
verkalýö. Siöar endurskoöa þeir
þessa afstöðu. ,,AÖ visu, segir
Amendola, hefur EBE gefiö mik-
iö svigrúm alþjóölegu auöhring-
unum. Þvl veröur verkalýöur
Evrópu aö svara meö sinni bar-
áttu — hann getur ekki veriö inni-
lokaöur innan landamæra hvers
lands úr þvi sem komiö er. Hann
veröur aö koma I veg fyrir aö
borgarastéttin ráöi ein efnahags-
legum samruna álfunnar, sem á
sér hlutlægar forsendur”.
Þaö hefur vist ekki fariö fram
hjá neinum, aö formaöur PCI,
Berlinguer, hefur lýst þvi yfir, aö
kommúnistar muni ekki reyna aö
fá ítaliu úr Nato. Vegna þess, aö
þaö mundi raska um of valda-
jafnvægi milli hernaöarbanda-
laganna. Þess i staö vilji þeir
vinna aö því aö hernaöarbanda-
lögin gangi sem lengst f afvopn-
un, slökun o.s.frv. og aö jafnhliöa
upplausn þeirra. Þetta sagöi
Berlinguer m.a. i viötölum I sjón-
varpi og Corriere della Sera rétt
fyrir kosningar.
En hann sagöi fleira.
I viötalinu viö Corriere della
Sera var m.a. vikiö aö Dubcek og
Tékkóslóvakiu: Berlinguer
harmaöi pólitisk örlög Dubceks
og sagöi, aö italskir kommúnistar
heföu „aldrei hætt aö gagnrýna
og skipta sér af málum” til aö
hjálpa honum og félögum hans.
En þeir heföu ekki fengiö viö neitt
ráöiö. Þá var hann spurbur, hvort
hann óttaöist ekki aö Modcvu-
menn mundu fara eins aö viö
Berlinguer og „evrópukommún-
isma”hansogþeir fórumeö Dub-
cek og hans „sósfalisma meö
mannlegu yfirbragöi”.
Vestrænt kerfi
og sósialismi
„Nei”, sagöi Berlinguer. ,,Viö
erum I öörum heimshluta. Ogþaö
eru ekki minnstu likur til þess, aö
leið okkartil sósialisma geti veriö
hindruö eöa henni sett skilyröi af
hálfu Sovétrikjanna. Menn geta
rætt þaö, hver sé vilji Sovétrlkj-
anna til forræðis yfir sinum
bandamönnum. En ekkert bendir
til þess aö Sovétrikin hafi uppi á-
form um aö fara yfir þau landa-
merki (áhrifasvæða) sem sett
voru i Jalta..”
Berlinguer var þá aö þvi spurö-
ur (einnig i sjónvarpi), hvort
hann teldi, aö þaö aö vera I Nató
gæti oröið honum nokkur hlif,
skjöldur i viöleitni til aö byggja
upp sósialisma I frelsi? Hann
taldi, aö visst öryggi væri i þvi
fólgiðaö vera þar, enda þótthann
vissi vel að einnig I hinu vestræna
bandalagi væri uppi alvarleg viö-
leitni til aö skeröa möguleika
ttallu á aö ráöa örlögum sinum.
Þá var hann spuröur aö þvi, hvort
hann héldi aö auöveldara væri aö
framkvæma frjálsan sósialisma
innan hins vestræna kerfis heldur
en hins austurevrópska (hér er
n.b. ekki talað um hernaðar-
bandalög heldur samfélagskerfi).
Hann sagöi:
,,Já, vissulega, I hinu vestræna
kerfier um minni hömlur aö ræöa
(il sistema occidentale offre
meno vincoli). En gætum að. Þar
fyrir austan vildu menn ef til vill,
aö viö byggöum upp sósialisma
eins og þeimlikar. En hér I vestri
vilja ýmsir ekki aö viö fáum aö
byrja á þeirri uppbyggingu, hvaö
sem frelsi llður. Ég játa, aö þaö
er viss áhætta i þvl af okkar hálfu
aö fylgja leiö sem ekki er ávallt
aö skapi þeim fyrir handan eöa
þeim hérna. Einnig vegna þess
vona ég aö italir veiti okkur auk-
innkjark til þessi kosningunum”.
Hvers konar öryggi?
Um þessi og svipuð ummæli
Berlinguers hafa menn aö sjálf-
sögöu deilt. Málgagn vinstri-
kommúnista I PDUP, Quotidiano
dei lavoratori (þeir stóöu m.a.
aö framb. öreigalýðræöi) sagöi
sem svo: „Þaö er okkur ekki ný
tlöindi aö þaö sé erfitt aö byggja
upp sósialisma i frelsi innan Var-
sjárbandalagsins. Og Berlinguer
hefur vitað þaö lika nú um hriö.
En þaö eru nýmæli, aö þaö sé
auðveldara og öruggara aö
byggja upp slikan sóslalisma
undir regnhllf Nato. Þaö er vlst,
aö Nato mun vernda okkur fyrir
forræðis- og heimsvaldatilburö-
um Moskvu. En mun Nato vernda
okkur jafnvel fyrir moldvörpu-
starfsemi fasista og innlendra og
alþjóðlegra leyniþjónustukerfa?
Hugsum okkur vel um, hverskon-
ar „öryggi” þaö er sem vib vilj-
um”. Blaöiö klykkti út meö þvl aö
segja: Vissulega mun ekki fara
fyrir Berlinguer eins og Dubcek.
En gæti hann sin aö ekki fari fy rir
honum eins og Helmut Schmidt
(hinum sósialdemókratiska
kanslara Vestur-Þýskalands).
Evrópuhyggja
Kommúnistar, sem ég talaöi
viö um þessi viötöl, játuöu, aö
Berlinguer tæki vissa pólitlska á-
hættu meö slikri afstööu, og ekki
mundu allir flokksmenn skilja
hvaö hann væriaö fara. En þeir
neituöu þvl, aö Berlinguer heföi
„skipt um lit”. Hann heföi I báö-
um viðtölum látið fylgja mikla
gagnrýni á þær andstæður sem
eru á milli frelsissvardaga Nato
og veruleikans — sbr. langvar-
andi umburðarlyndi bandalags-
ins viö fasisma i Grikklandi,
Portúgal o.fl. Hann heföi viljað
leggja áherslu á, aö bæöi hér fyrir
vestan og svo um austanveröa
álfu væru ljón i vegi þeirrar þró-
unarsem er hanshugsjón: sóslal-
isma i frelsi. Og slöast en ekki
sist: hér væri um aö ræöa enn eitt
dæmi um evrópuhyggju italska
kommúnistaflokksins. Hér erum
viö, reynum aö gera eitthvað já-
kvætt úr þeim heimshl. sem viö
búum I. Og leiðin er sú, aö gera
ekki litið úr hinu lýöræöislega
kerfi Evrópu vegna þess ab þaö er
gallab og oft meira I oröi en á
borði, af þvi aö eignarréttur og
innrætingarmaskina borgaranna
truflar þaö. Heldur skoöa lýöræö-
iö sem byltingartæki, sem
eitthvaö lifandi fyrirbæri sem
hægt er aö glæöa nýju inntaki.
Meö endurnýjun i verklýðshreyf-
ingunni. Þvi skiptir þaö ekki höf-
uömáli aö Italia, Evrópa séu and-
stæö Sovétrikjunum eöa Banda-
rikjunum. Best aö samskipti viö
báöa séu vinsamleg og eölileg. En
Evrópa sé sjálfstæö, hafi sjálf-
stæöu hlutverki aö gegna. Og leiö-
in til þess er aö efla samstööu
verklýösflokka Evrópu. Og var
þaö nú upp rifjaö, að PCI hefur
undanfarin misseri unnib mjög
rækilega aö auknum samskiptum
við aöra flokka i Evrópu vestan-
veröri, ekki aöeins spænska og
franska kommúnistaflokkinn,
sem hafa svipuð viöhorf um
margt og hann, heldur og sósial-
ista og sósialdemókrata i Frakk-
landi, Þýskalandi, Danmörku,
Sviþjóö og vlðar.
Ekkisvo aöskilja, aöviöætlum
aö mynda nýja miöstöö hreyf-
ingarinnar, segir Segre, utan-
rlkismálasyóri PCI. Þaö er mun-
ur á miöstöö og að reka aðlaöandi
stefnu. Viö erum á móti miö-
stöövum. Viö fylgjum þjóölegum
leiöum til sósialisma.
Afstaðan til
Sovét
Þá lá beint viö aö spyrja um af-
stööuna til Sovétrikjanna.
— Þaö er löng þróun, sagöi
verklýösmálafulltrúi ágætur,
sem um tima haföi fariö úr
flokknum vegna Stalins. Þegar
fasisminn var, þá voru Sovétrikin
eins og eölilegt var mörgum sól
vonar I myrkri og fangelsi. Aö nú
ekki sé talaö um hrifninguna af
þeim á stríðsárunum. En upp frá
þvi fer málið aö vandast. Þaö
veröur æ erfiöara aö koma heim
og saman glæstum vonum og
veruleika. Fyrsta áfalliö var 1948
þegar júgósiavar voru reknir úr
samfélagi kommúnista meö
miklum sviviröingum. Þetta eru
grannar okkar, sem viö þekktum
vel til og vissum aö flestu var log-
iöum Titoogfélaga hans. Þá kom
Togliatti fram meö nokkuö kald-
rifjuöum hætti. Hann sagöi viö
okkur: Ég veit aö Tito er ekki svo
slæmur og rússarhalda fram. En
hann hefur sitt riki, sinn flokk i
stjórn, en viö erum I erfiöri
stjórnarandstööu og getum ekki
leyft okkur þann munaö aö sundr-
ast og eiga I striöi viö alla aöra
kommúnistaflokka út af þessu
máli...
En smám saman, kannski ein-
um of hægt aö minum dómi, skýr-
ast áviröingar sovésks samfélags
betur. Einkum eftir flokksþingiö
þar 1956. Og okkar flokkur hér
færir sig nær og nær sannleikan-
um i túlkun sinni. Og Prag 1968
haföi mikla þýöingu i þeim efn-
um.
Og þaö er rétt aö taka þaö fram,
aö slikar breytingar gerast ekki
hjá okkur meö skyndiákvörðun-
um, heldur eru þær niöurstaöa af
mjög langvinnum umræöum,
samviskusamlegri skoöun máls-
ins...
I framhaldi af þessu hlaut að
vakna sú spurning, hvort sovét-
menn reyndu ekki aö stööva alla
þessa villukenningu, hvort þaö
værihættaáþviaðþeir reyndu aö
kljúfa PCI?
Svör tveggja annarra viömæl-
enda voru mjög á sömu leiö. Þeir
töldu það meö öllu vonlaust aö
reyna aö sundra svo stórum og
um flest samhentum flokki út af
máli eins og afstööu til sovét-
manna. Enda reyndu þeir þaö
ekki, heldur létu sem allt væri I
lagi, sendu heillaskeyti vegna
kosningaúrslitanna o.s.frv.
Og hvar ættu þeir svosem aö fá
efniviö i sovéttrúa hreyfingu?
sagöi einn fyrrverandi sósialisti.
Þaö fólksem er okkarkjarni, sem
um allt land stjórnar verklýösfé-
lögum ogbæjum og borgum, þaö
er yfirleitt svo ungt aö þab er
komiö inn i pólitlk eftir 1956. Og
þaö hefur lifaö áriö 1968.
Hvað ber að gera?
Hér hefur ekki mikiö veriö rætt
um þaö, hvaö italskir kommún-
istar vildu helst til bragös taka, ef
aö þeir yröu aöilar aö einskonar
bjargráöasyórn. Ef aö gripið er
niöur i plögg þeirra sjást atriöi
sem þessi: Þaö veröur aö hreinsa
til I hinuspillta stjórnkerfi. Skera
niöur skriffinnskubruöliö. Ráöast
af hörku gegn gifurlegum skatt-
svikum. Gegn veröbólgubraski,
en taka upp fjárfestingarstefnu
sem tryggir ungu fólki atvinnu og
suöurhéruöunum örari þróun.
Þaö má vera aö þaö veröi aö
skeröaeinkaneyslu, en þvi verður
aö fylgja, aö verkafólk hafi trú á
þær aögerðir vegna þess aö byrö-
um og auöi sé skipt meö réttlátum
hætti og aö ekki sé gengiö á sam-
félagslega neyslu...
Allt þetta hljómar sem almenn-
ur óskalisti, sem ekki væri likleg-
ur til að breyta miklu. En hafi
menn þaö i huga, aö italir hafa
fulla ástæöu til aö taka fyrirheit
kommúnista sinna alvarlega. Þaö
er mjög útbreitt viöhorf, aö hvaö
semannars megium þá segja,þá
hafi þeir einir siöferöilegan styrk
og samheldni til aö geta bætt hlut
almennings meö hressilegum til-
tektum. Þaö nægir nefnilega aö
visa til þeirra borga og héraöa,
sem þeir stjórna. Þeir þurfa ekki
aö stjórna Napoli nema i nokkra
mánuöi til ab mikill munur sjáist
á eftir þritugt sukk kristilegra.
Þeiraöstoða vonlaustfólk á Sikil-
ey viö aö koma upp samvinnufé-
lögum (og þar meö gera þaö ó-
háöara blóðsugum Mafíunnar) og
þaö sér stóran mun á heilum
þorpum á örskömmum tima.
Þessi sýnilegi árangur kommún-
istanna er þaö sem mestu skipti I
itölsku samhengi — hann, og hin
miklu vandamál sem alþýöufóUc
hefur viö aö glima — gerir þaö aö
verkum.aö utanrfcismál eru ekki
eins veigamikfil þáttur i vinstri-
póUtik á Italiu og er viöa annars-
staöar.
Ábyrgð og
aðdráttarafl
ttalskir kommúnistar segjast
hvorki vilja sitja I hinni gömlu
biöstööu kommúnista (horfa á
miklar fyrirmyndir og biða eftir
aö undrið gerist) né heldur falla i
gryfju sósialdemókrata: aö láta
sér nægja vissar kjarabætur til
handa verkafólki innan ramma ó-
breytts þjóöfélags. Þeir vilja
breyta samfélaginu. Eftir mörg-
um leiöum og ekki öllum skjót-
virkum. Og þvi lofa þeir ekki
heldur öllu fögru.
Ég sagöi viö Vittorio: Þiö legg-
iö svo mikla áherslu á aö vera á-
byrgir, viburkenndir, viröulegir
— eruö þiö ekki hræddir um aö
veröa svo leiðinlegir aö ungt fólk
t.d. leggi leiö sina frá ykkur og yf-
ir til vinstri hópanna, sem hafa
uppi afdráttarlausar staöhæfing-
ar, meiri byltingarrómantik,
meira fjör?
— Ertu að kritisera okkur eöa
hvaö? spuröi hann glottandi.
— Nei, þaö dettur einum al-
þýbubandalagskrata af Islandi
ekki i hug, sagöi ég.
— Auðvitað hafa þessir vinstri
hópar visst aðdráttarafl, en samt
minna en maður gæti haldiö sagöi
hann. — Sjáöu bara kosningarn-
ar. Eitt er, að þessir hópar hafa i
sér fólgiö eitthvert sjálfseyö-
ingarafl, sem tætir þá i sundur.
Annaö er, að einnig ungt fólk vill
glima viö raunhæf verkefni. Þaö
sem skiptir okkur máli, það eru
völd okkar i borgum og héruðum,
starf okkar þar og i verksmiðjum
og verklýösfélögum. Þar stendur
fé okkar fótum. Þaö sem viö ger-
um þar er okkar reynsla og fram-
lag sem viö veröum dæmdir eft-
ir...