Þjóðviljinn - 11.07.1976, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.07.1976, Blaðsíða 2
2 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. júll 1976 SKtRAR ERU ANDSTÆÐURNAR <*£ U /?-M£>S7<7£&u /£ Wk §M WPtTSCZ t / fHy |p|: É ¥ JJm& LJÓÐ - eftir Böðvar Guðmundsson Mynd eftir Sigurð Þóri Vöggukvæði róttækrar móður Enn syng ég gamalt stef við þinn sængurstokk i kvöld er sólin rennur Iangt að fjallabaki um þá sem sitja sléttir og slóttugir við völd og sleppa aldrei neinu fantataki. Morðingjar heimsins og myrkraverkaher munu reyna aö draga úr þér kjarkinn en gleymdu þvi samt aldrei að meira en maklegt er að á mörgum þeirra höggvist sundur barkinn. Þeir eiga glæstar hallir þeir eiga lúxusbil þeir eiga meir en nóg til hnifs og skeiðar þeir kæfa okkur i táragasi og kaila okkur skril þeir koma okkar vandræðum til leiðar. Morðingjar heimsins og myrkraverkaher munu eflaust pina þig til dauða en gleymdu þvi samt aldrei að meira en maklegt er að úr mörgum þeirra vætli blóöið rauða. Svo segi ég að lokum fyrst sólin hnigin er og svefnsins engill strýkur þér um hvarma að margan góðan drenginn þeir myrtu þar og hér og margur hlaut að dylja sina harma. Morðingjar heimsins og myrkraverkaher myrða okkur lika einhvern veginn en gleymdu þvi samt aldrei að meira en maklegt er að af mörgum þeirra væri skjátan flegin. 1 • • B® ® J 1 1 -mr HtfeiKress«íIdarS(eé»tc § íred) hogur ijogurra íslenskra /gíBS i’ítxJSUiotck lithöfunda kcmu á nc*sku Nýlega kom út hjá Pax í Noregi bókin Lystreise og andre islandske noveller/ sem geymir sögur eftir fjóra íslenska höfunda, Jakobínu Siguröardóttur, Svövu Jakobsdóttur, Guð- berg Bergsson og Thor VíI- hjálmsson. Helga Kress og Idar Stegane þýddu. I eftirmála segir Helga Kress á þá leiö, að mjög litið af isl. nútimabókmenntum hafi til þessa veriö þýtt á norsku og önnur nor- ræn mál. Stafi það ekki sist af þvi, að norðmenn séu orðnir mjög rót- fastir i hugmyndum sinum um Is- land sem „sögueyna, drauma- landið”, um islendinga sem hafi aðeins þvi hlutverki að gegna i samtimanum að minna á liðna tið. Það úrval sem i bókinni er prentað, segir þar, er til þess ætl- að að kynna norskum lesendum riokkra fremstu höfunda milli- kynslóðar islenskra rithöfunda. Sá kostur hefur verið tekinn að beina valinu að fáum rithöfund- um, og eru þau rök færð fyrir þvi að þar með fáist betra yfirlit yfir hvern höfund og yfir hlutföll þau sem gilda i isienskum samtima- bókmenntum en ef að tekinn væri langur listi með einni sögu eftir hvern höfund. I'umræðu um hefð og nýsköpun segir Helga Kress á þessa leið: „Rithöfundarnir sem hér eru mættir hafa allir tekið þátt I þessu endurnýjunarstarfi (siðari ára). Að sjálfsögðu hafa þeir ekki með öllu sagt skilið við hefðina. Þeir byggja gjarna á islenskum goð- sögnum, tilvisunum og þjóðsög- um og eru raunsæir i þeim skiln- ingi að kveikja verkanna er is- lensk reynsla. En hin episka og hlutlæga frásögn með rökréttri atburðarás, byrjun og endi, eins og við þekkjum I islendingasög- um, hún er horfin. Asamt meö Laxness færa þeir inn i islenskt ó- bundið mál hinn óáreiðanlega sögumann, og irónia verður þeg- ar á heildina er litið það áhrifa- tæki, sem mestu skiptir. Aö þvi er innihald varðar þá eiga þessir höfundar það sameiginlegt, að þeir eru gagnrýnir á rikjandi samfélagskerfi. Þeir sýna, hvernig það bæði heftir og afsiðar einstaklinginn. Ekki sist ber að gefa þvi gaum, að allir sýna þeir beint eða óbeint kúgun kvenna i samfélagi og fjölskyldu.” Helga Kress gerir siöan grein fyrir ferli hvers hinna fjögurra höfunda. t bókinni eru þrjár sögur eftir Jakobinu Sigurðardóttur: Maður uppi i staur, Lifshætta og Konkordia. Þrjár eftir Svövu Jakobsdóttur: Krabbar, brauð- kaup, dauði, Saga fyrir börn, og Kona með spegil. Þrjár eftir Guð- berg Bergsson, Hin útvalda (úr Astum samlyndra hjóna) og tvær sögur úr Hvað er eldi guðs? Eftir ThorViihjálmsson er birt sagan Skemmtiferð úr Foldu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.