Þjóðviljinn - 14.07.1976, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.07.1976, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 14. júli 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Af innlendum vettvangi Olíu-og gasnámur innan íslenskrar efnahagslögsögu ? fiskimáí ^eftir Jóhann J. E. Kúld Frá þvi var sagt i fréttum á sin- um tima, að visindaleiðangur sovétmanna er rannsakaði hafs- botninn norðaustur af fslandi hefði fundið merki um að þar væri að finna oliu i um 160 km fjarlægð frá Langanesi á um 900 m dýpi. Siðan þessi frétt var birt hefur ekkert af þessu máli heyrst á opinberum vettvangi þar til nú. í fréttabréfi sem Verkfræð- ingafélag fslands gefur út gerði Július Sólnes verkfræðingur þetta mál að umtalsefni nýlega, þar sem hann dregur að þvi likur að setlögin, þar sem sovétmenn töldu sig finna oliuna, gangi innundir basalthelluna sem er undirstaða norðausturhluta landsins. En þetta mundi gera það raunhæft, að hægt væri að bora eftir oliu t.d. á Melrakka- sléttu. Þetta eru ekki svo litil tið- indi, sem ákveðnir embættis- menn landsins virðast hafa legið sina skýringu á takteinum, sem ég man nú ekki hver var. Hins- vegar sagði mér gamall islenskur kanadamaður siðar, að hinar miklu gasnámu i Kánada á norð- vestur-sléttunum hefðu fyrst fundist vegna þess að menn veittu þar gasuppstreymi i smáum stil eftirtekt, sem siðan var rannsak- að á visindalegan hátt. Með þvi að rifja þetta upp, þá er ég á engan hátt að geta mér neitt til um gasnámu á Austurlandi. En hinsvegar þyrfti slikt ekki að vera nein fjarstæða lengur, eftir að sovétmenn hafa fundið oliu i setlögum norðaustur af landinu og setlögin talin ganga undir bas- altberghelluna sem er undirstaða i það minnsta norðausturhluta landsins. Þannig þarf það ekki að vera nein fjarstæða lengur, að gas gæti fundist á Austurlandi nú þó slikt teldist eins og hver önnur vitleysa fyrir nokkrum árum. Á á eins og varphæna um nokkurn tima. Þá kemur það fram, að nokkur oliufélög hafa sóst eftir að fá leyfi til oliuleitar á þessu svæði, og hafa þrjú þeirra verið nafngreind i blöðum. Þegar fyrst var sagt frá þess- um oliufundi sovétmanna hér norðaustur af landinu i islenska útvarpinu, þá kom i hug minn önnur útvarpsfrétt sem birt var fyrir allmörgum árum. I þessari frétt var sagt frá gasuppstreymi á Austurlandi, að mig minnir i Lagarfljóti. Samkvæmt fréttinni stungu menn þar niður röri gegn- um is og fengu svo mikið gasupp- streymi gegnum rörið að þeir gátu tendrað loga á efri endanum. Þetta þótti ekkert merkileg frétt og islenskir visindamenn höfðu hefði leyst svo mörg verkefni sem aðrir hefðu gefist upp við að leysa. „Ætli það sé ekki vegna þess, að ég hef alltaf dregið i efa að sumt sem okkur var kennt i skóla væri rétt,” svaraði hann. Það er að sjálfsögðu gott að flana ekki að neinu, þegar um vinnslu á oliu er að ræða, þvi það er mikið og stórt verkefni. Hins- vegar virðist vera kominn full- komlega timi til, að þetta mál verði rannsakað ofan i kjölinn, með þvi að fela einhverju fyrir- tæki leit að oliu. Helst þarf slikt oliuleitarleyfi að vera bundið þvi skilyrði, að islenskir tæknimenn fengju að fylgjast meö slikri leit, meðan á henni stendur. Það er haft eftir Steingrimi Hermanns- syni verkfræðingi, formanm Rannsóknarráðs rikisins, að slikt tilboð liggi nú þegar fyrir. Rannsókn á þvi hvort tsland hefur skilyrði til að verða oliu- vinnsluland i framtiðinni er svo sjálfsögð, að allur dráttur á fulln- aðarvissu i þvi efni er litt skiljan- legur, af opinberri hálfu, ef hægt er að komast að hagkvæmum samningum um leit að oliu án allra frekari skuidbindinga af islendinga hálfu, eins og fullyrt er að standi til boða. Komi það hins- vegar á daginri að um skilyrði til oliuvinnslu sé að ræða, þá fyrst er það nauðsynlegt, að ekki verði flanað að neinu, svo besti kostur- inn við vinnsluna veröi fyrir val- inu. En óneitanlega mundi það breyta efnahagslegri stöðu tslands mikið og getu þjóðfélags- ins, ef það aðeins sannaðist að hér yrðu skilyrði til oliuvinnslu i náinni framtið. Þessvegna vil ég taka undir þá kröfu að rannsókn málsins verði hraðað. Fullvinnsla ísh hráefna nauðsyn oliuvinnslusvæði Noregs i Norð- ursjó hafa ekki aðeins fundist auðug oliusvæði, heldur lika miklar gasnámur sem nú er byrj- að að vinna; þarna datt engum manni i hug fyrir fáum árum að mikil auðævi lægju undir hafs- botninum sem biðu þess að vera unnin. Alla slika fordóma um að hér geti ekki fundist olia og gas sem hægt verðiað vinna, er þvi best að leggja á hilluna, þar sem slikt mat hvilir ekki lengur á raun- visindalegum grunni. 011 fram- þróun byggist á forvitni og efa- semdum um rétt mat á tilver- unni. Ég spurði eitt sinn kunningja minn,norskan verkfræðing, hvað lægi þvi til grundvallar aö hann Stórstigar framfarir hafa orðið i framleiðslu iðnaðarvara úr hrá- efnum frá landbúnaði svo sem ull og skinnum á siðustu áratugum. t þessari iðnaðarframsókn úr is- lenskum hráefnum hefur Sam- band isl. Samvinnufélaga haft forustu og er gott til þess að vita. En jafnhliða þvi að þessari sókn verði haldið áfram þá þurfum við að færa hana inn á fleiri svið is- lenskra hráefna. Við flytjum t.d. alltof stóran hluta okkar sjávarafurða úr landi sem hráefni fyrir aðrar þjóðir til að vinna úr iðnaðarvöru. Þessu er ekki hægt að kippa i lag eins og hendi sé veifað, heldur einungis með markvissri uppbyggingu og markaösleit fyrir viðkomandi vöru. En slikt kemur ekki af sjálfu sér, heldur kostar það mikla vinnu og umfram allt góða skipulagningu bæði i framleiðslu og við sölu vörunnar. Þá má ekki heldur framleiðsla vöruf.lokka vera of smá i sniðum til þess að hún sé fær um að keppa á erlend- um mörkuðum með góðum ár- angri. Þetta á við ba'ði um verð og magnframboð. Af þessum sök- um er okkur það meiri nauðsyn heldur en stærri þjóðum að hafa samvinnu innbyrðis i sem stærst- um stil á þessu sviði. En umfram allt er okkar nauðsynlegt til að geta brevtt hráelnaútflutningi okkar að stórum hluta iútl lutning fullunninna vara. að stjórnvöld landsins marki á þessu sviði opin bera ákveöna stefnu sem stefnt sé að i framleiðslu og útflutningi og að sú stefna sé studd i fram- kvæmd af peningastolnunum landsins. Með slikri samræmdri stefnu. gæti framangreind breyting sem ég tel ekki aðeins æskilega heldur lika nauðsynlega orðiö mikið auð- veldari i framkvæmd en ella. Vegna hárra tolla á fullunnum frosnum fiskafurðum sem fluttar eru inn til Bandarikjanna hafa sölusamtök okkar orðið að stofna til fullvinnslu fiskiðnaðarvara þar vestra i stórum mæli. Þetta er góðra gjalda vert og nauðsyn- legt miðað við þær markaðsað- stæður sem ráðandi eru i Banda- rikjunum. En hinsvegar gerir þetta ekki sama gagn og full- vinnsla hér heima mundi gera, ef við hefðum öruggan hagstæðan markað fyrir slika framleiðslu. Verðmætisaukinn sem verður til viö að breyta hráefninu i iðnaðar- vöru festist sem eign vestra i fyrra tilfellinu og er þarafleiðandi ekki handbær til að setjast sem rekstrarfé inn i fyrirtækin hér. Hinsvegar skal það viðurkennt að fiskiðnaðarverksmiðjur is- lenskra framleiðenda i Banda- rikjunum gela óelað stuðlað að hærra hráefnisverði á islenskum vinnsiufiski á markaði þar. At' framansögðu hlýtur athygli ökkar að beinast að mörkuðum lyrir fullunnar Irosnar liskafurðir i Vestur- og Austur-Evrópu ef liægt cr að finna slika markaði þar. i stað þess að flytja þangað iiskhráefni til að vinna úr, eins og við gerum nú. Við flytjum t d. talsvert magn af fiskhráefni til Sovétrikjanna og hafa þau við- skipti oft komið i góðar þarfir. Ég veit t.d. ekki hvort kannað hefur verið þar eystra um möguleika á að flytja þangað inn fullunnar frosnar fiskafurðir i einhverju formi. Rússar hafa um langt skeið keypt af okkur niðurlagða sild, þá er stærsti markaður SfS á ullar- iðnaðarvörum þar i landi og málningarverksmiðjan Harpa flytur þangað inn fullunnin lökk. Nú er það hinsvegar á stefnuskrá sovétmanna samkvæmt þeirri 5 ára áætlun sem nú er hafin að breyta sem mestu af fiskhráefni sinu i fullunna neysluvöru fyrir neytendur. en á þessu sviði hafa sovétmenn ennþá staðið að baki þeim matvælaiðnaðarþjóðum er fremstar standa. Sagt er að nú séu starfandi i Sovétrikjunum slikar stórar alhliöa fiskiðnaðar- stöðvar i 50 borgum, en i lok 5 ára timabilsins eigi slikur iðnaður að vera tekinn til starfa i 42 borgum Með þessu er sjáanlega stefnt að aukinni fiskneyslu, enda áætlað að fiskneysla aukist úr 17 kg á mann yfir árið i 20—22 kg á mann Vegna þessarar stefnubreytingar i matvælaframleiðslu væri athug andi hvort sovétmenn væru tii búniraðkaupa af okkur fullunnar frosnar fiskafurðir i einhverju formi. En þó mér hafi orðið svo tiðrætt um frosna fiskinn, þá þurfum við alveg eins að stefna að fullvinnslu á sviöi saltfiskframleiðslu okkar þannig að meginhluti framleiðsi unnar sé fluttur út á hverjus tima sem fullverkaður fiskur Eins er með niðursuðuiðnaðinr hann þurfum við að auka jafn hliða sem við ryðjum honum braut á mörkuðum. A sviði vaxandi fiskiðnaðar og markaðsleitar, biða islensk þjóðarinnar stór verkefni, ser vinna þarf að hagkvæmri lausn i náinni framtið. Ég hef hér a framan aðeins komið inn á sui þessara verkefna til að vekja a; hygli á hvað þau eru mikilvæg fyrir okkur sem fiskveiöi- og fisk iðnaðarþjóð. 26/6 1976

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.