Þjóðviljinn - 14.07.1976, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 14.07.1976, Blaðsíða 16
DJOÐVIUINN Miðvikudagur 14. júli 1976 Ríkisleyndarmál r Alagning á voðka 2491% Flaskan keypt á 137 krónur til landsins, seld á 3.550 krónurl „Þvi miður getum við ekki gefið upp innflutningsverð á ákveðnum víntegundum. Það er rikisleyndarmál,” sagði einn starfsmaöur ATVR er við spurðumst fyrir um innkaups- verð á vissum vintegundum á dögunum. Það er alls engin furða á þvi þótt ekki sé mikill áhugi fyrir þvi að gefa upp hvert inn- kaupsverð vins er, þvi svo of- boðsleg er álagningin, að tek- ur öllu öðru fram. En l’eyndarmál eru ekki öll til þess að þegja yfir þeim. Þannig hefur blaðið fengið það upplýst, að innkaupsverð á pólskum vodka, var á sið- asta ári 67 cent, en mun hafa hækkað litilsháttar og er nú um 74 cent, eða með öðrum orðum 137 krónur flaskan. innkaupsverð á bandarfsk- um vodka mun vera 89,5 cent flaskan eða 165 krónur is- lenskar. Þessar tvær vintegundir eru þær mest seldu af innfluttum sterkum vinum. Hver flaska af pólskum vodka er seld i Rikinu á 3.550 krónur. Alagðar krónur pr. flösku 3.413! Alagn- ingin i prósentum talið 3491%! Hver fiaska af amerisku vodka er seld á 3.750 krónur i ATVR. Alagðar krónur pr. fiösku eru 3.595! Prósentu- áiagning 2.172%! -úþ Manliattan- ■skákmótið: Helgi með 2 vinninga úr 3 skákum Helgi Olafsson er með 2 vinninga úr 3 skákum á al- þjóðlegu skákmóti á vegum Manhattan-skákklúbbsins i New York. Hann vann Bandarikja- manninn O.Popvych i 1. umf. og gerði jafntefli gegn Tisdall og Weinstwein i 3. og 4. umferð en skák hans gegn Lein frá Sovétrikjunum i 2. umferð var frestað. Þrir stórmeistarar taka þátt i mótinu. Að loknum fjórum umferðum eru fjórir skák- menn með 3 vinninga: Sham- kovic (Israel), Weinstein (bandarikin), Kaimo (Filips- eyjar) og Rhode (bandarikin). Vinningsskák Helga úr 1. umferð mótsins birtist með skýringum hans i Þjóðviljan- um á morgun. FRJALS VERSLUN í VERKI Það er ekki einungis að það sé ,,góður bissnis" f yr- ir ríkissjóð að selja áfengi hér og leggja á það nær 2.500% heldur er fsað ekki síður ,,góður bissnis" fyrir íslenska hauphéðna að hafa umboð fyrir vínteg- undir og fá í sinn vasa um- boðslaun af vínsölu í land- inu. Vinumboð er að sögn eins ágæts heildsala hér i bæ eitt hið ágæt- asta umboð, sem nokkur kaup- sýslumaður kemst yfir. Fyrir þvi þarf nánast ekkert að hafa, ÁTVR 3 miljónir fyrir nánast ekki neitt sér um allt: pantanir, innkaup og sölu! Sá sem þetta sagði veit vel hvað hann er að segja þvi sjálfur hefur hann umboð fyrir nokkur vinfirmu. Eftir sama heildsala hefur blaðið og það, að venjulegast muni umboðslaun vera 7-10%, og 10% af þeim tveimur mest seldu vintegundum, sem hér verður lit- illega vikið að, en það er vodka Vibaróva og Smirnoff vodka. Umboð fyrir Vibaróvu hefur Is. erlenda verslunarfélagið, co. Friðrik Sigurbjörnsson, en fyrir Smirnoff J. P. Guðjónsson. Af Vibaróvu voru fluttar til landsins á vegum ÁTVR og Fri- hafnarinnar á Keflavikurflugveili samtals 152 þúsund flöskur á sl. ári. Innkaupsverð hverrar flösku er nú um 137.50 krónur og um- boðslaun af hverri því krónur 13.50. Umboðslaun Friðriks Sig- urbjörnssonar af þessari einu vintegund eru þvi samkvæmt inn- fluttu magni siðast liðins árs á verðlagi þessa árs 2.096.000.00 krónur! Á vegum ÁTVR og Frihafnar- innar voru fluttar til landsins 181 þúsund flöskur af Smirnoff. Inn- kaup^verð hverrar flösku er 165 krónur, umboðslaun af hverru flösku eru þvi 16,50 krónur. Með sama hætti og áður sést þvi að umboðslaunin nema rétt tæpum 3 miljónum króna af þessari einu vintegund eða 2.986.500.00 krón- um! Er hér um harla góðar fúlgur að ræða fyrir nánast ekki neitt, og er þó ekki allt talið, þvi umboðs- laun fá islenskir af vinum, sem herliðið i Miönesheiði drekkur, en um þann innflutning sjá banda- riksir umboðsmenn og fslenskar hendur koma þar hvergi nærri. Þess má að lokum geta, að Þjóðviljinn hefur það eftir áreið- anlegum heimildum, að skatta- lögreglan sé þessa dagana að yf- irfara innflutningsskýrsiur á vin- um og bera saman við framtöl innflytjenda. —úþ Rannsóknaráð ríkisins: Gefur út skýrslu um upplýsinguþj ónustu Hlutverk Rannsóknaráðs rik- að vinna að öflun margháttaðra isins hefur frá upphafi verið það, upplýsinga fyrir rannsóknar- Þrennt slasaðist I gær varð harður árekstur á horni Miklubrautar og Grensás- vegar, þar sem rákust saman sendiferð^bill úr Reykjavik og fólksbill með G númeri. Okumenn beggja bifreiðanna slösuðust svo og farþegi i fólksbilnum og voru allir fluttir á slysavarðstofuna, meiðsli þeirra voru ekki alvar- legs eðlis. Mjög mikið hefur verið um á- rekstra i borginni undanfarið og verður hvorki færð né skyggni kennt um, nú i góða veðrinu, eitt- hvað annað kemur þar til. Til að mynda gerðist það þegar við vor- um að tala við umferðardeild lög- reglunnar i gær að kallað var út i þrjá árekstra i einu. —S.dór Millisvœðamótið i Sviss: Petrosjan með forystu Nú þegar millisvæðamótinu i Manilla er lokið tekur hitt milli- svæðamótið við, en þaö er haldið I Sviss. Sumir vilja halda þvi fram að það sé enn sterkara mót en það sem háð var i Manilla, allavega vantar ekki stóru nöfnin. Nú er lokið tveimur umferðum á mótinu i Sviss og er Petrosjan, fyrrum heimsmeistari i efsta sæti með 1,5 vinninga. Annars urðu úrslit i tveimur fyrstu umferðun- um sem hér segir: 1 1. umferö lauk aðeins tveim skákum með sigri. Petrosjan vann Sanguinetti (Argentinu) og Castro (Kolombiu) vann Lomb- ard (Sviss). Jafntefli gerðu Port- isch og Liberzon. Tal og Czom (Ungverjal.), Andersson og So- sonko (Hollandi). Aðrar skákir fóru i bið. I 2. umferð vann Portisch landa sinn, Csom. Matanovic vann Diaz (Kúbu) en jafntefli gerðu Byrne (USA) og Sosonko, Geller og Tal, Smyslov og Gulko, Petrosjan og Rogoff (USA), Smejkal (Tékkó- slóvakiu) og Hubner (V-Þýska- landi). Aðrar skákir fóru i bið. Petrosjan er þvi efstur með 1.5 vinninga eftir tvær umferðir. starfsemina i landinu og að dreifa til atvinnuveganna niðurstöðum þeirra rannsókna, sem gerðar eru. Rannsóknaráð leitaðist við að vinna að þessu verkefni á árunum 1964—1969. 1 ljós kom, að grund- völlur fyrir slika upplýsingaþjón- ustu var þá ekki fyrir hendi hér á landi og var þvi ekki að gert um sinn. A siðustu árum hefur þörfin fyrir hverskonar upplýsingaþjón- ustu i þágu atvinnuvega, visinda og hverskonar rannsókna á hinn bóginn aukist gifurlega. Þvi á- kvað Rannsóknaráð það á árinu 1974, að taka málið til endurskoð- unar og var komið á fót sérstök- um starfshópi eða nefnd til þess að vinna að þvi. Voru nefndinni falin eftirgreind verkefni: 1. Að gera tillögur tii Rann- sóknaráðs rikisins um það, hvernig koma megi á skipulegri, nýtri og hagkvæmri dreifingu tæknilegra og raunvisindalegra upplýsinga frá a) erlendum upplýsingamið- stöðvum b) innlendum rannsóknaraðil- um. 2. Nefndin tekur afstöðu til þess, hvort og hvernig hagkvæmt sé fyrir islendinga að tengjast upplýsingakerfi NORDFORSK. Nefndin hélt alls 29 fundi og var sá siðasti þeirra 24. maí sl. Þar var endanlega gengið frá ýtar- legri skýrslu um þessi mál og var hún kynnt fréttamönnum i gær. Rúmsíns vegna verður þessa fundar og þeirra upplýsinga, sem þar komu fram, ekki frekar getið i blaðinu i dag en nánar mun um málið fjallað á morgun. mhg BARUM BfíEGST EKKI | Vörubíla I hjólbaröar I IKynnið ykkur hin hagstæðu verð. B| TÉKKNESKA BIFREIOAUMBOÐIO ■ A ISLANDI H/E AUÐBREKKU 44—46 KÓPAVOG! SÍMI 42606

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.