Þjóðviljinn - 14.07.1976, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.07.1976, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 14. júli 1976 ÞJóDVILJINN — SÍÐA 5 Ekki liður svodagur aðlönd- in fyrir Miðjarðarhafsbotni séu ekki I fréttunum, stjórnmála- þrætur þar og vfgaferli. Miklu færra fréttist af gangi mála nokkru austar og sunnar, við Persaflóann og um Arabfuskag- ann sunnanverðan. Þarna er þó mikilvægasta ollusvæði heims og segir sig þvi sjálft að margir reyna að hafa hönd f bagga með þróun stjórnmála og valdatafls á þeim slóðum. Alþýðulýðveldið Suður-Jem- en, sem myndað var Ur fýrrver- andi breskum nýlendum og verndarsvæðum suðvestan á skaganum með Aden sem höf- uðborg, hefur lengi verið grönn- um slnum og Vesturveldunum mikill þyrnir i auga. Landið varð sjálfstætt 1967 eftir langt og grimmilegt skæ'rustriö við breta, og skömmu slðar voru teknir þar upp sósiallskir stjórn arhættir og þjóðarbúskapur. Síðan varð Suöur-Jemen griö- land útlaga frá grannrikjunum, Múhameð Resa Pahlavi, trans- keisari. Stórveldishyggja hans hefur orðið til þess að þjappa saman hinu sósialíska Suð- ur-Jemen og afturhaldssömum grönnum þess. legar fjárupphæðir aö láni, þótt svo að þessi riki hafi ekki enn stjórnmálasamband við Suð- ur-Jemen. Og á þessu ári brá svo við að Saúdi-Arabia, svarn- asti óvinur alþýðulýðveldisins til þessa, aðalriki skagans og oliuauöugasta land heims viður- kenndi stjórn Suður-Jemens og er slðan farin að veita henni efnahagsaöstoö. Stórveldisdraumar keisarans Eins og nærri má geta kemur' þessi stefnubreyting granna Suður-Jemens ekki til af góöu. Meginástæðan er ótti þessara rikja við vaxandi umsvif írans- keisara á Persaflóasvæðinu og I Öman. Múhameð Resa Pahlavi gengst upp I draumum um aö verða konungur konunganna á borö við Kýros og Darlos og vegna ollunnar ogannars er rlki hans orðið allmáttugt efnahags- lega og hernaðarlega. Eins og sakir standa ræður hann inn- Breytt viðhorf á Arabíuskaga sem öll hafa meira eöa minna Ihalds- eða afturhaldssamt stjórnarfar: Norður-Jemen, Saúdi-Arabía, furstadæmin við Persaflóann, Oman. Suö- ur-Jemen veitti útlögunum frá rikjum þessum stjórnmálaleg- an og efnáhagslegan stuðning eftir maétti og stúddi aukheldur við bakið á byltingarhreyfing- um I grannlöndunum sjálfum, einkum Alþýðuflylkingunni til frelsunar Öman, sem I meira en áratug hefur haldiö uppi strlð gegn furstanum þar I landi og hefur fylkið Dofar, vestast I landinu við landamæri Suð- ur-Jemens, að miklu leyti á slnu valdi. Soldáninn og góðvinir hans. Þótt sjaldan hafi verið minnst á borgarastyrjöldina I óman I fréttum, hafa rfkisleiðtogar og fjármálamenn um allan heim fylgst þar með gangi mála af ýtrasta áhuga. Vesturveldin, Ihaldssömu Arabarikin og Iranskeisari hafa af fáum óvin- um meiri beyg en þeim fáeinu hundruðum eða þúsundum skæruliða ómönsku alþýðufylk- ingarinnar, sem enn halda velli iglóðheitum klungrum og auön- um Dofer. Þessir aðilar svitna af skelfingu við þá tilhugsun, að skæruliöum þessum takist að ná völdum i Óman og útbreiöa byltingu slna til Sameinuðu furstadæmanna þar fyrir norð- vestan. Þetta myndi þýða að ekki einungis gætu byltingar- sinnaðir sóslalistar ráðið sigl- ingum til og frá oliusvæðunum við Persaflóa heldur og væri drjúgur hluti ollusvæðanna kominn I þeirra hendur. Soldáninn I Óman, sem Kabús heitir, er fremur illa þokkaður af þegnum slnum, og leikur varla nokkur vafi á þvl aðhann væri fallinn fyrir löngu, ef hann ætti ekki að sterka góðvini er- lendis. Óman var um langt skeið breskt „verndarsvæði”, og bretar hafa aldrei sleppt af þvl hendinni. Þeir sjá Kabúsi fyrir vopnum og „hernaðarráðgjöf- um”, og svipaðan styrk hefur soldán fengið frá Jórdaniukóngi og fleirum. Mest hefur þó mun- að um Persakeisara, en hann hefur árum saman haft I Óman fjölmennan her, llklega tlu til tuttugu þúsund manns, og má seg ja að siöustu árin hafi sá her borið hita og þunga dagsins I viðureigninni við Alþýðufylk- inguna. Persakeisara skortir ekki fé til að búa her sinn öllum hinum bestu vopnum og tækj- um, auk þess sem herstyrkur irana og Ómanssoldáns er margfaldur á við liðsafla Al- þýðufylkingarinnar. Þetta hefur haft þær eðlilegu afleiðingar að upp á slðkastið hefur hallað verulega á Alþýðufylkinguna I stríðinu. Stefnubreyting gagn- vart Suður-Jemen Óvild flestra rikja á Arabíu- skaga gagnvart Suður-Jemen vegna stjórnarfarsins þar og stuðnings við Alþýðufylkinguna I óman hefur baeði birst I þvl að þau hafa stutt með ráðum og dáðsuðurjemenska útlaga, sem vilja núverandi stjórn feiga, og einangrað Suður-Jemen eftir bestu getu stjórnmálalega og efnahagslega. Nú er hinsvegar að verða á þessu breyting. Kú- væt og Abú Dabi, það rlkasta af Sameinuðu furstadæmunum, hafa veitt Suður-Jemen veru- siglingunni I Persaflóann og hefur töglin og hagldirnar I Óm- an fyrir tilstilli hers slhs þar. Eftir að bretar fóru með her sinn frá Persaflóasvæðinu hefur keisarinn ekki farið I neina launkofa með að hann telji að Iran eigi að taka viö sem drottn- andi svæðisins og tók tíl dæmis með vopnavaldi smáeyjar nokkrar I innsiglingu flóans, sem einhver fustadæmanna töldu sig eiga. Arabisk samhyggja gegn irönum Það er einkum smárikjunum á vesturströnd flóans, Kúvæt og Sameinuöu furstadæmunum, sem stendur ógn af stórveldis- draumum keisarans. Og Saúdi-Arabía, sem telur sjálf- sagt að hún sé talin aðalveldið I Arabluskaganum, er greinilega einnig þeirrar skoðunar, að timi sé kominn til að benda Persa- keisara á að halda sig sin megin fióans. Ljóst er að ráðamenn Suð- ur-Jemens taki þessari afstöðu- breytingu grannrlkjanna fagn- andi, enda er land þetta sárfá- tækt og hefur rika þörf fyrir ut- anaðkomandi efnahagsaðstoð. Hætt er við að suöurjemenar verði að borga þá aöstoö með þvi að draga úr stuðningi viö marxlskar byltingarhreyfingar I Óman og viðar. En stjórn Suð- ur-Jemens mun vera orðin úr- kula vonar um að Alþýöufylk- ingin I Oman sigri á næstunni, og telur þvi sennilega ekki stjórnmálalega stætt á þvl að sinni að grundvalla utanrlkis- stefnu sina á voninni um snar- legan sigur sóslalismans á Ara- biuskaga. _dþ Harmóníkumúsik á plötu Tveir feðgar hér I borg, Karl Jónatansson og sonur hans Jónatan, hafa sett á stofn hljóm- plötuútgáfu sem ber heitið Akkord. Nú eru tvær fyrstu plötur þessa nýja forlags komnar út og er á þeim að finna harmónlkutón- list eingöngu. Karl Jónatansson hefur leikið á harmóniku um áratugaskeið á böllum, skemmtunum og I einka- samkvæmum. Hann rak Almenna músikskólann hér I Reykjavik fram til ársins 1967 er hann flutt- ist út til Danmerkur. Eftir fimm ára dvöl þar kom hann aftur og tók upp þráðinn við kennsluna. Mun láta nærri að nemendur hans séru um 800 talsins. Plöturnar sem Akkord hefur gefið út eru tvær eins og áður segir, önnur breiðskifa með harmónlkuleik þeirra Jóhanns Jósepssonar, Bjarka Árnasonar og Garðars Olgeirssonar. Hin er litil og hefur að geyma fjögur lög leikin af Kvintett Karls Jónatans- sonar. A minni plötunni er leikin venjuleg tónlistsem heyrst hefur á gömlu dönsunum hér undan- farin ár. A þeirri stóru er hins vegar ótruflaður einleikur en að sögn Karls er oft kvartað undan þvl að litið heyrist af einleik á harmóniku, hljómsveitin yfir- gnæfi hana alltaf. A plötunni eru jafnt létt lög sem kalssisk. Þremenningarnir sem leika á stóru plötunni eru á ýmsum aldri. Þeirra elstur er Jóhann Jósepssonsem telst til brautryðj- enda harmónikunnar hér á landi. Má segja að lann sé fyrstur Framhald á 14. siðu. Um hhidausa fréttamennsku Eða bréf til Gísla J. Astþórssonar frá höfundi vondrar „Gyðingafréttar” Sæll gamli nágranni. A fimmtudaginn I síðustu viku birtist I blaöi þlnu, og allra landsmanna aö þvi er manni er sagt, grein I miðopnu þar sem þú býsnast yfir hlutleysi Þjóð- viljans I frásögn af afrekum israelskra hermanna á Ent- ebbe-flugvelli I Uganda. Nú vill svo til aö ég er höfund- ur þessarar fréttar og þvl lang- ar mig að eiga við þig orðastaö smástund. Ég ætla samt ekki að ræða um aðgerðir Israelsmanna sem sllkar heldur frekar aö fjalla ör- litið um fyrirbæriö „hlutlausan fréttaflutning” sem þér og öðr- um blaðamönnum á Morgun- blaöinuersvotamtímunni. Aö- ur vil ég þó leiörétta hjá þér eina rangfærslu. Þú vitnar I fyrirsögn mina sem er tilvlsun til ummæla prúðmennisins Kurt Waldheims og segir hann hafa boriö það til baka að hafa sagt við fréttamann að hann áliti innrás Israelsmanna „brot á al- þjóðalögum”. Þetta er ekki alls kostar rétt hjá þér. Waldheim bar þessi orð aldrei til baka heldur hitt aö hann hafi kallað aögerðirnar „svíviröilega árás” eða „flagrant aggression” á ensku. En vlkjum þá að hlutleysinu. Þú segir að hlutleysi mitt I „Gyðingafréttinni” sem þú kallar svo sé forkastanlegt af þvi aö „Þar (á Þjóðviljanum) er skoðunum og fréttamiölun hik- laust hrært saman i einni skál þegar sá gállinnerá mönnum.” Þetta er laukrétt, a.m.k. hvað mig áhrærir. Mér hefur aldrei nokkurn tlma dottið I hug að ég væri eöa gæti yfirhöfuö oröiö hlutlaus I skrifum mlnum. Fyrir þvi eru ýmsar ástæöur san ég mun nú tiunda. Fréttamatið 1 fyrsta lagi er það plássið sem ég hef til umráöa. Þaö er svo takmarkað aö ekki kemst þar fyrir nema örlitið brot af þvl flóði sem yfir mann streymir daglega frá fréttastofunum Reuter og NTB. Ég neyöist þvl til að vinna úr fréttaskeytunum, stytta, draga saman. Þetta ger- ið þið á Morgunblaðinu llka þó ykkar pláss sé öllu meira. Við þessa úrvinnslu hlýt ég aö hafa að leiöarljósi eigið fréttamat sem vitaskuld er ekkert loft- kennt, hreint og skært fyrirbæri, laust úr tengslum við aðra þætti heilabúsins. Þetta gildir um ykkur llka. Ég get nefnt ykkur eitt litið dæmi um þetta. Fyrir nokkru ræddust þeir sálufélagar og vopnabræöur John Vorster for- sætisráöherra Suöur-Afriku og Kissinger utanrikisráðherra Bandarikjanna viö I suð- ur-þýskum smábæ. Reuter sendi ýtarlegar fréttir af fundi þeirra. Ég las þessi fréttaskeyti en I þeim sá ég ekkert nema samviskusamlega frásögn af hverju fótmáli höföingjanna og útlistun á öryggisgæslu þýsku lögreglunnar. Ég fann bókstaf- lega ekkert bitastætt um það hvaö hefði farið þeim á milli, hvort einhver stefna hefði veriö mörkuö eöa blað brotiö I sam- skiptum rikjanna. Ég sleppti þvi alveg að segja frá þessu þar sem aörar fréttir og merkilegri kröfðust birtingar. Til dæmis fréttin frá höfuðstöövum Sam- einuöu þjóðanna um að sendi- maður Apartheid-nefndar SÞ hefði þaö eftir leiötogum blökkumanna I Suöur-Afriku aö tala fallinna I óeirðunum á dög- unum hefði ekki veriö á annað hundraö eins og yfirvöld sögöu heldur á annað þúsund. Þetta þótti mér merk frétt og sló henni upp. A Morgunblaðinu fóruð þið öf- ugt i hlutina. Þar skipaöi fundur Vorsters og Kissingers heiðurs- sess og Reuter-fréttin fór svo til orörétt inn á forsiðu undir feit- letraðri fyrirsögn. Einhvers staöar langt inni i blaöinu, i framhaldadálki.kom svo fréttin sem mér fannst merkilegust. Svona er nú fréttamatið mis- jafnt. Heimildirnar 1 öðru lagi eru heimildir þær sem við báðir vinnum úr langt frá þvl að vera hlutlausar, þaö hlýturðu að vita. Ég get ne&it þér eitt dæmi ef þú veist ekki hvert ég er að fara. Ifyrrasumar gekk hér meðal blaöamanna undirskriftarlisti þar sem menn gátu látiö i ljósi stuðning sinn við baráttu Rauls Rego ritstjóra portúgalska blaðsins Republica. Hann hafði lent I þvi að undirmenn hans, prentarar og blaðamenn, neit- uðuaö vinna lengur undir stjórn hans og skipuðu honum að yfir- gefa ritstjórnarskrifstofur blaðsins.Þaðanlfrá ætluðu þeir að reka blaöið sjálfir. Ef marka mátti heimildir okkar var þetta svivirðileg árás á tjáningarfrelsið. Það var ver- ið að þa gga niöur I merkri rödd I portúgölskum blaöaheimi. Nú má það vel vera rétt. En svo bar við að á f jörur minar rak danskt blaö sem sent hafði mann til Lissabon til að kynna sér málið. Hann átti m ,a. viðtöl viö starfs- menn blaösins, þ.e. þá vondu bófa sem höföu úthýst Rego. Þeir sögðu danska blaöamann- inum frá þvl að áður en herinn gerði byltingu I aprfl 1974 hefðu blaðamenn Republica verið af ýmsum pólitiskum litarhætti, þ.á m. bæði kommúnistar og sóslalistar. Eftir byltingu fór hins vegar að bera á þvi að sósialistar hugðust seilast til yfirráöa á blaðinu. Birtist það m.a. I þvi að á timanum frá byltinguhersins fram til þess er Rego var úthýsthaföi 18komm- únistum verið vikið úr stöðum blaðamanna ogsósialistar veriö ráðnir I staðinn. Þetta kom aldrei fram I frétt- um Reuters. Nú spyr ég þig: finnst þér Reuter sýna hlutlausa frétta- mennsku með þvl að þegja um brottrekstra kommúnistanna en blása út uppreisn starfsmann- anna gegn Rego? Eða eiga 18 blaðamenn skilið minni samúð kollega sinna erlendra en einn ritstjóri af þvl aö þeir eru rauðir en hann bleikur? Eða nær tján- ingarfrelsið aðeins til ritstjóra og eigenda blaöa? Ég ætla að láta þetta nægja að sinni þótt ég gæti bætt heilmiklu við þetta. öðrum þáttum I að- finnslum þlnum við meðferö Þjóðviljans á innrás israels- manna I Uganda hefur verið og verður e.t.v. svarað á öðrum siðum blaðsins. Aö svo mæltu kveð ég þig og bið aö heilsa fjölskyldunni. Þröstur Haraldsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.