Þjóðviljinn - 14.07.1976, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 14.07.1976, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 14. júli 1976 þjöÐVILJINN — SÍÐA 11 „Yonumst til að fá 9 gullverðl. í frj álsíþróttunr” — segir landsliðsþjálfari sovétmanna, Anatoli Komarof í viðtali sem fréttastofa APN hefur átt við Anatoli Komarof, aðalþjálfara sovéska landsliðsins i frjálsum fþróttum, segir m.a: — Ég geri ráð fyrir aö við fáum að minnsta kosti niu gullverðlaun i Montreal, segir hann. — Þaö er aö segja, jafnmörg og í Miinchen. Aðalþjálfarinn og kollegar hans binda ekki eingöngu vonir við þá „gömlu” og reyndu iþróttamenn heldureinnig viö nýUða, sem ekki alls fyrir löngu voru gjörsamlega óþekktir, en hafa sýntmjög góöan árangur. Hér er fyrst og fremst um að ræða stangarstökkvarann frá Kiev Júrl Prokhorjenko, sem bætti sovéska metiö þrisvar i mai s.l. og kom þvi uppi 5.53 m. Og hann er ekki eini stökkvarinn sem er á uppleið. 1 hástökki er Sergei Senjúkof I fararbroddi, en honum fylgja fast eftir þeir Alexander Grigorjef, Vladimlr Abramof og Viktor Kasjejef. Allir þessir menn stökkva 2,21-2,24 m. Hinn tvitugi Kiev-búi Júri Sedykh, sem setti sovéskt met i sleggjukasti i mal sl. er heldur ekki einn um góðan árangur Iþeirrigrein. Nina Morgunova og Tatjana Kasankina ná ekki siðari árangri i 1500 m hlaupi en Ljúdmila Bragina, ólymplumeistari I þeirri grein I Mönchen 1972. Svetlana Kratsefskaja hefur þegar nokkr- um sinnum unnið Nadjesdu Tsjisjovu, sem hefur ástæðu til að reikna meö ólympiuverölaunum númer tvö. ValeríPodlúsní beið ó- sigur I iangstökki fyrir Alexei Pereverzjef. Fyrir ári hóf Pereverzjef þjálfun hjá Igor Ter-Ovanesjan, sem sjálfur var ólymplumeistari ekki alls fyrir löngu, og siöan hefur árangur hans aukist stórlega; nú stekkur hann 8,20 m. Semsagt, 1 mörgum greinum senda sovétmenn sambland af gömlum og nýjum iþróttamönn- um til Montreal. Jafnvel Valeri Borozof,sem er tvlmælalaustllk- legur til stórra sigra, hefur eign- ast góða samherja þar sem eru spretthlaupararnir Aiexander Axinin.Nikolaj Kolesnikof og Júrí Sllof. Komarof heldur þvl fram að þetta gefi okkur von um sigur í 4x100 m boöhlaupi. Sovéska landsliöiö I frjálsí- þróttum hefur þó ekki náð jafn- langt I öilum greinum sem til frjálsiþrótta teljast. T.d. hafa karlmennirnir greinilega dregist aftur úr á siðustu árum I hlaupi, bæöi langhlaupi og hlaupi á milli- vegalengdum. Mögulegt er að so- véska landsliðiö keppi ekki einu sinni I þessum greinum i Montreal. En þegar á heildina er litiö er aðalþjálfari liðsins, Ana- tolí Komarof, bjarlsýnn á úrslit- in. U-meistara- mótið i sundi 28. og 29. ágúst Unglingameistaramót islands I sundi verður háðdagana 28. og 29. nk. i Sundhöll Reykjavikur. Nón- ar verður sagt frá þessu móti slð- ar. Yngstu keppendurnir á Olympíuleikunum koma frá Bangkok Tveir yngstu keppendurnir á ólympiuieikunum, sem hefjast i Montreal i Kanada um næstu helgi, verða tvær sundkonur frá Bangkok. Þær eru báöar 13 ára og eru lang- yngstar af þeim 4500 keppendum sem taka þátt i leikunum. önnur þeirra, Rachaniwan Bulakul, varð 13 ára 1. júli sl. Hún hefur synt frá þvl aö hún var 9 ára, og hún á landsmet i heimalandi sinu i skriðsunds- greinum. Og þótt þessi Unga stúlka sé eins og aörir kepp- endur á leikunum i búðum keppenda sins heimalands, fór móbir hennar með henni á leikana, ef ef eitthvað skyldi bera út af. Það er ekki algengt aö svo ungt fólk komist I Ólympiulið, en ekki þó einsdæmi. t liði Astraliu að þessu sinni er til aö mynda stúlka sem er nýorðin 14 ára, og hún mun keppa I spretthlaupum, og það sem meira er, hún er komin I hóp þeirra allra bestu I 100 m. hlaupi, á besta timann 11,3 sek. Heimsmetið er 10,9 sek. Fimmti landsleikur r _ Islands ogFinnlands fer fram í kvöld Finnar hafa sigrað þrisvar, en islendingar einu sinni í kvöld fer fram fimmti landsleikur islendinga og finna i knattspyrnu, og verður hann leikinn í Finn- landi. í þeim fjórum leikjum sem fram hafa farið hafa finnar sigrað þrisvar, islendingar einu sinni. Markatalan stendur 7:4 finnum i vil. Fyrsti lands- leikur islendinga og finna fór fram 1948, og þá sigr- uðu islendingar 2:0, leikurinn fór fram i Reykjavik. Næst var leikið 1956 i Finnlandi, og þá sigruðu finn- ar 2:1, og 1964 var leikið á íslandi og finnar sigruðu 2:0‘ Loks var svo leikið i Finnlandi 1969, og sigruðu finnar 3:1. Nú biða menn spenntir eftir aö Inga Björn Albertss. I liðið, og er vita hvernig leikurinn i kvöld fer. það að vonum. En menn mega Tony Knapp landsliösþjálfari og heldur ekki gleyma þvi, aö þetta einvaldur heldur sinu striki og liö sem leikur gegn finnum I kvöld breytir ekki landsliðinu. Hann að Asgeiri Sigurvinssyni undan- hefur mjög veriö gagnrýndur skildum sigraði norðmenn fyrr i undanfarið fyrir að velja ekki sumar, og menn ættu að vita það að englendingar breyta ekki ótil- neyddirsigurliði, og það er einnig gömul saga og ný aö þaö er nær ógerlegt að leika sig útúr landsliði meöan ekki verður algert skip - brot. Einnig má benda á það, Knapp til málsbótar, að þetta liö sem hann er með hei'ur aldrei brugðist honum, og hversvegna skyldi hann þá vera að breyta þvi? Hitt er einnig alveg rétt, að Ingi Björn hefur sýnt stjörnuleiki i sumar með Vals-liðinu, en á meðan Knapp treystir öðrum betur fer Ingi ekki inn. Leiknum i kvöld verður ekki lýst I útvarpinu vegna yfirvinnu- banns tæknimanna þess, og er það i fyrsta sinn i mörg ár að landsleik i knattspyrnu sem fram fer erlendis er ekki lýst I útvarpi. —S.dór. Stefán hættur við að fara á Olympíuleikanna verið að athuga hvort Elias Sveinsson kemst i staðinn Eins og áður hefur veriö sagt frá hefur Stefán Hallgrimsson, tug- þrautarmaður verið meiddur i vor og sumar og hafa veriö vomur á honum hvort hann ætti að fara á Ól I Montreal, en hann hafði náð til- skyidu lágmarki. Loks i gær gaf hann ákveðib svar, hann ætlar ekki utan. Stefán fór I læknisskobun I gær og að henni lokinni tók hann þessa ákvörðun og tilkynnti hana. Nú mun verið að athuga hvort ekki sé mögulegt að Elias Sveins- son tugþrautarmaður fari i staðinn en ekkert hafði frést af úrslitum þess máls I gær. —S.dór Faina Melnik, heimsmethafinn I kringlukasti kvenna, er liklegur sigur- vegari i sinni grein og sú sem sovétmenn binda miklar vonir við i gull- verðlaunaveiðunum á ÓL. Jóhannes Eðvaldsson, fyrirliöi Isl. landsliðsins. A þessum frábæra knattspyrnumanni mun mikib mæða i kvöld.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.